blaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 26
IÞROTTIR
ithrottir@bladid.net
4
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007
Rígur er mikill milli allra liðanna fjögurra og eykur það
skemmtanagildið til muna fyrir áhorfendur. íþróttin er
vissulega hörð en þannig á það líka að vera og verður að vera ef
ísland ætlar sér nokkurn tíma árangur í greininni utan landsteinanna.
SKEYTIN INN
Helsti
ráðgjafi
forseta
« Real Madrid,
Miguel Portugal,
léthafaeftir sérá
spænskxi útvarps-
stöð í gær að ef örlítil áhersla
hefði verið lögð á unglingastarf fé-
lagsins þegar stjörnufarganið var
sem mest fyrir fimm árum gætu
þeir Giovani dos Santos, Cristi-
ano Ronaldo og Leo Messi verið
leikmenn hðsins í dag. Portugal
veit hvað hann talar um en hann
stjórnaði einmitt unglingastarfi
liðsins á þeim tíma, en það mætti
„ þá afgangi hjá forseta þess.
T| oman
|-c Abramov-
X Vich, eigandi
Chelsea, er
haldinn mikil-
mennskubrj álæði
afhæstugráðu ef
- marka má fréttir úr herbúðum
liðsins. Ærðist hann svo mjög
við tap Chelsea gegn Aston Villa
um helgina að hann hellti sér yfir
Mourinho þjálfara sem svaraði
eins og hans er von og vísa í
sömu mynt. Er staða hans talin
veik fyrir vikið enda ekki í fyrsta
sinn sem þeim lendir saman.
Yngri sonur
knattspyrnu-
goðsins
danska Michaels
^ Laudrup, hinn 17
ára gamli Andre-
as Retz Laudrup,
æfir nú með unglingaliði Real
Madrid en engum sögum fer af
því hvort strákurinn hefur erft
hæfileika föðurins. Pabbinn
er ekki langt frá enda þjálfari
Getafe sem er iðnaðarúthverfi
í höfuðborginni spænsku.
Stríð gæti
verið í upp-
siglingu milli
landsliðseinvalds
Englands, Steve
McLaren, og
stjóra Liverpool,
Rafa Benítez, en McLaren vill að
Steven Gerrard verði sprautaður
niður til að geta leikið með lands-
liðinu gegn Israel um helgina.
Leikmaðurinn er tábrotinn og
hefúr verið sprautaður niður að
undanförnu en það þykir ekki
heillavænlegt til lengdar og Rafa
vill ekki heyra á það minnst.
Ljóst er að
Manchest-
er City er
ekkert að fara í
keppnisferðalag
til Taílands næstu
árin. Eigandi
þess, Thaksin Shinawatra,
er eftirlýstur í landinu fyrir
mannréttindabrot og Thaksin
missir ekki af leik með liði sínu.
][ uventus sækir
I þaðnúhart
að fá Michael
allacklánað-
an eftir að ljóst
varð að hann er
í raun ekki inni
- í myndinni lengur hjá Mourin-
ho.þjálfara Chelsea. En fleiri
félög hafa áhuga, sérstaklega
þar sem hann mun geta leikið
í Meistaradeildinni með öðru
liði eftir áramótin. Real Madrid
hefur forvitnast en áhuginn
þar takmarkast aðeins við
sljórnarmenn sem vilja græða
á seldum skyrtum. Aðdáendur
eru langþreyttir á svoleiðis rugli.
Tölfræðin úr fyrstu leikjum úrvalsdeildarinnar kemur á óvart
Didier Drogba grófastur
Ýmislegt forvitnilegt kemur í ljós þegar skoðuð er töl-
fræði leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu
umferðirnar. Fáir hefðu til dæmis rennt f grun að Didier
Drogba hefði brotið mest af sér hingað til eða að hinn
rándýri Fernando Torres væri aðeins með 20 prósenta
skotnýtingu.
Drogba hefur til að mynda brotið af sér 17 sinnum í
aðeins fimm leikjum sem er með því mesta fyrir sókn-
armann. Hann er hins vegar afar séður því aðeins einu
sinni hefur hann fengið gult spjalt fyrir brotin. Fern-
ando Torres kemur við sögu á tveimur stöðum í helstu
tölfræðinni. Annars vegar er hann fremstur í flokki
með að hitta markið úr skotum sínum en 15 spörk hans
hafa ratað rétta leið. Hins vegar nýtast aðeins 20 pró-
sent þeirra til marka sem er dapurt miðað við Michael
Chopra hjá Sunderland en 67 prósent skota hans enda
í netinu. Þá er Kasper Schmeichel fremstur markvarða
en hann hefur varið 91 prósent allra skota á mark sitt.
Kl. 19.20 Björninn - Skautafélag Akureyrar
Kl. 20.35 Skautafélag Reykjavíkur - Narfinn
Kl. 21.50 Skautafélag Reykjavíkur - Skautafélag Akureyrar
Kl. 23.05 Narfinn - Björninn
Blaöiö/ÞÖC
Slaeurinn
að hefjast
Hraðmót í íshokkí Frítt inn og frábær skemmtan
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@bladid.net
Það væri kannski að bera í bakka-
fullan lækinn að tala um að öll bestu
íshokkílið landsins taki þátt í hrað-
bikarmóti sem fram fer í Egilshöll í
dag og á morgun. Þannig er það nú
samt enda félögin aðeins fjögur tals-
ins og hvert um sig getur á góðum
degi unnið öll hin. Áhugasamir
eru hvattir til að mæta enda gerast
íþróttir ekki hraðari og meira spenn-
andi, sérstaklega þegar um hraðmót
er að ræða, en með mótinu hefst ís-
hokkítímabilið formlega.
Skautafélag Reykjavíkur, Skauta-
félag Akureyrar, Björninn og Narfi
taka þátt í mótinu sem er óhefð-
bundið. Aðeins er leikið í tvisvar
sinnum 15 mínútur með nokkurra
mínútna hléi en venjulegur íshokk-
íleikur skiptist í þrjá 20 mínútna
leikhluta.
Mikil undiralda
Annars er mikil undiralda hvað
íshokkí snertir hér á landi og fjöldi
TÖLFRÆÐIN
Fjögur íslensk félagslið
Tvö frá Reykjavík og tvö
að norðan
► 700 einstaklingar alls
æfa íþróttina í dag
ísland er í 37. sæti á
heimslistanum
þeirra sem stunda íþróttina og
æfa reglulega hefur margfaldast á
skömmum tíma í kjölfar uppbygg-
ingar á skautahöllum í landinu. Þær
eru þó nú þegar orðnar yfirfullar
og sést það kannski á því að um-
rætt Aseta-hraðbikarmót er leikið í
kvöld og annað kvöld stanslaust frá
kvöldmatartíma til tæplega ellefu
um kvöldið. Er því um fína veislu
fyrir aðdáendur að ræða en ráð er
að taka með sér púða undir aftur-
endann ætli fólk sér að fylgjast með
frá upphafi til enda.
Enginn bróðir í leik
Rígur er mikill milli allra liðanna
fjögurra og eykur það skemmtana-
gildið til muna fyrir áhorfendur.
lþróttin er vissulega hörð en þannig
á það líka að vera og verður að vera
ef ísland ætlar sér nokkurn tíma
árangur í greininni utan landstein-
anna. Enginn varð svikinn af fimm
leikja úrslitabaráttu SA og SR um
titilinn í vor sem leið en síðasta úr-
slitaleiknum fylgdi allt sem fylgja á
skemmtilegum leik; þrotlaus barátta
í venjulegum leiktíma og gegnum
framlengingu og þurfti vítakeppni til
að knýja fram úrslit. Vonandi leggur
sá leikur línurnar fyrir mótið nú.
Nadal búinn
Tenniskappinn Rafael Nadal
er úr leik á Opna bandaríska
meistaramótinu eftir tap
í maraþonviðureign gegn
Spánverjanum David Ferrer.
Lék Ferrer afar vel en Nadal
var í tjóni; vafinn um bæði
hnén auk meiðsla á annarri
hendi en vildi ekkert um það
tala eftir ósigurinn. Það væri
aðeins um afsökun að ræða.
Nadal hefur vart tekið pásu í
heilt ár og leikgleðin farin að
taka toll.
Parker maðurinn
NBA-leikmaðurinn Tony
Parker var allt í öllu í 69-62
sigri Frakka á ítölum í Evrópu-
keppni landsliða í körfuknatt-
leik. Skoraði stjarnan heil 36
stig og átti auk þess fjölda
stoðsendinga. Þjóðverjinn
Dirk Nowitski er engu að síður
stigahæstur í keppninni með
tæp 30 stig að meðaltali í leik.
Tiger efstur
Óbreytt staða er á toppi heims-
listans í golfi eftir mót ágúst-
mánaðar. Tiger Woods heldur
öruggri forystu sinni sem er
það mikil að næsti maður,
Phil Mickelson, þarf nokkra
sigra til þess eins að nálgast
hann. Mickelson skipti um
sæti við Jim Furyk og Geoff
Ogilvy og K.J. Choi höfðu sæta-
skipti í 8. og 9. sætinu en að
öðru leyti er tíðindalaust.
Rússar ráðvilltir
Rússar mega muna sinn
fífil fegri í íshokkíi og hefur
landslið þeirra farið hægt
og sígandi hallloka seinni
árin. Besta dæmið er að liðið
hefur ekki unnið neinn leik í
sérstakri rimmu við Kanada,
sem kallast Super Series, en
fimm leikir eru búnir. Fjórir
þeirra fóru fram í Rússlandi
og næstu fjórir í Kanada en
staðan er 5-0 fyrir Kanada-
menn og þrír síðustu leikirnir
verða á þeirra heimavelli.