blaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 6
6
FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007
blaðiö
Blaðinu dreift til
strætófarþega
Blaðinu verður dreift í strætis-
vagna á höfuðborgarsvæðinu eftir-
leiðis. Þar með fetar blaðið sömu
slóðir og mörg fríblöð erlendis,
s.s. skandinavíska fríblaðið Metro
sem er dreift á lestarstöðvum og i
strætisvögnum. Þorbjörg Helga Vig-
fúsdóttir, borgarfulltrúi og stjórnar-
fulltrúi í Strætó bs., segist fagna því
mjög að þetta samstarf hafi komist
á milli Blaðsins og Strætó. „Þetta er
mjög jákvætt mál og við gleðjumst
yfir því hversu framsýnt Blaðið er.“
Þorbjörg segist treysta því að þetta
verkefni slái í gegn, á sama hátt og
Frítt í strætó-verkefnið sé að gera.
HA gerir samstarfs-
samning við BioPol
Háskólinn á Akureyri og BioPol
ehf., sem er nýtt sjávarlíftæknisetur
á Skagaströnd, skrifuðu í gær undir
samning um rannsóknasamstarf á
sviði sjávarlíftækni. Meginmarkmið
samningsins er að efla rannsóknir
og tækniþróun á sviði sjávarlíftækni,
matvælafræði og tengdum sviðum.
í því felst m.a. að skilgreina ný
rannsóknarverkefni og liggur helsti
styrkleiki samstarfsins í samlegð
ólíkrar sérfræðiþekkingar og þar
með meiri líkum á árangri stærri
rannsóknar- og þróunarverkefna.
BioPol er ætlað að skoða lífríki
Húnaflóa ofan í kjölinn, standa að
rannsóknum á vettvangi líftækni
og nýsköpun á vettvangi sjávarlíf-
tækni. Enn fremur mun fyrirtækið
standa að markaðssetningu og sölu
á afurðum úr sjávarlífverum.
mbl.is
Lagabreytíngar þörf
opnist markaðvuinn
il Eigandi minlyf.net segir að verði lyf frá útlöndum send í pósti
þurfi lagabreytingu ■ Ráðherra skoði endurgreiðslu á lyfjum að utan
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
Breyta þarf lögum eigi hugmyndir
Guðlaugs Þórs Þórðarsonarheilbrigð-
isráðherra um að opna lyfsölumark-
aðinn með rafrænum sendingum
lyfseðla milli landa að verða að veru-
leika. Þetta segir Aðalsteinn Arnar-
son læknir sem Lyfjastofnun bannar
að hafa milligöngu um kaup á lyfjum
í apótekum í Svíþjóð í gegnum vefsíð-
una minlyf.net. „Lyfjastofnun segir
póstverslun með lyf bannaða. Ráð-
herra talar um að opna möguleika á
að senda lyfseðla rafrænt utan og fá
lyf send heim. Þau færu þá væntan-
lega í gegnum pósthús og þá þarf að
breyta þessum lögum."
Aðalsteinn bendir einnig á að
nú endurgreiði Tryggingastofnun
ríkisins ekki hluta af verði lyfja
sem keypt eru erlendis. „Ég sendi í
sumar inn erindi til heilbrigðisráðu-
neytisins þar sem ég bið ráðherra
um að taka afstöðu til endurgreiðslu
á lyfjum keyptum erlendis og hvort
neitun á slíkum endurgreiðslum
standist EES-samninga. Ég hef ekki
fengið svör frá ráðuneytinu enn
sem komið er.“
RAFRÆNIR LYFSEÐLAR
► Rafræn sending lyfseðla á
að vera komin í gagnið um
allt land um næstu áramót.
►
í stað þess að afhenda sjúk-
lingi pappírslyfseðil sendir
læknirinn lyfseðilinn raf-
rænt í sérstaka lyfseðlagátt
þangað sem apótek getur
sótt hann.
W, Með rafrænum sendingum
lyfseðla opnast væntanlega
möguleikar í framtíðinni á
að hægt verði að fá lyf send
heim frá erlendum apótek-
um, að því er heilbrigðisráð-
herra hefur greint frá.
íhugar kæru
Aðalsteinn ákvað að gera hlé á
starfsemi vefsíðunnar sem aðeins
var opin í nokkra daga í sumar
vegna úrskurðar Lyfjastofnunar.
Hann hefur hins vegar mótmælt því
að um póstverslun sé að ræða þar
sem hann bjóði ekki upp á neinar
vörur og njóti ekki söluágóða af lyfj-
unum. Um þessar mundir er hann
að bræða það með sér hvort hann
eigi að kæra úrskurð Lyfjastofnunar
til heilbrigðisráðuneytisins. „Ég
held að ég geri það til að klára þetta
mál. En þótt ég fengi það svar að
Lyfjastofnun væri ekki stætt á að
banna mér að hafa milligöngu um
kaup á lyfjum þá er sú þjónusta sem
ég bauð upp á ekki eins og þetta á
að vera.“
Vildi fá umræðu í gang
Með því að hafa milligöngu um
kaup á lyfjum fyrir Islendinga vildi
læknirinn fá í gang umræðu um
lyfsölu. „Til að mótmæla háu lyfja-
verði á Islandi vildi ég fá umræðu
í gang með öðrum þrýstingi en
gert hefur verið áður. En auðvitað
á fólk ekki að þurfa að fara svona
flókna leið. Þetta verður miklu
einfaldara ef erlendum apótekum
verður gert kleift að koma inn á
íslenska markaðinn og selja ein-
staklingum ódýrari lyf en hér fást.
Það á að vera eðlilegri samkeppni
á íslenskum markaði," leggur Aðal-
steinn áherslu á. Hann segir þess
vegna hugmyndir heilbrigðisráð-
herra afar athyglisverðar.
VIÐ HÖFUM ALLAR GERÐIR BÍLA
5-9 MANNA
Vagnhöfða 25 I 12 Rcykjavík sími 567 4455 fax 567 4453
Er hárið farið að gfáll& og þynnast?
Þá er Grecian 2000 hárfroðan lausnin!
Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og hárið
nær sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ.
Leiðbeiningará (slensku fylgja
ta recian 2000 hárfroðan fæst:
Lyfju Lágmúla, og Lyfju Smáralind - Árbæjar Apótek
Lyfjaval Apótek, Mjódd - Hársnyrtistofan Hár Hjallahrauni 13 Hfj.
Rakarastofa Grfms - Rakarastofa Ágústar og Garðars
Rakarastofan Klapparstíg - Rakarast. Ragnars, Akureyri
Torfi Geirmunds, Hverfisg. 117 og í Hagkaupsverslunum
Aml Schmvlng mlf. - Hmlldvmrmlun
m/ml 007 7030
Aukið vægi ensku í Háskólanum í Reykjavík
Háskólinn verði að fullu
tvítyngdur árið 2010
Háskólinn í Reykjavík mun auka
vægi ensku í kennslu sinni á næstu
misserum. Stefnt er að því að skól-
inn verði tvítyngdur innan skamms
og er þetta liður í alþjóðavæðingu
skólans. Jóhann Hlíðar Harðarson,
markaðsstjóri Háskólans, segir að
stefnt sé að því að skólinn verði að
fullu tvítyngdur árið 2010. Nú þegar
eru formleg samskipti að miklu
leyti bæði á íslensku og ensku. Því
sé þetta eðlileg þróun í vaxandi
skóla, mikill fjöldi erlendra kenn-
ara kemur að kennslunni og nem-
endur þurfi að nýta sér ensku í
miklum mæli í störfum sínum að
námi loknu.
Jóhann segir hins vegar að engin
áform séu uppi um að enskan taki
við af íslenskunni. „Það er lykilat-
Framtíðin í Öskjuhlíðinni HR stefnir aö því
að verða tvítyngdur árið 2010. Enska verður
notuð til jafns við íslensku um svipað leyti og
skólinn flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði.
riði að standa vörð um íslenskuna, nám verði í síauknum mæli á ensku.
hún á aldrei að víkja eða verða Hins vegar eru engin áform uppi
minnipokamál." Nú þegar fer MBA- um að taka ensku upp í auknum
nám í skólanum að fullu fram á mæli í grunnnámi.
ensku og stefnt er að því að meistara- freyr@biadid.net