blaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 8
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007
blaðiö
Níkaragva
Felix drepur
fjóra
Fjórir létust og nokkrir slösuðust
þegar fellibylurinn Felix gekk yfir
Níkaragva. Felix eyðilagði þús-
undir heimila áður en hann
missti kraft og varð að hitabelt-
isstormi. Yfirvöld í Níkaragva,
Gvatemala og Hondúras hafa
varað við því að hættuleg flóð og
aurskriður kunni að fylgja úrhell-
inu. Mildi þykir að Felix kom á
land á fremur strjálbýlu svæði í
Níkaragva og olli því minna tjóni
en fyrirfram var óttast. aí
Noregur
Vill Finna með
í varnarsamstarf
Jonas Gahr
Store, utanrík-
isráðherra Nor-
egs, hefúr óskað
eftir nánara ör-
yggis- og varn-
arsamstarfi
bæði við Sví-
þjóð og Finn-
land. Store hef-
ur tekið vel í hugmyndir
yfirmanna norska og sænska her-
aflans um aukið samstarf og vill
jafnframt ræða við Finnland.
Hann hefur boðið utanrík-
isráðherrum Svía og Finna til
fundar í Bodo í næsta mánuði. aí
Svíþjóð
Odenberg
segir af sér
Mikael Oden-
berg sagði af sér
embætti varn-
armálaráðherra
Svíþjóðar í gær.
Hann segir
ástæðu afsagn-
arinnar deilur
við fjár-
málaráðherrann
Anders Borg, sem tilkynnti fyrr á
árinu áform um að skera niður
útgjöld til varnarmála um fleiri
tugi milljarða króna.
Utanríkisviðskiptaráðherrann
Sten Tolgfors tekur við embætti
varnarmálaráðherra. aí
n
C- Hunangs^ . A
'i
Góð með kjúklingi, svínakjöti, reyktum laxi, graflaxi, sem
salatsósa og í kalt pastasalat hverskonar.
f
VOGABÆR
Frábær köld meö kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna.
Góð á saltkexið með rifsberjahlaupi og sem ídýfa.
m
Varasöm leikföng I nýjustu innkoll-
unarlotu Mattels er um að ræða Fisher
Price-leikfangalestirog aukahluti með
Barbie-dúkkum.
- _
Enn fleiri leikföng
frá Kína innkölluð
■ Tíu eintök af mögulega hættulegu Barbie-leikfangasetti voru
seld til íslands ■ Blýmagn í leikföngunum hefur mælst of hátt
INNKÖLLUÐ LEIKFÖNG
Barbie-fylgihlutir
• Living Room Playset (K8613), vegna gulrar málningar á handtöskunni.
• Living Room Playset (K8608), vegna brúnnar málningar á kettinum.
• Dream Puppy House (J9485), vegna appelsínugulrar málningar á hundinum.
• Dream Kitty Condo (J9486), vegna brúnnar málningar á kettinum.
• Table & Chairs Kitchen Playset (K8606), vegna málningar á diskum, hundinum og skálum.
• Bathtub & Toilet Playset (K8607), vegna brúnnar málningar á kettinum.
• Desk & Chair Bedroom Playset (K8609), vegna brúnnar málningar á hundinum.
Fischer-Price-leikfangalestir
• GEOTRAX Rail & Road System
• Freightway Transport, vegna gulrar málningar á stiganum og Ijósum lestarvagnsins.
• GEOTRAX Special Track Pack, vegna gulrar málningar á stiganum og Ijósum lestarvagnsins.
• „It’s a Big Big World 6-in-1 Bongo Band, vegna málningar á plasttrommunni.
Eftir Atla ísleifsson
atlii@bladid.net
Bandaríski leikfangaframleið-
andinn Mattel hefur ákveðið að
innkalla ellefu gerðir leikfanga, eða
um 850 þúsund eintök, þar sem
blýmagn í málningu þeirra hefur
mælst of hátt. Tíu eintök af einni
tiltekinni gerð sem um ræðir voru
seld beint til íslands. Þetta er þriðja
stóra innköllun Mattels á leikföng-
um sem búin eru til í Kína á einum
mánuði. Leikföngin sem um ræðir
eru aukahlutir fyrir Barbie-dúkkur
og Fisher-Price-leikfangalestir.
Tíu eintök á íslandi
Samkvæmt upplýsingum sem
Neytendastofu hafa borist frá Mat-
tel hafa tíu eintök af einni tiltekinni
gerð leikfangs, sem þessi innköllun
nær til, verið seld beint til íslands.
Um er að ræða fylgihlut fyrir Bar-
bie-dúkkur, nánar tiltekið hand-
tösku með framleiðslunúmerinu
K8613, sem seld var með setti af
fylgihlutum „Barbie Living Room
Playset“ með framleiðslunúmerið
K8610. 1 tilkynningu frá Neytenda-
stofu er varað við því að leikföngin
kunni hugsanlega að hafa borist til
landsins með öðrum hætti. Foreldr-
ar og forráðamenn eru hvattir til að
fjarlægja þegar í stað þau leikföng
sem hætta getur mögulega stafað af.
Mattel hefur sent frá sér enn eina
afsökunarbeiðni vegna innköllunar
á leikföngum, þar sem ítrekað er að
gallarnir hafi uppgötvast vegna
nýrra og bættra öryggisprófana.
Brian Stockton, einn forsvars-
manna Mattels, segir fyrirtækið vera
hreinskilið í garð neytenda með því
að greina frá því hvað sé á seyði.
„Við vonumst til að neytendur
dæmi okkur af verkum okkar, en
ekki af því að einhverjir undirverk-
takar hafi ekki gert það sem til
stóð.“
Milljónir innkallaðar
Síðasta mánuðinn hefur Mattel
innkallað átján milljönir leikfanga
sem búin eru til í Kína, þar sem blý-
magn í málningu hefur mælst of
hátt. Á heimasíðu Mattels segir að í
þessari lotu hafi 530 þúsund leik-
föng í Bandaríkjunum verið inn-
kölluð, en 318 þúsund í öðrum ríkj-
um.
Kínversk stjórnvöld hafa ekki
sent frá sér yfirlýsingu vegna nýj-
ustu innköllunarinnar, en hafa áður
bent á að einungis fáar af þeim
milljörðum vara sem framleiddar
eru þar í landi séu gallaðar. Eftir
fýrstu innköllun Mattels í síðasta
mánuði voru yfirvöld í Kína fljót að
affurkalla starfsleyfi umræddrar
leikfangaverksmiðju, sem staðsett er
í Guangdong-héraði.
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net
Fleiri handtökur á grundvelli hryðjuverkalaga í Evrópu
Þrír handteknir í Þýskalandi
m ...
j Jfe—— 4 \ W I r -Ai i i 1 i Grunaður hryðjuverkamað- ur leiddur á brott. Lögregla segir þrímenningana hafa hlot- ö þjálfun í búðum í Pakistan.
% * i - ! Æ
■4K l’ /
Þrír menn voru handteknir í Þýska-
landi á þriðjudaginn, grunaðir um
skipulagningu hryðjuverka í land-
inu. Fullyrt er að þeir hafi haft í
hyggju að ráðast á alþjóðaflugvöll-
inn í Frankfurt og bandarísku her-
stöðina í Ramstein.
Ríkissaksóknarinn Monika
Harms segir að mennirnir þrír hafi
hlotið þjálfun í búðum í Pakistan
og geymt um sjö hundruð kíló af
sprengiefnum. 1 þýskum fjölmiðl-
um er greint frá því að tveir mann-
anna séu þýskir og einn tyrkneskur
og að þeir séu grunaðir liðsmenn
hryðjuverkahópsins Islamska Jihad.
Mennirnir voru handteknir í
sumarbústað við landamæri Hes-
sen ogNordrhein-Westfalen. Tunn-
ur með sprengiefnunum fundust
hins vegar í Svartaskógi. Þingmað-
urinn Wolfgang Bosbach segir að
yfirvöld hafi fylgst með mönnun-
um um nokkurt skeið. Grunur léki
á að hryðjuverkin yrðu framin
sama dag og þess yrði minnst að sex
ár væru liðin frá hryðjuverkaárás-
unum á Bandaríkin, 11. september
2001.
Handtökurnar í Þýskalandi áttu
sér stað sama dag og tveir menn
voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í
Kaupmannahöfn vegna gruns um
að hafa hryðjuverk í undirbúningi.
I dönskum fjölmiðlum kemur fram
að tvímenningarnir, sem eru af
pakistönskum og afgönskum upp-
runa, hafi um árabil búið í Dan-
mörku, en skyndilega gengið til liðs
við herskáa múslíma. atlii@biadid.net