blaðið - 06.09.2007, Qupperneq 10
10
FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007
blaöiö
Vandfýsnir inn-
brotsþjófar
Brotist var inn í tvo bíla sem
stóðu fyrir utan bílaumboðið
Brimborg seinni part dags í gær.
Að sögn Iögreglu voru rúður
brotnar farþegamegin og geisla-
spilarar rifnir úr stæðum sínum
en ekki fjarlægðir. Óljóst er hvort
þjófunum hugnuðust ekki hljóm-
flutningstækin eða hvort þeir
hættu við af öðrum ástæðum.
mbl.is
Hjartveikur
um borð
Farþegaflugvél af gerðinni DC ío
frá hollenska flugfélaginu KLM
lenti á Keflavíkurflugvelli laust
eftir klukkan 4 í nótt með hjart-
veikan flugfarþega. Talið er að far-
þeginn hafi fengið hjartaáfall og
við það misst meðvitund. Læknir,
sem var um borð í vélinni, fylgd-
ist með líðan farþegans sem var
kominn til meðvitundar þegar
vélin lenti á Keflavíkurflugvelli.
Farþeginn var fluttur með sjúkra-
bíl á Landspítala við Hringbraut í
Reykjavík.
Flugvélin var á leið frá Montreal í
Kanada til Amsterdam.
Gistinóttum
fjölgaði um 6%
Gistinætur á hótelum í júlí síð-
astliðnum voru 189.300 en voru
177.800 í sama mánuði árið 2006,
sem er fjölgun um 11.400 nætur
eða ríflega 6%. Gistinóttum fjölg-
aði í öllum landshlutum. Aukn-
ingin var hlutfallslega mest á
Norðurlandi þar sem gistinóttum
fjölgaði um tæp 12%, úr 19.400 í
21.700 milli ára. Á höfuðborgar-
svæðinu nam aukningin tæpum
6%, en gistinætur þar fóru úr
104.900 í 111.100 milli ára.
Vill auka frjálsræði
í landbúnaðinum
■ Landbúnaðarráðherra lætur skoða búvörulögin til að einfalda kerfið og auka frjálsræði
■ Ætlar ekki að afnema ákvæði sem undanskilur mjólkuriðnað samkeppnislögum
Eftir Þórð Snae Júlíusson
thordur@bladid.net
Einar K. Guðfinnsson landbún-
aðarráðherra er að láta skoða
ákveðna þætti búvörulaga með það
að leiðarljósi að einfalda landbúnað-
arkerfið og auka frjálsræði innan
þess. Þeir þættir laganna sem eru
til skoðunar lúta meðal annars að
verðtilfærslum og verðmiðlunum í
kerfinu. Einar segir þessar aðgerðir
í takt við það sem sett hafi verið
fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar. „Þar er hvatt til þess að við
reynum að gera kerfið einfaldara og
að auka þar frelsi. Við höfum á und-
anförnum vikum verið að fara yfir
búvörulögin og ýmsa þætti þeirra.
Það hefur meðal annars verið farið
yfir þætti sem snúa að verðmiðlun
og verðtilfærslum innan landbún-
aðarkerfisins sem að mínu mati
þurfa einföldunar við. Það gæti þá
mögulega haft áhrif á verðlagningu
búvara í frjálsræðisátt. Þetta er gert
til að einfalda kerfið og gera verð-
lagningu gegnsærri."
Ákvæðið verður áfram
Fyrirtæki í mjólkuriðnaði hafa
verið undanþegin samkeppnis-
lögum samkvæmt ákvæði í búvöru-
lögum sem samþykkt var árið 2004.
Fyrir tæpu ári úrskurðaði Samkeppn-
iseftirlitið að þessi óskilyrta undan-
þága væri á engan hátt eðlileg og að
hún hefði alvarlegar samkeppnis-
hömlur í för með sér. Eftirlitið hvatti
því til þess að búvörulögunum yrði
breytt þannig að þetta ákvæði yrði
tekið út. Guðni Ágústsson, þáver-
andi landbúnaðarráðherra, neitaði
þá að beita sér fyrir breytingunum
og sagði Samkeppnisyfirvöld hafa
sett upp pólitísk gleraugu. Einar
segist heldur ekki hafa nein sérstök
áform um að fella ákvæðið úr gildi.
„Alþingi samþykkti þetta fyrirkomu-
lag árið 2004 með tilteknum rökum
og ef við ætlum að endurskoða þetta
Landbúnaðarráðherra er að láta skoða ákveðna þaetti búvörulag-
anna með það að leiðarljósi að „einfalda kerfið og gera verðlagningu
gegnsærri". Hann ætlar þó ekki að hrófla við ákvæði sem undanskilur
fyrirtæki í mjólkuriðnaði frá samkepþnislögum.
BlaöiöBrynjarGauti
ákvæði þá verður að gera það að vel
yfirlögðu ráði. Það er ekkert sem
menn hrapa að.“
Mega ekki misbeita stöðu sinni
Samkeppniseftirlitið fram-
kvæmdi húsleit í höfuðstöðvum
Mjólkursamsölunnar, Osta- og
smjörsölunnar og Auðhumlu svf.
í júní síðastliðnum vegna grun-
semda um að fyrirtækinhefðu gerst
sek um undirboð og misnotkun á
markaðsráðandi stöðu. Einar segir
ekki tímabært að tjá sig um það mál
á þessu stigi þar sem það sé enn í
rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu.
Hann segir þó alveg klárt að þrátt
fyrir að fyrirtæki í mjólkuriðnaði
séu undanþegin samkeppnislögum
megi þau ekki misbeita markaðs-
ráðandi stöðu sinni. „Búvörulögin
eru sérlög sem taka almennri lög-
gjöf eins og samkeppnislöggjöf-
inni fram og með þeim er Alþingi
að veita undaþágu frá ákveðnum
hluta samkeppnislaganna. En þó
með þeirri veigamiklu undanþágu
að þessi framleiðslufyrirtæki hafa
ekki heimild til að misbeita mark-
aðsráðandi stöðu sinni.“
BÚVÖRULÖGIN
►
Lög um framleiðslu, verð-
lagningu og sölu á búvörum,
eða búvörulögin, voru sett
árið 1993.
► Tilgangur þeirra er meðal
annars sá að stuðla að
jöfnuði milli framleiðenda f
hverri búgrein hvað varðar
afurðaverð og markað.
►
Beingreiðslur til þeirra sem
stunda landbúnað eru til-
teknar í búvörulögunum.
Strætó bs.
Strætó bs. er byggðasamlag í eigu sjö sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Strætó bs.
starfa rúmlega 200 manns.
Við hjá Strætó sjáum okkar meginhlutverk fólgið
í því að veita almenna þjónustu á sviði almenn-
ingssamgangna, innan þess fjárhagsramma sem
okkur er settur og nýta það fjármagn sem best
til að koma til móts við þarfir viðskiptavina.
Framtíðarsýn okkar byggist á því að viðskiptavinir
kjósi að komast leiðar sinnar með strætó vegna
þess að það sé mun hagkvæmari kostur en að
nota einkabíl.
straeto.is
VAGNSTJORAR
Strætó bs. óskar eftir að ráða þjónustulipra og
samviskusama vagnstjóra. Konur jafnt sem
karla. Starfið er vaktavinna og býður upp á sveigjan-
legan vinnutíma. Um er að ræða fullt starf, hlutastarf,
helgarvinnu og kvöldvinnu á virkum dögum.
Starfssvið: Að aka íbúum höfuðborgarsvæðisins og aðstoða
þá við að komast leiðar sinnar, dag hvern.
Mennta- og hæfniskröfur: Meirapróf, hlýlegt viðmót og
þjónustulund.
Strætó bs. heiðrar jafnrétti kynja til vinnu og greiðir sömu
laun fyrir sömu störf. Því viljum við hvetja konur jafnt sem
karia til að sækja um. Til greina kemur að kosta og styrkja
umsækjendur til meiraprófs.
Nánari upplýsingar veitir Steindór Steinþórsson
í síma 540 2700, steindor@straeto.is og á straeto.is