blaðið - 06.09.2007, Qupperneq 22
22
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007
blaðiö
LÍFSSTÍLL48K
48k@bladid.net
Því er líklegt að fyrst um sinn muni
3G-tæknin gera lítið annað en að
svala forvitni þeirra tæknióðu.
KÍLÓBÆT
Eldheitir Nokia
í síðasta mánuði innkallaði
Nokia rafhlöður af gerðinni BL-
5C vegna fjöl-
margra fregna
um að þessar
rafhlöður
ættu það til að
springa. Nú
virðist sem
fleiri Nokia-rafhlöður séu í
sprengihættu því indversk
kona lenti í því á dögunum að
farsíminn hennar sprakk í loft
upp en rafhlaðan í þeim síma
var af gerðinni BL-D3.
Betri
stjórntæki
Drekaflugleikurinn Lair hefur
ekki fengið þær móttökur
sem framleiðendur leiksins
bjuggust við en leikurinn þykir
skarta óþægilegum stjórn-
tækjum að mati gagnrýnenda.
Nú hefur það hins vegar komið
í ljós að Lair er hægt að spila
á PSP-lófatölvunni í gegnum
Remote Play fídus PS3-tölv-
unnar og segja menn að þá sé
mun auðveldara að stýra drek-
unum góðu.
En hvað með
Maríó?
Samkvæmt slúðrinu í net-
heimum er hin mikla aðalsögu-
hetja Halo-leikjanna, Master
Chief, við það að hlotnast
einn mesti heiður sem hugsast
getur. Heimildir herma að nú
sé unnið að undirbúningi á
vaxútgáfu af hetjunni miklu
sem mun verða til sýnis í hinu
víðfræga Madame Tussaud-vax-
myndasafni. Sögusagnir herma
einnig að styttan eigi að verða
tilbúin fyrir 25. september.
Kærið mig
Ást manna á Nintendo Wii
á sér engin takmörk og nú
hefur fyrirtækið Black Market
Skateboards sett
á markaðinn
hjólabretti sem
er býsna góð
eftirlíking á
hinni mögnuðu
Wiimote. Með
þessu vonast
fyrirtækið lík-
lega til þess að
ná til aðdáenda
leikjatölvunnar
góðu en líklegra
verður þó að
teljast að fyrir-
tækið nái athygli
lögfræðinga
Nintendo-risans.
Stórhættulegir Spánverjar
Fjórði Resident Evil-leikurinn
gerist sex árum eftir atburði Re-
sident Evil 3. Umbrella-fyrirtækið
sem bar ábyrgð á öllum uppvakn-
ingunum og skrímslunum er farið
á hausinn. Leon S. Kennedy, einn
af þeim fáu sem lifðu af atburði
fyrri leikja, vinnur nú fyrir leyni-
þjónustu Bandaríkjanna. Hann er
sendur til Spánar í leit að dóttur
Bandaríkjaforseta sem hafði verið
rænt. Honum til mikillar mæðu eru
allir íbúar smábæjarins sem hann
er sendur til sýktir af sníkjudýrum
sem stjórna hegðun þeirra og þjóna
þeir allir sértrúarsöfnuðinum Los
Illuminatos.
Leikurinn er ekki nýr, hann kom
út árið 2005. Hins vegar var hann
endurútgefinn fyrir
Wii-leikjatölvuna með
endurbættu stjórnkerfi
sem nýtir möguleika
Wii-fjarstýringarinnar.
Það er ekki hægt að
segja annað en Wii-
fjarstýringin henti full-
komlega fyrir leikinn
en hún er notuð til að
stjórna miði byssunar
og maður lifir sig meira
inn í leikinn og hann
verður hraðari og meira spennandi.
Grafíkin er stórgóð. Þrátt fyrir
að vera tveggja ára gamall leikur
lítur hann mjög vel út. Ef það er
eitthvað sem hægt er að gagnrýna
er það að leikurinn þjáist af lita-
leysi sem hrjáir marga
spennu- og hryllingsleiki.
Það er samt nokkuð ótrú-
legt hversu marga tóna af brúnum
og gráum framleiðendum leiksins
tókst að koma fyrir á skjánum.
Resident Evil 4 er stórgóður leikur
og verður aðeins betri þegar maður
spilar hann á Wii-tölvunni, hraður,
Elías R. Ragnarsson elli@bladid.net
= 93%
spennandi og tekst að hræða mann
þegar maður spilar hann einn með
ljósin slökkt.
3G-væðing íslands
Framtíðin er núna
Með tilkomu 3G-tækn-
innar mun farsímamenn-
ing landsmanna taka
enn eitt stökk í átt til
framtíðar. Myndsímtöl,
sjónvarp í símanum og
öflugri gagnaflutningur
er bara brot af því sem
3G-tæknin státar af.
Eftir: Viggó I. Jónasson
viggo@bladid.net
Síminn afhjúpaði í vikunni 3G-
kerfi sitt, fyrst allra íslenskra far-
símafyrirtækja, en Vodafone mun
afhjúpa sitt kerfi innan tíðar. Með
tilkomu 3G-staðalsins mun farsíma-
notkun landsmanna taka nokkrum
stakkaskiptum enda eru möguleik-
arnir í kerfinu töluvert meiri en í
núverandi farsímakerfi.
Sjáumst fær nýja merkingu
Það fyrsta sem fólk mun taka
eftir varðandi 3G-tæknina er mögu-
leikinn á myndsímtölum enda hefur
Síminn tekið þann pólinn í hæðina
að auglýsa tæknina út frá þeim
möguleika. Heyrnarlausir og heyrn-
arskertir munu nú eiga mun auð-
veldara með samskipti sín á milli
þvi nú geta þeir spjallað saman í
gegnum myndsimtöl. Nú munu ef-
laust margir velta því fyrir sér hvort
þessi myndsímtöl muni ekki kosta
mun meira en hefðbundin símtöl en
samkvæmt verðskrá Símans munu
þessi símtöl fyrst um sinn kosta það
sama og hefðbundin símtöl. Þann 1.
nóvember mun síðan taka gildi ný
verðskrá fyrir myndsímtölin og þá
munu notendur þurfa að greiða allt
að 20 krónum meira á mínútuna
fyrir myndsímtölin en fyrir hefð-
bundin símtöl.
Imbakassinn í símanum
Annar möguleiki 3G-símanna er
móttaka á sjónvarpsútsendingum,
en þeir gera fólki kleift að horfa
á útsendingar stöðva á borð við
3G
Tæknin sem kölluð er þriöja
kynslóðin heitir á tæknimál-
inu UMTS sem stendur fyrir
Universal Mobile Telecomm-
unications System.
Hraði UMTS-tenginga erfrá
300kb á sekúndu í allt að
3mb á sekúndu.
Þriðju kynslóðar kerfið sem
Síminn notast við var hann-
að af símarisanum Sony
Ericsson.
Hægt verður að nota
3G-síma sem módem fyrir
ferðatölvur. Síminn tengist
tölvunni þráðlaust í gegnum
Bluetooth.
RÚV, Skjá einn, CNN og Cartoon
Network. Fólk sem hugsar sér gott
til glóðarinnar og hyggst horfa á
Skjáinn í sumarbústaðnum ætti þó
ekki að gera sér of miklar vonir því
sjónvarpsefnið er bara aðgengilegt
á því svæði þar sem 3G-samband
er fyrir hendi og sem stendur er 3G-
samband einvörðungu á höfuðborg-
arsvæðinu og í Leifsstöð en sam-
kvæmt fréttatilkynningu Símans er
reiknað með að innan þriggja ára
verði um 60 prósent landsmanna
komnir í 3G-samband. Ennfremur
ná ekki allir símar þessum útsend-
ingum en Síminn hefur staðfest
að Sony Ericsson-símar, W88oi og
K8ioi geti nú þegar móttekið þessar
sjónvarpsútsendingar.
Á brattann að sækja
Ljóst er að með tilkomu 3G-stað-
alsins munu íslenskir farsímanot-
endur fá marga nýja, spennandi
möguleika. Það er hins vegar gefið
mál að það er dágóður aukakostn-
aður sem fylgir því að hringja mynd-
símtöl og horfa á sjónvarpsefni í sim-
anum. Þ ví er líklegt að fyrst um sinn
muni 3G-tæknin gera lítið annað en
að svala forvitni þeirra tæknióðu
en ekki ná hylli hins almenna borg-
ara sem spáir meira í krónurnar en
nýjustu tækni. En fyrir þá sem vilja
vera í sambandi við Netið öllum
stundum er uppfærslan í 3G nánast
formsatriði.
Sony-klúður
Þökk sé Wikiscanner, sem rekur
breytingar á Wikipediu-vefnum til
einstakra IP talna, hefur nú litið
dagsins ljós eitt lítið hneykslismál
sem gæti komið Sony í vanda. Svo
virðist sem einhver innanbúðar-
maður hjá Sony hafi farið inn á
færsluna um Halo3 og sett inn
athugasemd um að hvað grafík
varðar verði leikurinn lítið skárri
en Halo2.
Foleo fæðist andvana
Palm hefur hætt við að gefa
út Foleo-lófatölvufélagann
eins og þeir kölluðu gripinn.
Tækið var í raun ferðatölva
sem ekkert annað gat gert
en að tengjast Palm-lófatölv-
unni og gefa notandanum
þannig stærri skjá og lykla-
borð. Foleo hefur verið harð-
lega gagnrýnt frá því að það
var fyrst kynnt i vor fyrir að
vera einfaldlega gagnslaust.
Amerísk
æska
Ungir svefnvana
tölvusjúklingar
Samkvæmt nýrri rannsókn frá
hinu réttnefnda svefnráði, The Sleep
Council, er æskan nú til dags svefn-
vana og algjörlega háð hvers konar
rafmagnstækjum svo sem sjónvarpi
og leikjatölvum. I rannsókn svefn-
ráðsins voru 1000 unglingar á aldr-
inum 12-16 ára yfirheyrðir varðandi
svefnvenjur þeirra. Af þessum þús-
und unglingum voru um 30 prósent
sem sögðu að þeir fengju ekki hinn
ráðlagða 8-9 klukkustunda svefn
nóttina fyrir skóladag heldur væru
oftast í því farinu að sofa fjórar til
sjö klukkustundir.
Drengir sofa lítið um helgar
Þar að auki játuðu 23 prósent
unglinganna að þeir sofnuðu með
kveikt á sjónvarpinu, hljómflutn-
ingstækjum eða tölvum. Þegar talið
barst að nætursvefni um helgar
varð ástandið enn verra og þá sögðu
9 prósent 15-16 drengja að þeir svæfu
minna en fjórar klukkustundir á
hverri nóttu. Margir halda eflaust
að þetta svefnleysi ætti að valda ung-
lingunum áhyggjum en þvert á móti
þá lýstu aðeins 11 prósent þeirra yfir
áhyggjum vegna svefnvenja sinna.
Samt tóku um 40 prósent þeirra
sem tóku þátt í rannsókninni það
fram að þau yrðu vör við þreytutil-
finningu á hverjum einasta degi.
Tölvan tekur toll
Þegar kom að því að finna söku-
dólginnfyrirþessusvefnleysiþástóð
ekki á svörum hjá unglingunum.
Sumir skelltu skuldinni á óþægilegt
rúm eða áhyggjur vegna næsta skóla-
dags en um 20 prósent drengjanna í
rannsókninni voru hreinskilnir og
sögðu að óhófleg notkun á tölvu og
sjónvarpi ætti stærstu sneiðina af
þessari svefnleysisköku.