blaðið - 06.09.2007, Page 24
24
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007
blaóið
LIFSSTILLKONAN
konan@bladid.net
Konur hafa verið grýttar til bana og
.■■J&' hengdar fyrir að stunda kynlíf utan
hjónabands og fólk er brennt á báli fyrir
galdra. Heldur fólk að það sé með þeirra vilja?
Fáar konur hafa verið jafn áberandi
í fréttum og bloggspjalli undan-
farna daga og Þóra Kristín Ásgeirs-
dóttir fréttamaður. Hún er kona
vikunnar að þessu sinni.
Hvað ætlaðirþú að verða þegarþú
varst lítil? Sjóræningi í Suðurhöfum
eða ljónatemjari.
Efekki hér, þá hvar? Þá vildi ég vera
að ganga eftir svartri strönd. Helst í
rigningarúða og sól.
Heima biði mín heitt bað og fólk
sem skiptir mig máli.
Hvað er kvenlegt? Náttúran er
kvenleg. Hún er falleg, mjúk, blíð,
stundum grimm, en líka varnar-
laus og undirgefin. En engin skildi
vanmeta náttúruna. Hún eignast
okkur öll að lokum.
Er munur á körlum og konum og ef
svo er, hver er hann? Já, það er mik-
ill munur á körlum og konum fyrir
utan þennan augljósa líkamlega.
Svo er munur á sumum körlum
og öðrum körlum og einhverjum
konum og sumum konum. Sem
betur fer.
Er fullu jafnrétti náð? Nei. Og
jörðin er ekki flöt.
Hvað skiptirþig mestu máli í lífinu?
Ástin og vináttan skipta mestu
máli og frelsið til að fá að vera
manneskja.
Ekki augnaráðsþræll eða undir-
lægja. Og húmor er líka nauðsyn-
legur. Ekki verra að hann sé beittur.
Helstu fyrirmyndir? Fólk sem þorir.
Fólk með ríkar tilfinningar og rétt-
lætiskennd. Skemmtilegt og
skapandi fólk.
Ráð eða speki sem hefur reynstþér
vel? Á ísskápnum mínum hanga
eftirfarandi einkunnarorð: Elskaðu
óvin þinn. Það mun
gera hann alveg brjálaðan.
Uppáhaldsbók? Þær eru margar. Ég
vil ekki gera upp á milli. Og svo eru
hinar sem hafa ekki verið skrifaðar.
Draumurinn þinn? Þessa stundina
langar mig til að lífið komi mér
skemmtilega á óvart.
Kvennakirkjan messar
' Kvennakirkjan er sjálfstæður hópur
sem starfar í íslensku þjóðkirkjunni
og byggir starf sitt á kvennaguðfræði.
Kvennakirkjan verður með fyrstu
messu haustsins í Seltjarnarnes-
kirkju, sunnudagskvöldið 9. sept-
ember kl. 20.30. Séra Auður Eir
Vilhjálmsdóttir prédikar og kór
Kvennakirkjunnar leiðir safnaðar-
söng undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Umhugsunarefni
kvöldsins verður það sem rætt verður í vetur hjá Kvennakirkjunni.
Hvað um allt talið um streituna? Er hún þjóðfélaginu að kenna eða
okkur? Markmið okkar er að komast að niðurstöðu.
Konur geta gerst meðlimir Kvennakirkjunnar gegn 3.000 króna ár-
gjaldi. Félagskonur fá sent fréttabréf Kvennakirkjunnar mánaðarlega.
o ©
Jafnréttisráð
Jafnréttisviðurkenning 2007
Jafnréttisráö lýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviöurkenningar
fyrir áriö 2007.
Viðurkenningu geta hlotiö einstaklingar, hópar, fyrirtæki eöa
félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr
eða markað spor á sviði jafnréttismála. Tilgangurinn er að
verölauna fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karia
og hvetja um leið til frekari dáða.
Tilnefningum skal skilað eigi síðar en 24. september n.k. til
Jafnréttisráðs. Borgum, 600 Akureyri, í síma 460 6200,
bréfsíma 460 6201 eða í tölvupósti jafnretti@jafnretti.is
Baráttukonan Maryam Namazie er stödd hér á landi
Mannréttindi eiga
að vera algild
Fyrrum múslíminn
og núverandi baráttu-
konan Maryam Namazie
er stödd hér á landi
til að vekja máls á
stöðu mannréttinda í
múslímalöndunum.
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@bladid.net
Maryam Namazie fæddist í íran
en flýði þaðan með fjölskyldu
sinni árið 1980, ári eftir valdatöku
Khomeinis. Fyrst um sinn bjó fjöl-
skyldan í Indlandi en flutti þaðan
til Bretlands og svo Bandaríkjanna.
Maryam hefur allar götur síðan
verið ötul baráttukona fyrir mann-
réttindum og jafnrétti kynjanna
ásamt því sem hún hefur starfað
með samtökum íranskra flótta-
manna og barist gegn geistlegu
valdi og fyrir veraldarhyggju.
„Á hverju ári flýja þúsundir
manna og kvenna frá íran og þeir
skipta milljónum sem hafa gert það
frá árinu 1979. Þeir væru áreiðan-
lega fleiri ef ekki væri orðið svona
erfitt að flýja land og fá pólitískt
hæli í öðrum löndum. Nú á dögum
eru pólitískir flóttamenn oft stimpl-
aðir sem glæpamenn og mörg lönd
gera allt sem þau geta til þess að
loka landamærum sínum fyrir
þeim. Á dögum kalda stríðsins var
það mun auðveldara enda gátu Vest-
urlönd þá tekið á móti fólki frá Sovét-
ríkjunum til þess að sýna fram á yf-
irburði sína í mannréttindamálum.
Nú eftir lok kalda stríðsins er öldin
önnur og stjórnmálamenn keppast
við að segja hver ofan í annan: Við
verðum að loka landamærunum
til þess að fá ekki „falska“ flótta-
menn inn í landið. En hvernig geta
þeir vitað að flóttamenn eru falskir
þegar þeir eru ekki einu sinni teknir
í viðtöl?" spyr Maryam og bætir því
við að flóttamenn dagsins í dag séu
að mestu eða öllu leyti sama fólk og
flóttamenn fyrri áratuga. „Enn er
fólk að flýja frá íran, Irak, Afgan-
istan og fleiri löndum þannig að það
hefur ekki breyst.“
(lagi að gagnrýna trúarbrögð
Flestir vita að almenn mannrétt-
indi og jafnrétti kynjanna eru fótum
troðin í íran í dag en Maryam segir
það vonbrigði hversu margir líti
framhjá því. „I fjölmiðlum er vissu-
lega oft einungis fjallað um eina hlið
málsins, hlið valdhafanna. En á Int-
ernetinu og ekki síst á youtube má
sjá fjölmörg dæmi þess að almennir
borgarar þar i landi eru að berjast
fyrir sínum rétti. Til dæmis má
sjá á youtube konu sem rífur af sér
blæjuna úti á götu og er fyrir vikið
gripin af lögreglumönnum sem
hrinda henni inn í bíl og keyra með
hana í burtu. Margir blanda menn-
ingarlegri afstæðishyggju inn í um-
ræðuna, sem mér finnst afar miður.
Ef það er hluti af menningu fólks og
trú að konur þurfi að hylja sig, af
hverju þurfa þá lögreglumenn að
beita valdi til þess að þær geri það?
Konur hafa verið grýttar til bana og
hengdar fyrir að stunda kynlíf utan
hjónabands og fólk er brennt á báli
fyrir galdra. Heldur fólk að það sé
með þeirra vilja? Menningarleg
afstæðishyggja gerir ekkert annað
BARÁTTUKONAN
Maryam Namazie er af
strangtrúaðri fjölskyldu í
föðurætt, þar sem afi henn-
ar var klerkur og fjölskyldu-
meðlimir báðu til guðs fimm
sinnum á dag, borðuðu ekki
svínakjöt og drukku ekki vín.
Móðir hennar játaðist hins
vegar ekki íslam fyrr en hún
giftist föður hennar.
Hún á eina yngri systur.
Maryam segist þó ekki hafa
fengið mjög trúarlegt upp-
eldi og að hún hafi gengið af
trúnni í nokkrum skrefum á
sínum yngri árum.
en að gefa fólki tækifæri til að líta
framhjá mannréttindabrotunum
án þess að fá samviskubit. Svo eru
margir sem hræðast að vera stimpl-
aðir sem rasistar ef þeir gagnrýna
íslam. En ég segi þvert á móti að
það er nauðsynlegt að gagnrýna
trúarbrögð og það líta fæstir á það
sem rasisma að gagnrýna kristni,"
bendir Maryam á.
Hafa mannréttinda- og kvenna-
samtökaðþínu mati brugðist konum
í Iran?
„Auðvitað hafa þau gert það. Hvar
er hneykslunin og reiðin? Það er
ekki eðlilegt að fólk skuli mega búa
við slíka ógn og valdbeitingu í Mið-
Austurlöndunum í dag og að það sé
látið viðgangast. Þar spilar menning-
arleg afstæðishyggja inn í sem og ótt-
inn við að vera stimplaður sem ras-
isti. En ég hvet fólk gjarnan til þess
að setja sig í spor Irana. Hvernig
heldur fólk að það sé að búa við guð-
veldi líkt og á miðöldum? Þar sem
fólk nýtur ekki málfrelsis og á á
hættu að vera fangelsað, pyntað eða
myrt fyrir að hlýða ekki skipunum
valdhafa? Fólk á ekki að óska ein-
hverjum öðrum einhvers sem það
myndi aldrei óska fyrir sjálft sig. í
Mið-Austurlöndum er fjöldi fólks
að berjast fyrir réttindum sem þykja
sjálfsögð á Vesturlöndum.“
Verum á varðbergi
Maryam Namazie er í hinum sí-
vaxandi hópi yfirlýstra fyrrverandi
múslíma, eða ex-muslims, í heim-
inum. „Fólk eins og ég, sem flestir
myndu stimpla sem múslíma þótt
ég sé trúlaus, hefur mikilvægu hlut-
verki að gegna í baráttunni gegn
geistlegu valdi. Fyrst við gerum það
er ljóst að maður þarf ekki að vera
rasisti til að gagnrýna íslam eða
önnur trúarbrögð. Reyndar á þessi
barátta líka erindi á Vesturlönd-
unum, þar sem málfrelsi á undir
högg að sækja. Við munum öll eftir
Múhameðs-málinu í Danmörku
fyrir skömmu og svipað er að ger-
ast í Svíþjóð núna ásamt þvl sem
við sjáum uppgang hinnar kristnu
hægristefnu víða. Það er ekki langt
síðan kaþólska kirkjan í Bretlandi
vísaði manni, sem leitaði ásjár, á
dyr vegna þess að hann var samkyn-
hneigður. Trúarbrögð verða að vera
aðskilin frá opinberu valdi og mann-
réttindi þurfa að vera algild. Við
verðum að vera á varðbergi gagn-
vart því,“ segir Maryam Namazie áð
lokum.
Maryam verður með fyrirlestur í
Háskóla íslands milli klukkan 12.15
og 13.15 í dag. Fyrirlesturinn ber
yfirskriftina Afneitun trúarinnar,
fyrrum múslímar og áskoranir pól-
itísks íslams og fer fram í stofu 101
í Odda.