blaðið - 06.09.2007, Qupperneq 35
blaöió
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007
35
ORÐLAUSBÍÓ
ordlaus@bladid.net
Svo má líka horfa til Holly-
wood, en þar er frekar
algengt að börn leikara fari
leiklistina líka.
Lýst sem
90 mínútna
leiðindum
Heimildarmynd
Leonardo DiCaprio
þykir flopp
Heimildarmynd leikarans Leon-
ardo DiCaprio fær ekki góða dóma
og þykir algjörlega misheppnuð.
Myndin sem kallast The nth Hour
fjallar um þá ógn sem jörðinni
stafar af gróðurhúsaáhrifunum en
skilaboðin komast ekki eins vel til
skila og til stóð. Myndin þykir að
minnasta kosti ekkert í líkingu við
mynd Al Gore, An Inconvenient
Truth, sem þótti afar vel heppnuð.
Aðsókn á The n th Hour hefur
verið dræm en á fyrstu átján sýning-
ardögunum halaði myndin aðeins
inn 27 milljónir íslenskra króna á
meðan An Inconvenient Truth rak-
aði saman 227 milljónum á sama
tíma.
Áhorfendur sofna
Mynd DiCaprio er lýst sem 90
mínútna leiðindum þar sem áhorf-
endur geti ekki annað en lagt augun
aftur og hvílt sig á meðan á sýningu
stendur, en að sögn gagnrýnenda
er helsti galli myndarinnar sá að
í henni kemur fram fjöldi vísinda-
manna sem hver á eftir öðrum tala
í langan tíma og setja fram heims-
endaspár, og það sé ekki nóg til þess
að halda neinum við efnið. Myndin
sem hefur verið sýnd í 111 kvik-
myndahúsum víðsvegar um Banda-
ríkin fer að öllum líkindum beint á
DVD eftir helgi verði aðsóknin svo
dræm áfram.
Kvikmyndin Veðramót frumsýnd á föstudaginn
Böm þekktra Is-
lendinga áberandi
Kvikmyndin Veðramót
verður frumsýnd um
land allt annað kvöld.
Einvalalið leikara fer þar
fremst í flokki, en sér-
staka eftirtekt vekja börn
þekktra íslendinga úr
leiklistargeiranum.
Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur
halldora@bladid.net
íslenska kvikmyndin Veðramót
í leikstjórn Guðnýjar Halldórs-
dóttur verður frumsýnd um land
allt þann 7. september næstkom-
andi. Myndin, sem fjallar um þrjá
byltingarsinna sem taka að sér
stjórn vistheimilis fyrir vandræða-
unglinga, gerir sifjaspelli, ofbeldi
og mannshvörfum sérstök skil og
farið er í saumana á þeim úrræðum
sem í boði hafa verið fyrir fórnar-
lömb ofbeldis.
Með aðalhlutverk fara þau
Hilmir Snær Guðnason, Tinna
Hrafnsdóttir, Atli Rafn Sigurðar-
son og Jörundur Ragnarsson, en sér-
staka athygli vekur að börn þekktra
íslendinga eru áberandi í mynd-
inni. Má þar nefna Baltasar Breka,
son Baltasars Kormáks, Heru
Hilmarsdóttur, dóttur leikstjórans
Hilmars Oddssonar, Arnmund
Ernst Backman, son Eddu Heið-
rúnar Backman, og aðalleikkonuna
Tinnu Hrafnsdóttur, dóttur Hrafns
Gunnlaugssonar.
Þá syngur Bryndís Jakobsdóttir,
dóttir stuðmannsins Jakobs
Frímanns Magnússonar og Ragn-
hildar Gísladóttur, eigið lag í
myndinni og texti lagsins mun vera
eftir rapparann Dóra DNA, sem
jafnframt er sonur leikstjórans Guð-
nýjar Halldórsdóttur og framleið-
andans, Halldórs Þorgeirssonar.
Bara tilviljun ein
„Þetta var nú bara tilviljun ein.
Guðný fór á flestar leiksýningar
menntaskólanna og kom heim
eftir hverja sýningu og sagðist hafa
séð einhvern sem henni leist vel
á. Svo kom það bara á daginn að
þetta voru börn einhvers sem við
þekktum,“ segir Halldór Þorgeirs-
son, framleiðandi kvikmyndar-
innar og eiginmaður leikstjórans
Guðnýjar Halldórsdóttur.
„Það spilar auðvitað stórt inn í
að þessir krakkar alast upp í þessu
umhverfi og eiga kannski
auðveldara með að stíga
beint inn í þetta. Þau vita
hvað kvikmynd er mikil
vinna og bið og þau
vita að það þarf að gera
þetta svona og hinsegin.
Þegar þú ert að fara í
tökur út á land að
hausti og vetri
þá verðurðu að
hafa allt svona
á hreinu. Svo
má líka horfa
til Hollywood, en
þar er frekar algengt
að börn leikara fari
í leiklistina líka. Og
sennilegast líka í Evr-
ópu. Þau alast upp í þessu umhverfi
og hver veit nema þetta sé eitthvað
í genatíkinni líka,“ segir Halldór,
sem annars kveðst hinn ánægðasti
með afraksturinn.
„Ég held að þessi mynd eigi eftir
að gera það gott. Ég eiginlega veit
það. Það stóðu sig allir mjög vel,
enda er fólk orðið svo sjóað í dag að
þetta er bara gert frá a til ö.“
Maguire í
hjónaband
Leikarinn Tobey Maguire, sem er
einna þekktastur fyrir hlutverk
sitt sem Spiderman, gekk í hjóna-
band á mánudag er hann gekk að
eiga Jennifer Meyer, barnsmóður
sína og unnustu til fjögurra ára.
Athöfnin sem var fámenn fór
fram á Havaí og var aðeins þeirn
allra nánustu boðið. Maguire og
Meyer kynntust árið 2003 og eiga
saman ársgamla stúlku.
Styrktartónleikar í Iðnó
Vinir og kunningjar
leggja sitt af mörkum
Vinir og velunnarar listamanns-
ins Olfs Chaka Karlssonar ætla að
halda styrktartónleika í Iðnó í kvöld,
en Úlfur hefur barist við hvítblæði
undanfarin ár og hefur oft þurft að
gangast undir meðferð.
Veikindin hafa sett stórt strik í
reikninginn og þau hafa komið í veg
fyrir að Úlfur hafi getað aflað tekna
að ráði en hann hefur dvalist lang-
dvölum á sjúkrastofnunum.
Margir muna eflaust eftir Úlfi
sem söngvara hljómsveitarinnar
Stjörnukisi, en félagar hans úr
mörgum af betri böndum landsins
vilja nú leggja sitt af mörkum og
styðja hann í veikindum sínum með
því að halda þessa styrktartónleika,
þar sem öðrum gefst einnig tæki-
færi til að létta Ulft og fjölskyldu
hans lífið í baráttunni.
Dagskráin í kvöld er ekki af verri
endanum en allir sem koma fram
gefa vinnu sína og tengjast Úlfi vin-
Úlfur Chaka Vlnir og kunningjar halda
styrktartónleika í kvöld
áttu- og kunningjaböndum. Hljóm-
sveitirnar Pornopopp, Singapore
sling, Reykjavík!, Mínus, Mr. Silla,
Bacon og The Way Down koma fram
og hefur verið haft á orði að hljóm-
sveitin Ilam muni stíga á stokk í lok
kvöldsins.
Tónleikarnir hefjast hefjast stund-
víslega klukkan 20.00 en húsið
verður opnað klukkan 19.30.
CARLTON
BADMINTONSPAÐAR
FÁSTiFLESTUM
SPORTVORUVERSLUNUM
tSOUETKXH&AZWAPe
fí»UAxmmf<mR
Powerblade 4000 Powerblade 2000
■Flreblade S-Lite *Powerblade 6000
• Nanopulse'" -GRAFÍT COMPOSITE
•84 GRÖMM *96 GROMM
•LEIÐB.VERÐ ‘LEIÐB..VERÐ
12.990.- 5.990.-
•GRAFÍTSK/ ÁLHAUS *STÁLSPAÐI
•90GROMM -120 GROMM
•LEIÐB.VERÐ *LEIÐB.VERÐ
NATHAN ROBERTSON OG GAIL EMMS
OLYMPISKIR SILFURVERÐLAUNA-
HAFAR & HEIMSMEISTARAR 2006
NOTA CARLTON