blaðið - 06.09.2007, Síða 38

blaðið - 06.09.2007, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007 blaöió FÓLK folk@bladid.net Nei, en það eru kannski einhverjir áfangastaðir þar ná- lægt sem koma til greina. Stendur til að bjóða upp á flug til bæjarins London í Arkansas? Eins og fram kom á mbl.is í gær lenti norsk fjölskylda nýlega (því að hafna í bænum Rodez I Frakklandi í þeirri trú að hún væri á leið til Rhodos í Grikklandi. Slíkt ku gerast reglulega í ferðabransanum, en viðskiptavinir lceland Express á leið til Bretlands ættu þó ekki að óttast að hafna í hinum 900 manna smábæ London í Arkansas-fylki í Banda- ríkjunum. Matthías Imsland er framkvæmdastjóri lceland Express. HEYRST HEFUR Margir hafa velt því fyrir sér hver taki við ritstjórn Mannlífs af Reyni Traustasyni og hafa nú augu manna beinst að Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur frétta- manni sem sagt var upp störfum á Stöð 2 um mánaðamótin. Þóra Kristín þykir skörungur mikill og margir bloggarar furðuðu sig á uppsögninni. Nú er spurning hvað Birtíngsfólk gerir en það fyrirtæki er auðvitað í eigu Það vakti athygli hversu margir þekktir fjölmiðlamenn sækjast eftir að komast í starf hjá utan- ríkisráðuneytinu. Meðal þeirra eru tveir verðlaunablaðamenn, Davíð Logi Sigurðsson, sem var valinn blaðamaður ársins, og Auðunn Arnórsson, sem fékk verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins. Það er ekki slæmt fyrir Ingi- björgu Sólrúnu að hafa verðlauna- blaðamenn á meðal um- sækjenda. Margir þekkja taílenska veit- ingastaðinn Síam í Hafnarfirði en hann hefur verið þekktastur fyrir persónulega þjónustu og einstaklega góðan mat. Hjónin Stefanía Björnsdóttir og Tim Manit Saifa sem rekið hafa stað- inn hafa nú selt og nýir eigendur tekið við. Nýju eigendurnir hafa rekið mexíkóska veitingahúsið Serrano í Kringlunni og á Hring- braut og hyggj- ast opna einn slíkan við hlið Síams. Lalli Töframaður Lærði fyrstu brögðin sín 6 ára gamall. Lalli Töframaður Töframaöur í hjáverkum Fyrsta töframannafélag íslandssögunnar var stofnað í febrúar síðast- liðnum, en Lalli Töfra- maður er ritari þess. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Hið íslenska töframannagildi, fyrsta töframannafélag íslandssög- unnar, var stofnað fyrr á árinu, en meðlimir þess eru 12 talsins. Lárus Guðjónsson, eða Lalli Töframaður eins og hann er kallaður í daglegu tali, er ritari félagsins. „Allir félagsmenn eiga það sameig- inlegt að vera áhugamenn um töfra- brögð og sjónhverfingar, en tæplega helmingur okkar sýnir töfrabrögð opinberlega. Hinir eru kannski með aðeins minni athyglisþörf en við,“ segir Lalli. Sjálfur hefur hann sýnt töfrabrögð frá þvi að hann var 6 ára gamall, en fyrsta launaða verkefnið sem töframaður fékk hann þegar hann var 12 ára. „Ætli ég hafi ekki byrjað á þessu af alvöru þegar ég var FÉLAGIÐ ► ► Var stofnað í febrúar 2007. HÍT er hringur innan IBM, Internationai Brotherhood of Magicians, sem eru ein virtustu samtök töframanna í heiminum. ► ► Vefsíða félagsins er tofram- enn.is. í október stendur félagið fyrir komu hins heimsfræga breska töframanns Davids Jones til landsins og mun hann halda töfrasýningu fyrir almenning. 14 ára gamall og núna er þetta bara vinnan min með skóla.“ Erþetta ekki stopul vinna? „Jú, vissulega er þetta það, enda er stundum brjálað að gera einn mánuð- inn og ég á í mestu vandræðum með að púsla allt saman, og svo kannski næsta mánuð er sama og ekkert að gerast. Þannig er þetta eins og hjá listamönnum og leikurum; maður veit aldrei hvenær maður á pening og hvenær ekki. En það er bara gaman," segir töframaðurinn. Trúirðu á alvöru töfra? „Ég er náttúrlega sjónhverfinga- maður eins og allir aðrir í Hinu íslenska töframannagildi og sem slíkur á ég náttúrlega ekkert að trúa á alvöru töfra. En hvað veit maður? Ég þori ekkert að segja um það. Kannski trúi ég á þá þegar ég sé þá.“ Vantar töfrakonur Félagið er að sögn Lalla Töfra- manns opið öllum töframönnum og töfrakonum. „Það vantar töfra- konur í félagið og vonandi eru ein- hverjar slíkar þarna úti. Sjálfur veit ég um eina litla sem er sjö eða átta ára gömul og vafalaust á hún fram- tíðina fyrir sér. Það eru viss skilyrði um inngöngu inn í félagið og þess vegna eru fundirnir ekki opnir al- menningi, þótt það væri örugglega gaman að sjá hvernig fólk brygðist við ef það fengi að sitja fund í félag- inu. Á fundum erum við nefnilega að miðla þekkingu okkar hver með öðrum og gera alls konar brögð, en þar sem við erum svo vanir þessu kippir sér enginn neitt upp við að sjá dularfullar sjónhverfingar. Það er því enginn að súpa hveljur eða neitt slíkt yfir svoleiðis brögðum,“ segir hann. Hikið þið ekki við að deila kunn- áttuykkarmeðöðrum töframönnum sem eru ísamkeppni viðykkur? „Nei, alls ekki, við erum alveg ófeimnir við það. Og þó svo að það sé vissulega samkeppni okkar á milli er hún alveg á heilbrigðu nótunum og við græðum allir á að miðla hver öðrum. Svo er líka mjög fínt að geta hitt kollega sína einu sinni í mánuði og talað við þá á þessu „fagmáli“ töframanna sem aðrir eiga erfiðara með að skilja.“ Verð áfram töframaður Hvar sérðu þig fyrir þér í framtíðinni? „Ég er að læra trésmíði og sé því fyrir mér að ég eigi eftir að starfa sem slíkur, en ég stefni á að halda áfram að vera töframaður. Það verður þá orðið vinna með vinnu en ekki vinna með skóla,“ segir Lalli Töframaður að lokum. FÖSTUDAGAR 510 3744 blaðið= LÍFSSTÍLLBÍLAR Auglýsingasíminn er Su doku 5 6 3 4 9 7 1 2 5 8 2 6 7 2 8 7 4 9 3 1 8 3 7 4 1 8 4 1 9 6 5 7 9 8 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. HERMAN eftir Jim Unger Ég skal gefa þér bílinn og græjurn- ar ef við sleppum þessu bara.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.