blaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 blaöiö Ólafur Ragnar verðlaunaður Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók á sunnudag við verðlaunum fyrir forystu á al- þjóðavettvangi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og fyrir að stuðla að nýrri sýn á nýtingu hreinnar orku víða um heim. Verðlaunin eru veitt af Louise T. Blouin-stofnuninni sem árlega heldur leiðtogafund í New York sem helgaður er þörfinni á nýrri forystu í alþjóðamálum - Global Creative Leadership Summit. Aðrir sem hlotið hafa verðlaunin eru William Jefferson Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkj- anna, og Abdullah II., konungur Jórdaníu. aþ Þingað um Hatton Rockall Fulltrúar fjögurra ríkja, sem gera tilkall til landgrunns á Hatton Rockall-svæðinu á Norður-Atl- antshafi, þinga hér á landi í vik- unni. íslensk stjórnvöld vilja að ríkin fjögur komi sér fyrst saman um skiptingu svæðisins og leggi síðan fram sameiginlega greinar- gerð um ytri mörk svæðisins fyrir landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar íslendinga, Breta, íra og Dana, fyrir hönd Færeyinga, munu eiga viðræður hér á landi næsta miðvikudag og fimmtudag um Hatton Rockall-málið. Við- ræðurnar snúast um yfirráð yfir landgrunni, þ.e.a.s. hafsbotni, á Hatton Rockall-svæðinu á Norður-Atlantshafi. Öll ríkin fjögur gera tilkall til ein- hvers af landgrunninu á Hatton Rockall-svæðinu og segir Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, kröfur ríkjanna skarast verulega og því um umdeilt svæði að ræða. Tómas segir að fjórhliða við- ræður ríkjanna hafi hafist haustið 2001 að frumkvæði f slendinga og að þeim hafi verið fram haldið reglulega síðan. „Á fundinum nú verða sérstaklega til umræðu hugsanlegar leiðir til skiptingar landgrunnsins á svæð- inu milli aðilanna.“ Hlutafé Alfesca skráð í evrum Hluthafar í matvælafyrirtækinu Alfesca samþykktu nú rétt fyrir fréttir að fyrirtækinu væri heim- ilt að skrá allt sitt hlutafé í evrum. Helstu markaðir þess eru á Spáni, í Frakklandi og Bretlandi og því eru nær allar tekjur og gjöld fyrir- tækisins í evrum og pundum. Ól- afur Ólafsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, sagði í samtali við fréttastofu Útvarps að þetta væri gert til að lágmarka áhættu fjárfesta af sveiflum íslensku krónunnar. Alfesca ætlar einnig að auka hlutafé sitt um 20% eða um 11 milljarða króna. Orkuveitan nýr hluthafi í gær var það staðfest að Orku- veita Reykjavíkur yrði nýr hlut- hafi í Landsneti hf. þegar hlut- hafafundur Landsnets heimilaði að auka hlutafé fyrirtækisins um 400 miljónir króna með útgáfu nýrra hluta til OR. Hluthafafundurinn staðfesti þannig samning sem gerður var í lok ágúst á milli fyrirtækjanna og fól í sér kaup Landsnets á flutn- ingsvirkjum í eigu OR á 1.300 miljónir króna og er hluturinn hluti af þeirri greiðslu. Landsnet greiðir þær 900 miljónir sem eftir standa í reiðufé. ejg mbl.is Ritstjóri stefnir vegna meiðyrða Meiðyrðamál Bjarna Brynjólfssonar gegn Elínu Guðrúnu Ragnars- dóttur verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Bjarni var rit- stjóri Séð og Heyrt þar til í júní í fyrra er tionum var sagt upp störfum. Elín, sem þá var framkvæmdastjóri tímaritaútgáfu Fróða, sakaði Bjarna um fjársvik en ekki var gefin út ákæra á hendur honum. Flugþjónustan misnotaði markaðsráðandi stöðu að mati héraðsdóms 60 milljóna sekt Staðfesta Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði í gær að Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli (IGS) hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína við afgreiðslu farþegaflugvéla. Staðfestir hann því niðurstöðu Sam- keppniseftirlitsins sem komst að sömu niðurstöðu í mars í fyrra. Upphaf málsins má rekja til þess þegar Vallarvinir ehf. sendu inn erindi til Samkeppniseftirlitsins vegna verðtilboðs IGS til þýska flug- félagsins LTU, sem Vallarvinir voru í viðskiptum við á þeim tíma. Vildi fyrirtækið meina að IGS hefði mis- notað markaðsráðandi stöðu sína með því að gera LTU verðtilboð sem var 30 prósentum lægra en almennt gilti fyrir sambærilega þjónustu. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að IGS hefði brotið gegn 11. grein samkeppn- islaga og var fyrirtækinu gert að greiða 80 milljónir króna í stjórn- valdssekt. IGS, sem var dótturfelag FL Group en er nú undir hatti Ice- landair Group, áfrýja.ði málinu til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti niðurstöðu samkeppn- isyfirvalda, en ákvað að stjórnvalds- sektin yrði lækkuð niður í 60 millj- ónir. IGS skaut málinu til dómstóla og krafðist þess að sektin yrði felld niður eða lækkuð verulega, en hér- aðsdómur féllst ekki á kröfu fyrir- tækisins. magnus@bladid.net Vill heilbrigðisþjón- ustu til sveitarfélaga ■ Sveitarstjóri Hornafjarðar hefur áhyggjur af heilbrigðismálum í sveitarfélaginu vegna erfiðleika við ráðningu lækna Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net „Ég held að til lengri tíma sé betra ef sveitarfélögin taka að minnsta kosti við hluta af heilbrigðisþjónust- unni og að það verði gert með sama hætti og gert var með grunnskólana. Að málaflokkurinn sé fluttur yfir og einhverjir tekjustofnar með,“ segir Hjalti Þór Vignisson, sveitarstjóri Hornafjarðar. Ríkisendurskoðun skilaði í byr jun þessa mánaðar niðurstöðum stjórn- sýsluúttektar sinnar á þjónustu- samningi milli sveitarfélagsins og heilbrigðisráðuneytisins um heilsu- gæslu og öldrunarþjónustu. Þar kom fram að stofnunin teldi ekki endilega að samningurinn þjónaði fjárhagslegum hagsmunum ríkisins betur en ef það sæi sjálft um rekstur- inn. Veigamesta aðfinnsla Ríkisend- urskoðanda sneri að gæðaeftirliti sem hann taldi ábótavant. Hjalti segir þó ráðuneytið einnig bera ákveðnar skyldur í þeim efnum. „Við erum til dæmis með annan samning við félagsmála- ráðuneytið um málefni fatlaðra þar sem þeir leggja fram ákveðið gæða- módel sem við eigum að vinna eftir. Það væri mjög eðlilegt ef heilbrigð- isráðuneytið gerði slíkt hið sama til að mæla gæði þjónustunnar alls staðar með sambærilegum hætti. Með þessu er ég ekki að bera blak af okkur fyrir að hafa ekki sett okkur gæða- og þjónustumarkmið. En rík- isendurskoðandi segir beinlínis að Höfn í Hornafirði Sveitarstjórinn hefur áhyggjur af því hversu illa gengur að ráða lækna til starfa í héraðinu. 11 til 17 læknar hafa starfað þar árlega í þremur stöðugild- um og því ekki um mikinn stöðugleika að ræða. ráðuneytið hafi ekkert skipt sér að þessu.“ Hefur áhyggjur af heilsugæslunni Alls hafa 38 læknar starfað í þremur stöðugildum í sveitarfé- laginu á samningstímanum, eða 11 til 17 á ári. Hjalti segir það ekki endilega vera þjónustusamninginn sem valdi þessu ástandi. „Ég hef áhyggjur af heilsugæslunni. Það hefur gengið illa að ráða hingað lækna og það er skýrt merki um að þjónustunni sé ábótavant. Við erum erfitt og afskekkt læknishérað og það er því engan faglegan stuðning að hafa úr nálægðum byggðum. Ef það kemur upp erfitt tilfelli þá er það ekki þannig að við getum vísað mönnum á bráðamóttökuna eins og í Reykjavík heldur þarf að sinna sjúklingnum, sama í hvaða ástandi SAMNINGURINN Sveitarstjóri Hornafjarðar fór sjálfur fram á stjórn- sýsluúttekt á þjónustusamn- ingi milli rfkisins og sveitar- félagsins um heilsugæslu og öldrunarþjónustu. ► Sveitarstjórn Hornafjarðar hefur ritað greinargerð vegna úttektarinnar sem verður hennar innlegg í við- ræður við ráðuneytið. hann er, þangað til sjúkraflugvélin kemur frá Akureyri. Það er því miklu meira álag á læknunum hérna. Þetta hefur grundvallaráhrif á gæði þjónustunnar vegna þess að það skapast ekki þessi tengsl milli heilsugæslunnar og samfélagsins sem nauðsynleg eru.“ VEÐRIÐ í DAG Hlýjast syðst Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en skúrir á stöku stað suðaustanlands síðdegis. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast syðst. Á MORGUN Rigning vestanlands Gengur í suðaustan 13-18 m/s með rigningu um landið vestanvert, en annars hægari vindur og víða þurrt og bjart. Hlýnandi veður, hiti 6 til 12 stig síðdegis. Starfsmenn ríkisins eldast í nýútkomnu vefriti fjármála- ráðuneytisins kemur fram að meðalaldur ríkis- starfsmanna hefur hækkað um rúm fjögur ár frá árinu 1995, en hann er nú 45,4 ár. Konur í störfum hjá ríkinu eru aðeins yngri en karlar. Konurnar eru tæplega 45 ára að meðaltali en karlarnir 46 ára. Þá kemur fram í fréttabréfinu að hlutfall starfsmanna ríkisins með háskólamenntun hefur hækkað töluvert frá árinu 1998, úr 43 prósentum í 57 prósent. ejg Leiðrétt Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. VÍÐA UM HEIM Algarve 26 Amsterdam 16 Ankara 22 Barcelona 26 Berlln 22 Chlcago 30 Dublin 13 Frankfurt 22 Glasgow 12 Halifax 20 Hamborg 23 Helsinki 15 Kaupmannahöfn 18 London 17 Madrid 27 Mílanó 25 Montreal 14 Miinchen 16 New York 20 Nuuk 2 Orlando 24 Osló 15 Palma 25 París 14 Prag 17 Stokkhólmur 16 Þórshöfn 12

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.