blaðið - 25.09.2007, Page 8

blaðið - 25.09.2007, Page 8
8 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 blaöiö 130 þúsund mótmæltu Um 130 þúsund munkar og al- mennir borgarar komu saman til að mótmæla her- foringjastjórn Mjanmars á göt- um Rangoon, fyrrum höf- uðborgar landsins, í gær. Gangan var sú fjölmennasta frá því að mótmælin hófust fyrir viku. Að sögn fréttaskýrenda er óljóst um framhaldið, en á fréttavef breska ríkisútvarpsins segir að herstjómin í Mjanmar hafi sýnt óvanalega stillingu í málinu. aí íranar þurfa ekki kjarnavopn Mahmoud Ah- madinejad írans- forseti segir að íransstjórn ætli sér ekki í stríð við Bandaríkin og að íran hafi enga þörf á kjarn- orkuvopnum. Ahmadinejad flytur fýrirlestur við Columbia-háskóla í New York í dag. Upphaflega stóð til að ír- ansforseti héldi fyrirlesturinn í skólanum á síðasta ári, en þá var hætt við hann af öryggis- ástæðum. Mótmæli hafa verið við skólann vegna fyrirlestursins. aí Höfuðborgin Stanley Rúmlega þrjú þúsund manns búa á Falklandseyjum, sem hafa lengi verið bitbein Breta og Argentínumanna. Norðmenn á móti ESB-aðild Tæplega 53 pró- sent Norðmanna eru mótfallin því að Noregur gerist aðili að Evrópu- sambandinu, k. samkvæmt nýrri skoðanakönnun Sentio. Andstæð- ingar ESB-aðildar eru nú í meiri- hluta í öllum landshlutum, ald- urshópum, tekjuhópum og bæði meðal karla og kvenna. Ef litið er til stjórnmálaflokka sést að and- stæðingar eru nú í meirihluta í öllum flokkum, að Höyre frátöld- um. 35,6 prósent aðspurðra eru fylgjandi aðOd. Norðmenn hafa tvívegis hafnað því í þjóðaratkvæðagreiðslu að gerast aðOar að ESB, fyrst árið 1972 og svo aftur 1994. aí STUTT • Laus Norska auðkýfingnum Kjell Inge Rokke var sleppt úr fangelsi í gær. Rokke var dæmdur í 120 daga fangelsi ár- ið 2005 fyrir að hafa mútað embættismanni, en síðustu 90 dagar dómsins eru skilorðs- bundnir. • Hvirfilbylir Öflugir hvirf- Obyljir gengu yfir Bretland og oUu talsverðum skemmdum í gærmorgun. Byljimir orsök- uðu skemmdir á tugum húsa, meðal annars í Nuneaton, Farnborough, Luton og Nott- ingham. • Rannsókn Ríkissaksóknari í ísrael hefur fyrirskipað lög- reglurannsókn á viðskiptum Ehuds Olmerts, forsætisráð- herra landsins, með fasteignir í Jerúsalem. VIÐ HÖFUM ALLAR GERÐIR BÍLA 5-9 MANNA Vagnhöfða 25 112 Reykjavík sími 567 4455 fax 567 4453 Vilj a svæði við Falklandseyj ar ■ Stjómvöld í Argentínu bregðast ókvæða við kröfum Breta ■ Um sextíu milljónir tunna af olíu á hafsbotni við Falklandseyjar Eftir Atia ísleifsson atlii@bladid.net Argentínsk stjórnvöld hafa brugð- ist ókvæða við áætlunum Breta um að krefjast yfirráða yfir víðfeðmum hafsvæðum við Falklandseyjar í Atlantshafi. Hafsvæðin eru talin rík af gasi og olíu og vinna bresk stjórnvöld nú að því að safna gögn- um sem verða lögð fyrir Samein- uðu þjóðirnar til að sanna að fleiri þúsund ferkílómetrar af hafsbotn- inum séu landfræðilega hluti af eyjunum. Krafan er borin upp í kjölfar nýrrar nálgunar alþjóðalaga, þar sem lögsaga ríkis getur náð allt að 350 mílum frá landi, takist að sanna svæðið sé hluti af landgrunni strandlengjunnar. Eftir miklu er að slægjast því rannsóknir hafa leitt í ljós að allt að sextíu milljónir tunna af olíu kunni að finnast á hafsbotni við Falklandseyjar. DEILT UM HAFSVÆÐI Frestur strandríkja, þar á meðal fslands, til að gera tilkall til landgrunns utan 200 sjómílna rennur út um miðjan maímánuð 2009. Fulltrúar íslendinga, Breta, (ra og Dana, fyrir hönd Fær- eyinga, munu funda í Reykjavík um landgrunn á Hatton-Rockall-svæðinu í Norður-Atlantshafi í vik- unni. Kröfur skarast í tilfelli Falklandseyja munu kröfur Breta og Argentínumanna til landgrunnsins skarast, sem færir aukinn þunga í deilu ríkjanna sem staðið hefur um margra áratuga skeið. Ruperto Godoy, formaður argentínskrar stjórnvaldsnefndar sem berst fyrir tilkalli Argentínu til Falklandseyja, sagði um helgina að Argentínumenn myndu berjast hart gegn kröfum Breta. „Við erum algerlega mótfallin hugmyndum breskra stjórnvalda um að stækka yfirráðasvæði sitt. Við viljum taka upp viðræður um Falldandseyjar að nýju, en Bretar hafa þessa af- stöðu okkar að engu.“ Hatton-Rockall og Ascension Bretar gera einnig tilkall til haf- svæða á Hatton-Rockall-svæðinu í Norður-Atlantshafi og í kringum eyjuna Ascension, miðja vegu milli Afríku og Brasilíu. Strandríki heims þurfa að senda inn grein- argerð til landgrunnsnefndar Sam- einuðu þjóðanna um tilkall sitt til hafsvæða fyrir maí 2009. Um sjö milljónum ferkílómetra, sem jafn- gildir stærð Ástralíu, kann að verða skipt upp víðs vegar um heiminn. Lotus Professio Heildarlausnfyrir; Lotus enMotion blár snertifrír skammtari Lotus enMotion hvítur snertifrír skammtari Lotus sápuskammtari Foam blár Lotus sápuskammtari Foam hvítur WC SmartOne statíf blátt WC SmartOne statíf hvítt Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2-110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Eyðsla Frakklands- stjórnar gagnrýnd Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, gagnrýndi Frakklandsstjórn harðlega í gær fyrir að vera sú eyðlusamasta í álf- unni. Trichet varaði Frakka við að að teknu tilliti til vergrar þjóðar- framleiðslu væri Frakkland á góðri leið með að eyða miklu meiru en önnur ríki Evrópu árið 2007. Francois Fillon, forsætisráðherra Frakldands, sagði Fralckland í raun vera gjaldþrota þegar hann ræddi við fulltrúa bænda á eyjunni Kor- síku á sunnudaginn. Franskir bændur hafa farið fram á hærri rík- isstyrki, en Fillon sagði það ekki geta gengið í landi þar sem íjárlög hefðu ekki verið hallalaus í 25 ár. Frakkar hafa þó kennt Seðla- banka Evrópu um lítinn hagvöxt og að evran sé í sögulegu hámarki gagnvart Bandaríkjadollar. Franska ríkisstjórnin mun leggja fram fjár- lög í vikunni, en Fillon hefur sagt að nauðsynlegt sé að ríkið verði rekið með hallalausum fjárlögum árið 2012. atHI@bladld.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.