Orðlaus - 01.10.2002, Page 28

Orðlaus - 01.10.2002, Page 28
Laura Jean Reese Witherspoon fæddist 22. mars 1976 í New Orleans, Lousiana. Pabbi hennar, John, var læknir hjá bandaríska hernum og bjó Reese í Þýskaiandi fyrstu fjögur ár ævi sinnar áður en fjölskyldan settist að í Nas- hville, Tennessee. Á uppvaxtarárum sínum bjóst hún aldrei við að verða leik- kona, þó að hún hafi setið fyrir og leikið í ýmsum auglýsing- um.Hún bjóst alltaf við að verða læknir, þar sem pabbi hennar var læknir og mamma hennar kennari í hjúkrunarfræði. Það breyttist samt allt þegar hún fór í prufutöku með nokkrum vinum sínum sem staðgenglar. Leikstjóra myndarinnar Man in the Moon, Robert Mulligan, leist svo vel á hana að hann bauð henni aðalhlutverkið sem DaniTrant, 14 ára stelpu sem verður ástfangin í fyrsta skipti. Haft er samt eftir henni að eina ástæðan fyrir því að hún fékk hlutverkið hafi verið sú að hún var mjög flatbrjósta af 16 ára stelpu að vera. Overnight Delivery, sem hefur orðið að uppáhaldi aðdá- enda hennar, varpaði henni aftur í sviðsljós ungs fólks. Ivy Miller (Reese), háskólanemi og strippari, fer í„roadtrip" með Paul Rudd til að bjarga bréfi sem hann sendi fyrir mistök til kærustunnar sinnar og verður hún ástfangin af honum á leið- inni þvert yfir Bandaríkin. Hún er frökk og kjaftfor í myndinni og sýnir á sér nýja hlið sem gamanleikkona. Gagnrýnendur lofuðu hana óspart fyrir frammistöðuna. Pleasantville, er ein umtalaðasta mynd áratugarins. Reese og Tobey Maguire leika börn einstæðrar móður sem festast inni í uppáhalds sjónvarpsþættinum sínum, Pleasantville, þar sem heilbrigt líferni og traust fjölskyldubönd eru í fyrirrúmi. Allir í þættinum eru svart-hvítir en þeir sem fylgja löngunum sínúm og streitast á móti viðhorfi samfélagsins breytast hægt og rólega í lit. Þetta er áhrifamikil mynd, hún fékk tilnefningar til Óskarsverðlauna og var mikið fjallað um að hún hefði átt miklu meira hrós skilið. / Hollywood, þau hafa náð að halda sér frá slúðurdálkum og lifa sem venjulegt par. Samband Reese við Ryan hafði einnig mikil áhrif á feril hennar. Þegar hann fékk hlutverk í myndinni Cruel Intentions vildi hann eingöngu taka að sér hlutverkið ef Reese fengi hlutverk Annette, stelpunnar sem hann verður ástfanginn af í myndinni. Hún sló í gegn um allan heim og gerði þau bæði heimsfræg. Mánuði seinna var Reese komin aftur á tjaldið í myndinni Election, sem er svört komedia þar sem hún leikur kol- klikkaða unglingsstelpu sem tekur kosningabaráttu í skól- anum sínum aðeins of alvarlega. Þar fer hún algerlega á kostum og gagnrýnendur lofuðu hana í bak og fyrir. Fyrir leik sinn í þeirri mynd fékk Reese sína fyrstu Golden Globe tilnefningu. tffe' (framhaldi af þessum góða árangri lék hún í nokkrum sjón- varpsmyndum. Diane Keaton fékk hana til liðs við sig í mynd- inni Wildflower og þar á eftir komu myndirnar Solomon's Choice og Return to Lonesome Dove. Þessar myndir voru einungis sýndar í sjónvarpi og fengu því ekki mikil viðbrögð, þó að Reese hafi komið mjög vel út í þeim öllum. Afturkoma hennar á hvíta tjaldið var í Disney myndinni A Far Off Place. Persóna Reese í myndinni, Nonnie Parker, sem ólst upp í Afríku, neyðist til að fara yfir Kalahari eyðimörkina til að flýja undan veiðiþjófum sem höfðu drepið foreldra hennar. Þetta var fyrsta hlutverk Reese þar sem hún leikur hugrakka og sjálfstæða konu.Til að ná betra valdi á tungumáli búskmanna (frumbyggjar í Suður-Afríku), sem hún notaði í myndinni, settist hún að hjá þjóðflokknum Matabele í Afríku. Myndin fékk misgóðar viðtökur gagnrýnenda en Reese var búin að koma sér vel fyrir í kvikmyndaiðnaðinum. Næsta hlut- verk hennar var í mynd Danny DeVito,Jack the Bear. Þar leikur hún frekar lítið hlutverk miðað við áður. Þar leikur hún 12 ára hippa, þó að hún hafi verið orðin 17 ára gömul. Á eftir þessu kom myndin S.F.W. Þar sem hún leikur á móti Stephen Dorff. Myndin fjallar um tvær persónur (Reese og Stephen) sem komast undan gíslingu og þegar þau snúa aftur eru þau orðin fræg og neyðast til að takast á við alla þá athygli sem fjölmiðlar veita þeim. Myndin, sem kom á eftir þessari var Fear sem var mun auglýstari en hinar myndir Reese. Þar leikur hún Nicole Walker, sem er áreytt og pintuð af kærasta sín- um, sem leikinn er af Mark Wahlberg. Þetta hlutverk festi nafn Reese í minnum unglinga.Á þessum tíma var henni boðið hlutverk í Scream, I know what you did last summer og Urban Legend en hafnaði þeim því hún vildi ekki endurtaka aðra hrollvekju. Þetta sýndi að hún tekur því mjög alvarlega hvaða hlut- verk hún velur og hverju hún hafnar, því að mynd- irnar slógu í gegn og margir óþekktir leikarar urðu frægir fyrir leik sinn. En það er greinilega ekki það sem skiptir hana máli. í myndinni Freeway fann hún sig sem verð skuldaða leikkonu þar sem hún lék Vanessu Lutz og fékk verðlaun sem besta leikkonan á Catalonia International Film Festival. Haft var eftir henni að hún hafi verið dauðhrædd við að taka að sér þetta hlutverk því að það myndi annaðhvort ganga upp eða verða algert flopp. í einkalífinu var Reese einnig að gera góða hluti. Hún lauk menntaskóla með frábærum einkunnum og hélt til Californiu í Stanford Háskóla þar sem hún lagði stund á enskar bókmenntir. Hún sá samt fljótlega að hún yrði að hætta námi ef hún ætlaði að taka leikferilinn alvarlega. Hún sá samt ekki fyrir sér að hún myndi hætta alveg í skóla fyrir leiklista- ferilinn og ætlaði sér alltaf að fara einhvern tímann í læknisfræði. í dag hefur hún hins vegar hugsað sér að gera frekar eitthvað gott úr frægð sinni og langar hana til að opna fría læknisþjónustu fyrir fólk sem á lítiðaf peningum. Á 21. afmælisdegi hennar urðu miklar breytingar á einkalífi hennar þegar hún kynnist Ryan Phillippe sem mætti óboðinn í afmælisveislu til hennar fyrir frían bjór. Hann var á leiðinni í tökur daginn eftir en þau héldu sambandi í gegnum e-mail og síma og eftir fyrsta stefnumót- ið urðu þau óaðskiljan- leg. Þau voru trú- ,«jlofuð í desem- ber 1998 en •tilkynntu fjölmiðlum það 2. mars ÆsBp.jf ' fr- ■ 1999 ásamt því a ð þau ættu {. aKBk a v o n á barni. íf ' ’ 'JjMjfl ,JL , ;• N ú var brúð- i P / ■jmfwfr kaup í vænd- / JS ’ Jm-Æ u m og þrátt 'iÆmSmk mjmjT fyrir pakkaða d a g - skrá gift- vHB ÆmÆ ust þau dag eru ' Þau eitt heitasta p a r LEIKLISTAFERILL | Sweet Home Alabama ( 2002) The Importance og Being Earnest (2002) Legally Blonde (2001) Slow Motion (2000) Trumpet of the Swan,The (2000) Little Nicky (2000) American Psycho (2000) Best Laid Plans (1999) Election (1999) Cruel Intentions (1999) Twilight (1998) Pleasantville (1998) Freeway (1996) Fear (1996) Overnight Delivery (1996) S.F.W. (1994) A Far Off Place (1993) Jackthe Bear (1992) Desperate Choices:To Save My Child (1992) The Man in the Moon (1991) Wild Flower (1991) Seinna sama ár kom Reese fram í ódýrri mynd, Best Laid Plans, með Josh Brolin og Allessandro Nivola. Myndin er byggð á plottum og er þetta einhvers konar spennutrillir. Sú mynd fékk litla umfjöllun og var mjög vanmetin að margra mati en einnig voru aðrir sem álitu hana afar óspennandi. Reese og Ryan urðu foreldrar 9. september 1999 og eignuðust dótturina Ava Elisabeth. Þar með byrjaði heimilis- líf þeirra á fullu en þau hafa sýnt það að þau fara létt með að halda utan um heimili og halda áfram kvikmyndaferlinum. Reese kom aftur á hvíta tjaldið eftir barnsburðinn í mynd- inni American Psycho. Þar leikur hún eigingjarna og sjálf- umglaða kærustu Patrick Bateman sem er raðmorðingi. Þar sýndi hún að hún kemur jafn vel fram í aukahlutverki sem og í aðalhlutverki. Móðurhlutverkið hefur ekki dregið úr henni því að hún var síðan mætt með myndina Legally Blonde, þar sem hún leik- ur algera blondinu sem ákveður að skella sér í Harvard til að elta fyrrverandi og sýna honum að hún geti staðið sig jafn vel og hann í lögfræði. Hún fékk rosalega góða dóma fyrir þá mynd og er hún núna komin á stall með fremstu leikkonum Hollywood. Eftir tökurnar á Legally Blonde pökkuðu Reese og Ryan niður og fluttu til Englands þar sem Reese lék í myndinni The Importance of Being Earnest eftir Oscar Wilde og var það frumraun hennar sem bresk persóna. Þar er hún meðal þekktra stjarna á borð við Rupert Everett, Dami Judi Dench og Colin Firth. Sweet Home Alabama Frá Englandi lá leið Reese aftur heim til Bandaríkjanna að leika í myndinni Sweet Home Alabama þar sem hún leikur Melanie Carmichael, tískuhönnuð frá Alabama sem hefur tekið New York með trompi. Hún er ekki eingöngu eftirsóttasti hönnuðurinn á staðnum heldur er hún líka gift syni borgarstjórans, Andrew. Þegar þau skötuhjúin tilkynna opinberlega giftingu sína ákveður hún að halda til heimabæjar síns til að koma örfáum málum á hreint fyrir giftinguna. Þar bíður hennar eiginmaður, Jake, sem neitar að skilja við hana. Ætlun hennar með ferðinni er að reyna að fá hann til að skrifa undir skilnað- ar-pappírana en hlutirnir breytast hratt þegar Andrew ákveður að fylgja henni heim. Leikstjóri mynd- arinnar er Andy Tennant sem hefur gert myndir á borð við Fools Rush In, Ever After og Anna and the King, allt eru þetta ástarmyndir á einhvern hátt eins og Sweet Home Alabama og hefur honum tekist mjög vel til með þær. Myndin verður frumsýnd hér á landi 1. nóvember hjá Sam- bíóunum.Ef Reese stendur sig jafn vel í þessari mynd og áður efast ég ekki um að það sé þess virði að fara að sjá hana. Hún er falleg og sjarmerandi, klár og sniðug. Kemur manni svona skemmtilega á óvart.

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.