Orðlaus - 01.10.2002, Side 30

Orðlaus - 01.10.2002, Side 30
f MIÐVIKUDAGUR Ég verð að fara að koma mér út á markaðinn, það er orðið svo langt síðan að ég lenti í því að vera skotin í einhverjum strák að það liggur við því að ég sé farinn að efast um kynhneigð mína. Það er bara ótrúlegt hvað það venst vel að vera einn, sérstaklega þegar maður lítur nokkra mánuði til baka, þegar maður var svo einmanna að maður hefði byrjað með sveitta, feita frænda sínum. Einmitt eftir þann tíma, þegar maður var búin að byrja með nokkrum svo vonlausum að maður hefði alveg eins getað verið með gömlum hundi eða sófa þá heyrði ég málsháttinn „Betra er autt rúm en illa skiþað"og ákvað að lifa eftir því. Það varð hins vegar bara til þess að ég hef ekki lifað kyn- lífi í fleiri mánuði og sleikur er orðinn fjarlæg- ur draumur. En ætli það sé samt sem áður ekki skref í rétta átt. Maður getur nefnilega lifað ótrúlega sáttur ef maður á eggið, það versta sem það gerir þér er að verða batteríslaust eða bræða úr sér. Amma greyið er samt hætt að sofa á nóttunni út af þessu, hún segir að það séu svo margar piparjónkur í föðurættinni að hún sé dauð- hrædd um að ég taki upp á því að pipra og eignast barn með sæðisbanka í framtíðinni. Að hennar áliti er ég löngu komin á giftingar- aldurinn, alveg orðin 23 ára gömul og breyt- ingarskeiðið nálgast óðfluga. Hún er búin að kaupa brúðarblöð handa mér oftar en einu sinni,potandi að mér blaðagrein- um um fólk sem fann ástina á netinu í tíma og ótíma og stakk uppá því í seinustu viku að ég ætti að fara í Djúpu laugina, um leið og hún gaukaði að mér 1000 kalli og sagði mér að fara og bjóða einhverjum fallegum dreng upp í glas. 30 Ég hef samt aldrei farið á eitthvað svona MEGA-DEIT, ekkert frekar en 90% (slendinga. Fram að þessu hefur þetta verið hin klass- íska íslenska leið, drekka sig hauslausa- fara í sleik- enda heima hjá mér eða honum- lifa fáranlega ömurlegu kynlífi (sökum ofurölvun- ar)- vakna daginn eftir og ...sá sem er fyrstur út um hurðina VINNUR! Þetta getur haft mjög mismunandi afleiðingar, stundum halda þeir að þeir séu kærastarnir mínir eftir þetta, við lítil fagnaðarlæti af minni hálfu. Stundum held ég að ég sé kærstan þeirra, við slæmar undirtektir en í lang flestum tilfellum þá er tekinn hunspakkinn á þetta. Það er rosalega skemmtileg keppni sem byggist á því, hvort getur hunsað hitt meira. En þá er það stóra spurningin... Hvernig kemst maður á alvöru deit þegar maður er búsettur á íslandi? Ég vil ekki heyra að svarið við spurn- ingunni sé Einkamál.is, í mínu tilfelli er netið ekki „option" Fínt ef að fólk er að finna ástina þar...Af hverju ekki? Ég myndi bara ekki meika mómentið þar sem maður fer og hittir hinn að- ilann í fyrsta skiptið,eða þegar fólk spyr okkur hvernig við kynntumst...„Á netinu!" eða „On- line" eins og við myndum örugglega segja, þar sem að við værum svo„advanced irkarar" Glaaaataaaað! Þá er það hin leiðin, að bjóða einhverjum út!?! En hvað ef hann segir nei??? Hvað ef hann á kærustu??? Ég fæ aulahroll bara við tilhugsun- ina...!!! Hvernig myndi maður sjálfur bregðast við ef einhver myndi bara labba upp að manni og bjóða manni út? Ef hann væri ekki „drop- dead" þá myndi maður örugglega segja nei, verða geðveikt pínlegurog koma séreinhvern veginn út úr því... MÁNUDAGUR Vááááá...Hið ómögulega hefur gerst! Ég er að fara á„DEIT"á fimmtudaginn... Mér var boðið út...eða svona nálægt því. Ég var í vinnunni í gærkvöldi alveg tryllings- lega þunn, nýbúin að afgreiða þrjá litla krakka með bland í poka. Ég var að rétta fitnessparinu „Möppuna"til þess að það gæti leigt sér klám- mynd í þynnkugreddunni, þegar hann labbar inn. Þetta var bara svona ofurvenjulegur gaur, alveg sætur og allt það, en samt týpan sem maður myndi aldrei taka eftir á djamminu.Ég tók strax eftir honum og hefði getað hugsað mér mun girnilegri aðstæður til þess að hitta hann í, allar aðstæður eru skárri en bakvið búðarborðið í sjoppu. Hefði helst viljað hafa ferilskránna mína svona alveg„óvart"á búðar- borðinu þannig að hann hefði getað séð að mér var sagt upp VEGNA SAMDRÁTTAR!!! Eina ástæðan fyrir því að ég er að vinna í þessari skítasjoppu er vegna þess að Maggi frændi bauð mér vinnu hjá sér á meðan ég væri að finna eitthvað annað... helv... djöf... kreppa! Alla vega..Við erum að tala um dökk-skolhærð- an, hávaxinn, frekar sætan strák með geðveikt flottar hendur. Á meðan hann valdi spólur þá æfði ég mig í að halda maganum inni. Það var alls ekki auðvelt þar sem að ég stútaði pulsu og risa jarðaberjasjeik 5 mín áður en hann labbaði inn. Loksins labbar hann að borðinu, hann ákvað að taka „Ali" en sem fríspólu með tók hann „Hope floats" HVAÐ ER ÞAÐ!?! Annað hvort á hann kærustu, er hommi, býr heima hjá mömmu sinni eða er með einhver „serious issues'L.Týpan sem grætur þegar hann fær það!!! Ég ákvað samt að líta fram hjá því, kveikti á sjarmanum og byrjaði að daðra (það er óhætt að segja að maður sé farinn að nálg- ast botninn þegar það er hægt að setja mann í flokkinn„graðar sjoppukerlingar"). Um leið og ég leit upp og brosti til hans, svelgdist honum á tyggjóinu og hann SPRAKK úr hlátri. Það er enginn SVONA hress á sunnu- dagskvöldi og ég var dauðhrædd um að hann væri að hlægja að mér, sem reyndist líka á endanum vera málið. Ég var með 10 mínútna gamla remúlaðiklessu á kinninni sem gerir hana í mannsárum talið svona áttræða - frék- ar pínlegt! Remúlaðið varð nú samt til þess að við fórum að tala saman og bonduðum líka svona rosalega yfir því hvað það gæti verið er- fitt að borða pulsur án þess að subba sig allan út (hann á við sama vandamál að stríða) Við enduðum með því að tala saman í svona 20 mín. Sem var nægur tími fyrir mig að koma því á framfæri að ég væri ekki á hápunkti starfsferils míns þessa stundina.Ég ætti stærri drauma og þetta væri bara allt kreppu og sam- drætti að kenna. Hann skyldi það mjög vel og sagðist sjálfur vera blankur og vitlaus þar sem að hann væri að reyna að meika það sem Ijósmyndari. (Áttum strax eitthvað sameigin- legt!!!) Þá komum við að aðalatriðinu... Hann átti tvo aukamiða á Ijósmyndasýningu sem verður næsta fimmtudag og hann gaf MÉR þá og sagði mér að koma og taka einhvern með mér. Þetta hlýturað þýða eitthvað,ekki satt??? Ég hlakka geðveikt til að hitta hann!!! Verð að hitta Hildi vinkonu á kaffihúsi í kvöld til þess að„analýsera"málið... Hvern á ég að taka með mér? ( hverju á ég að fara? Hvernig á ég að ná að léttast um fimm kíló á fjórum dögum??? /// PLÖTUDÓMAR-SÓLEY Aaliyah Aaliyah fæddist í Brooklyn árið 1979 og var skírð Aaliyah Dana Haughton. Þennan disk gaf hún út rétt áður en hún lést í hræðilegu flug- slysi 25. ágúst 2001. Diskurinn er frábær og tónlistin hennar sker sig út úr öllu þessu hipp- poppi sem er verið að framleiða. Hann fór beint í 1 .sæti í Bandaríkjunum og við þekkjum mörg lög sem hafa orðið vinsæl eins og More Than a Woman,Try Again og Rock the Boat en myndbandið við það var það síðasta sem hún gerði. Hún hefði örugglega gert myndband við We Need a Resolution með Timbaland en diskurinn hefst á því lagi og er frábært. Aaiiyah hefur sungið frá því hún var lítil og var pöntuð í brúðkaup hér og þar til að syngja fyrir vini og vandamenn. Frændi hennar var giftur Gladys Knight og hann var líka umboðs- maður fyrir R.Kelly á þeim tíma. R.Kelly heyrði hana syngja og réði hana til sín á Blackground Enterprises aðeins 13 ára gamla. Hann samdi og pródúseraði fyrir hana plötuna Age Ain't Nothing But a Number sem kom út þegar hún var 15 og lagið Back and Forth og At Your Best (You Are Love) náðu 1. sæti á r'n'b/hip hop lista Bandaríkjanna.Á eftir Aaliyuh komu fram stelpur eins og Brandy og Monica líka undir sínu fyrsta nafni. Orðrómur um að R.Kelly og Aaliyah hafi gifst fór eins og eldur um sinu því hún var langt undir aldri og titill plötunnar var ekki á það bætandi. R.Kelly er reyndar í dag þekktur fyrir smástelpurnar en það er önnur saga. Aaliyah neitaði þessu alltaf en hætti samstarfi við hann og fór að vinna með Timbaland. Árið 1996 kom út One in a Million sem varð met- söluplata. Hún söng lög í kvikmyndunum Anastasia og Dr.Doolitle og lék síðan aðal- hlutverkið í fyrstu kvikmyndinni sinni Romeo Must Die og var executive producer á tónlist- inni.Bæði myndin og diskurinn náðu metsölu. Hún fékk frábæra dóma fyrir leik sinn og varð eftirsótt (Hollywood. Næsta kvikmynd hennar var aðalhlutverkið ( Queen of the Damned og hún skrifaði undir að leika í Matrix II og Matrix III. Á sama tíma vann hún að þessari plötu þan- nig að hún var með öll járn í eldinum og hefði örugglega orðið "Hollywood's most wanted". Maður er enn með tárin f augunum yfir því að hún hafi dáið en tónlistin hennar hefur alltaf verið algjör stelputryllir, það er ekki hægt að segja annað. Strákarnir skilja þetta ekki nema þegar þeir sjá stelpurnar óðar á dansgólfinu. Hún hefur haft mikil áhrif á stefnuna í r'n'b tónlistinni og við verðum bara að njóta þess sem hún gerði meðan hún lifði. Angie Stone Angie er rosalegur pródúser og tónlistin sem hún gerir er kölluð neo-soul. Það er farið að kalla hana "queen of soul'' og samt er þetta bara önnur sólóplatan sem hún gerir. Hér eru mörg góð lög en diskurinn er miklu rólegri en ég bjóst við. Hann er samt þægilegur og afslappandi og ef maður er að taka því rólega er hann f(nn. Hún notar stundum gospel raddir ( bakgrunn því pabbi hennar tók hana oft á gospel tónleika þegar hún var Ktil og hún söng sjálf í kór. Hún kenndi sjálfri sér á hljómborð og hefur alltaf samið mikið af textum. Besta lagið finnst mér vera I Wish I didn't Miss You sem eralveg geeeeð- veikt lag. Brotha er flott og remixið er ágætt þar sem Alicia Keys og Eve taka undir með henni. Hér gerir hún hlutina alveg eins og hún vill en á síðustu plötunni hennar Black Diamond (1999) fékk hún marga fræga menn til liðs við sig eins og Lenny Kravitz, Ali Shaheed úr A Tribe Called Quest og D'Angelo. Angie Stone er búin að vera lengi í bransanum og t.d. spilaði hún einu sinni á saxafón með Lenny Kravitz. Hún og D'Angelo hafa þekkst lengi og hún hjálpaði honum mikið við Brown Sugar. Það er með flottari r'n'b/soul plötum sem hafa verið gerðar enda varð hún margföld platína og opnaði dyrnarfyrir tónlistar- mönnum á borð við Erykuh Badu og Lauryn Hill. Angie er frábær en mér finnst þetta samt of ró- legt fyrir minn smekk. Hún ætti að gera fleiri lög eins og I wish I didn't miss you og þá á hún eftir að ná enn þá lengra. ★ ★ ★ ★ Aaliyah Angie Stone Mahogany Soul

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.