Orðlaus - 01.10.2002, Page 39
UNGAR KONUR OG FRAMTÍÐARSTARFIÐ
Á undanförnum árum hefur fjölmargt verið gert til að bæta
stöðu kvenna á vinnumarkaði.Til dæmis hvetja opinberir aðil-
ar bæði kynin til að sækja um störf sem auglýst eru og mörg
sveitarfélög hafa samþykkt jafnréttisstefnu. Háskóli íslands
hefur gert átak í að hvetja konur til að sækja í hefðbundnar
karlagreinar og Reykjavíkurborg hefur styrkt stráka sem vilja
læra félagsráðgjöf og stelpur sem vilja fara í verkfræði.
Samt sem áður eru konur sjaldan í æðstu stjórnunarstöðum í einka-
fyrirtækjum og örsjaldan eru konur á meðal tekjuhæstu einstaklinga
þjóðfélagsins. Sumir segja að þegar konur taka að flykkjast í hefð-
bundin karlastörf þá fari launin í þeim greinum að lækka og hafa fög
eins og læknisfræði og lögfræði verið nefnd. Það er kannski eitthvað
til í þessu en samt sem áður kom fram í nýlegri skýrslu á vegum Rík-
isendurskoðunar að sérfræðilæknar geta haft tugi milljóna í tekjur á
ári á einkastofum á meðan þeir eru í fullu starfi líka inni á sþítulunum.
Skyldu konur vera á meðal þessara lækna?
Fyrir ungar konur er þetta ákveðið áhyggjuefni. Menntunin virðist
ekki vera trygging fyrir góðum tekjum heldur er öruggara að giftast
vel menntuðum karli!
Við þurfum að breyta þessu munstri, halda áfram í baráttunni eins
og konurnar gerðu sem á undan fóru.
Við þurfum að vita hvar við ætlum að bera niður. Ætlum við að
breyta þjóðfélaginu eða eigum við að byrja á okkur sjálfum. Breytist
þjóðfélagið sjálfkrafa með breyttum konum?
Það er mikilvægt fyrir okkur að hafa góðar fyrirmyndir í kringum
okkur sem virka hvetjandi. Þá á ég ekki við ímyndina um hina full-
komnu konu sem birtist gjarnan (glanstímaritum. Hún er stjórnmála-
maður eða stjórnandi, gullfalleg í góðu formi, gjarnan mynduð með
fyrirmyndarbörnin í fanginu, býr í glæsilegu húsnæði og gefur góðar
uppskriftir um leið og hún ræðir þjóðmálin.
Það er nauðsynlegt fyrir okkur að heyra (þeim sem hafa náð langt
en eru ekki alltaf á síðum tímaritanna. Hvernig hafa þær farið að því
að fá draumavinnuna? Vinnu sem þeim finnst skemmtileg og gjarnan
vinnu með góðum launum. Hvaða leið hafa þær farið og hverju hafa
þær þurft að fórna.
Blaðamenn Orðlaus fóru á stúfana og ræddu við nokkrar konur sem
kváðust ánægðar með þá stöðu sem þær eru í (dag og báðu þær um
ráð varðandi námsval, starfsframa, barneignir, heimilishald og launa-
mál svo eitthvað sé nefnt.
Ungar konur og námsval
Ráðin sem við fengum varðandi námsval voru eftirfarandi:
1) (huga vel eigin áhugasvið. Til dæmis með því að taka áhuga-
sviðsþróf sem eru í boði hjá ráðningaskrifstofum og hjá námsráðgjöf-
um og sálfræðingum.
2) Velja út þær starfsgreinar sem koma helst til greina samkvæmt
niðurstöðu áhugasviðsprófs. Hversu langan tíma tekur að læra við-
komandi faggrein og hvar er hægt að stunda námið? Hvernig eru
laun almennt í dag í þessum fögum og hvernig hafa þau þróast
undanfarin ár? Hvernig eru vinnuskilyrði, t.d. vinnutími og hvar eru
helstu vinnustaðir, hjá opinberum aðilum eða einkafyrirtækjum? Er
hægt að fá vinnu við fagið erlendis og er þetta starfsvettvangur sem
hægt er að vinna við til dæmis úti á landi?
3) Þegar námið hefst er mikilvægt að skilja á milli þeirra erfiðleika
sem eru í öllu háskólanámi og þess að finnast námsgreinin verulega
óspennandi. Við getum hæglega yfirunnið hindranir en ekki þann
leiða sem getur hellst yfir okkur ef valið er ekki (takt við okkar innri
rödd.
4) Það getur verið skynsamlegt að skoða fjölbreytta námsmögu-
leika, til dæmis að blanda saman tveimur ólíkum fögum því vinnu-
markaðurinn er svo margbreytilegur í dag að það er gott að hafa ekki
öll eggin í sömu körfunni.
5) Erlend tungumál og gott vald á íslensku eru þættir sem skipta
máli fyrir framtíðarstarfið og þess vegna er gott að þjálfa sig ( þeim
þáttum á meðan á námi stendur.Það sama gildir um færni á tölvur.
6) Loks er mikilvægt að hafa það í huga að það er erfiðara að byrja
nám aftur, t.d. að taka masterspróf ef það líður of langur tími á milli
eftir að fyrri hluta háskólanámsins er lokið. Þá er fólk oft komið með
UNGAR KONUR OG STARFSFRAMI
39
1) Öll störf sem við vinnum skipta máli á
starfsferlinum. Þó okkur finnist vinna með
skóla, til dæmis á veitingahúsi hafa lítið með LIFIÐ FYRIR UTAN VINNUNA
framtíðarvinnuna að gera þá skiptir það máli
hvernig við stöndum okkur því öll góð með-
mæli styrkja stöðu okkará vinnumarkaði.
2) Enginn verður óbarinn biskuþ og því
þurfum við að læra að vinna við fagið okkar
áður en við getum látið okkur dreyma um að
gerast stjórnendur. Mikilvægt er að hugsa alla
vinnu sem lið í að afla reynslu og þekkingar til
að verða betri starfsmenn.
3) Fyrir þá sem stefna að störfum innan op-
inbera geirans og vilja fá mikla ábyrgð fljótt er
landsbyggðin spennandi kostur. Þar gefst oft
kostur á því að fá fjölbreytt verkefni og góða
yfirsýn yfir starfsemina þar sem um smærri
stjórnsýslueiningar er að ræða en í Reykjavík.
4) Það er mikil þörf á fólki í verkefni sem
hafa góða samstarfshæfileika, hvort heldur
um er að ræða þá sem hafa leiðtogahæfi-
leika eða þá sem eru til dæmis tilbúnir að
rétta starfsfélögunum hjálparhönd. Þátttaka í
félagsstörfum telur oft með þegar verið er að
ráða fólk í vinnu, sú reynsla getur gert mann
víðsýnni.
5) Við þurfum að kunna að skilja á milli
vinnu og einkalífs þannig að við tökum hlut-
unum ekki of persónulega á vinnustaðnum.
Læra að þekkja okkur sjálf til að skilja þegar
við verðum pirraðar í vinnunni; hvort um sé
að ræða eitthvað í vinnumhverfinu eða hvort
við erum ósáttar við fjölskyldumeðlim eða
vini.
Barneignir
Mörgum ungum stúlkum gengur illa að
skilja hvernig konur geta unnið úti og
komist í stjórnunarstöður á sama tíma
og þær eru að eiga börn. Þær konur sem
Orðlaus ræddi við hafa hugsað mikið um
þessi mál en ekki komist að neinum end-
anlegum sannleik. Þær gátu því kannski
ekki gefið nein ráð en komu með eftirfar-
andi ábendingar:
1) Það þarf að hugsa um börn - þau hugsa
ekki um sig sjálf. Það er því mjög erfitt að ætla
sér að vera (stjórnunarstöðu á meðan börnin
eru lítil.
2) Það skiptir máli við val á lífsförunauti að
hugsa sér hann í föðurhlutverki ef við viljum
eiga börn með honum. Þó það komi síðar (
Ijós að sambandið gangi ekki upþ þá verðum
við ævilangt foreldrar saman.
3) Það er mjög gott að hafa lært að standa á
eiginfótumáðuren börnin koma.Ef barneign-
ir koma á undan þá flækir það verulega Kfið.
4) Samsettar fjölskyldur verða æ algengari.
Leitaðu ráðgjafar fagfólks ef þú ferð í slíkt
fjölskyldumunstur, það margborgar sig þó
viðtölin kosti skilding.
Eins og kom fram hér á síðunni þá er glans-
myndin af nútímakonunni sú að hún búi
í glæsilegu og hreinu húsnæði, hún og
börnin eru vel til höfð, maðurinn til fyrir-
myndar, hún fer í leshringi, leikfimi, fjalla-
göngur, heldur stórar matarveislur og er
topp stjórnandi. Engin af konunum sem
við ræddum við kannast við þessa mynd
af sjálfri sér og þeim vinkonum sem eru í
krefjandi störfum og eru jafnframt að ala
upp börn. Ráðin sem þær gáfu voru eftir-
farandi:
1) Kona í stjórnunarstarfi ætti að splæsa á
sig aðstoð við hreingerningarnar, t.d. tvisvar (
mánuði, það kætir lundina og bætir samskiþtin.
2) Flest hjón kannast við að helstu erjur eru
vegna heimilishalds, umgengni karlsins krafna
konunnar. Konan þarf þv( að setja kröfurnar
lægra og karlinn að ganga betur um. Ekki
fara í sambúð með sóða ef umgegni skiptir
þig máli!
3) Ef þú ert í krefjandi starfi er mjög
mikilvægt að tómstundagamanið þitt krefjist
ekki mikils undirbúnings, heldur sé af þeim
toga að þú slakir á. Ekki bæta þv( sem á að vera
skemmtun við stressið í lífinu.
Áður en við tökum málin í eigin hendur og
vinnum að því að styrkja sjálfsmyndina, svo
við stöndum jafnfætis strákunum í launa-
baráttunni, þá verðum við að heyra um það
hvernig venjulegar konur þora að viðurkenna
að tími gefst ekki alltaf til þess að húrra upp úr
pottunum gómsæta rétti; 1944 er bara ágæt-
is kvöldmatur. Þegar við erum á kafi í vinnu
þá lítur heimili okkar yfirleitt út eins og eftir
sprengjuárás og við tökum bara til þegar það
er von á gestum. Ef við veljum að vinna mikið
og eigum lítil börn þá erum við með samvisku-
bit nema við séum svo heþpnar að heima fyrir
sé góður karl sem hefur yndi af húsverkum og
barnauppeldi.Svo langar ekki öllum konum að
eiga börn en sammerkt með konum er - eins
og körlum - að okkur finnst svolítið einmana-
legt að hugsa til þess ( ellinni að eiga engin
börn. Þau eru því trygging fyrir okkur en ekki
endilega áhugamál.
Konur á framabraut eru því oft með króníska
sektarkennd og sérstaklega heggur það nærri
þeim þegar sérfræðingastéttir þjóðfélagsins
reka upp heróp um aukinn hegðunarvanda
barna og eiturlyfjaneyslu unglinga. Þær
kenna sér um það að vera mislukkaðar mæð-
ur. Þannig að það er margt sem þarf að hugsa
um ef maður ætlar að komast langt. Velja og
hafna. Hvað finnst þér hafa forgang í lífinu og
hverju ertu tilbúin að fórna? Þú getur þurft að
yfirstíga ýmsar hindranir.en allt er hægt ef vilj-
inn er fyrir hendi.