Orðlaus - 01.10.2002, Page 44

Orðlaus - 01.10.2002, Page 44
J 3 '0 ///KÆRAANNA Kærastinn minn vill að ég raki af öll skapahárin! Ég elska kærastann minn út af lífinu og myndi gera nánast allt fyrir hann en ný- lega bað hann mig að raka af öll skapa- hárin. Ég snyrti mig mjög vel að neðan en ég er ekki tiibúin til að raka það allt af. Tilhugsunin um að vera alveg ber að neðan finnst mér hrikaleg og ég skil ekki af hverju hann er svona æstur. Hann segir að allar kærustur geri þetta fyrir kærastana sína og að við myndum njóta kynlífsins miklu betur. Á ég að gera þetta fyrir hann? Það skiptir öllu máli að hvað sem þú gerir, gerir þú á réttum forsendum.Hægt er að finna önnur rök með því að snoða sig en það að allir aðrir geri það! Þetta er afskaplega hreinlegt og alls ekkert óþægilegt og ég myndi ráð- leggja stelpum að prófa til að sjá hvað þeim finnst. öll sambönd eru byggð upp á málamiðlunum en þá er ekki þar með sagt að ekki séu þeir hlutir til sem við erum ekki tilbúin að fórna, sem í þínu tilviki virðast vera skapahárin. Athugaðu hvort þú getir ekki fengið kærast- annn þinn til að raka sig líka og þá getið þið slegið þessu upp í léttan leik saman. Ég get ekki hætt að blaðra... Ég var skotin í stráknum sem ég er með núna í ár áður en við byrjuðum saman og mér finnst ennþá skrítið að hann hafi á endanum litið við mér. Þetta gerir mig svo taugaóstyrka, allaveganna í kringum hann og þegar ég verð taugaóstyrk blaðra ég endalaust. Þegar við erum ein sam- an tala ég út í eitt og um daginn spurði hann mig hvort ég hefði tekið eftir því hvað mér líkaði mín eigin rödd. Hrikalegt „komment!" Hvað get ég gert? 44 Hér er það nokkuð Ijóst að þú ert með ein- hverskonar minnimáttarkennd. Það er algjör óþarfi þar sem hann er jú með þér af því að honum finnst eitthvað varið í þig. Óöryggi er besti vinur minnimátarkenndarinnar og þá fyrst fer maður að blaðra. Þannig að elskan mín reyndu bara að horfa hlutlaust á hann og þá muntu sjá að hann er ekkert annað en venjulegur strákur og engin þörf á að vera upptjúnuð í kringum hann. Reyndu bara að slappa af og þótt þú sért ekki örugg,„feikaðu" þig það allavega. Einkamál.is Ég hitti mann á Einkamál.is og mér líst alveg rosalega vel á hann, vandamálið er bara að ég hef aldrei treyst svona síð- um. Mér hefur heldur aldrei litist á þetta fyrirkomulag til að byrja að deita en samt ætti þetta að vera besta leiðin með það í huga að maður kynnist mjög vel áður en eitthvað fer af stað. Hvað á ég að gera? Myndi heldur ekki vilja segja fólki að ég hafi kynnst honum þar! Ein desperat Kæra desperat, Þetta er ekki einu sinni vandmál. Stefnumótasíður á borð við Einkamál.is eru framtíðin og þetta er ekkert nema eðlilegt. Passaðu bara að hitta hann á einhverjum „public" stað svona fyrst ef þetta er bara ein- hver þerri. Þetta er fín leið til að hitta fólk og ég meina er eitthvað skárra að hafa kynnst þegar þið duttuð í sleik hauslaus á djamm- inu? Klám á netinu.. Nýlega komst ég að því að kærastinn minn, sem ég er í sambúð með, er við- stöðulaust skoðandi klám á netinu. Um leið og ég fer út úr húsi er hann sestur niður við tölvuna að skoða þessar síður og fróar sér meir að segja yfir þeim. Hann á það jafnvel til að hanga í he.nni fram eft- ir á nóttunni þegar ég er heima og farin upp í rúm. Skemmtilegt, eins og ég sé bara einhver manneskja sem hann situr uppi með. Kynlífið hefur minnkað jafnt og þétt síðasta árið en ég held hann hafi byrjað um það leiti. Ég komst alveg óvart að þes- su þegar ég var eitthvað að fikta í tölvunni' hans um daginn, ég hélt hann væri alltaf að vinna í henni.Núna fer ég ítölvuna dag- lega til að athuga hvað hann er að skoða, mér finnst þetta svo ógeðslegt. Er þetta eðlilegt? Hvort á ég að tala um þetta við hann eða þykjast ekkert vita? Þetta finnst mér vera lengst frá því að vera eðli- legt þar sem hann er að taka einhverjar súrar klámdrottningar fram fyrir kærustuna sína og myndi því flokka þetta sem framhjáhald. Upp á sambandið að gera þá þurfa ekki að vera nein tengsl milli þess að hann sé óánægður og sókn hans í klám, þetta getur alveg eins verið einhver spennufíkn eða einfaldlega forvitni. Sestu niður og talaðu um þetta við hann sem fyrst af því að þetta getur orðið að fíkn eins og allt annað. Fyrstu viðbrögð hans verða líklega þau að neita fyrir þetta þannig að þú verður bara að vera hörð og þvinga hann til að ræða þetta.Til eru samtök um all- an heim sem díla við svona og ég býst við að einhver hliðstæð samtök séu til hérna heima. GetnaðarvarnarsprautanH Er ekki komin einhver getnaðarvörn á markaðinn sem er á sprautuformi? Hvað kostar að fá hana og hvað dugar hún lengi? Hvar get ég nálgast hana? Jú, það er til getnaðarvörn sem er einfaldlega kölluð sprautan. Þetta er hormónalyf líkt og pillan og dugar í þrjá mánuði. Hún kostar um þúsund krónur og best er að hafa samband við kvensjúkdómalækni til að nálgast hana. Hafðu samt varann á, þetta fer misvel í stelpur. Ég hef heyrt góðar sögur af þessu en líka fullt af slæmum. Stelpur eiga það til að verða alveg vitlausar í skapinu og grenja yfir minnstu hlutum. Prófaðu þetta til að byrja með en ef þú finnur fyrir einhverjum stórvægilegum breytingum varðandi skapið myndi ég hætta þessu strax og sjá hvernig þér líður þá. Talar bara um sjálfan sig!!! Ég er að hitta strák og hann talar eigin- lega bara um sjálfan sig og sitt líf og hefur engan áhuga á því sem ég er að gera eða hef verið að gera. Mér finnst hann samt æðislegur, hann er skemmtilegur og fynd- inn en er þetta eitthvað sem ég get litið framhjá? Ætli ég deyi ekki úr leiðindum með honum til lengdar? Jú, veistu, ég held það. Það er ekkert leiðin- legra en að hlusta á manneskju sem sér ekkert annað en sjálfan sig. En aftur á móti getur verið að hann sé bara stressaður og tali því mikið og hefur þá ekkert betra um að tala en sig sjálfan. Aftur á móti ef þetta heldur svona áfram eitt- hvað lengi og hann hefur engan áhuga á að heyra nokkurn skapaðan hlut um þig myndi ég hugsa málið betur. Þið eruð líka bara nýbú- in að kynnast og það er til endalaust af sætum strákum. Sendið mér póst á kaeraanna@ordlaus.is Mérfinnst óþolandi... ...þegar að konur fara saman á klósettið. Ég meina, hvað er það? Fastlega má gera ráð fyrir að ekki þurfi þær hjálp við að athafna sig þegar sest er niður og eins þegar að hreinsað er til í kjallaranum eftir losun. Ekki þarf mikla aðstoð við handþvottinn, að minsta kosti eru þær konur sem ég þekki flestar með sæmi- lega hreinar hendur að staðaldri. Spegill er yfirleitt til staðar svo að „hvernig lít ég út" spurningunni er svarað á staðnum og varla þarf sjónárvotta. Varla er það mitt eigið óöryggi sem veldur þessum pirringi hjá mér. Maður hefur svo sem gefið tilefni til þess að heilu og hálfu klósettferðunum sé eitt í „hey, veistu hvað/í alvörunni!" umræður um mig og okkur strák- ana en það er langt slðan að ég hætti að velta mér upp úr því. Forvitni? Kannski er þetta bara sjúkleg forviti sem ég þjáist af og verð að velta mér upp úr því hvað er verið að spjalla. En hvað ætti það svosem að vera? Snyrtivörur, barneignir,framhaldsnám? Nú stendurmaður á gati þar sem engin kona hefur verið fáanleg til að segja mér af hverju þær þurfa að vera a.m.k.tvær saman á klóinu. Reyndar er mig farið að gruna að tilgangur- inn sé tilefnislausar árásir á mannorð okkar strákana, rógburður, innihaldslaust hjal um hluti sem skipta engu máli nema fyrir konur á klósettum. Auðvitað er erfitt fyrir ykkur kon- urnar að viðurkenna að þannig sé í pottinn búið, hvað þá að reyna að telja okkur strák- unum trú um að þetta sé nauðsynlegt. „Þeir skilja þetta hvort eð er ekki" En við viljum skilja - trúið mér stelpur! Ákalla ég nú kvennþjóðina og óska hér með eftir að við strákarnir fáum að fljóta með og kynnast því hvað fer fram þegar þið konurnar notið „bad kamer" (klósett á hollensku skv. leiðbeiningum á sótthreinsandi afþurrkunar- klútum fyrir baðherbergi sem má sturta niður eftir notkun). Með þessu væri fyrsta skrefið stigið ( að brúa bilið milli menningarheima karla og kvenna þar sem eflaust kæmi í Ijós að klósetthópferðirnar er jafn auðvelt að skilja og hollenska orðið „bad kamer" Sem sjálfskipaður menntamálaráðherra karJþjóðarinnar bíð ég spenntur eftir opin- beru boði og mun ég gera mitt besta til að miðla upplýsingum um hvers ég verð vísari til annarra karlmanna sem mun færa okkur öll nær takmarkinu um fullkominn skilning milli kynjanna. Ja, nema að þið stelpurnar viljið bara halda áfram að vera óþolandi.

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.