Orðlaus - 01.03.2004, Blaðsíða 24
4"
Árið 2003 var gott ár fyrir
samkynhneigða i Bandaríkjunum.
Þættirnir Queer Eye For The
Straight Guy, Boy Meets Boy
(nokkurs konar gay 'Bachelor')
slógu í gegn í bandarísku sjónvarpi,
kaþólski samkynhneigði presturinn
V. Gene Robinson var gerður biskup
og nóvember síðastliðnum
úrskurðaði æðsti dómstóll
Massachusetts með fjórum
atkvæðum gegn þremur að bann
ríkisins við hjónaböndum
samkynhneigðra stangaðist á við
stjórnarskrána. Árið 2004 gekk í
garð og 12. febrúar gaf borgarstjóri
San Fransisco út leyfi um að
samkynhneigðir mættu gifta sig.
Eftir fimm daga var búið að gefa
út 1.600 hjúskaparleyfi til
samkynhneigðra para og fleiri voru
á leiðinni. Ekki leið þó á löngu þar
til forseti Bandaríkjanna, George
W. Bush, reið á vaðið og gaf út þá
yfirlýsingu að hann ætlaði að
leggja fram stjórnarskrárbreytingu
þess efnis að samkynhneigðir
mættu ekki giftast. Hans rök fyrir
frumvarpinu eru þau að bandaríska
þjóðin verði að vernda grunninn
fyrir siðmenntað samfélag. Varð
það til þess að nú hefur hæstiréttur
Kaliforníu fyrirskipað bann við
hjónavígslunum í bili.
En hvað er gifting? Gifting er
skuldbinding tveggja manneskja sem
byggist á gagnkvæmri viröingu og ást.
Þú ert að segja að þú viljir deila þínu
lífi með annarri manneskju. Með þvi að
leggja fram stjórnarbreytingu til að
banna hjónabönd samkynhneigðra er
Bush að gefa í skyn að samkynhneigðir
séu ekkert annað en annars flokks
þegnar. Ef að frumvarpið gengur í gegn
mun það vera í fyrsta skipti í sögu
Bandaríkjanna að misrétti yrði að lögum.
Hver vill hrópa mannréttindabrot? Gott
dæmi er að síðastliðinn nóvember sögðu
biskupar á Landsfundi kaþólskra biskupa
að þeir yrðu að gefa út yfirlýsingu um
að þeir yrðu að halda hjónaband milli
konu og manns heilagt einfaldlega
vegna þess að hommar og lesbíur væru
að sækja í sig veðrið varðandi aukin
mannréttindi. Fólk krefst jafnréttis á
meðan hægrisinnaðir pólitíkusarferðast
fylkjanna á milli og ráðast á allt sem er
"ó-amerískt". Þá sérstakiega á aukin
réttindi samkynhneigðra og
samkynhneigðarfjölskyldur. Það er ekki
eins og samkynneigðir séu að skaða
aðra á nokkurn hátt með að fá að
staðfesta ást sína. Ef samkynhneigðir
vilja skuldbinda sig með giftingu, af
hverju mega þeir þá ekki gera það eins
og annað fólk? Ef þessir öfgamenn fá
sínu framgengt munu Bandaríkin ekki
verða góður staður til að vera á fyrir
samkynhneigða.
Miðað við ísland eru Bandaríkin langt
á eftir hvað varðar réttindi
samkynhneigðra. Á íslandi geta hommar
og lesbíur staðfest samvist sína og
heimild til stjúpættleiðingar er ennþá
til staðar. Mörgu er þó enn ábótavant.
Til dæmis geta samkynhneigðir ekki
leitað eftir tæknifrjóvgun né
frumættleiðingu barna, og hommar
mega ekki gefa blóð. Með aukinni
vitundarvakningu aukast vonandi
réttindi samkynhneigðra á Islandi sem
og erlendis. Bíðum betri tíma.
Ef að þig langar að fræðast meira
um málið kíktu þá á:
www.freedomtomarry.org
www.soulforce.org
www.samtokin78.is
Eftir að hafa lesið karlablaðið For Him Magazine (FHM) frá því við byrjuðum
með Orðlaus höfum við ákveðið að hafa dálk tileinkaðan því blaði. Þannig
getum við skyggnst inn í haus karlpeningsins og séð hvað þeir eru einfaldir.
(Núna fáum við pottþétt að heyra í einhverjum brjáluðum körlum.
Hlökkum til!)
Konur kvarta yfir því að karlar geri ekki neitt nema hanga upp í sófa og
horfa á sjónvarpið. En þannig er kærastan mín! Hvernig get ég náð
hvalnum frá sjónvarpinu og aftur í sjóinn?
Jenna: Hringdu í sædýrasafnið og segðu þeim að það hafi einn sloppið. Nei, án
gríns þá dugar ekki að setja út á hana og nöldra í henni, það hjálpar ekki. Hún á
eftir að breytast í súmókappa á smá tíma bara til að þóknast þér ekki. Þú þarft að
finna út hvað henni finnst gaman að gera og gera þá hluti með henni. Kauptu hjól
og farið að hjóla eða stundið villt kynlíf —allt til að ná þessum stóra gamla rassi úr
sófanum.
Isaac: Farðu með hana á fótboltaleik, það mun fá hana úr sófanum og í bónus
munt þú fá kynlíf ef liðið hennar vinnur. Kona sem elskar íþróttir, virkilega elskar
íþróttir og ef þú reynir að lækna það þá fer hún á bak við þig. Þú átt eftir að finna
körfuboltaspjöld í pottaskápunum og útfylltar stigatöflur á baðherberginu. En
höfum það á hreinu, þú vilt að hún hafi gaman af íþróttum en stundi þær ekki. Ef
hún byrjar að æfa fótbolta á hún eftir að fara að vilja vera með stelpum.
Kærastan mín var full og kyssti strák. Hún sér rosalega mikið eftir því,
hvað á ég að gera?
Jenna: Kíktu í nærbuxurnar sem hún var í það kvöld og athugaðu hvort þú finnir
ekki sönnunargögn. Ertu búinn að því? Ojjj! Allir gera mistök, hún var að minnsta
kosti hreinskilin og sagði þér frá því. Þar að auki kyssti hún bara strákinn, það er
ekki eins og hún hafi tottað alla í partýinu.
Issac: Að segja að þú hafir haldið framhjá af því að þú varst svo full er kjaftæði.
Það er afsökun sem ég hef of oft notað, þannig veit ég að það er kjaftæði. Spurningin
er hvernig þú ætlar að nýta þér það. Ef hún elskar þig þá eldar hún handa þér
kvöldmat, færir þér morgunmat í rúmið og tottar þig þegar hún er með hausverk.
Þú hefur þennan passa í þrjátíu daga.
Hlátur kærustu minnar er hræðilegur. Hún hlær eins og asni, hvernig get
ég látið hana hætta?
Jenna: Mér þykir leitt að segja þér það en það er ekkert sem þú getur gert. Venstu
því eða aldrei láta hana hlæja aftur. Ekki vera vondur við hana út af þessu, ef þú
gerir það þá á hún eftir að fá fóbíu gagnvart honum. Hlátur manneskjunnar er
hæsta spilið og það lýtur út fyrir að þú hafir dregið tvistinn.
Isaac: Ef hún hrínir eins og svín er hún með ofvaxna nefkirtla. Þeir valda líka
hrotum þannig að láttu fjarlægja þá. Ef það er öðruvísi hlátur dömpaðu henni þá.
Hún étur örugglega líka mikið og þannig stelpur eru dýrasti rétturinn á matseðlinum.
Þá átt eftir að vera, „elskan þarftu að panta þér rækjur og humar?" og hún segir
„oh, þú ert svo sætur! Snort. Snort." Losaðu þig útur þessu sambandi á meðan þú
getur.
KANNT ÞÉ AO HITAMTN?