Orðlaus - 01.03.2004, Blaðsíða 34

Orðlaus - 01.03.2004, Blaðsíða 34
Ef Woodstock var síðasta orgía híppatímans þá var Altamont klamidían sem fylgdi í kjölfarið. Ókeypis tónleikar Rolling Stones á Altamont- kappaksturbrautinni enduðu með barsmíðum, morði og þeirri staðreynd að hippatíminn væri liðinn undir lok. Útópian hafði gufað upp, "The dream is over" söng John Lennon stuttu eftir að Bítlarnir hættu að starfa saman. Við þreyttum og útjöskuðum blómabörnum blasti nýr áratugur og hann leit ekki vel út. Víetnam var enn í gangi og aldrei hafði sprengjuregnið verið þéttara. Nokkrum árum áður hafði ungt fólk stormað út á göturnar, öskrað og slegist við löggurnar. Fólk hafði fengið nóg af þessu rugli og fór að leita aftur til friðsælli tíma. Eftir endurreisn blússins nokrum árum áður voru hlustendur mjög opnir fyrir allri nostalgíu og tilfinningasemi í tónlist. Árið 1969 hófu Crosby, Stills & Nash að heila sárin. Sveit þessi var saman sett af miklum hæfileikamönnun úr nokkrum vinsælustu hljómsveitum þessa tíma: David Crosby úr Byrds, Stephen Stills úr Buffalo Springfield , Graham Nash úr Hollies og seinnameir annar meðlimur Buffalo Springfield, Neil Young. Blanda þeirra af angurværum kassagítarballöðum og sveimandi radd- harmóníum hafði strax gríðarleg áhrif á tónlistarheiminn og sló umsvifalaust í gegn. Fólk var agndofa yfir fegurð þessarar tónlistar. Aðrir fylgdu í kjölfarið. America, Cat stevens, Ja mes Taylor, fólk vildi bara róa sig niður og njóta einhverrar fegurðar í lífinu á meðan Nixon stjórnaði stríðinu. Önnur plata CSNY, "Déjá Vu" frá 1970 fangaði tíðarandann fullkomlega. Fagrar harmóníur og hugljúfar ballöður innan um rífandi rafmagnsgítarkafla, element sem Neil Young bætti við formúluna, einkenna plötuna sem er tvímælalaust eitt merkasta verk tímabilsins. Fortíðarþráin hélt áfram. Skyndilega voru allir kúrekar. Fyrrnefndir CSNY birtust iðulega sem riddarar gresjunnar á plötukápum sínum. Poco, AztecTwo-step, The Band voru allir undir áhrifum sveitarínnar. Meira að segja Grateful Dead gerðust gallhart bluegrass- band um tíma. Upphaf þeirrar tónlistarstefnu sem kölluð hefur verið alternative country (eða alt.country) á rætur sínar að rekja til tveggja manna. Árið 1967 gaf Bob Dylan út plötuna "John Wesley Harding". Með henni hófst þróun hans í áttina að country-þemaðri tónlist, sem náði hámarki með hans allra bestu plötum, "Blood on the Tracks"('75) og "Desire"('76). Á "John Wesley Harding" var að finna lagið "All along the Watchtower", eitt fyrsta lagið sem bindur saman nútíma rokk og gamaldags country. Hinn maðurinn, og sá sem eflaust á mestan þátt i að þróa hljóm alt.country, var Gram Parsons. Parsons, sem var fyrrum meðlimur í The Byrds, er kanski lítt þekktur meðal hlustenda í dag, en á þessum árum var hann algert yfirvald í alt.country/rokk heiminum. Parsons, ásamt hljómsveit sinni The Flying Burrito Brothers, gerðu stálgítara og banjó að jafn mikilvægum hljóðfærum og rafmagnsgítarar í rokki. Kókaínkúrekarnir frá Los Angeles, The Eagles, voru lærisveinar Parsons. Þeir tóku þennan country hljóm frá knæpum í Californiu til íþróttaleikvanga um allan heim. Greatest hits platan þeirra frá 1976 hefur selst í meira en 28 milljón eintökum, sem gerirThe Eagles að söluhæstu hljómsveit allra tíma. Velgengni þeirra opnaði dyrnar fyrir sveitaiubbarokkurum eins og The Allman Brothers Band og Lynyrd Skynyrd. Eftir að Bitlarnir lögðu upp laupana var leiðin greið fyrir The Rolling Stones að taka yfir sem stærsta rokksveit heimsins. Á tónleikum voru þeir ávallt kynntir sem "The greatest rock and roll band in the world". Á þessum árum sköpuðu þeir sér þann orðstír og þá ímynd sem gerir þá að þeim goðsögnum sem þeir eru í dag: óumdeildir konungar saurugs stjörnu- og sukklífernis, alfa og ómega kynlffs, eiturlyfja og rokk og ról tónlistar. Þeir voru alltaf illir, á bandi satans þegar aðrir sungu um blóm og frið á hippaárunum. "Sympathy for the devil", "Their satanic majesties request", "Paint it, black". Efnistök þeirra voru myrk og hættuleg. Undir lok 60's voru sífelld hneykslismál að koma upp. Eiturlyfjaböst, grunsamlegur dauðdagi stofnanda sveitarinnar, Brian Jones, og síðast en ekki síst þegar fíkniefnalögreglan réðst til atlögu á heimili Keith Richards. Löggan stormaði inn í miðja orgíu, fólk var nakið, I vímu, og Marianne Faithful, kærasta Mick Jagger, átti að hafa verið með Mars-súkkulaðistöng á kafi í klofinu ó sér. Pegar skattayfirvöld í Englandi fóru að þjarma full mikið að The Stones, fóru þeir í sjálfskipaða skatta-útlegð til S-Frakklands. Það var svo ( dimmum, rökum kjallara í glæsivillu sem áður hýsti höfuðstöðvar Gestapó í Frakklandi að þeirra besta plata var tekin upp. "Exlle on Main St." (’72) er fullkomin samsuða af frumstæðu rokki, blús og, já, country. Kjallarinn hriplak, og allar snúrur lágu um drullupolla út í garð inn í hljóðupptökutrukk. Meðan á upptökum stóð var sífelldur gestagangur og sukkið var rosalegt. Á einhvern óútskýranlegan hátt varð úr þessu frábær plata. Kolmyrkt meistaraverk. Þeir sem vilja kynnast hvernig þeir hljómuðu lifandi á þessum árum, ættu að skoða "Get Yer Ya Ya's Out!"('70), þar sem þeir eru upp á sitt allra besta. Sannarlega ein af bestu live plötum allra tíma. Þótt Keith Richards verði alltaf númer eitt, mesti töffarinn, fyrirmynd allra saurlífernisrokkara voru aðrir að taka djammið enn alvarlegar á þessum árum. Rokktónlistin var varla 15 ára gamalt tónlistarform, fyrirbæri eins og grúppíur, ókeypis dóp og villt partý í einkaflugvélum voru alveg ný af nálinni. Vinsælasta og jafnframt umtalaðasta hljómsveit þessara ára, Led Zeppelin, gerði hugtakið að ganga of langt að listformi. Árið 1971 var Led Zeppelin orðin ein stærsta sveit heimsins. Sú staðreynd að þeir gáfu örsjaldan viðtöl og komu lítið fram opinberlega utan sviðsins gaf ótrúiegustu sögum byr undir báða vængi. Jimmy Page, Þáð slm MQ vissir erkki um Roclt i'i roli list Lars Ulrich trommuleikari Metallica er ákafur safnari núttmalistar. Hann hefur sérstaklega safnað verkum eftir Jean-Michel Basquiat, Jean Dubuffet og The CoBrA group. Nýlega seldi hann safnið sitt því að verkin pössuðu ekki inn í jnnréttingarnar á nýja húsinu hans, sem hann hannaði sjálfur. Verkin seldust á 13 milljónir dollara og þar á meðal fór ein mynd eftir Basquiat á litlar 5,5 milljónir dollara eða 385 milljónir króna. Ef hljómsveitir vill að sýna hversu menningarsinnuð hun er þá er ekki til betri leið fyrir hana en að láta frægan listaméínn hanna plötúúmslögin sín. Þáð var einmítt það Sem Bítlarnir gerðu með plöturnar „Sgt & «3 * & Peppers Lonely Hearts Club" (Peter Blake) og „The White Album" (Richard Hammelton), Rolling Stones með „Sticky Fingers" (Andy Warhol) og Elton John með „Elton John's Songs Form The West Coast" (Sam Taylor Wood). Þann 24. febrúar 2001 söng Bono í jarðarför hjá hinum umdeilda lístamanni Balthus (Balthasar Agosthino Rodriguez de Rola). Hann var alræmdur fyrir kynferðisleg málverk af unglingsstelpúrn. Hann var 92 ára þegar hann lést. Ronnei Wood, gítarleikari Rolling Stones, hefur selt 42 & .& & ■4? & & málverk eftir sig fyrir rúmar 3 milljónir dollara. Aðallega eru þetta andlitsmyndir af vinum hans úr skemmtanabransanum og myndir af afrísku dýralífi, sérstaklega nashyrningum. „Þeir eru æðislegir'' segir Wood þegar hann er spurður, risaeðlur". þeir minna mig á r ■ A? . vö' Árið 2002 hélt Marilyn Manson sýningu á verkum sínum I Los Angeles, Meðal yerkanna var portrett mynd af hausunum af Columbine morðingjunum þeim Eric Harris og Dylan Klebold ofanfá!friðarmerki. „ l'm probably a better painter than a singer, in some people's opinion" & sagði Manson við opnun sýningarinnar. Jj^ ."ð- & & & & & ^ * & &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.