Orðlaus - 01.03.2004, Blaðsíða 32

Orðlaus - 01.03.2004, Blaðsíða 32
4- Á síðustu öld voru njósnarar gífurlega mikilvægir, sérstaklega fyrir Sovétríkin og Bandaríkin á meðan á seinni heimsstyrjöld og kalda stríðinu stóð. KGB vann gegn SIS og CIA og öfugt og njósnarar unnu á báðum vígstöðum við að stela upplýsingum og komast að leyndarmálum hjá óvininum. Enginn getur vitað hversu margir njósnarar unnu á þessum tíma og hversu miklar skemmdir þeir unnu fyrr en leyniþjónusturnar leysa frá skjóðunni, sem verður líklega aldrei, en gaman er að skoða nokkra af afkastamestu njósnurum tuttugustu aldarinnar sem upp komst um. Aldrich Ames Ames er einn af kaldrifjuðustu svikurum í sögu Bandaríkjanna og einn hæstlaunaðasti njósnari heimsins. Hann vann sem njósnari fyrir KGB í mörg ár, á sama tíma og hann starfaði hjá CIA. Árið 1983 fékk hann stöðuhækkun og var gerður yfirmaður gagnnjósnaradeildarinnar í málum Sovétríkjanna en þá gat hann komist í nær alla pappíra um Sovétríkin og nöfn allra bandarískra njósnara sem störfuðu þar á vegum CIA. Hann gaf Rússunum öll nöfnin og uppljóstraði öðrum mikilvægum aðgerðum. Bandarísku njósnararnir voru handteknir tafarlaust og sumir drepnir. Það sem ýtti honum út í þessa svikastarfsemi var að hann kynntist konu frá Mexíkó, Rosario, sem var með dýran lífsstíl og þurfti hann því að auka árstekjurnar sínar til þess að halda henni ánægðri. Með því að selja KGB nöfn rússneskra CIA njósnara græddi hann heilmikið, eða um tvær og hálfa milljón dollara. Ames var handtekinn árið 1994 og hlaut lífstíðarfangelsi án reynslulausnar. Cambridge njósnararnir Philby, Guy Burgess, Donald Maclean og Anthony Blunt voru einir af afkastamestu njósnurum sem sögur fara af. Þeir kynntust í skóla í Cambridge á fjórða áratugnum og unnu sem nýliðar fyrir KGB á þeim tíma. Næstu 30 árin unnu þeir fyrir Sovétríkin á ýmsan hátt en á sama tíma gengdu þeir virðulegum stöðum innan bresku ríkisstjórnarinnar, meðal annars sem njósnarar. ( seinni heimsstyrjöldinni vann Madean hjá breska utanríkisráðuneytinu, Burgess starfaði sem persónulegur ráðgjafi áberandi stjórnmálamanna, Blunt var embættismaður í leyniþjónustunni MI5 og Philby starfaði hjá SIS og rétt áður en seinni heimsstyrjöldinni lauk var hann skipaður yfirmaður deildarinnar sem sá um mál Sovétríkjanna hjá SIS. Philby var þá bæði maðurinn sem stjórnaði aðgerðum gegn Sovétmönnum og var njósnari fyrir þá. Cambridge njósnararnir sviku samstarfsmenn sína, fjölskyldur sínar og landið en þeir gerðu það í þeirri trú að Sovétríkin, á þeim tíma, væru eina rikið nógu sterkt til að standa á móti útbreiðslu fasismans með tilkomu Hitlers og Mussolinis og samþykktu því að starfa fyrir KGB. Yfirmenn KGB sáu strax að hægt væri að græða á vel menntuðum ungum mönnum frá virtum háskóla eins og Cambridge, þar sem miklar líkur væru á því að þeir myndu starfa í háttsettum stöðum í Bretlandi í framtíðinni þar sem auðvelt væri fyrir þá að komast að ýmsum leyndarmálum, sem síðar varð einmitt raunin. Það komst að lokum upp um þá alla, en enginn þeirra náðist. Klaus Fuchs Fuchs var þýskur eðlisfræðingur sem flúði til Bretlands á nasistatímanum. Hann var gerður meðlimur í Manhattan-verkefninu milli Breta og Bandaríkjamanna sem þróaði atómsprengjuna, en hann sveik þá og lak öllum upplýsingunum í Rússana árið 1945. Af samstarfsmönnum sínum var Fuchs álitinn fyrirtaks vísindamaður og mjög metnaðarfullur og grunaði engan að hann væri að uppljóstra leynilegum upplýsingum fyrr en löngu seinna, eða árið 1949. FBI komst í málið og sakaði Fuchs um að starfa sem njósnari og játaði hann fljótlega. Hann var fundinn sekur um að miðla leynilegum upplýsingum til Sovétríkjanna og var dæmdur í fjórtán ára fangelsi árið 1950. Mata Hari Mata Hari var holienskur nektardansari sem ferðaðist sem dansari um Evrópu á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hún var ráðin af frönsku leyniþjónustunni til þess að ná upplýsingum frá Þjóðverjunum á ferðalögum sínum en var síðan sökuð um að lifa tvöföldu lífi, það er að vinna sem njósnari fyrir Frakka annars vegar og Þjóðverja hins vegar, á sama tíma. Árið 1917 handtóku Frakkar hana og sökuðu hana um að hafa verið njósnari fyrir Þjóðverja og vera þar af leiðandi valdur að dauða þúsunda hermanna og var hún tekin af lífi árið 1917. Sögusagnir ganga um það að meðan á aftökunni stóð hafi þurft að binda fyrir augun á aftökusveitinni svo að þeir myndu ekki láta undan þokka hennar. Alger Hiss Hiss starfaði sem embættismaður í ríkisstjórn Roosevelt. Á sama tíma var hann sakaður um að vera aktífur kommúnisti. Áður en hann náði að svara fyrir sig voru ásakanirnar búnar að birtast í öllum stærstu dagblöðum landsins, til dæmis í The New York Times, The Chicago Tribune og Los Angeles Times. „Hiss málið" varð gífurlegt fjölmiðlafár og náði oft á forsíður biaðanna. Því var haldið fram að Hiss hefði um skeið gefið Sovétríkjunum leynileg skjöl úr ríkisstjórninni á meðan hann vann þar á fjórða áratugnum og gefið kommúnistunum upplýsingar um New Deal áælun Roosevelt forseta. Richard Nixon, sem þá var þingmaður, barðist hvað sterkast fyrir því að Hiss myndi gjalda fyrir þetta og varð fyrir vikið þjóðþekktur í Bandaríkjunum og tuttugu árum seinna, forseti landsins. Hiss hélt stöðugt fram sakleysi sínu en var fundinn sekur og sat í fangelsi í 44 mánuði. Jonathan Pollard Pollard er bandarískur gyðingur sem starfaði í leyniþjónustu sjóhersins í Bandaríkunum. Á meðan lak hann þúsundum leynilegra skjala í ísraelsmenn. Árið 1985 fór yfirmönnum í Washington að gruna að ekki væri allt með felldu þegar þeir fundu leynileg skjöl sem tengdust vinnu Pollard á engan hátt inni á skrifstofunni hans. Yfirmennirnir fengu FBI til að rannsaka málið og Pollard var síðar handtekinn fyrir að selja Israelsmönnum upplýsingar um Bandaríkjastjórn. Pollard neitaði fyrir að njósna um Bandaríkin en sagðist einungis hafa veitt (sraelsmönnum upplýsingar sem hann trúði að væru nauðsynlegar til að tryggja öryggi (sraels, meðal annars upplýsingar um sovéska hermenn í Sýrlandi og Irak, efnavopn og kjarnorkuvopnaáætlun Pakistana. Þrátt fyrir afsakanirnar var Pollard dæmdur f lífstíðarfangelsi, en barátta fyrir lausn hans hefur staðið WmSk : . -f _ ■ ■ sBnv'j-.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.