Orðlaus - 01.03.2004, Blaðsíða 44

Orðlaus - 01.03.2004, Blaðsíða 44
Mér finnst Þær skoðanir sem að birtast hér eru ekki á ábyrgð Orðiaus. Mér finnst óréttlátt að í öðru knattspyrnuliði á velli séu aðeins níu útileikmenn á meðan það eru 10 í hinu. Mér finnst óréttlátt að laun annars hvers manns séu 10% lægri en hinna. Woman is the Nigger of the World söng John heitinn Lennon og hefur því miður ennþá rétt fyrir sér þó löngu látinn sé. Meðallaun í landinu eru 210.000 kr. Ef launamunur er 10%* fá konur að meðaltali 21.000 kr. minna á mánuði en karlar. Það gera 252.000 krónum sem konan fær ekki á ári. Það er gömul klisja en sönn að peningum fylgi völd. Þeim fylgja ekki bara völd til að hafa áhrif í pólitík og viðskiptum. Þeim fylgja völd til að stjórna lífi sínu. 252.000 kr. fylgir til dæmis vald til að fara tvisvar, þrisvar til útlanda, kaupa sér föt, aðgang að fjölmiðli, tölvuleik, tónlist eða hvað annað sem maður telur að bæti líf manns. En fyrir margar ungar konur færu þessar krónur reyndar i það sama og höfundur Harry Potter, J.K. Rawlings, var glöðust yfir að nota sína aura í. „Það besta við að verða milljarðamæringur var að losna undan fjárhagsáhyggjunum" sagði hún í viðtali. Það er staðreynd að stöðugar fjárhagsáhyggjur eru slítandi og geta leitt til vanlíðunar og jafnvel þunglyndis og annarra sjúkdóma. Það er líka staðreynd að fátækt er oftar hlutskipti kvenna en karla. Lífsbarátta fólks á mörkum þess mögulega er upp á llf og dauða og veitir konum sem þar eru ekki af hverri krónu. Einhvern tíma í framtíðinni verður launamunur kynjanna talinn jafngildi þrælahalds. En nú er eins og fólki sé slétt sama. Látum vera þó þetta mál brenni ekki á hreðjungum, þeir njóta jú forskotsins sem þeir hafa í meiri völdum. Það hlýtur að vera dapurlegt fyrir sjálfsmynd ungra kvenna að vera álitnar 10% minni menn en karlmenn. En hvar eru brjáluðu konurnar? Kröfugöngurnar? Undirskriftalistarnir? Kærurnar? Allsherjarverkföllin? Molotov-kokteilarnir? Hryðjuverkasamtök kvenna? Einu sinni var einn dagur tekinn í kvennaverkfall, en það er svo langt síðan að elstu kerlingar rétt rámar í hann. Og fjölmiðlar hlusta ekki á nýfemínista nema þær séu að fjalla um klám og önnur kynferðistengd efni. Hvernig stendur á því að það gengur svona hægt að laga ástandið? Er leiðin til jafnréttis bara svona löng? Eru konur svona Ijúfar, bljúgar, nægjusamar og umburðalyndar að eðlisfari? Er hinn frjálsi markaður búinn að finna út í eitt skipti fyrir öll að konur séu 10% lakari vinnukraftur en karlar? Hvað er til ráða? Kynlifsbann í anda Lýsiströtu, Darby sjálfsmorðsárás í anda Súffragettanna; (einhver fórnfús kona gæti hent sér inn á brautina á kappreiðum Fáks í vor). Hvað með nýjar aðferðir? Tölvupósthringur. Konur hætti að mála sig, hætti að versla, msn-spjallherferð, kaupa Helga Hós til að mótmæla fyrir sig. Eða hvað????? Kannski tekur því ekki að gera neitt í þessu, þetta eru nú ekki nema 19 milljarðar á ári sem íslenskar konur eru snuðaðar um. - hvað er það milli vina? Sverrir Björnsson *Samkvæmt skýrslu nefndar um efnahagsleg völd kvenna frá febrúar 2004 fá konur að meðaltali 11% lægri laun en karlar fyrir sömu vinnu. En munurinn á heildartekjum karla og kvenna er 31.6%. • • • • • I just ca!l to say i iove you Karlmenn beita misjöfnum aðferðum við að nálgast konur. Margir hverjir reyna að heilla þær upp úr skónum eftir nokkra drykki með misjðfnum árangri. Þeim sem verður hvað helst ágengt hitta á jafnoka sinn I drykkju og hvorugt muna nokkurn skapaðan hlut þegar þau vakna í faðmlögum daginn eftir. Þegar ég var yngri og sjálfsmyndin kannski ekki upp á sitt besta reyndi ég ýmsar aðferðir við að nálgast stelpur. Oft stríddi ég þeim, girti niður um þær eða togaði jafnvel í hárið. Slfkar aðferðir dugðu ágætlega hjá mér eins og hellisbúum fyrir nokkur þúsund árum en vart í dag. Ég man lítið eftir öðrum aðferðum nema ef undan er skilin aðferð sem ég held ég hafi bara reynt einu sinni. Það var líka alveg nóg. Þá var óöryggið slíkt að ég skrifaði gjarnan niður á blað það sem ég ætlaði að segja við fótk í síma. Þetta átti ekki bara við um stelpur heldur jafnvel ef ég ætlaði að hringja í föður minn sem ég heyrði I með nokkurra mánaða fresti. Hvað um það. I þetta eina skipti sem ég beitti þessari aðferð á stelpu var ég í tíunda bekk. Stelpan, sem var ári yngri en ég og I öðrum skóla, haföi gefið mér undir fótinn kvöldið áður pg Ifkaði mér vel. Eftir miklar vangaveltur í skólanum ákváð ég ásamt vini mínum að fara heim og leggja á ráðin um hvaða leið gæti reynst áhrifaríkust fyrir ungling með brenglaða sjálfsmýnd. Niðurstaðan var ekki óvitlaus að okkur fannst í fyrstu. Við skrifuðum niður á blað allt sem ég ætlaði segja og spyrja hana að og við gáfum okkur svörin hennar Ifka. Blaðið leit einhvern veginn svona út: Ég: Jú það væri frábært. Segjum það bæ. Stelpa: Ok, bæbæ. Eins og gefur að skilja tók það okkur alllangan tfma að semja spurningar og svör - enda erfitt að reyna gefa sér það sem stúlkur á þessum aldri hugsa. Þótt sjálfsmyndin væri ekki góð á þessum árum vorum við samt ekki í vafa um að stúlkan myndi vilja hitta mig aftur. Þegar við þóttumst vissir um að ég myndi ekki klikka, enda með spurningar og svör fyrir framan mig, létum við slag standa. Ég tók upp símann, valdi númerið - sem í þá daga var fimm stafa en ekki sjö - og beið. Síminn hringdi og loks var svarað. Spennan var orðinn óbærileg og ég var farinn að svitna af stressi. Halló, svaraði kvenmannsrödd. Líklega mamma stúlkunnar. Ég herti upp hugann og spurði: Er Gunnur heima? Maginn var kominn í hnút og ég vissi ekki hvert ég ætlaði. Bráðum myndi reyna á mig fyrir alvöru þegar stelpan tæki við tólinu. Nei, því miður, sagði mamman. Hún er í skólanum. Á ég að taka skilaboð? Nei, nei, sagði ég aumingjalega. Ég hringi bara aftur seinna. Önnur eins vonbrigði hafði ég ekki upplifað. Allt planið var fyrir bí. Allar spurningarnar og svörin. Öll sú vinna sem við höfðum lagt á okkur var til einskis. Vinur minn benti mér að vísu á að ég gæti notað blaðið aftur seinna um kvöldið. Ég fhugaði það vel og lengi en ákvað síðan að sleppa því þar sem mamma gæti séð það. Henti því frekar f ruslið. Seinna frétti ég líka að stelpan vildi ekkert með mig hafa og þá varð ég líka guðslifandi feginn að hún var ekki heima. Eftir þetta ákvað ég frekar að hringja og mæta örlögunum í stað þess að ákveða þau fyrirfram. Vinur minn reyndi annarskonar tækni. Sú tækni virkaði ekki eins vel þótt hugmyndin væri miklu betri en mln. Hann hringdi í stúlkuna sem hann heillaöist af og þegar hún kom í slmann, kynnti hann sig og hóf söng: I just cali to say I love you, I just call to say how much I care... • • • • •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.