Orðlaus - 01.12.2004, Blaðsíða 18

Orðlaus - 01.12.2004, Blaðsíða 18
# Uta Lipprandt frá Þýskalandi kaþólikki Við byrjum á því að skreyta | jólatréð 22. eða 23. desember. Þegar við erum búin að því þá förum við út úr herberginu og pabbi kveikir á því. Svo göngum við inn í herbergið og dönsum í kringum það og syngjum jólalög. Á aðfangadagskvöld förum við i kirkju og svo förum við heim og borðum núðlusalat. Þar á eftir opnum við pakkana og drekkum kampavín. Marie Kristine Lokke frá Danmörku mótmælandi Ég veitekki alveg hvaðfjölskyldan mín gerir24.desember, þ.e.a.s. umdaginn, ég er alltaf að syngja í kórum og svona. En um kvöldið borðum við og sá sem fær möndluna í hrísgrjónagrautnum fær möndlugjöfina. Þá dönsum við og syngjum í kringum jólatréð og svo opnum við bara gjafirnar. Somjai Sirimekna frá Thailandi búddhisti Við skreytum trén aðeins með Ijósum anda jólanna en þetta er mest fyrir gamlárskvöld og fyrir þá útlendinga sem eru í landinu á þessum tíma til búa til smá jólastemmingu fyrir þá. Við höldum ekki jól eins og á íslandi -með hangikjöti og svoleiðis. Um áramótin taka allir sér frí til að fara heim og færa foreldrum sínum gjafir og borða eitthvað gott saman. Svo sprengjum við flugelda og skemmtum okkur saman. En ég er búddhisti og þess vegna höldum við ekki jól. Laura Guerra frá Texas USA kaþólikki Ég kem frá Texas og þar er oft mjög heitt á jólunum, en við reynum að komast í jólaskap með því að keyra um og skoða jólaljósin á aðfangadagskvöld. Við opnum pakkana 25. desember og við höldum upp á jólin með allri fjölskyldunni. Stundum er hitinn svo mikill að við höldum jólin úti á verönd í stuttermabol. En við förum líka stundum í kirkju og það er þá þriggja tíma messa á jóladag. Hazzan Harazi frá London engin sérstök trú Ég borða jólasteikina og svo leggst ég í sófann og sofna, þannig eru öll jólin hjá mér. Renuka Perera íslenskur ríkisborgari en er frá Sri Lanka mótmælandi Við fórum alltaf öll fjölskyldan í kirkju á miðnætti og öll fjölskyldan borðar saman 25. desember. Við opnum pakkana saman og höfum það notalegt, ekki ósvipað og gert er á íslandi. Vinico Corrias frá Sardínu á ftalíu kaþólikki Ég var hérna síðustu jól og mér var boðið að vera heima hjá vini mínumsemá íslenska konu. Hann sagði mér að mæta klukkan sex á aðfangadag. Ég var mjög hissa og spurði hann hvort ég ætti örugglega að mæta klukkan sex! Heima hjá mér byrjar maður að elda svona um níu og við erum að borða til svona hálf tólf en hjá okkur byrja jólin á miðnætti. Þá opnum við pakkana og svo fara sumir í kirkju. Kemali Cingóz frá Tyrklandi múslimi ( Tyrklandi eru auðvitað flestir islamstrúar en sumir ákveða að halda upp á jólin og fara á næturklúbba. Aðrir setja upp Ijós en ég sjálfur hef ekki tekið þátt í að halda upp á jólin í Tyrklandi, en ég tek mér frí í fjóra daga í kringum þennan tíma og slaka á. Við múslimar höldum upp á Ramadan, það er okkar trúarlega hátíð. Ramadan er níundi mánuðurinn í dagatali múslima en dagatal okkar fylgir gangi tunglsins þannig að Ramadan kemur upp á mismunandi árstíma ár hvert. Til hamingju með afmælið Jesú” ...hvíslaði litli frændi minn þegar við gengum framhjá líkneski af Jesús negldum á krossinn í jólamessu á aðfangadagskvöld. Svo fórum við heim, opnuðum pakka og héldum afmælisveislu Jesús til heiðurs og að honum fjarstöddum. Frændinn mjög hress með að fá pakka þó hann ætti ekki sjálfur afmæli. Á páskunum fyrr á árinu hafði sami frændi spurt mig hvort hann skildi þetta rétt "Jesús dó útaf því að fólkið var ekki nógu gott og svo hætti hann við, lifnaði við og þess vegna á hann afmæli um jólin". Sjálfum fannst honum Jesús frekar óheppinn með að þurfa að deila afmælinu sínu með jólunum en þegar útskýrt var að jólin væru afmælið hans leist honum betur á blikuna. Loksins sagðist hann skilja af hverju Jesús væri besti vinur barnanna, í stað þess að Jesús sjálfur fengi pakka ákvað hann að halda afmæli (jól) fyrir öll börnin og þá fengju allir pakka nema hann, þannig fórnaði hann sér fyrir allt fólkið. Ég ákvað að reyna ekki að útskýra jólin neitt nánar fyrir frænda enda virtist hans útgáfa betri en hin raunverulega. Jólahátíðin er hátíð kristinna manna, en eins og litli frændi benti réttilega á eru fæðing Krists eða Jesús tilefni hátíðarinnar. Að vísu er hvergi minnst á jólin í Biblíunni og þess vegna eru nokkrir strangtrúaðir kristnir söfnuðir sem ekki halda jólin. Þar sem þau eiga uppruna sinna að hluta til hjá heiðingjum, telja þeir það vera synd að halda þau. Jólin eru hins vegar ekki eingöngu haldin hátíðleg af kristnum, gyðingar halda Hanukkah-hátíð Ijóssins. Hanukkah er átta daga hátíð þar sem kveikt er á einu kerti á dag. Hátíðin er hátíð minninga, gleði Ijóssins og tími til að gefa gjafir og skemmta sér. Jólasiðir eins og við þekkjum þá í dag eru upprunnir að hluta frá þessari hátíð gyðinga. Aðventuljósin sem annað hvert heimili á íslandi er með útí glugga eru einmitt fengin að láni frá þessari hátíð. Hins vegar er Hanukkah hátíðin líklega fengin að láni frá Forn-Grikkjum og norrænni goðatrú. Þar voru jólin haldin á miðjum vetri þegar sólin fer að hækka á himni; sem hefur í gegnum aldirnar verið tími hátíða og fögnuðar. Þegar menn voru enn hellisbúar og veiðimenn eyddu þeir auðvitað mestöllum tíma sínum utandyra og því skipti það engu smá máli þegar sólin hækkaði á lofti á miðjum vetri. í Norður- Evrópu leit fólk á sólina sem "hjólið" sem breytti árstíðunum og orðið "hjól" (houl) er forveri orðsins "jol" (yule). Þegar vetrarsólstöður voru, löngu áður en jólin komu til sögunnar, var setið í kringum eld og sagðar sögur og drukkið. Marga hluti sem tengjast jólahaldi í dag má rekja til norrænna ásatrúarmanna og vetrasólstöðuhátíða þeirra eins og til dæmis jólatréð og jólaskinkuna. í stað þess að reyna að breyta þeim siði fólksins að halda þennan árstíma hátíðlegan ákvað Gregoríus páfi fyrsti að leyfa trúboðum að gefa hátíðinni kristinlegan blæ og tilgang án þess að bæla niður þá siði sem höfðu tengst þessum fornu hátíðum. Þannig hafa siðir forfeðra okkar haldist til dagsins í dag þó tilefni til hátíðarinnar kunni að hafa breyst. í mörgum löndum þar sem aðeins örfáir íbúar eru kristnir og halda jól er skreytt í búðum og reynt að gera jólalegt. í Japan þar sem fæstir íbúanna eru kristnir tók einn búðareigandi upp á því í fyrra að stilla upp jólasveini þar sem hann var krossfestur á stóran kross. En jólin eiga sér mismunandi siði eftir löndum og því ekki óskiljanlegt að hinn japanski kaupmaður geti ruglað saman jólasveininum og Jesús. Jólasveinninn-sá sem við þekkjum úr Coca Cola auglýsingunum-er nefnilega fenginn að láni frá kaþólikkum. Sankti Kláus (e. Sainta Claus) eða Heilagur Nikulás er einn margra dýrlinga þeirra kaþólikkanna. Hann er sérstaklega vel þekktur í Þýskalandi og Hollandi þar sem dagurinn hans 6. desember, svonefnd Nikulásarmessa, er haldinn hátíðlegur. Heilagur Nikulás klæðist yfirleitt rauðum og brydduðum jólaveinabúningi sem er eftirlíking af upphaflegum biskupsklæðum. Hans siður er að gefa börnum gjafir, en þann sið má rekja til helgisagna um að heilagur Nikulás hafi einu sinni forðað þrem fátækum meyjum frá vændi. Heilagur Nikulás gaf þeim heimanmund svo þær gætu gifst og varpaði þrem pokum með gulli inn um glugga eða niður um stromp. Þaðan kom sá siður að börn hengdu sokka við arin eða glugga 6. desember og þá dulbjó einhver sig í gervi Nikulásar og útdeildi gjöfum. Auk þess hafði Nikulás sá heilagi unnið það afrek að hafa eitt sinn vakið þrjú börn upp frá dauðum eftir að þau voru myrt í keri með saltvatni. í dag læra hollensk börn að heilagur Nikulás komi í lok nóvember til Hollands frá Spáni þar sem hann smíðar öll leikföngin og að með honum komi á skipi fullt af svörtum Pétrum sem eru hjálparhellurnar hans. Ólíkt ameríska jólasveininum-sem óyggjandi heimildir benda til að búi hérlendis þó ekki sé vitað hvar leikfangaverksmiðjan sé til húsa. Stundum mætti halda að jólasveinar hafi tekið við hlutverki Jesús á jólunum og nú séu þeir boðflennur í afmælinu hans. Samkeppnin um athyglina er enn harðari hér á íslandi með okkar þrettán illa upp alda, óferjandi og óaðlaðandi jólasveina. Þjófóttir og illa reikandi komu þeir til byggða og rændu og rupluðu eins og sögurnar segja til um. Á eftir þeim komu svo Grýla og Leppalúði sem ekki voru skárri húsgestir. En hvernig þeir breyttust svo í ilmandi broskarla í rauðum búningum sem gefa börnum í skóinn þrettán daga fyrir jól hefur sennilega fyrir tilstuðlan góðmennsku heilags Nikulásar sem hefur lánað þeim einhverja af siðunum sínum. Andi og saga jólanna er nefnilega svolítið svona, við fáum allt það besta lánað frá fortíðinni til að gera jólin sem skemmtilegust . Vona að þið skemmtið ykkur vel í afmælinu hans Jesús um jólin. Gleðileg jól, Bryndís ísfold Hlöðversdóttir. www.jól.is Heilagur Nikulás eftir Ólaf H. Torfason www.bbc.co.uk Christianity > Holy days > Christmas www.wikipedia.org Christmas í Japan þar sem fæstir íbúanna eru kristnir tók einn búðareigandi upp á því í fyrra að stilla upp jólasveini þar sem hann var krossfestur á stóran kross
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.