Orðlaus - 01.12.2004, Blaðsíða 50

Orðlaus - 01.12.2004, Blaðsíða 50
4 Allt varð vitlaust þegar skýrsla samkeppnisstofnunar kom út og sagði frá samráði olíufélaganna á olíumarkaði. Að sjálfsögðu varð öll þjóðin brjáluð yfir spillingunni og græðginni en Þórólfur borgarstjóri kom verst út úr öllu saman. Hann var tekinn harkalega fyrir í fjölmiðlum og að lokum sagði hann af sér og við fengum nýjan borgarstjóra, þann þriðja á kjörtímabilinu! Fréttamenn Stöðvar 2 rákust síðan á leynilega bensínútsendara við njósnir fyrir utan Atlantsolíu. Nú er bara að bíða og sjá hvort forstjórarnir fái sanngjarna refsingu ... en á meðan halda landsmenn versluninni áfram, því enginn keyrir langt á tómum tanki. Kennaraverkfallið Ringulreið greip um sig í þjóðfélaginu í haustbyrjun þegar grunnskólakennarar fóru í vekfall. Kennarar þrömmuðu niður Laugaveginn með litrik mótmælaspjöld og krakkana sér við hlið og saman grátbáðu kennarar og nemendur samningamenn um að leysa málin. Ráðamenn fengu skammir frá kennurum og kennarar frá foreldrum og síðan greip ríkisstjórnin inní og samþykkti lagafrumvarp sem gerði allt vitlaust. Verkföll kennara eru því eflaust komin til að vera. Æskulýðsstarfsemin vs. æskulýðsædolin Minus og Samfés lentu i heljarinnar deilum snemma á árinu sem voru vinsælt frétta- og slúðurefni í langan tíma. Samfés neituðu að leyfa Mínus að spila á balli í febrúar vegna sögusagna um eiturlyfjaneyslu Mínusmanna sem urðu að vonum ósáttir við þessa tilkynningu og neituðu að skrifa undir yfirlýsinguna sem samtökin sömdu. Rokkararnir töldust ekki nógu góðar fyrirmyndir fyrir unglingana en þess í stað voru meðal annars Land og synir, írafár, Quarashi og Skítamórall fengnir til að skemmta krökkunum. Hvað ætli Samfés hafi þótt um forsíðumyndina í DV af Einari Ágústi í Skítamóral þar sem hann var handtekinn með eiurlyf? Vinsælasta land i heimi Árið 2004 verður lengi þekkt sem tónleikaárið mikla. Ótrúleg gróska er búin að vera í íslensku tónlistarlífi og voru hljómsveitirnar duglegar við að halda tónleika og menn ekki latir við að mæta á þá. Toppurinn var Airwaves sem var tónleikahöldurum til mikillar fyrirmyndar. Ótrúlegur fjöldi erlendra listamanna lögðu síðan leið sína hingað með sértónleika sem gerði flóruna enn fjölbreyttari og skemmtilegrí. Má þar nefna Lou Reed, Metallica, Pink, 50 Cent, Pixies, Kraftwerk, Van Morrison, James Brown, Peaches, Marianne Faithful, Prodigy, Scooter, Korn, Fantomas, Placebo, Sugarbabes, Damian Rice, Deep Purple, Blonde Readhed, Beach Boys, Converge, Rasmus, Stranglers og The Fall. Vá, vá, vááálll Fleiri heimsþekktir einstaklingar heimsóttu landið á árinu eins og Harrison Ford sem tryllti konurnar á Thorvaldsen, Julia Stiles og Forest Whitaker sem sáust gjarnan á Kaffibarnum hans Balta, George Clooney sem skellti sér í Bláa lónið og síðast en ekki síst Bill Clinton sem fékk sér pylsu á Bæjarins bestu. „En mig langar svo rosalega mikið i þina vinnu!!!“ Ráðherraskipti Davíðs og Halldórs voru einföld og þægileg. Þeir skiptust á lyklum við mikla athöfn, brosandi út að eyrum en fjölmiðlar áttu erfiðara með að ná þessum fregnum. „Davíð Oddson utanríkisráðherra" passar einhvern veginn ekki. Siv lét Sigríði Önnu fá lyklana að Umhverfisráðuneytinu og svo fengum við nýjan borgarstjóra, Steinunni Valdísi. Forsetinn, Ólafur Ragnar, sat þó sem fastast á Bessastöðum með því að gjörsigra kosningarnar, Baldur fór heim en Ástþór heldur áfram að plana næstu baráttu. Árið sem allir fóru i fýlu Árið 2004 getur varla talist gott ár fyrir ráðamennina okkar þegar kemur að áliti almennings á framkvæmdir þeirra. Má þar fyrst nefna 100 ára afmæli heimastjórnarinnar á íslandi 1. febrúar. Þessi merkisdagur var vandræðalegur fyrir bæði ríkisstjórnina, sem boðaði ekki forsetann á ríkisráðsfund og eins fyrir Ólaf sjálfan sem var í fríi í útlöndum og missti af herlegheitunum. Ósættirnar héldu áfram Forsetinn ákvað að sýna stjórninni í tvo heimana og sanna að hann væri ekki einungis kóngaveislukall heldur einnig valdamikill maður og neitaði að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið sem ríkisstjórnin lagði fram á Álþingi. Þjóðin skyldi ráða! I kjölfarið þurftu þingmenn að gæta þess að vera ekki á móti öðrum flokksmönnum því nú yrðu allir að standa saman. Ekki var hægt að líða neina ósamstöðu og fékk aumingja Kristinn að finna fyrir því þegar hann opnaði á sér munninn í algjöru óðagoti og sagði skoðanir sínar. Hættulegur forseti? Blöðin fylltustaf ritdeilum um þessi efni því allir höfðu einhverjarskoðanirá ringulreiðinni íþjóðfélaginu.en almenningurfékkþóaldreiþjóðaratkvæðagreiðsluna sína. Hræðsla um aukin völd forsetans greip um sig í ýmsum hornum en síðan virðist sem allt hafi gleymst því ný mál komu í umræðuna. Má þar nefna útlendingafrumvarp Björns Bjarnasonar, að ógleymdu broti hans á jafnréttislögum. Síðasta útspilið eru skattalækkanirnar. Þó að efning slíkra kosningaloforða veki gleði margra eru aðrir sem horfa áhyggjuaugum á afleiðingarnar sem þeir telja að komi verst út fyrir þá sem minnst græða á þessu öllu saman. „VÁ hvað það er gott veður!" Hitamet féllu á íslandi í ágúst þegar hitabylgjan mikla helltist yfir landið. Enginn talaði um neitt annað en veðrið í marga daga, stelpurnar skoppuðu um á mínípilsum og strákarnir lágu berir að ofan á Austurvelli. Þar var alltaf mikið um manninn þar sem fjölskyldur, börn, rónar og ungmenni lágu saman í grasinu, nutu góða veðursins og töluðu um hvað það væri yndislegt að búa á íslandi. En metin eru ekki bara slegin á sumrin því veturinn hófst með kuldameti og tilheyrandi bölvi og skammyrðum landans sem var auðvitað löngu búinn að gleyma þessum blessuðu dögum í ágúst. Hvernig ieist þér á árið 2004? Myndirðu segja að það hafi einkennst af kaldhæðni, hneyksii, hræsni, fýiupúkum og frekjuköstum? Eða eru Gullkindin - þeir verstu af þeim verstu Verðlaunahátíðin sem Skonrokk akademían stóðfyrir rétt á undan Eddunni var hressandi og öðruvísi viðbót í menningarlífið. Það versta í tónlist, bókmenntum, sjónvarpi og kvikmyndum var valið við mikla athöfn í Þjóðleikhúskjallaranum þarsem meðal annarsSimmi og Jói, aðstandendur Opinberunar Hannesar og Kalli Bjarni voru heiðruð fyrir afleita frammistöðu á árinu. Fyrir þá vinningshafa sem ekki komust tók Jón Gnarr við verðlaununum og var hann orðinn tíður gestur á sviðinu eftir því sem leið á hátíðina. Nylon ævintýrið Einar Bárða langaði að búa til stelpuband sem myndi slá í gegn. Það eina sem þyrfti væru fjórar sætar stelpur, smá meiköpp, fínt dress, lagasmiður, ágætis söngraddir og nógu andskoti öflug markaðssetning. Það tókst! Nylon ævintýrið byrjaði með látum og stelpurnar fengu að gera geisladisk, sjónvarpsþátt, heimasíðu og bók, allt á einu ári. Ætli dúkkurnar komi á því næsta? Stórmerkilegt markaðsfyrirbæri sem margir elskuðu strax frá fyrsta degi á meðan öðrum þótti þetta það sorglegasta sem hefði getað komið fyrir íslenskt tónlistarlíf. H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.