Orðlaus - 01.12.2004, Blaðsíða 44
Texti: Margrét Hugrún
Mynd: Árni
Að bregðast við með því að fara í netta vörn hljóta að vera eðlileg viðbrögð manneskju sem heyrir í fyrsta sinn minnst á ástar- og
kynlífsfíkn, enda virðist þessi áratugur sem við lifum núna með endemum litaður af allskonar vandamálaskilgreiningum sem enginn
hefur áður heyrt um. Halldór Laxness blessaður sagði í einhverri bókinni að mannkynið ætti eftir að farast úr sálgreiningum og
sýfilis og það er kannski ekki svo langt frá sannleikanum nú á gullöld geðlyfja og lauslætis.
Þrátt fyrir það má alveg skoða ástar- og kynlífsfíknar fyrirbærið betur, því að á sama tíma og ótrúlegustu sálarástönd eru orðin
vandamál verður ekki undan því litið að daginn út og daginn inn er haldið að okkur margskonar ástar og kynlífsáróðri sem erfitt
er að loka augunum fyrir. Bíómyndir, sjónvarpsþættir og dægurlagatextar hamra á því að ástin sé málið og að það sé ekki hægt
að lifa hamingjusamur án þess að finna sér maka og stunda kynlíf eins og kynbótanaut. Þá sé maður hálfur kálfur og allt í klessu.
Kynlífsaldan í fjölmiðlum hefur einnig orðið til þess að menn eru farnir að fletta klámi á netinu meðan þeir borða rúnstykkið og
einkaritararnir lesa um snípsáburði á femin.is. Eðliiega hljóta að verða margskonar afleiðingar af þessu, bæði góðar og slæmar
og maður væri bara vitlaus að reyna að horfa framhjá því. Þessvegna ákvað ég að slaka aðeins á vörninni og kanna þessar fíknir
aðeins.
Hvað er fíkn?
Byrjum á því að pæla aðeins í fyrirbærinu fíkn. Fíkn er
stundum líkamlegt og undantekningarlaust andlegt
ástand sem þróast í lífi einstaklinga á míslöngum
tíma. Fíkninni tengist endurtekin hegðun og
þráhyggjukennd hugsun sem
snýst umákveðna manneskju,
eða, í tilfelli áfengis-eða
eiturlyfjafíknar, um það efni
sem einstaklingurinn notar.
í byrjun veldur hegðunin
og hugsunin vellíðan og
"vímu" sem verður til þess
að einstaklingurinn sækir í
að komast aftur í ástandið.
Lykillinn að þvi að eitthvað
geti orðið að fíkn er að þetta
svokallaða "vímu" ástand
myndist, og hver hefur ekki
heyrt talað um að vera í
"ástarvímu"? Að komast í
vellíðunar ástand er eitthvað
sem gefur okkur aukinn
kraft og mannskepnan
sækir í þetta ástand aftur,
þó að það sé oft skammvinn
sæla sem varir ekki lengi.
( kjölfar fíknarinnar
myndast þráhyggjuhugsun,
þráhyggjuhegðun,
tímaskortur, dagleg verk
falla fólki úr hendi, sambönd
glatast, fólk skilur hvert
við annað og likamlegri og
andlegri heilsu fer hrakandi.
Stigvaxandi fíknin verður
undirliggjandi drifkraftur
manneskjunnar og nánast ekkert annað kemst að í
lífinu.
Kynlífsfíkn
Kynlífsfíkn ertil á mörgum stigum og birtingarmyndir
hennar eru allt frá þráhyggjukenndri sjálfsfróun til
kynferðisglæpa, en núna ætlum við bara að skoða
það sem er kallað fyrsta stigs kynlífsfíkn, en með
því er átt við kynferðishegðun þar sem enginn er
fórnarlamb í lagalegum skilningi þess orðs.
Kynlífsfíkill sem ekki er orðinn svo langt leiddur
að hann sé farinn að stunda beina kynferðisglæpi
getur stundað strippklúbba, skoðað klámblöð og
klámmyndir. Hann getur fróað sér fram úr hófi,
keypt sér vændi, stundað margendurtekið "einnar
nætur gaman" eða átt mjög marga bólfélaga. Einnig
getur hann dvalið langtímum saman á spjallrásum
á netinu, stundað símasex og svo mætti lengi telja.
Kynlífsfíkillinn getur fundið sig í einu eða mörgum
þessara atriða en hegðun hans er þráhyggjukennd,
endurtekin og henni er stjórnað af fíkn. Það sem í
upphafi einkenndist af forvitni og smá spennu er nú
orðið að þráhyggju, sektarkennd, sjálfsréttlætingum
og tilfinningalega ruglandi ástandi. Þetta fer að
taka meiri og meiri tíma í lífi fíkilsins, jafnvel þótt
"kikkið" sem hann fær út úr þessu verði minna og
minna.
Oftast leynir hann þessu fyrir þeim sem standa
honum nærri. Hann deilir kannski toppnum af
ísjakanum með vinum sínum en ekki því hversu mikill
timi og orka fer í þetta. Ef fíkillinn er giftur eða í
föstu sambandi verður hann að halda hegðun sinni
leyndri fyrir makanum með lygum og tilheyrandi
blekkingum. Hannþarfað útskýra í hvað peningarnir
og tíminn fara, hvar hann
var, með hverjum og hvað
hann var að gera og á
meðan fíknin kallar á meira
og meira verður ánægjan
innantóm og lýjandi.
Vandamálin og allar
óþægilegu tilfinningarnar
byrja að vega mun þyngra
en "kikkin" og hann er
orðinn vandlega fjötraður
af fíkninni.
Ástarfíkn
( fyrstu virðist það vera
undarleg þversögn að setja
ást og fíkn saman i eitt
orð en ef þú skilur hvernig
fíknir virka í lífi fólks þá
ætti þetta orð ekki að
vera svo torskilið. Fíkn er
ástand sem myndast þegar
manneskja verður háð
tilfinningu sem skapast við
ákveðna hegðun og í þessu
tilfelli er tilfinningin ást.
Eins og áður segir setur
þjóðfélagið sem við lifum
í ástina á milli tveggja
einstaklinga í algjört
öndvegi. Við sjáum ást eða
rómantíska ást sem grundvallar undirstöðu þess að
við höfum áhuga á því að fara í alvarlegt samband við
aðra manneskju. Ef það er engin rómantík í loftinu
og okkur finnst við ekki vera ástfangin þá er ekki
líklegt að við sjáum hjónaband eða sambúð á næsta
leyti. Að vera ástfanginn er ástand sem fær mann
til að ttlíða eins og maður sé hátt uppi, í ástarvímu,
alsælu. Maður fær aukinn kraft og veröldin breytir
um lit. Við þurfum ekki annað en að kveikja á
útvarpinu til að heyra eins og einn popptexta sem
reynir að lýsa þessu ástandi.
f/(af/í/ó/* ffáiænC'S'rS' /j /e<s\s'acfu/€
'S ac/cfc í ei/ifuje/€/€í /jó/cc/aic cccf
/rc cc/i/if cy/t ccf ce/ic e/tc/€ acfýcc/ncst
cc/€ 'S'á/cj/€ec/cc/icycc/Jí oty #cy/c/c\s' crcy
/jacf e/€ Áa/t/i'S'/ic e/e/cc 'S cjcj /ancyt
^ //Hc 'S'ccnn /ec/c ccnccni /ccc cfcycc/fö/c/
c cyecf/cy/ycc cjcy /aeeA'/œtis.