Orðlaus - 01.12.2004, Blaðsíða 10

Orðlaus - 01.12.2004, Blaðsíða 10
11UP BESTU KARLKYNS HLU TUERKIII KMYNDASÖGUNNflR Þaö hafa vafalaust margir pælt í hvaða hlutverk séu meöal þeirra bestu, eftirminnilegustu og sérstæöustu sem tilheyra sögunni. Hérna tók ég saman minn eigin lista (ásamt örfáum athugasemdum) um þau hlutverk sem hafa náð að varðveitast best í mínu minni, í flokki karla þ.e.a.s. Vissulega verður ekki neitað að hægt er að telja upp fleiri en rétt svo 10 sæti, þannig að auðvitað voru nokkrar rullur þarna sem gátu því miður ekki fylgt með. Samantektin var erfið og krafðist mikilla hugsana, en eftir standa þau nöfn sem hér eru talin upp. Texti: Tómas Valgeirsson ’ Indiana Jones Harrison Ford Ford var svo sannarlega í toppsætinu á níunda áratugnum, með tvær ótrúlega nettar fígúrur: Han Solo og svo Indy. Persónulega finnst mér Indiana Jones eiga heiðurinn frekar skilið. Kannski það hafi eitthvað að gera með það að hann skuli vera aðal- en ekki aukapersóna, en það skiptir svosem engu, hlutverkið er nánast ódauðlegt. Á tímabili þar sem nöfn á borð við Schwarzenegger og Stallone reyndu að gera það gott sem hasarhetjur hélt Ford kallinn alltaf sínu forskoti. Indiana Jones dró líka hetjugeirann í allt aðra átt. Ekki þótti beint hversdagslegt að sjá fornleifafræðing gangandi um með svipu berja illmenni í klessu. Indy er mjög mikill "meðalmaður." Hann er oft harður á sér, en jafnframt mannlegur og því eru jafn miklar líkur á því að hann tapi bardaga og næsti maður. f þremur stórskemmtilegum myndum er hægt að horfa á garpinn, og flestir ættu að vita það núna að þær eru skyldueign í vídeóhillur hvers og eins. yler Durden Brad Pitt Fight Club Hver er svo Tyler Durden? Enn einn brjálæðingurinn? Aldeilis ekki. Tyler Durden varð fljótlega að einu frægasta bíómyndanafni kvikmyndasögunnar. Brad Pitt sannaði sig sem meira en einungis"sættandlit"ogskiptiyfiríal!t annan gír. Með Tyler sýndi hann líklega sína skuggalegustu hlið og jarðaði sína venjulegu ímynd sem gerði stelpurnar svo hrifnar af honum (og þó... hann fer ansi oft úr bolnum I þessari). Durden er bara einn af þessum karakterum sem eru bara með orðið "töff" stimplað á ennið á sér, og frasarnir hans eru margir hreinir gullmolar (hver þekkir t.d. ekki regluupptalninguna?). Týpa hans er bæði truflandi og aðdáunarverð, og sjálfum finnst mér það henta Brad best að leika sjúka brjálæðinga, svipað og í 12 Monkeys. Edward Scissorhands Johnny Depp Depp er maður margra andlita, og á svo mörg fjölbreytt og eftirminnileg hlutverk að baki (sbr. Ed Wood, Jack Sparrow, lchabot Crane svo einhverjir séu nefndir) að það er rosalegt átak að finna einungis eitt. Ég stend þó við val mitt á Edward. Ekki beint hans kröfuharðasta val hlutverka, en persónan er einstök, bæði sorgleg og sígild. Minnir á mun ýktari útgáfu af Gosa og fjallar sagan um mann sem vill bara vera eins og hinir, væri það ekki fyrir þá hindrun að hann hefur skærakrumlur. Tim Burton tókst að mynda góða sögu í kringum andrúmsloftið, en Depp skilaði frammistöðunni ómótstæðilega. Maður gæti varla talist mannlegur ef maður færi að segja að sagan - eða jafnvel persónan - snerti mann ekki á einhverju stigi. Fígúran er líka svo brothætt að léttilega hefði einhver annar leikari getað klúðrað henni. ■ ■ ' ■■■"' •' ■:.;' |£4| sh Bruce Campbell Evil Dead serían V Það er ekki mikið um þennan að segja. Fígúran Ash er bara urrandi snilld. Gjörsamlega vonlaus hetja sem á endanum nær alltaf að standa sig samt sem áður. Bruce Campbell gerðist konungur B-hryllingsmynda með þessari rullu í þríleik sínum, enda maðurinn bæði nettur og bráðfyndinn ^við hvert tækifæri. Þeir sem ekki hafa séð Evil Dead myndirnar eru beðnir um að skjótast út á næstu leigu strax og kynnast þessum frábæra karakter. Norman Bates Anthony Perkins Psycho Hver á jarðríki þekkir EKKI til sturtuatriðisins fræga? En sú sena var ekki einungis það sem gerði Psycho að þeirri klassik sem hún er, heldur fer stór hluti þess heiðurs til Anthony Perkins. Af útlitinu að dæma og framkomu er Norman Bates bara feiminn, blíður ungur maður. Maður fer virkilega að kunna vel við hann við fyrstu kynni, en fljótt kemst áhorfandinn að því að það er ekki útlitið sem skiptir máli, heldur hugurinn, sem í þessu tilfelli er ofboðslega skemmdur. Norman Bates er óhugnanlegur maður einfaldlega vegna þessað hann ersvo lágstemmdur. Maður veit einhvern veginn aldrei fyrir víst hvað heilinn hans er að hugsa, og svipbrigði hans eru mjög lúmsk. Þessi mömmudrengur sá til þess að margir á sjöunda áratugnum þorðu ekki lengur í sturtu. lexDeLarge Malcolm McDowell A Clockwork Orange Hvar hefur Malcolm McDowell haldið sig undanfarna áratugi?? Þessi maður stendur á bakvið eitt eftirminnilegasta, kröfuharðasta og magnaðasta hlutverk síðustu aldar. Alex er I upphafi myndarínnar einhver hrottalegasti, ógeðfelldasti og allra skemmdasti unglingur sem hægt er að kynnast. En eftir mjög fágaða meðferð tekst honum að umbreytast í andstæðu sína. Myndin flytur á mjög svo sterkan hátt þann boðskap að sumt verður ekki tekið til baka, a.m.k. ekki gegnum auðveldu leiðina. Persónan Alex gengur gegnum afar átakanlegt og hart þroskaskeið, sem gerir þetta að einu besta hlutverki kvikmyndasögunnar. McDowell er auðvitað dásamlegur, og svipbrigði hans segja meira en þarf. Don Víto Corleone Marlon Brando he Godfather U ALDREI hef ég séð einn karakter eins oft verið tekinn fyrir í stælingum og sjálfan Corleone, þar sem Marlon Brando er hátt í fullkominn í rullunni. Hver þekkir svosem ekki mafíósann víðfræga sem talar eins og hann hafi komið úr deyfingu hjá tannlækninum? En það er ekki bara það hversu vel Brando flytur línurnar eða leikur atriðin, heldurútgeislunin, framkoman, svo ég tali nú ekki um þá staðreynd að þetta er eitt af því eftirminnilegasta sem tilheyrir kvikmyndasögunni. Það er samt reyndar hálf merkilegt miðað við hversu lítið hann varir á skjánum út alla myndina, en samt eignar hann sér þá ramma sem hann sést í. Don Vito Corleone er bara sérstök rulla, bæði merkileg og stórbrotin. Verbal Kínt Kevin Spacey The Usual Suspects Þrátt fyrir að undirrituðum þætti The Usual Suspects pínu ofmetin kvikmynd er ekki hægt að neita hinni stórfenglegu nærveru sem Kevin Spacey myndar með persónu sinni. í túlkun sinni nær hann allan tímann að grípa áhorfandann svo hann hangi á hverju einasta orði sem sagt er. Karakterinn er líka aumkunarverður þar til hinn fjölkunnugi endir kemur í Ijós, enda kynnumst við honum sem bæklaðri skræfu í upphafi myndarinnar. í höndum einhvers annars hefði Verbal Kint getað horfið auðveldlega úr minningunni, því oftast þegar hugsað er út í þessa mynd, sjá flestir fyrir sér þennan karakter, og jafnvel hinar klassísku línur sem hann mælir ("The greatest trick the devil pulled was convincing the world he didn’t exist."). Ég vil yfirleitt halda að Óskarinn taki réttustu ákvarðanirnar, en því miður hefur svo ekki oft farið, en í tilfelli eins og þegar Spacey gekk heim með gylltu styttuna fyrir frammistöðu Isfna hér var það mjög skarplega valið. Travis Bickle Robert De Niro Taxi Driver Hvað væri topplisti án De Niro? Margir myndu eflaust skella Jake LaMotta úr Raging Bull hér inná, sem væri líklega réttast, en í mínum huga er það Travis Bickle sem stendur meira upp úr, ekki endilega hvað varðar frammistöðu, heldur karakter. Travis er ekki bara bíómyndafígúra, heldur trúverðugur einstaklingur. Þetta er einungis maður sem er orðinn þreyttur á glæpahyskinu og óþolandi umhverfi gatnanna, og í því ákveður hann að taka til sinna ráða. Hegðun hans fer yfir ýmis mörk geðheilsunnar, og oft á tíðum reynist hún truflandi, en maður heldur með honum samt sem áður. "You Talkin’ to me?" Hannibal Lecter Anthony Hopkins Silence of the Lambs Án vafa eitt þekktasta nafn allra tíma, og af mörgum talinn einn ógeðfelldasti en jafnframt sérstæðasti skúrkur sem sést hefur. Á árinu 1991, þegar Silence of the Lambs kom út, vann Anthony Hopkins sér inn óneitanlegan leiksigur fyrir hlutverkið. Einnig þótti merkilegt hversu ógleymanleg persóna hann var í raun og veru. Myndin snérist ekki mikið i kringum hann, en engu að siður stóð hann mest upp úr minni flestra. Lecter var viðkunnanlegur og kurteis einstaklingur á yfirborðinu, en maður getur svo sannarlega skynjað að það búi meira á bakvið hann. Augnarráðið í manneskjunni varð einnig ódauðlegt og ræðurnar oftar en ekki dáleiðandi (ekki siður hjá áhorfandanum heldur en Clarice). Þegar ég sá myndina fyrst vissi ég ekki hvort ég ætti að vera hræddur við manninn eða dást að gáfum hans. Tímamótahlutverk. Ekki spurning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.