Orðlaus - 01.12.2004, Blaðsíða 40

Orðlaus - 01.12.2004, Blaðsíða 40
 ri » ’ I I 6¥l 'V wní1 ’m cj í í l’jri''iTf'ri Leðurhanskar, Gusta-design 3.485,- GS skór Háhælaðir rússkinnsskór, Friis company 8.990,- Quarashi Guerilla Disco Sölvi Blöndal og félagar hans í Quarashi eiga í engum vandræðum með að senda frá sér hvern hittarann á fætur öðrum og koma hér með metnaðarfulla plötu sem poppar upp hvaða partý sem er. Stíllinn er orðinn þróaðri og nýi meðlimurinn Tiny gefur bandinu ferskan hljóm með öðruvísi rödd og skemmtilegum textum. Fjölbreytni einkennir lagavalið þar sem hart rokk blandast við hip-hop slagara og rólegar melódíur þannig að mann langar helst að stökkva út á gólf og dansa við skúringarkústinn og leggjast síðan á gólfið og slaka á. Með rólegu lokalaginu, „This Song", er botninn sleginn i helvíti hressandi plötu sem hentar öllum þeim sem hafa áhuga á góðri poppmúsík. Lög í sérstöku uppáhaldi: Dead Man Walking, Stars og Pro. Jagúar Hello Somebody! Þriðja plata Jagúar „Hello Somebody!" inniheldur 10 feikifín fönklög. Þegar ég fékk hana í hendurnar skellti ég henni í græjurnar i bílnum og vildi helst keyra út í buskann til að ná að renna plötunni allri í gegn í einu. Stórsveitin fær til liðs við sig fjölda listamanna sem gefa auka krydd í lögin og söngur Samma er skemmtileg viðbót við fyrri plötur þeirra. í heildina er þetta stansiaus gleðitónlist sem getur kveikt upp í þér hvenær sem er og hvar sem er og án efa ein af bestu plötum ársins. Það er því tvímælalaust hægt að mæla með henni í jólapakkann. Lög í sérstöku uppáhaldi: It’s All Over, What is Going On? og Butterflies. Maus Tónlyst 1994-2004 Rokksveitin Maus hefur verið fastur liður í tónlistarmenningunni hér heima í 10 ár. Þeir eiga alveg heilan helling af lögum, bæði fjörugum og rólegum og því gaman að renna plötunni í gegn og sjá hvað sveitin hefur þróast mikið í gegnum árin þar sem fyrsta lagið er elst og það síðasta yngst. Söngur Bigga er orðinn mótaðri, bandið þéttara og nýjasta lagið „Over me, Under me" lofar góðu fyrir næsta stykki þó að ég sakni ögn hráa stílsins sem einkenndi fyrstu plöturnar. „Tónlyst 1994- 2004" er fín viðbót í Maussafnið þar sem aukadiskur, sem inniheldur fullt af óútgefnu efni, endurvinnslur og tónleikaupptökur, fylgir með. Lög í sérstöku uppáhaldi: Deepnightwalk, Poppaldinn og Musick. Igor 9 líf Fyrsta plata Igor, „9 líf", kemur bara nokkuð á óvart skal ég segja ykkur. Þetta er mjög aðgengilegt og fjölbreytt hip hop. Lögin eru ólík en þau fá meðal annars Jónsa til liðs við sig ásamt óperusöngkonu í einu lagi. Það er mikið um söng á plötunni og því verður hún mjög létt hlustunar. Það er líka gaman að skoða textana sem eru bæði á íslenku og ensku og þeir fylgja með. Það er því óhætt að mæla með þessari plötu i jólagjöf og þá kannski sérstaklega handa unglingunum. Lög í sérstöku uppáhaldi: Rhythm & Blues, Hverju hef ég að tapa?, From the bed to the flow.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.