Orðlaus - 01.12.2004, Blaðsíða 16

Orðlaus - 01.12.2004, Blaðsíða 16
Eruð þið orðin þreytt á sama söguþræðinum í kvikmyndum, leikritum eða bókum? Mannskepnan hefur alla tíð reynt að setja sjálfri sér lífsreglurnar í gegnum sögur. Þannig höfum við reynt að kenna okkur muninn á réttu og röngu, og að ástin sé eitthvað sem geti lifað að eilífu, en bara Piparsveinar í ruglinu Ef svo er, þá er vel hugsanlegt að piparsveinar og jónkur séu dæmd til þess að lifa óhamingjusömu lífi. Ég man að minnsta kosti ekki eftir neinni mynd eða sögu í fljótu bragði sem endar á því að aðalpersónan fórnar tilvonandi maka og ástinni fyrir einverulíf og lifir þannig hamingjusöm til æviloka? En þið? Ég trúi því að það sé ekki hægt að verða ástfanginn nema að maður hafi eitthvað að gefa. Ég trúi því líka að það sé ekki hægt að stjórna því hverjum maður verður ástfanginn af ef sé farið með hana eins og postulínsdúkku. Sögur gefa okkur tækifæri til þess að flýja okkar eigið líf og skyggnast inn í heim annarra. Þær stytta okkur stundir og gefa okkur mælistiku til þess að beratilvistokkarsaman við. Ef sögurværu ekki búnar til úr sama efniviði og lífið sjálft, myndu þær ekki hreyfa við einum eða neinum. Þær eru eitthvað sem allir menningarheimar eiga sameiginlegt. Þær eru vopnið sem við notum til þess að útskýra trúarbrögð okkar fyrir öðrum. Þær eru ein besta leiðin, ásamt tónlist, til þess að miðla tilfinningum á milli fólks sem þekkist ekki neitt. Við erum einu lífverurnar á jörðu sem erum með þráhyggju fyrir því að segja sögur. Þannig minnum við hvert annað á, hver við erum, og hvað það er sem tengir okkur saman. Sama hvort sagan er 3000 ára gömul eða ný. Ég get ómögulega munað eftir sögu sem snertir ekki annað hvort, eða bæði, ást og/eða öryggi. Sama í hvaða formi sagan er. Þessu held ég fram með það að leiðarljósi, að hatur sé aðeins afskræmd ást. Öryggið sem ég tala um, er einhvers konar ógnun á tilvist sögupersónanna. Með það að leiðarljósi að sögur séu spegill af raunveruleikanum, getur þannig verið að hamingjan felist í ást og öryggi. '“'W' '' - Það fór ekki einu sinni vel fyrir Jesú, sem var skírlífur samkvæmt Biblíunni. Yfirleitt eru stærstu verðlaunin í sögulokin að viðhalda ástinni, eða uppgötva hana. Oftast felst öryggið í því. Ef Jesú hefði til dæmis bara slappað af, gifst Maríu Magdalenu, leyft henni að halda sér volgum á næturnar og lagst í barneignir hefðu sögulok hans orðið aðeins hamingjusamari. Af einhverjum óskiljanlegum líffræðilegum ástæðum fæðumst við öll með þessa hvöt að finna ástina. Jafnvel þeir sem lifa hamingjusamlega í einveru sinni, leyfa sér að dagdreyma um það að verða ástfangnir og trompa þannig tilveru sína. Þó það væru kannski mestar líkur á að slíkt myndi skapa þeim meiri óþægindi en hamingju. Ég trúi því að það sé ekki hægt að verða ástfanginn nema að maður hafi eitthvað að gefa. Ég trúi því líka að það sé ekki hægt að stjórna því hverjum maður verður ástfanginn af. Þarf ástin að vera eins og sinu-eldur, eins og segulstál? Verður oft af litlum neista mikið bál? Við kynnumst ást og öryggi i móðurkviði og lifum svo eins og prinsar og prinsessur þartil okkur er hent út af heimilinu. Þá reynum við allt sem við getum til þess að komast í þessa stöðu aftur. Þetta er gömul saga og ný. Texti: Birgir Örn Steinarsson B ý n u ir s d m s t ® é u! • F rá 1 s P ale s tim a. m m ; ó Im Hvar: Gaukur á Stöng. Hvenær. 1. desember 2004. Hverjir: KK, Mugison, Bob Justman, Lára & Delphi, Touch, Ensími og troðfullt hús af áheyrendum. Hvers vegna: Útgáfutónleikar hins glæsilega safndisks Frjáls Palestína sem gefinn er út til styrktar æskulýðsstarfi í Balata-flóttamannabúðunum Palestínu. Auk sölu á geisladisknum rann allur ágóði tónleikanna til málefnisins. Flóttamannabúðirnar Balata eru staðsettar á Vesturbakka Palestínu. Þar búa yfir 20.000 flóttamenn við gífurlega fátækt og eru aðstæðurnar vægast sagt hörmulegar. Stanslaust ógnarástand hefur ríkt í Palestínu í tugi ára sem virðist ekkert ætla að linna og íbúar Balata hafa farið hrikalega út úr stöðugum árásum og þeirri eyðileggingu sem fylgir. í hverri einustu viku heyrast nýjar fréttir af mannfalli borgara fyrir botni Miðjarðarhafs og menn fylgjast með ráðþrota um allan heim. MUGISON Þegar Eva Einarsdóttir, umsjónarmaður safndisksins, starfaði sem sjálfboðaliði í Palestínu í byrjun ársins kynntist hún hörmungunum í Balata- flóttamannabúðunum af eigin raun. Eftir þá reynslu ákvað hún að standa ekki ráðþrota heldur gera það sem hún gæti til að bæta ástand þeirra barna sem hafa ekki kynnst neinu öðru en ótta, fátækt. ENSIMI Steinunn Jakobsdóttir BOB JUSTMAN TOUCH LARA morðum og limlestingum. Verkefnið, sem styrkt er, kallast Project Hope og með því er reynt að efla æskulýðsstarfsemina í búðunum og kenna unga fólkinu að nýta sína hæfileika á uppbyggjandi hátt. Það eru jú börnin sem eiga eftir að vaxa úr grasi og verða framtíð þessa stríðshrjáða lands. Geisladiskurinn Frjáls Palestína er gefinn út af félaginu Ísland-Palestína og hafa þau unnið hörðum höndum til þess að diskurinn verði að veruleika . Hann er þeirra framlag til að veita æskulýð í Balata- flóttamannabúðunum von um betri framtíð. Þú færð ekki annan eins safndisk hér á landi þar sem eins ólíkar hljómsveitir og KK, Vinyl, Tenderfoot, Ske, Lára & Delphi. Quarashi, Ensími, Ghostdigital, Santiago, Touch, Múm, XXX Rottweiler ásamt KJ, Leaves, 200.000 Naglbítar, Worm is Green, Bob Justman, Gus Gus, og Mugison, Ragnar og Rúna eru saman komnar. Topphljómsveitir í íslenskri tónlistarmenningu taka hér höndum saman og gefa vinnu sína i þágu þessa brýna málefnis og nú þurfum við að gera slíkt hið sama og kaupa diskinn! Frjáls Palestína er frábær jólagjöf fyrir mömmu og pabba, ömmu og afa, vini, frændur, frænkur, kærustu eða kærasta. Sláum tvær flugur i einu höggi og eyðum pening í gjöf sem rennur ekki í vasa stórfyrirtækja heldur stríðshrjáðra barna sem þurfa á hverri krónu að halda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.