Orðlaus - 01.12.2004, Blaðsíða 4

Orðlaus - 01.12.2004, Blaðsíða 4
Þegar tímamót verða á vegi manns verður manni oft hugsað til allra þeirra stórbrotnu afreka sem maður ætlaði að vinna fram að þeim tímapunkti. Nú eru áramótin á næsta leyti, hin árlegu tímamót landsmanna og því skjóta fortíðarhugsanirnar upp kollinum ein af annarri, mönnum til mismikillar ánægju. Rykfallinn tékklistinn, stílaður árið 2004, er dreginn upp úr náttborðsskúffunni og í leyni rennt yfir öll markmiðin sem virtust góð og raunhæf hugmynd í mókinu 1. janúar. Þetta er svipað því þegar maður nær að skipuleggja næsta dag mínútu fyrir mínútu liggjandi andvaka í rúminu. Það virtist svo langur tími vera til stefnu, heilir 365 dagar! Hvert fóru þeir? Til mikillar furðu er ekki hægt að strika yfir neitt atriði af listanum! Blaðið er því krumpað saman og því hent í ruslið, skundað út í næstu bókabúð og byrjað á nýjum lista á nýju blaði. Nr. 1 Vera skipulagðari!!! Nr. 2 Fara í líkamsrækt og drekka minna kaffi. Nr. 3 Hætta að vera alltaf á seinustu stundu. Nr. 4 Taka meiri áhættur... Nr. 25 Gefa vinunum og fjölskyldunni meiri tíma ... Nú skal sko standa sig! En maður er fljótur að detta inn í rútínuna aftur. Tékklistinn verður fjarlægari og fjarlægari með hverjum deginum sem líður og að lokum er hann kominn á botninn í skúffunni ásamt ógreiddum reikningum, líkamsræktarkortinu og hálfnuðum verkefnum og áhyggjurnar hrannast upp. Það þýðir þó ekki að gráta yfir fortíðinni, lamast í nútíðinni og fá magasár yfir framtíðinni. Það verður enginn meistari á einu ári, hvað þá einum degi! Maður verður að reyna að virkja það jákvæða í stað þess að reyna að breyta sjálfum sér í einhvern ímyndaðan karakter sem við vitum innst inni að verður aldrei neitt nema ágætis draumur. Er maður ekki bara eins og maður er? þá er þetta bara svona og því verður ekki breytt. Fæst okkar lifa ævintýraríku lífi þar sem við erum stöðugt að kynnast nýju fólki og kanna framandi staði. Við sjáum stöðugt sömu andlitin og í þau fáu skipti sem við sjáum nýtt andlit verður það brátt gamalt andlit eins og öll hin. En hvers vegna gerum við þá ekki þessa eilífu endurtekningu ögn ánægjulegri? Hvað ef við myndum brosa ögn meira til vinnufélagans, hrósa vinkonunni, gleðja ókunnuga og kætast yfir smáatriðunum sem breytast alltaf dag frá degi en við tökum bara ekki eftir þeim. Það er nefnilega alveg ótrúlegt hversu mikil áhrif ein manneskja getur haft á líf annarrar án þess að hafa hugmynd um það eða tapa miklum tíma á því. Ef allir gerðu sér grein fyrir því hve lítið þarf til væri hversdagsleikinn okkar margbreytilegri og eftirsóknarverðari, þá sérstaklega í dimmasta skammdeginu. Reynum að finna Amelie-ina í okkur um jólin (án þess þó að gleyma okkur sjálfum). Ef það er eitthvað sem við ættum að breyta er það framkoma okkar við fólkið í kring því að á því sviði geta allir bætt sig, jafnvel heilögustu dýrlingar. Þó að okkur finnist stundum leiðigjarnt á litla landinu okkar og við séum alltaf að hitta sama fólkið og gera sömu hlutina dag eftir dag Gleðileg jól Steinunn Jakobsdóttii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.