Orðlaus - 01.12.2004, Blaðsíða 20
Desember er mánuður kaupmannsins.
Bréfalúgan er troðin full af auglýsinga-
bæklingum og sjónvarpið þrútnar út af
auglýsingum sem er dælt af ofurkrafti inn
á hvert heimili. Enginn getur sloppið.
Ef við ætlum algjörlega að halda í
budduna okkar í desember er auðveldast
að slíta öllu sambandi við fjölskyldu og
vini það sem eftir er af árinu. Gallinn við
þá aðferð er meðal annars sá að ekkert
verður undir okkar eigin jólatré, og þá
eru jólin sjálf í hættu. Það er frekar í anda
jólanna að gera sér grein fyrir mikilvægi
fjölskyldunnar og vinanna og fara að
huga að hvað væri gaman að gefa þeim
til að gleðja þau án þess að setja okkur
sjálf á hausinn og taka yfirdráttar- og
greiðslukortalán sem við verðum langt
fram yfir þarnæstu jól að borga af. Við
setjum okkur því reglur til að snúa vörn
í sókn gagnvart kaupmönnunum: klárum
jólainnkaupin og spörum á sama tíma.
1. Skrifaðu niður lista yfir þá sem þú ætlar að
gefa jólagjafir.
2. Ekki henda auglýsingabæklingunum.
Geymdu þá í einum bunka.
3. Skrifaðu niður upphæð sem þú hefur efni á
að eyða í jólagjafir.
4. Ekki skrifa upphæð sem er sú sama og
kreditkortaheimildin þín er, heldur þá upphæð
sem þú annað hvort átt eða munt eiga í byrjun
janúar þegar kreditkortareikningurinn kemur.
Sparaðu þér áfallahjálp hjá bankastarfsmanni i
byrjun næsta árs.
5.Skrifaðubakviðhvertnafnájólagjafalistanum
upphæð sem þú ætlar að eyða í gjöf handa
viðkomandi. Mundu að það er í lagi að mismuna
fólki með misdýrum gjöfum. Kommúnisminn á
ekkert erindi í jólagjafainnkaupin.
6. Opnaðu nú auglýsingabæklingana og gerðu
verðsamanburð. Til dæmis ef Gunni bróðir
þinn er nýbyrjaður að búa og vantar brauðrist
gæti verið að Elko, Byko og Húsasmiðjan séu
einmitt nýbúin að auglýsa brauðrist og keppist
um lægsta verðið.
7. Taktu eina skoðunarferð í bæinn án
þess að taka nokkra peninga eða kort með
þér. Taktu með þér gjafalistann og gerðu
verðsamanburð eins og þú sért útsendari frá
Neytendasamtökunum.
8. Sestu niður og skrifaðu hugmyndir að gjöfum
handa þeim sem á listanum eru og svo skaltu
skrifa niður verð og velta fyrir þér hvernig þú
heldur þig við upphæðina sem þú hefur sett
þér.
9. Innkaupin sjálf eru þá næst. Nú reynir á
sjálfsagann, það er alveg bannað að fara út
fyrir planið.
10. Búðu til jólapappírinn og gjafakortin sjálf.
Notaðu gömul dagblöð eða tímarit til að
pakka inn, bættu við einhverju glimmeri og
jólasveini. Mundu bara að hafa þetta svolítið
persónulegt, til dæmis er sniðugt að klippa
út sæta jólastráka og búa til gjafapappír fyrir
einhleypu vinkonu þína. Fyrir ömmu og afa
væri sniðugt að prenta út myndir af þér þegar
þú varst lítil og líma á pappirinn. Sama er hægt
að gera fyrir jólakortin.
Nokkrar hugmyndir til að spara:
Verslunin Tiger: Alls kyns sneddí gjafavörur á
200 eða 400 kr.
Kaupa blöð, skæri, lím, liti og glimmer -
föndra!
www.tilbod.net Samantekt á tilboðum frá
ýmsum verslunum.
www.jol.is Alls kyns hugmyndir í sambandi við
jólin.
http://handavinna.is/ Öflugur vefur um föndur
og handavinnu fyrir jólin.
http://jol.ismennt.is/ Allt um jólin - Vefurinn
hennar Salvarar Gissurardóttur.
Ef hann hélt að mér ætti
að líða betur þá sýndi
hann mér að hann sver
sig vel í hóp geðveikra
íslenskra stráka
Dömur mínar og herrar, slegið hefur verið nýtt met! Ég á formlega heiðurinn af því að vera
versti mannþekkjari á fslandi auk þess að vera mesti segull á skítahæla á Norðurlöndum.
Verðlaunaafhendingin mun fara fram í Vetrargarðinum Smáralind næstkomandi sunnudag.
Ég held alltaf að ég sé komin á botninn og þá sekk ég dýpra. Verð stöðugt fyrir vonbrigðum, verð
að sætta mig við að það er ábyggilega langt á botninn og að ég sé samt á leiðinni þangað.
Ef ég tek smá upprifjun, þá fór ég heim með Benna
vini Kristó (fyrrverandi kærasti til skamms tíma) og
hélt að ég væri dottin í lukkupott ástar og eilífrar
hamingju en einhvern veginn reyndumst við ekki
vera á sömu bylgjulengd og hann lét það alveg vera
að hringja. Þetta var samt ekki jafn subbulegt og það
hljómar af því að við tókum rómantíska göngutúrinn
og ástarjátningarnar fuku á milli.
Þegar það voru liðnir þrír dagar og síminn þögulli en
Sigurrós í viðtölum hringdi ég í Baldur vin minn sem
hleypti mér með annan fótinn í heim stráka og sagði
mér hálfhlæjandi að þetta hafði verið bragð til að
ná mér í rúmið. Bömmer. Eftir átta daga hringdi ég í
hann aftur og þá áttaði hann sig á því að ég væri að
taka þetta soldið inn á mig og reyndi að hugga mig
með því að segja mér að sjálfum þætti honum þær
stelpur sem hann svæfi hjá alltaf átómatískt Ijótar í
viku eftir að hann svæfi hjá þeim!
myndu hoppa hæð sína í loft upp, kaupa handa
okkur milljón drykki og festa okkur í rúnkminninu út
árið. Ég var því algjörlega slegin út af laginu þegar
þeir sögðu okkur að við mættum ekki setjast og
eiginlega hentu tt okkur í burtu, pirraðir
yfir þessari árás. Mig langaði að fara að grenja af
fýlu og reiði, að þeir skyldu halda að ég væri á eftir
þeim, ég sem ætlaði bara af hreinni góðmennsku
að leyfa þeim að bjóða mér upp á drykk. Þannig að
það eina rétta í stöðunni var á þeim tíma að ganga
aftur að þeim og segja þeim að þeir væru Ijótir! Við
skulum ekki gleyma þessum rauðvínsflöskum og
miðað við svipinn á Hildi, sem dró mig út miður sin,
þá held ég að það sé óhætt að gera ráð fyrir því að
þær hafi að mestu horfið ofan í mig.
Greyið Hildur var því komin í þá vonlausu stöðu að
vera að druslast um með mig hauslausa og klukkan
var ekki orðin eitt. Hildur strunsaði með mig í
eftirdragi niður á Bitabílinn og tróð í mig ostborgara
Ég var því algjörlega slegin út af laginu þegar
þeir sögðu okkur að við mættum ekki setjast og
eiginlega hentu þeir okkur í burtu, pirraðir yfir
þessari árás
Ef hann hélt að mér ætti að líða betur þá sýndi hann
mér að hann sver sig vel í hóp geðveikra íslenskra
stráka. Ég vildi að samkynhneigð væri jafn smitandi
og Gunnar í Krossinum vill halda fram þar sem ég er
formlega og fullkomlega komin með ógeð og orðin
bitur kvensa.
En eins og ég sagði áðan þá virðist ég aldrei ná
botninum þegar kemur að strákum og þetta var ekki
botninn! Til að reyna að hressa mig við ákváðum ég
og Hilduraðgrípa til hinnarfullkomnu skyndilausnar
á leiðindum með hjálp hárra hæla, varalits og
ógrynnis af áfengi. Þetta átti að vera gamlárskvöld
í nóvember og byrjaði vel. Sungum hástöfum með
Arethu Franklin á meðan við sturtuðum í okkur
tveimur ódýrum rauðvínsflöskum og settum upp
stríðsmálninguna. Klukkan var frekar lítið þegar
við komum í bæinn og við ákváðum að breyta út af
vananum og skella okkur á Hverfisbarinn. Héldum í
okkar barnalega sakleysi að þar lægju myndarlegir
einhleypir íþróttamenn um allt eins og rónar á
Austurvelli, en nei. Þarna voru kannski einhverjir
rónar af Austurvelli en þarna var ekki einn maður
sem ég hefði potað i með priki fyrir utan einhverja
nokkra sem voru þá með kærustum sínum. Við
ákváðum að setjast samt á bás með einhverjum
óálitlegum karlmönnum og ætluðum að leyfa þeim
að njóta vafans. Ég var nokkuð viss um að þeir
og kók, vonandi að ég myndi ná einhverjum sönsum.
Ég lifnaði eitthvað aðeins við og við skelltum okkur
á Sólon. Á Sólon var frekar glatað og ég var ein
að hella í mig vatni á barnum á meðan Hildur tók
snúning með einhverjum spaða. Ég ákvað því bara
að beila og rölti út. Fyrir utan sá ég Benna vera að
labba með einhverjum vinum sínum. Það rann af mér
strax og ég ákvað að vera stærri manneskja og labba
„óvart" á móti honum og heilsa. Ég reyndi að gera
þetta eins kasjúal og ég gat og sagði: ,,Hæ!", brosti
svona aðeins og labbaði framhjá. Hann heilsaði mér
með einhverju samúðarhæi og labbaði líka áfram.
Ég fór síðan bara beint heim og var alveg sátt og
fannst ég bara hafa verið frekar kúl.
Ég vaknaði alveg skítaþunn á hádegi og langaði
að ganga í sjóinn. Ég tók símann minn og ætlaði
að hringja í Hildi þegar ég sá að ég var með „Ein
ný skilaboð". Ég opnaði og þau voru frá Benna!
Mér brá alveg smá og meira þegar ég las þau. ,,Ég
er nýkominn úr löngu sambandi og er ekki tilbúinn
í annað samband, held samt að ég sjái ekki eftir
þessu." Þvílíkur fáviti, ég fór eiginlega bara að
hlæja. Hringdi í Hildi og tilkynnti henni að mér hefði
verið dömpað!
Vala