Bændablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 28. febrúar 2006 Fræðsluskilti um fugla við strönd Melrakkasléttu Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að veita sveitarstjórn Öxarfjarðarhrepps styrk til að setja upp fræðsluskilti um fugla og fuglalíf meðfram strönd Mel- rakkasléttu. Elvar Árni Lund, sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps, sagði að um yrði að ræða í það minnsta þrjú skilti og var ákveðið að hafa þau færri og stærri en mörg lítil. Nú er unnið að hönnun skiltanna á Húsa- vík. Á skiltunum verða myndir af fuglunum og upplýsingatexti um á hvaða árstíma þeir halda sig á svæðinu. Það er Náttúrustofa Norð-austurlands á Húsavík sem hannar skiltin. Myndirnar koma frá Jóhanni Óla fuglaljósmyndara. Skiltagerðin er í samvinnu við At- vinnuþróunarfélag Þingeyinga. Stefnt er að því að setja skilin upp í byrjun maí. Við strönd Melrakkasléttu er mjög fjölskrúðugt fuglalíf og margir fuglar af hverri tegund að sögn Elvars Árna. Endur eru þar áberandi sem og allar tegundir vaðfugla sem til eru á Íslandi, auk mófugla. Ferðaþjónusta í dreifbýli er ekki með sérstakt atvinnugreina- númer hjá Hagstofu Íslands. Þetta gerir það að verkum að ferðaþjónusta í dreifbýli er ekki opinberlega viðurkennd sem sérstök atvinnugrein. Því munu ferðaþjónustubændur leita lið- sinnis Búnaðarþings, sem haldið verður dagana 5. til 8. mars nk., í þessu máli. Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda, sagði í samtali við Bændablaðið að ferðaþjónusta í dreifbýli og þétt- býli væri að mörgu leyti mjög svipuð. Báðar eru undir sömu reglugerð og sömu kröfur gerðar til þeirra. Þær markaðssetja sig svipað en þegar kemur að því að menn vilja vita hver sé verðmæta- aukning í ferðaþjónustu í dreif- býli, borið saman við ferðaþjón- ustu í þéttbýli, og hver séu þjóð- hagsleg áhrif ferðaþjónustu í dreifbýli, þá vantar nokkuð upp á að hægt sé að fletta því upp hjá Hagstofunni. Marteinn segir að hagtölum fyrir ferðaþjónustu í dreifbýli sé ekki haldið til haga sérstaklega. Okkur vantar svör „Á þetta höfum við bent síðustu árin og fengið góðar undirtektir en engar aðgerðir. Þetta er vinna sem Hagstofan verður að fara að sinna því öll frumgögn eru til. Við höf- um ekki fengið svör við því hvers vegna þetta er ekki gert enda þótt við séum að reyna að hafa á borð- inu tölur um starfsemi okkar í sveitunum. Við höfum bent á hvar sé um verðmætaaukningu og verð- mætasköpun að ræða í þjónust- unni. Staðreyndin er sú að það eru næstum óendanlegir vaxtamögu- leikar í ferðaþjónustu með tilliti til umhverfissjónarmiða og verð- mætasköpun ferðaþjónustu í dreif- býli er vanmetin. Þjóðhagsstofnun reiknaði út árið 2004 að gjaldeyr- istekjur allrar ferðaþjónustu á Ís- landi námu þá 35 milljörðum króna og að teknu tilliti til marg- feldisáhrifa eru þetta um 96 millj- arðar króna. Við viljum vita hvað ferðaþjónustubændur eru að skila miklu inn í þjóðarbúið en það er ekki hægt vegna þess að atvinnu- greinarnúmer vantar og hagtölu- söfnun er ekki fyrir hendi nema hvað varðar gistináttatölur, þær liggja fyrir. Allt annað vantar,“ sagði Marteinn. Lagt fyrir Búnaðarþing Fyrir Búnaðarþingi liggur þessi tillaga frá Félagi ferðaþjónustu- bænda: „Félag ferðaþjónustu- bænda óskar eftir ályktun Búnað- arþings um að Hagstofan kanni umfang gistingar hjá bændum, og að þróun síðustu ára komi þar fram. Lögð er áhersla á að ferða- þjónusta í dreifbýli verði opinber- lega viðurkennd sem atvinnugrein og fái sérstakt atvinnugreinar- númer hjá Hagstofunni. Jafnframt er óskað eftir því að Búnaðarþing álykti um að frekari söfnun hagtalna í ferðaþjónustu í landbúnaði fari fram, t.d. hvað varðar veitingar og afþreyingu.“ Í greinargerð með tillögunum segir: „Nauðsynlegt er að framlag ferðaþjónustu í dreifbýli verði metið með tilliti til atvinnusköp- unar, einkum ef horft er til þess að hér er um gjaldeyrisskapandi atvinnugrein að ræða. Engar upp- lýsingar eru fyrirliggjandi um hversu miklu þessi tegund ferða- mennsku er að velta á hverju ári. Áætlað er að gestir ferðaþjónustu- bænda séu ca. 85% útlendir ferða- menn og í þeirri umræðu, sem nú fer fram um uppstokkun í land- búnaðargeiranum, er forsvars- mönnum bænda mikill styrkur í að hafa slíkar upplýsingar hand- bærar.“ Söluhorfur á kjöti eru mjög góðar að sögn Sigurðar Jóhann- essonar, formanns Landssam- taka sláturleyfishafa. „Salan í janúar var góð en í því sam- bandi verður að hafa í huga að talað er um birgðaaukningu hjá mörgum kjötvinnslum sem hafa verið að byrgja sig upp fyrir sumarið,“ sagði Sigurður og bætti því við að hvað sauðfjár- bændur varðar þá væri a.m.k. ástæðulaust að fækka fé. Gengisþróunin eyðileggur útflutninginn Hann sagði að útflutningur á dilkakjöti til Evrópu og Banda- ríkjanna gengi ljómandi vel en gengisþróunin hafi aftur á móti verið á þann veg að ekki sé hægt að eiga við útflutninginn af neinu viti og að hann skili mönnum engu. Það sé útilokað að ætla að hækka verðið erlendis til að bæta upp hátt gengi krónunnar. Mikill samruni hefur átt sér stað hjá afurðarstöðvunum. Kjarnafæði og Sölufélagi A.-Hún- vetninga stofnuðu nýtt félag, SAH afurðir ehf., sem Sölufélag A.-Húnvetninga á 51% í, Kjarna- fæði 36% og bændur og starfs- menn hafa forgang að þeim 13% sem eftir eru. KS og Kaupfélagi V.-Húnvetninga stofnuðu nýtt fé- lag og frekari samruni gæti verið í farvatninu. Aðspurður hvort hann ætti von enn frekari samruna hjá af- urðarstöðvunum sagði Sigurður að ef þróunin á matvörumarkaði síðustu misserin væri skoðuð, væri ljóst að fyrirtækin sameinuðust til að efla sig. Hann sagðist hafa þá trú að innan til- tölulega fárra ára yrðu bara eftir tveir til fjórir heildsalar á kjöti í landinu. Kjötverð ekki of hátt Sigurður var spurður hvort hann teldi að verð á dilkakjöti væri orðið of hátt. „Miðað við kjötsöl- una undanfarið er verðið ekki of hátt og við megum ekki gleyma því að verð á öðrum kjöttegund- um en dilkakjöti hefur hækkað mjög mikið. Verð á nautakjöti er nú það hæsta sem verið hefur síð- an ég fór að vinna í þessari grein um aldamótin. Verð á svínakjöti er líka hátt. Ég tel því að það sé komið á ákveðið jafnvægi á kjöt- markaði nema hvað nú skortir orðið nautakjöt. Það er áhyggju- efni vegna þess að skorturinn kallar á aukinn innflutning og þær raddir verða háværari sem heimta hann. Þá gæti innflutningur á nautakjöti verið kominn til að vera,“ sagði Sigurður Jóhannes- son. Sigurður Jóhannesson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa Ákveðið jafnvægi ríkir nú á kjötmarkaðnum Ferðaþjónusta í dreif- býli verði viðurkennd atvinnugrein „FOOD AND FUN“ Hin árlega matarhátíð Food and fun, sem Icelandair og íslenskur landbúnaður standa fyrir og er styrkt af Iceland Naturally sem er sameiginlegur kynningarvettvangur íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja í Bandaríkjunum var haldin dagana 22. til 26. febrúar sl. Veislurnar voru haldnar á 12 veitingahúsum í Reykjavík. Hátíðinni lauk með keppni milli 6 kokka frá Evrópu og 6 kokka frá Bandaríkjunum. Dómnefndina skipuðu erlendir meistarakokkar en alls komu 30 erlendir kokkar til landsins ásamt mörgum gestum í tilefni hátíðarinnar. Hér á myndinni sjást þeir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, bragða á góðgæti við opnun hátíðarinnar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.