Bændablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 36
36 Þriðjudagur 28. febrúar 2006 Rjúpnaveiði- bannið 2003 og 2004 Varpstofn rjúpunnar rúmlega þrefaldaðist á tveimur árum Ólafur K. Nielsen fuglafræðing- ur flutti erindi um íslensku rjúpuna á Fræðaþingi landbún- aðarins á dögunum. Hann skýrði m.a. frá því að varpstofn rjúpunnar hafi rúmlega þrefald- ast á árunum 2003 og 2004 þeg- ar bannað var að veiða hana. Árið 1950 var mörkuð veiðiráð- gjöf sem fylgt hefur verið fram til þessa. Þar segir að skotveiðar hafi engin áhrif á stofnstærð rjúpunnar. Ólafur sagði að seinni tíma reynsla og rann- sóknir sýni að þessar forsendur fái vart staðist og veruleg hætta á rányrkju felist í því að nytja stofninn undir slíkum formerkj- um. Árið 1955 var rjúpnastofninn í sögulegu hámarki að sögn Ólafs en hefur síðan hnignað og aldrei rétt úr kútnum eftir það. Sveiflur í stofnstærð hafa viðhaldist en topp- arnir hafa verið verulega minni en áður var. Menn vita ekki hverju það er að kenna að stofninn hefur minnkað svo mikið eftir 1955. Ekki er heldur að fullu ljóst hvað veldur sveiflunum í stofnstærð- inni. Munur á rjúpnafjölda í há- marks og lágmarksárum getur ver- ið á bilinu þrefaldur til tífaldur. Ólafur skýrði frá því að um 1850 hófst útflutningur á rjúpu og varði hann alveg til ársins 1940. Þessi verslun var í mestum blóma á fyrstu þremur áratugum 20. ald- ar. Sem dæmi má nefna að um ein milljón fugla var flutt út á árunum 1924-1927. Í Bændablaðinu 14. feb. sl. birtist bréf frá mér til stjórnar BÍ þar sem ég vefengi af- greiðslu á tillögunni um sölu á hóteleignun- um þar sem ekki væri heimilt að hafa leyni- lega atkvæðagreiðslu um mál af þessu tagi á fulltrúafundi þar sem almennir félags- menn ættu að fá að vita um afstöðu fulltrúa sinna til málsins og tillaga um atkvæða- leyndina fékk 7 mótatkvæði. (Ég vil taka það fram sérstaklega að at- hugasemdir mínar snúa eingöngu að fram- kvæmd atkvæðagreiðslunnar en alls ekki niðurstöðu hennar). Af þessu tilefni hefur Bbl. leitað álits Hauks Halldórssonar, þingforseta, á þessu atriði. Hann taldi að fyrst ekki kom fram ósk um nafnakall hefði þinginu verið frjálst að ákveða þessa aðferð. Þeirri niðurstöðu er ég ósammála. Þar styðst ég við álit Þórunnar Guðmundsdóttur hrl., sem vitnar um þetta til fræðirita um fundarsköp. Hún telur að hagsmunir al- mennra félagsmanna af að geta fylgst með afstöðu hinna kjörnu fulltrúa séu svo ríkir að óheimilt sé að viðhafa leynilega at- kvæðagreiðslu við þessar aðstæður. Skipti þá ekki máli hvort um það er einhugur meðal fulltrúa eða ekki. Á opnum fundum, þar sem hver greiðir atkvæði fyrir sig einan, er hins vegar skylt að verða við ósk um leynilega atkvæða- greiðslu. Í Þingsköpum fyrir Búnaðarþing, 13. gr., er fjallað um atkvæðagreiðsl- ur. Meginreglan er að þær fari fram með handauppréttingu, en nafna- kalli ef þess er óskað sérstaklega. Ekki er gert ráð fyrir leynilegri atkvæðagreiðslu. Í samþykktum BÍ stendur að búnaðar- þing setji sér þingsköp. Það er eðlilegt ákvæði en þýðir ekki að þar með geti það vikið til hliðar almennum reglum um fund- arsköp, sem þar að auki eiga að styðja lýð- ræðisleg réttindi þeirra sem senda fulltrúa til að fara með umboð sitt, eins og er í þessu tilviki. Það er hins vegar skoðun mín að fyrir utan hinar almennu reglur um fundarsköp geti búnaðarþing haldið í hinar fornu hefðir sínar, eins og að tala um þing í stað fundar, forseta í stað fundarstjóra, öll mál fari í gegnum tvær umræð- ur, mál þurfi að leggja fram með margra vikna fyrirvara til að vera þing- tæk o.s.frv. Þessi formsatriði virð- ast vera sniðin til að líkja í sem flestu eftir Alþingi en virðast því miður helst til þess fallin að draga úr skilvirkni í störfum. Meðan þau hins vegar þjóna hégómagirnd meirihluta fulltrúa verður það bara svo að vera. Í áðurnefndu bréfi mínu krafðist ég þess að öll fyrirliggjandi fundargögn um kauptil- boðið yrðu birt, en var sagt að um þau gilti samningsbundinn trúnaður. Ég hafði því samband við Sigurð G. Guðjónsson hrl. en hann kom að málinu með tilboðsgjafa. Hann taldi að eftir að málið hafði verið af- greitt væri öll leynd um það ástæðulaus enda augljóst að málavextir hlytu að spyrj- ast út þegar svo stór hópur fólks hefði um þá vitneskju. Þeim skilaboðum hef ég kom- ið til formanns BÍ. Því er ljóst að það er aðeins einn aðili sem vill leyna okkur þessum upplýsingum og það er stjórn BÍ. Naumast þarf að deila um það að mistök voru gerð við fundarstjórn á aukaþinginu. Í þeirri staðhæfingu felst enginn áfellisdómur yfir 1. Þingforseta Auka-Búnaðarþings 2006 eða fulltrúum þar sem tilvitnuð regla um almenn fundarsköp hefur ekki verið mikið í umræðu. Eins og ég hef bent á má bæta að nokkru leyti fyrir þessi mistök með auð- veldum hætti, sbr. bréf mitt. Af tölvuskeytum, sem hafa farið milli mín og formanns BÍ, skilst mér þó að einskis sé að vænta í því efni frá stjórn BÍ Því vil ég hér með skora á alla fulltrúa sem sátu aukaþingið að gera lýðum ljóst hvernig atkvæði þeirra féll við atkvæða- greiðsluna um kauptilboðið, ef þeir á annað borð þora að kannast við afstöðu sína frammi fyrir umbjóðendum sínum. Sömuleiðis skora ég á Bændablaðið að birta þær yfirlýsingar sem þannig kunna að berast. Þá skora ég einnig á stjórn BÍ að hún geri grein fyrir ástæðum þess að leynileg atkvæðagreiðsla var viðhöfð. Skálpastöðum 19. febrúar 2006. Leynd eða nafnakall? Guðmundur Þorsteinsson, bóndi Skálpastöðum Þegar forystumenn bænda koma saman á leynifund í „sinni eigin” Bændahöll til að fjalla um hags- muni þeirra sjálfra, sem þar sitja, er mál til komið að bændur rísi upp og skipti inn nýju baráttuliði, sem berjist fyrir hagsmunum og réttindum stéttarinnar.-- Þannig hugsaði ég þegar ég las síðustu tvö Bændablöð. Sértaklega það seinna með dæmalausum út- skýringum um fundarsköp á bún- aðarþingi, sem ekki mátti segja frá. Því set ég fram þessa spurningu og beini henni sérstaklega til 36 þingfulltrúa, sem mér virðist hafa misst samband sitt við bændur með því að hafna sölu á hótelum bænda og mót- töku andvirði hagnaðar til að skila til bænda. Ég minnist þess á bændafundi fyrir um 5 árum síðan á Hvolsvelli, að ég ræddi um Lífeyrissjóð bænda og hversu bág staða væri hjá lang verst stæða lífeyrissjóði landsins. Ég hvatti formann Bændasamtakanna til að beita sér fyrir sölu Hótels Sögu og láta and- virði sölunnar renna til Lífeyris- sjóðs bænda. Ég minnti á að bænd- ur greiddu 5 til 10% af launlið sín- um í 12 ár, frá 1958, til þeirrar byggingar, innheimt sem 0,5% og síðar 0,25% viðbótargjald af sölu- vörum landbúnaðarins, auk ann- arra viðbótarframlaga úr sjóðum bænda. Ari Teitsson svaraði mér eitthvað á þá leið að þessir bændur væru flestir látnir! Þeir voru þó þarna nokkrir viðstaddir á fundin- um og þeir eru enn fjölmargir um allt land til vitnisburðar um sínar lífeyrissjóðsgreiðslur frá um 15 til 35 þúsund krónur á mánuði og ekkjur þeirra, sem stóðu við hlið bænda sinna í öllum bústörfum, með helmingi lægri greiðslur úr lífeyrissjóðnum. Til allrar hamingju batnaði staða Lífeyrissjóðs bænda þegar samþykkt var af ríkisstjórn 2005 í samráði við bændaforystu landsins að andvirði eigna Lánasjóðs bænda skyldi renna til lífeyris- sjóðsins. Nú hefur þessu verið breytt án andmæla forystunnar, að því er virðist, þar sem andvirði húseigna sjóðsins eiga að renna til bygginga reiðhalla!!! Það skiptir vonandi enn máli að staðið sé við gefnar yfirlýsingar og loforð ráðherra og ríkisstjórnar. Því eiga allar eignir Lánasjóðsins að fara óskertar til Lífeyrissjóðs bænda og bændaforystan verður að fylgja því eftir. Heyrst hefur af fyrrnefndum „leynifundi” Búnaðarþings með sínum upp- lýstu og hand- stýrðu fundar- sköpum, að ekki hafi mátt taka til umræðu og af- greiðslu, hvernig ætti að verja um tveimur milljörðum kr., sem hrein- um hagnaði af söluandvirði hótel- anna og því hafi nokkrir fulltrúar hafnað sölunni. Ef rétt er, þ.e.a.s. að bændaforustan hafi ætlað þenn- an hagnað til sjálf sín, þá er bændaforystan sannarlega að- þrengd og firrt. Það voru bændur sem ákváðu byggingu Hótel Sögu og lögðu til hennar af litlum launum sínum í 12 ár. Margir þeirra eru enn lifandi og því tel ég sannarlega kominn tíma til að skila ágóða þeirrar fjár- festingar til þeirra, með því að and- virði söluhagnaðar renni að stærst- um hluta í Lífeyrissjóð bænda og kannað verði hvort mögulegt sé að greiða þeim sérstaka uppbót, með sérgreiðslum úr sjóðnum, af hagn- aðinum. Ég skora á formann Bænda- samtaka Íslands að beita sér þegar í stað fyrir því að fram fari almenn skrifleg skoðanakönnun meðal bænda um það, hvort selja eigi hótelin og hvert andvirði söluhagn- aðar eigi að renna, ef viðkomandi væri sammála sölu, með því að gefa upp nokkra valmöguleika. Þessi áskorun mín höfðar til þeirrar spurningar, sem fram er sett í fyrirsögn þessarar greinar. Er bændaforustan aðþrengd og firrt? Halldór Gunnarsson,Holti Bændablaðið Smáauglýsingar. 5630300 Sauðfjárbændur athugið – nýtt skýrsluhaldsforrit í sauðfjárrækt Bændasamtök Íslands eru að taka í notkun nýtt skýrsluhaldsforrit í sauðfjárrækt. Um er að ræða gagnagrunn sem er aðgengilegur bændum á netinu. Netforritið gerir bændum kleift að halda utan um skýrsluhald sitt í gagnagrunninum. Nýja forritið býður upp á marga möguleika sem ekki hafa staðið til boða í skýrsluhaldskerfum sauðfjárræktarinnar fram til þessa. Forritið er þróað í tölvudeild Bændasamtaka Íslands að mestu leyti. Kynningarfundir vegna forritsins verða haldnir á eftirfarandi stöðum: 28. feb. kl. 13:00 Blöndudós, Sjálfstæðissalurinn kl. 20:30 Sauðárkrókur, Svaðastaðir kl. 14:00 Árnessýsla, Þingborg kl. 20:30 Rangárvallasýsla, Árhús við Hellu 1. mars kl. 14:00 Vestur Skaft., Hótel Klaustur kl. 20:30 Austur Skaft., Smyrlabjörg kl. 14:00 Reykhólar, grunnskólinn kl. 20:00 Barðaströnd, Birkimelur 2. mars kl. 13:00 Suður-Firðir, Hótel Bláfell kl. 20:00 Hérað, Ekkjufell 3. mars kl. 13:00 Vopnafjörður, Syðri Vík 6. mars kl. 13:00 Eyjafjörður, Hlíðarbær kl. 20:30 Þingeyjarsveit, Breiðamýri kl. 15:00 Hvanneyri, mötuneyti 7. mars kl. 10:00 Þistilfjörður, Ytra Áland kl. 13:00 Ísafjörður, Háskólasetrið kl. 15:00 Kópasker, Fjallalamb kl. 15:00 Snæfellsnes, Breiðablik 8. mars kl. 14:00 Dalir, Dalabúð Bændasamtök Íslands

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.