Bændablaðið - 24.02.2006, Side 40
40 Þriðjudagur 28. febrúar 2006
Það styttist í Búnaðarþing 2006
en það verður haldið dagana 5.
til 8. mars næstkomandi. Har-
aldur Benediktsson, formaður
Bændasamtakanna, var spurð-
ur hvaða mál hann teldi að yrðu
fyrirferðamest á Búnaðarþing-
inu?
Við munum að sjálfsögðu ræða
byggðamálin í sínum víðasta
skilningi og leggja ef til vill nýjar
áherslur fram varðandi það mál og
höfum fengið þau til umsagnar
nýja þings-
ályktunartil-
lögu um
byggðaáætl-
un. Vonandi
koma þar
fram nýir
fletir þannig
að við fáum
nýja sýn í
byggðamál-
unum,“
sagði Har-
aldur.
,,Ég
hygg að raf-
orkuverð í dreifbýli muni verði
fyrirferða mikið mál. Bændur hafa
farið misjafnlega út úr þeim breyt-
ingum og vilja án efa ræða þau
mál ítarlega enda ekki enn séð
fyrir endann á þeim.
Hann sagði að án efa yrðu
miklar umræður um alþjóðasamn-
inga og verðmyndun búvara og
alla þá þungu umræðu sem þar
hefur farið fram. Þá nefndi hann
þrjú erindi sem komin eru til bún-
aðarþings um framlög til land-
græðsluverkefna. Þar eru bændur
að knýja á um að Landbótasjóður
verði efldur þannig að þeir geti
staðið við þær landbótaáætlanir
sem þeir hafa skrifað undir að
framkvæma í tengslum við gæða-
stýringu. Haraldur segir það mjög
alvarlegt mál ef Landbótasjóður
fær ekki fjármagn til að standa
undir þeim landbótaverkefnum
sem menn hafa tekist á hendur.
Þetta setur gæðastýringuna og þá
bændur í óvissu sem hafa undir-
gengist ákveðnar kröfur með sín
beitarmál.
Haraldur segir að tengt umræð-
unni um byggðamál verði umræða
um fjarskipti og nettengingar. Það
er vaxandi umræða um að góð
fjarskipti og góðar samgöngur séu
forsendur þess að efling lands-
byggðarinnar geti farið fram.
Þá verður rætt um tvöfalda bú-
setu, að það verði raunverulegur
valkostur að eiga tvö heimili á Ís-
landi, bæði í dreifbýli og þéttbýli.
Þetta geti skipt miklu máli fyrir
sveitirnar. Auk þess munu bændur
ræða ýmis fagleg innri mál,
hvernig þeir reka sitt félagskerfi,
um orlofssjóð Bændasamtakanna
þar sem menn eru að hugsa um
nýjar og breyttar áherslur frá því
sem verið hefur.
Haraldur Benediktsson
formaður Bændasam-
takanna
Byggðamál, raf-
orkuverð og
Landbótasjóður,
meðal helstu mála
búnaðarþings
Hólaskóli í heimsókn
Nemendur á fyrsta ári í ferðamáladeild Háskólans á Hólum komu í síðustu viku í heimsókn í Bændahöllina til kynna sér starfsemi Bændasamtaka
Íslands. Nemendurnir voru í höfuðborginni í tvo daga og kynntu sér staklega Food and Fun hátíðina sem greint er frá á blaðsíðu 2.
Mikil eftirspurn hefur verið síð-
ustu árin eftir spírum sem notað-
ar eru í fiskhjalla. Í haust er leið
voru sendar 600 spírur af rauð-
greni frá Hallormsstað til Grinda-
víkur. Spírurnar eru úr grisjun á
rauðgreni frá 1954-1956. Þetta er
önnur grisjun í reitnum sem er
um 1,4 hektarar, grisjað í um
1.200 tré á hverjum hektara.
Það er fyrirtækið Haustak í
Grindavík sem keypti spírurnar. Það
þurrkar að mestu hausa af keilu á
hjöllunum og fara þeir á Nígeríu-
markað en þorskur og ýsa eru þurrk-
uð í gufuhita.
Sömuleiðis hefur Hreinn Óskars-
son, skógarvörður á Suðurlandi selt
spírur sem teknar hafa verið í
Haukadal.
Dr. Ólafur Eggertsson, jarð-
fræðingur að Mógilsá, rannsóknar-
stöð Skógræktarinnar, sagði að
þessi spírusala væri umtalsverð bú-
bót fyrir Skógræktina því að hún
gerði betur en að greiða kostnaðinn
við grisjun skóganna. Hann segir
að viðarnytjar séu af ýmsum toga
eins og arinviður, jólatré, spírusal-
an og fleira.
Sala á spírum gerir betur en að greiða grisjunarkostnað
Nýtt þróunar-
verkefni í
hrossarækt
Kristinn Guðnason, formaður Fé-
lags hrossabænda, sagði á opnum
fundi, sem félagið boðaði til
ásamt Bændasamtökunum, í Þing-
borg í Hraungerðishreppi að nýtt
þróunarverkefni í hrossarækt
hefði komið í stað umboðsmans
hestsins. Nýja þróunarverkefnið
fær 25 milljónir króna á ári næstu
fimm árin. Formaðurinn sagði að
þar yrðu unnin mörg fjölbreytt
verkefni en fagráðið hafi sam-
þykkti að leggja mikla áherslu á
frjósemi íslenska hrossastofnsins,
sem hefur dvínað síðustu ár.
Á fundinum fjallaði Kristinn
einnig um afurðasölumálin en
mjög illa hefur gengið að selja
hrossakjöt úr landi vegna erfiðra
markaða, sem m.a. má rekja til
óhagstæðrar gengisþróunar. Þá
fjallaði hann einnig um spatt í
hrossum, landsmótið í sumar og
um framtíð Félags hrossabænda
svo eitthvað sé nefnt. /MHH
Þriðjudagur 28. febrúar 2006
ÚRVALSFATNAÐUR
Á ÍSLENSKA BÆNDUR
Tilboð til 10. mars
Ef keypt er vinnuflíspeysa og samfestingur
fæst stuttermabolur á 500 kr.
Sjá nánar á
bls. 34
Árið 2003 tóku gildi ný raforku-
lög sem komu að fullu til fram-
kvæmda í byrjun þessa árs. Það
sem snýr að neytendum fyrst og
fremst er sú staðreynd að ekki er
lengur heimilt að selja rafmagn
á mismunandi verði eftir notk-
un. Bændur hafa almennt komið
frekar illa út úr þessum breyt-
ingum og raforkuverð hækkað
víða í dreifbýli. Ástæðan liggur
að hluta til í þeim breytingum
sem gerðar voru á lögunum en
fyrst og fremst vegna “rangra”
reikningsaðferða við sölu raf-
magns í eldra kerfinu. Þetta
kemur fram í gögnum sem Þór-
arinn E. Sveinsson, fulltrúi hjá
Bændasamtökunum, hefur safn-
að saman; meðal annars frá
Orkustofnun.
Niðurgreiðslurnar í gamla kerf-
inu voru hugsaðar vegna rafhitun-
ar húsa. Í reynd var víða allt raf-
magn mikið niðurgreitt, en það
hefur breyttst í nýja kerfinu. Upp-
haflegt hámark á rafhitun var
35.000 kWst/ári en það var hækk-
að á síðasta ári í 40.000 kWst/ári.
Þórarinn segir að niðurgreiðsl-
urnar séu til sífelldrar endurskoð-
unar. Þeirri hugmynd hafi verið
velt upp, hvort það sé eðlilegt að
allir séu með sama hámarkið, þeg-
ar horft er til stærðar húsnæðis,
aldurs þess og fjölskyldustærðar.
Það séu mýmörg dæmi um not-
endur með alltof mikla notkun
þrátt fyrir að vera undir hámark-
inu. Einnig þurfi að kanna hvort
ekki sé ástæða til að vera með sér-
staka íbúðarflokkun á lögbýlum.
Nánast öll atvinnustarfsemi krefst
raforkunotkunar og spurningin sé
sú hvort hlutfallið 85% hitun og
15% almenn notkun ætti að vera
eitthvað annað í dreifbýlinu.
„Víst er að þessi kerfisbreyting
hefur haft áhrif víða. Meira heyrist
eðlilega um hækkun rafmagns en
lækkun. Kerfið verður ekki virkt
að fullu fyrr en neytendur geta far-
ið að velja sér birgja, vonandi síð-
ar á árinu. Samkvæmt upphafleg-
um hugmyndum ættu þá að opnast
möguleikar til lækkunar. Ekki má
heldur gleyma möguleikum
bænda og landeigenda til fram-
leiðslu rafmagns og sölu inn á
landskerfið. Nauðsynlegt er að
bændur – sem aðrir rafmagnsnot-
endur - fylgist vel með þessum
breytingum og að upphafleg
markmið og ásetningur við kerfis-
breytinguna nái fram að ganga,”
segir Þórarinn.
Þróun raforkuverðs í dreifbýli
frá árinu 2004 til 2006
Raforkuverð hefur
víða hækkað í dreifbýli