Bændablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 24
24 Þriðjudagur 28. febrúar 2006
Í þetta sinn hluti úr gamalli
grein, aldrei er góð vísa of oft
kveðin.
Góður mjaltamaður / kona er
lykillinn að góðu júgurheil-
brigði, ekki flottar mjaltavélar.
Þegar við heyrum orð eins og
dráttarvélar, heyvinnuvélar,
rúllubindivélar eða mjaltavélar
þá tengjum við þau í huganum
við búskaparhætti nútímans,
vinnuhagræð-
ingu og tíma-
sparnað.
Dráttarklárar,
orf, hrífa, klyfjar
og mjaltakonur
heyra fortíðinni
til og eru þá
e.t.v. hluti af
sveitarómantí-
kinni líka.
Af allri vél-
væðingunni
hlutust róttækar
breytingar á bú-
skaparháttum
með tilheyrandi kostum og
ókostum.
Af öllum þessum „vélum“
hefur ein þá sérstöðu að vera
gerð til þess að vera í samneyti
við kýr í 5-8 mínútur tvisvar á
dag við mjöltun þ.e.mjaltavélin.
Mjaltavélin er því miður ekki
svo fullkomin, að hún hafi til að
bera mannlega eiginleika for-
veru sinnar mjaltakonunnar, svo
sem sjálfstæða hugsun , tilfinn-
ingar, næmni og þá ekki síst
mannlega hlýju í garð dýrsins.
Mjaltavélin rauf að miklu leyti
þau sterku bönd sem bundu
saman mann og dýr, þar sem
nærgætnar hendur mjaltakon-
unnar skynjuðu óðar ef eitthvað
var að, og hjörtu manns og dýrs
slógu saman með tilheyrandi
trausti dýrsins á manninum og
væntumþykju mannsins á dýr-
inu. Bændur hafa nú minni tíma
fyrir hvern einstakling í hjörð-
inni, hver kýr skiptir minna
máli.
Horfin er
mjaltakona !
Gamli „mjalta-
konu-þátturinn“
má aldrei
gleymast, og er
enn þann dag í
dag aðal lykill-
inn að góðu
júgurheilbrigði
og vellíðan kúa
og kálfa. Vitað
er að tauga-
veikluð og óör-
ugg kýr er líklegri til áfalla en sú
ánægða.
Ef framleiða á góða mjólk
verður kúnni að líða vel, hún þarf
að hafa á ykkur traust og það á að
umgangast hana eins og dýr með
næmar tilfinningar. Hún hefur
meira vit í hausnum en margur
heldur og gleymum ekki að kýrin
finnur til sársauka eins og mann-
skepnan þó hún hafi ekki eins
hátt þegar eitthvað amar að.
Í stuttu máli: Gleymið aldrei
að sýna dýrinu góðvild og nær-
gætni, það launar ykkur hlýjuna.
Heyrt í
sveitinni
Kristján Gunnarsson,
mjólkureftirlitsmaður,
Norðurmjólk
Um beit og bindingu
Nú lítur út fyrir að útblásturskvóti
Íslendinga verði uppurinn þegar Ál-
verið í Straumsvík lýkur við fyrir-
hugaða stækkun sína. Eins og kom-
ið hefur fram í fréttum nýverið sjá
menn aðallega tvennt í stöðunni ef
halda á áfram áherslu stjórnvalda á
stóriðju, en það er að minnka út-
blástur frá öðrum þáttum svo sem
bílaumferð og útgerð, eða að kaupa
útblásturskvóta erlendis frá. Það
sem gleymist hér er að uppgræðsla
og beitarstjórnun geta einnig aukið
útblásturskvótann. Bjartmar Svein-
björnsson, prófessor í skógarvist-
fræði við Alaskaháskóla fullyrti í
dögunum út frá samanburðarrann-
sókn sinni að villtur skógur/kjarr á
Íslandi sé aðeins lítið brot af því
sem hann væri ef ekki væri fyrir beit
búfénaðar, en samkvæmt honum
hefur beit búfjár mun meiri áhrif á
uppvöxt trjáa og kjarrs á Íslandi
heldur en veðurfar.
Kyotosamningurinn hafði áhrif á
mælingar á uppgræðslu
Eftir Kyotosamninginn frá 1990 er
uppgræðsla yfirleitt mæld í kolefn-
isbindingu þar sem kolefnisbinding
með landgræðslu og skógrækt
dregst frá losun gróðurhúsaloftteg-
unda hér á landi (tonn fyrir tonn).
Bindingin felst í því að umbreyta
koltvísýringi, CO2-andrúmslofsins,
í lífræn efni sem geymd eru í gróðri
og jarðvegi. Samdráttur CO2 meng-
unar og kolefnisbinding eru því
tvær mismunandi leiðir að sama
markmiði, þ.e. að koma í veg fyrir
breytingar á loftslagi jarðar. Í Kyoto
bókuninni er kveðið á um að nota
megi kolefnisbindingu skóga sem
ræktaðir eru frá og með 1990 til frá-
dráttar frá útstreymi koltvísýrings.
Á aðildarþingi loftslagssamningsins
haustið 2001 var auk þess ákveðið
að þjóðir heims megi nota m.a. kol-
efnisbindingu með landgræðslu,
skógarumhirðu og beitarstjórnun
sem leiðir til að mæta skuldbinding-
um vegna Kyoto bókunarinnar. Að-
eins er tekið tillit til skóga á land-
svæði sem hefur verið skóglaust í
meira en 50 ár. Nýskógar sem gróð-
ursettir eru eftir 1989 eru oft kallað-
ir Kyotoskógar, vegna þess að það
er eingöngu kolefnisbinding í þeim
skóglendum sem er frádráttarbær
frá CO2-losun. Á mynd hér að neð-
an eru tölur yfir kolefnisbindingu á
Íslandi frá 1990.
Heimild: Landgræðsla og Skóg-
rækt ríkisins
Kolefnisbinding á Íslandi
Aðstæður til kolefnisbindingar með
landgræðslu og skógrækt þykja
óvenju góðar hér á landi. Það stafar
m.a. af því að um 96% skóglendis
og um 50% gróðurs hér á landi hef-
ur eyðst frá landnámi ásamt miklum
jarðvegi. Þessari hnignun landkosta
hefur fylgt stórkostleg röskun vist-
kerfa og tap á lífrænu efni, til dæmis
hefur ígildi um 1.600 milljóna tonna
af kolefni glatast frá landnámsöld.
Miðað við núverandi uppgræðslu-
hraða tæki það um 500 ár að vinna
upp það sem tapast hefur. Hvert
uppkomið tré mun halda áfram að
binda kolefni í um 100 ár frá gróð-
ursetningu. Við landgræðslu heldur
bindingin áfram í að minnsta kosti
60 ár eftir sáningu eða aðrar land-
bótaaðgerðir. Hægt er að nýta báðar
þessar leiðir nær samhliða, þ.e.a.s.
að binda fyrst með landgræðslu og
síðan með skógrækt. Heildarkold-
íoxíðlosun Íslendinga er um þrjár
milljónir tonna árlega. Gert er ráð
fyrir að frádráttarbær kolefnisbind-
ing í gróðri og jarðvegi sé nú á milli
200.000-300.000 tonn eða nærri
10% af losun CO2.
Tillagan
Það er mín skoðun að hægt sé að
þrefalda bindinguna með einni sárs-
aukalítilli aðferð sem ég tel að allir
muni þó hagnast á þegar allt kemur
til alls. Sú aðferð fellst í því að verja
á annan hátt helmingi af því fé sem
nú er varið til sauðfjárræktar í dag,
en samkvæmt fjárlögum 2006 var
heildarupphæð á liðnum Greiðslur
vegna sauðfjárframleiðslu alls
2.983 m.kr. Mín tillaga gengur út á
það að bjóða helmingi af þeim
bændum sem þiggja niðurgreiðslu
vegna sauðfjárframleiðslu að breyta
framleiðslu sinni í kolefnisbúskap.
Samkvæmt þessu verða þá 1.492
m.kr. til ráðstöfunar eða svipað því
sem nú er varið til allra skógræktar
og landgræðslu-verkefna í landinu
samanlagt. Ástæða þess að ég tel að
binding kolefnis þrefaldist þó að
fjármagnið aðeins tvöfaldist, eru
nokkrar. Í fyrsta lagi þá er beitar-
stjórnun frádráttarbær, þannig að
um leið og land fer úr beit hækkar
frádráttarbær binding. Í öðru lagi
mundi eina markmið verkefnanna
vera kolefnisbinding og þess vegna
hægt að vinna mjög markvisst og
velja alltaf hagkvæmasta kostinn til
bindingar. Samkvæmt stjórnunar-
fræðunum er það sem er mælt
stjórnað og yfirleitt fátt annað. Í
þriðja lagi er þegar búið að greiða
fyrir stofn- og stjórnunarkostnað hjá
Landgræðslu, Skógrækt og lands-
hlutabundnum skógræktarverkefn-
um þannig að upphæðin ætti að geta
nýst óskipt til kolefnisbúskapar. Í
fjórða lagi þá þekkja sauðfjárbænd-
ur staðhætti á löndum sínum og ná-
grenni mjög vel og vita hvar bestu
skilyrðin til ræktunar eru. Þeir eiga
nú þegar mikið af tækjakosti og búa
yfir bæði góðri verkþekkingu og
dugnaði sem til þarf. Þeir sem
græða á þessu fyrirkomulagi eru
fyrst og fremst bændur, bæði þeir
bændur sem breyta til og þeir sem
eftir yrðu. Ef ríkissjóður mundi
greiða fyrir hvert tonn kolefnis, til
dæmis 2.500 kr., þá gætu dugleg-
ustu bændurnir með góð ræktunar-
skilyrði bætt afkomu sína verulega
(hagkvæmasta kolefnisbindingin er
að rækta ógróið land með lúpínu
eða öðru slíku). Þess má geta að
heimsmarkaðsverð á kolefnis/út-
blásturskvótum er 1.600 kr. (20?/t)
fyrir tonnið. Til samanburðar er
breytilegur einingarkostnaður við
bindingu eins tonns við landgræðslu
eða skógrækt frá 400-2.000 kr. sam-
kvæmt upplýsingum frá Land-
græðslu og Skógrækt ríkisins. Þetta
yrði líka til hagsbóta fyrir þá sauð-
fjárbændur sem eftir yrðu þar sem
50% framleiðsluskerðing myndi
þýða að útflutningsskylda yrði lögð
niður. Á síðasta ári var útflutnings-
skylda af framleiddu lambakjöti um
40%, í ár er hún rétt tæp 20%.
Hugsanlegt er að jafnvægi myndist
þarna á milli næstu ár. Útflutnings-
skylda skiptir bændur töluverðu
máli því tekjur bænda af útflutningi
eru yfirleitt aðeins einn þriðji miðað
við að kjötið sé selt innanlands.
Hægt er að færa rök fyrir því að
hagur þeirra bænda sem eftir verða
muni batna um 20-30% ef þessi leið
yrði valin. Sér í lagi ef minna fram-
boð á lambakjöti myndi færa kjötið
yfir í hærri lúxusvöruflokk í hugum
neytenda sem ég tel það ætti reynd-
ar að vera. Ríkssjóður/skattgreið-
endur myndu einnig njóta góðs af
því þar sem kolefniskvóti upp á 500
tonn á markaðsvirði 800 m.kr.
kæmi í þeirra hlut (miðað við fyrr-
greindar forsendur). Þau landsvæði
sem auka kolefniskvóta hvað mest
ættu að ganga fyrir ef til stóriðju,
orkufreks iðnaðar kemur eða að
njóta andvirði söluverðs kvótans til
annarrar atvinnuuppbyggingar sem
samstaða í héraði væri um, enda
hefðu heimamenn unnið fyrir þeirri
uppbyggingu. Á þennan hátt gætu
fyrrverandi sauðfjárbændur aftur
orðið sá máttarstólpi sem þeir einu
sinni voru með tilliti til að veita at-
vinnu og halda uppi byggð í héraði.
Með því að tengja landbúnað við
aðrar atvinnugreinar og atvinnuupp-
byggingu á þennan hátt tel ég að
skapist meiri sátt um landbúnaðinn í
heild sinni. Einnig gæti íslenska rík-
ið betur uppfyllt skuldbindingar sín-
ar á alþjóðavettvangi í framtíðinni
þegar og ef Alþjóðaviðskiptastofn-
unin krefur íslenska ríkið um að
lækka stuðning við hefðbundna
landbúnaðarframleiðslu. Almenn-
ingur í heild sinni ætti einnig að
hagnast þar sem gróðurlaus og
gróðurlítil landsvæði verða grædd
upp og hægt verður að skila afkom-
endunum landi sem væri eitthvað í
átt við það land sem forfeðurnir
byggðu.
Kolefnisbúskapur í stað sauðfjárræktar
Andri Ottesen kennir
rekstrar- og hagfræði við
Landbúnaðarháskóla Ís-
lands og er sérfræðingur
hjá Hagþjónustu landbún-
aðarins. Skoðanir og tillög-
ur í greininni eru þó ein-
göngu hans.
Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara
Bráðabirgðatölur fyrir desember 2005
jan.06 nóv.05 feb.05 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild %
Framleiðsla 2005 jan.06 jan.06 janúar '05 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán.
Alifuglakjöt 535.337 1.448.939 5.817.060 10,6 -2,0 7,5 24,1%
Hrossakjöt 92.797 390.673 766.777 5,4 16,5 -11,3 3,2%
Kindakjöt*, 2.516 385.997 8.737.414 -14,7 -34,5 1,1 36,2%
Nautgripakjöt 224.313 762.420 3.480.879 -21,0 -15,8 -3,1 14,4%
Svínakjöt 445.286 1.367.749 5.360.691 15,9 2,3 -3,2 22,2%
Samtals kjöt 1.300.249 4.355.778 24.162.821 4,6 -6,2 0,5
Mjólk 9.616.549 26.818.128 109.575.203 1,4 -2,6 -2,3
Sala innanlands
Alifuglakjöt 521.593 1.480.017 6.050.929 5,1 4,4 14,8 26,3%
Hrossakjöt 62.116 192.812 534.710 29,4 8,5 -7,9 2,3%
Kindakjöt 772.916 2.139.000 7.557.186 41,2 14,3 4,0 32,8%
Nautgripakjöt 220.280 770.483 3.493.337 -24,1 -15,3 -3,0 15,2%
Svínakjöt 445.217 1.380.973 5.371.702 19,2 6,0 -0,8 23,3%
Samtals kjöt 2.022.122 5.963.285 23.007.864 15,2 5,0 4,0
Mjólk:
Sala á próteingrunni: 9.228.489 27.634.422 112.681.956 14,1 1,8 2,8
Sala á fitugrunni: 7.721.675 26.633.870 101.247.949 6,6 4,2 2,7
* Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu.
Tölur um framleiðslu og sölu Mjólku ehf eru ekki innifaldar þar sem fyrirtækið hefur hafnað að skila skýrslum
samkvæmt 77. gr laga nr. 99/1993
Jörð óskast
Óska eftir að kaupa jörð hvar sem er á landinu, aðallega til
veiða á rjúpu. Ekki væri verra ef um fiskveiði væri einnig að
ræða. Allar stærðir og verðbil koma til greina. Möguleiki á að
ábúandi fái að búa áfram á jörð. Fullum trúnaði heitið.
Hafið samband við Benedikt í s.898 6640 eða á netfanginu
rjupnaland@hotmail.com
Bændablaðið
kemur næst út:
þriðjudaginn
14. mars