Bændablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 31
31Þriðjudagur 28. febrúar 2006
Grunnskólinn í Þorlákshöfn hef-
ur haldist reyklaus þetta skóla-
árið. Í tilefni þess var nemendum
8., 9. og 10. bekkjar boðið til
Reykjavíkur þar sem m.a. var
farið á leiksýningu Verslunar-
skóla Íslands.
Halldór Sigurðsson skólastjóri
sagði það mikinn viðburð að ná
skólanum algerlega reyklausum. Í
fyrra munaði mjög litlu að það
tækist en nú er takmarkinu náð.
Mikill áróður hefur verið gegn
reykingum í skólanum í gegnum
tíðina og hann hefur borið þann ár-
angur að þetta hefur verið að smá-
mjakast í rétta átt.
„Svo hjálpar það til í þessu máli
að hér er geysilega mikið og gott
íþrótta- og félagslíf. Krakkarnir
eru flestir í íþróttum, sem er ein
besta forvörnin gegn reykingum,“
sagði Halldór Sigurðsson.
Þess má geta að meðfylgjandi
mynd var tekin í afgeiðslu
Lýðheilsustofnunar, en þangað
fóru krakkarnir. Plássið var afar
lítið sem útskýrir hvers vegna taka
þurfti tvær myndir og setja þær
saman.
Námskeið með þekktum er-
lendum beitarsérfræðingi
Skeifan 2 • 108 Reykjavík
S. 530 5900 • Fax 530 5911
www.poulsen.is
Fyrir flestar
dráttavélar
kr. 12.960 m/vsk
Fáðu
þér sæti
Þann 6. mars nk verður haldið
námskeið á vegum LBHÍ sem ber
yfirskriftina „Skipulag beitar fyrir
mjólkurkýr”. Að sögn Þóroddar
Sveinssonar tilraunastjóra á
Möðruvöllum voru það ráðunautar
sem óskuðu eftir þessu námskeiði.
„Ástæðan er að í sumar verða
bændur að framleiða mikla mjólk
og þá þarf að standa vel að beitar-
skipulagi og því ekki úr vegi að
skerpa á þekkingu okkar um beit
og það sem að henni snýr. Nám-
skeiðið er byggt upp á fyrirlestrum
kennara LBHÍ en aðalfyrirlesarinn
er Dr Mark Rutter, þekktur beitar-
sérfræðingur hjá The Institute of
Grassland and Environmental
Research (IGER) í Bretlandi. Sér-
svið Marks er beitarhegðun og
beitarval jórturdýra og beitar-
skipulag mjólkurkúa”.
Fyrirlestrarröð Marks ber yfir-
skriftina; „Matching grass supply
to grazing patterns for dairy cows
in various grazing systems”
Önnur erindi sem verða flutt á
námskeiðinu eru;
• Nokkrir gullmolar úr innlendum
beitarrannsóknum
• Áhrif uppeldis á beitarval og
beitarhegðun kúa
• Grænfóður er undirstaða haust-
beitar fyrir mjólkandi kýr
• Hugað að heilsufari mjólkurkúa
á beit
• Hagnýt hjálpartæki við að áætla
beitar- og ræktunarþarfir
• Hvernig hámörkum við mjólk-
urframleiðsluna í sumar?
Námskeiðið er einkum ætlað
ráðunautum en bændur eru að
sjálfsögðu velkomnir. Námskeiði
verður haldið á Hvanneyri 6. mars
og hefst kl 10:00 og því lýkur um
16:30 sama dag. Skráning er í
höndum endurmenntunarstjóra
LBHÍ, Guðrúnar Lárusdóttur, net-
fang: gurra@lbhi.is og sími: 843-
5308.
Reyklaus skóli í Þorlákshöfn