Bændablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 13
13Þriðjudagur 28. febrúar 2006
Félag ferðaþjónustubænda
leggur eftirfarandi erindi fyrir
Búnaðarþing 5. til 8. mars
2006: „Félag ferðaþjónustu-
bænda óskar eftir því að Bún-
aðarþing láti kanna ástæður
stórhækkaðs raforkuverðs til
bænda. Ferðaþjónustubændur
sem kynda með rafmagni hafa
lent í allt að 35% hækkun milli
áranna 2004 og 2005 sem er
með öllu óásættanlegt. Hafa
hlutaðeigandi aðilar bent á
hvor annan þegar kemur að út-
skýringum. Raforkusalar
benda á að niðurgreiðslur
vegna húshitunar frá ríkinu
hafi lækkað og stjórnvöld
benda annars vegar á að raf-
orkusalar hafi notfært sér ný
raforkulög til hækkana og hins
vegar að þessi hækkun hafi verið fyrirséð og eðli-
leg.“
35-40% hækkun!
Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaþjónustu-
bænda, segir að þegar breytingarnar á raforkulögunum
voru kynntar hafi menn talið að í dreifbýlinu myndi
raforkuverð hækka um 2-3% en í þéttbýlinu yrði um
3-5% lækkun að ræða. Þannig hafi það verið kynnt.
„Nú kemur það í ljós að hjá kúabændum og ferða-
þjónustubændum sem nota mikla
raforku og þeim sem kynda hús
sín með raforku hefur verð hækk-
að um 35 til 40%. Við höfum
fengið það staðfest hjá rafmagns-
veitunum að þessi hækkun sé
viðvarandi en ekki eitthvað sér-
stakt fyrir árið 2005. Það er því
ljóst að eitthvað hefur brugðist í
útreikningum og fyrir það verð-
um við að greiða,“ segir Mar-
teinn.
Hann bendir á að margir
ferðaþjónustubændur noti raf-
orku til húshitunar og greiða nú-
orðið 70 til 75 þúsund krónur á
mánuði. Aðrir hafi aðgang að
jarðvarma og því verði mikil
mismunun innan stéttarinnar á
þessu sviði.
Marteinn segir að RARIK
skýri hækkunina á þann veg að niðurgreiðslur á raf-
orku til húshitunar hafi lækkað. Stjórnvöld segi hins
vegar að raforkufyrirtæki og dreifingarfyrirtæki hafi
notfært sér breytingar á raforkulögunum og hækkað
verðið.
,,Þess vegna viljum við að Búnaðarþing álykti um
þetta og láti kanna hina raunverulegu ástæðu þessarar
hækkunar á raforkuverði. Við getum ekki metið hvor
hafi rétt fyrir sér, RARIK eða stjórnvöld,“ segir Mar-
teinn Njálsson.
Raforkuverð til
ferðaþjónustubænda
Allt að 35% hækkun milli
áranna 2004 og 2005 Á Kirkjubæjarklaustri errekin upplýsingaþjónustafyrir ferðamenn eins og svovíða á landinu og nú þjónar
hún orðið þjóðgarði eftir að
þjóðgarðurinn í Skaftafelli
var stækkaður. Fjölmargar
upplýsingaþjónustur fá
styrki frá ríkinu til að halda
úti rekstrinum en ekki upp-
lýsingaþjónustan á Klaustri.
Sveitarstjórn Skaftárhrepps
hefur farið fram á liðsinni ráð-
herra við þá kröfu að upplýs-
ingaþjónustan á Klaustri hljóti
árlegan styrk til starfseminnar
eins og fjölmargar sambærileg-
ar upplýsingaþjónustur í land-
inu.
Gunnsteinn R. Ómarsson,
sveitarstjóri Skaftárhrepps,
sagði að sveitarstjórn hefði
ekki fengið nein skýr svör við
því hvers vegna upplýsinga-
þjónustan fær ekki styrk. Hann
sagði að leitað hafi verið til
þingmanna sem vísuðu á
Ferðamálastofu. Sömuleiðis
hafi verið leitað til ráðherra en
án árangurs.
Á Höfn er upplýsingaþjón-
usta, sem var ekki skilgreind
sem landshlutamiðstöð því hún
var annars staðar á Austfjörð-
um. Síðan er landshlutasmið-
stöð í Hveragerði og þessar
miðstöðvar báðar fá styrk. Sú í
Hveragerði 2,5 milljónir króna
á ári og á Höfn 1 milljón
króna. Í ár verður opnuð upp-
lýsingamiðstöð í Vestmanna-
eyjum og hún fær 2,5 milljónir
króna í styrk. Á Selfossi, Hellu
og Hvolsvelli eru upplýsinga-
miðstöðvar sem fá ekki styrk.
Gunnsteinn bendir hins veg-
ar á að upplýsingamiðstöðin á
Kirkjubæjarklaustri hafi gríðar-
lega stórt landssvæði undir auk
þess að þjóna þjóðgarði. Þess
vegna þyki fólki í Skaftár-
hreppi sanngjörn krafa að fara
fram á styrk til rekstrarins auk
þess sem upplýsingamiðstöðin
á Kirkjubæjarklaustri sé næst-
elsta upplýsingamiðstöð lands-
ins. Aðeins miðstöðin í Reykja-
vík er eldri.
Næst í röðinni
Ferðamálastofa segir að
miðstöðin á Kirkjubæjar-
klaustri verði sú næsta í röð-
inni til að hljóta styrk þegar
næsta upplýsingamiðstöð fái
viðurkenningu.
Komið hefur fram tillaga
um að ráða atvinnu- og ferða-
málafulltrúa í Skaftárhreppi.
Gunnsteinn segir að menn vilji
bíða og sjá hvað setur varðandi
vaxtarsamning fyrir Suðurland
sem hann segir að sé í fæðingu.
Kirkjubæjarklaustur
Upplýsingaþjónustan fær
ekki opinberan styrk