Bændablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 22
22 Þriðjudagur 28. febrúar 2006 Nýverið var opnaður nýr og glæsi- legur innidýragarður í dýragarðin- um Slakka í Biskupstungum. Þar eru risastór fiskabúr, fuglar og ýmiskonar smádýr. Garðurinn verður opinn í vetur fyrir skóla- hópa og fyrirfram pantaða hópa en opnar formlega í maí. Garðurinn er nú orðinn 12 ára og leitast hefur verið við að byggja upp og bæta á hverju ári. „Með þessari viðbót opnast nú möguleikar á taka á móti hópum í fræðslu og skemmtiferðir í Slakka allan árs- ins hring. Veitingaaðstaða og minigolf er einnig til staðar ásamt stórum sjónvarpsskjá o.fl. Það er kjörið að koma með skólahópa að Slakka þar sem krakkarnir geta í einni ferð fræðst um dýrin, spilað minigolf, farið í leiki og fengið sér pizzu“, sagði Helgi Sveinbjörns- son, eigandi garðsins í samtali við blaðið. Allar nánari upplýsingar um dýragarðinn, móttöku hópa og tilboð má fá hjá Helga í síma 868- 7626. /MHH Nýr innidýragarður í Slakka í Biskupstungum Í Slakka vekur hani nokkur sér- staka athygli en hann er skírður í höfuðið á bæjarstjóra Kópavogs- bæjar, Gunnari Birgissyni. Þetta er haninn sem olli usla í bænum sl. sumar út í garði hjá fólki en eftir ít- rekaðar kvartanir nágranna var ákveðið að fara með hanan í Slakka. ./MHH Norðurferð búfjárræktarklúbbs 2006 Helgina 17. – 19. febrúar sl. fór hópur nemenda frá Hvanneyri í búfjár- ræktar- og menningarferð norður í land. Ferðin tókst í alla staði mjög vel. Farið var af stað á föstudagsmorgni og var fyrsti viðkomustaður á Syðra-Kolugili í Víðidal en þar er myndarlegt fé í nýlegum fjárhúsum. Næst var stoppað á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal og skoðað nýtt hesthús sem innréttað var í gömlu fjósi á síðasta ári. Síðasti viðkomustaður á föstu- deginum var gamli bærinn í Glaumbæ í Skagafirði. Á laugardeginum voru Hrafnagilsbændur fyrst heimsóttir og nýja mjaltahringekjan skoðuð hjá þeim. Þá var haldið áfram fram Eyjafjörð og næst áð á Gullbrekku en þar er rekið blandað bú. Þeir, sem ekki kærðu sig um að fara í bæjar- heimsóknir, fengu leiðsögn um Kjarnaskóg og heimsóttu Minjasafnið á Akureyri. Eftir hádegi á laugardeginum var farið á starfsstöð skólans á Möðruvöllum í Hörgárdal, þar fékk hópurinn söguleiðsögn um staðinn ásamt kynningu á þeim rannsóknum sem þar fara fram. Að lokinni kynn- ingu á Möðruvöllum var haldið að bænum Skriðu en þar var búið að safna saman úrvalshrútum af nokkrum bæjum í Hörgárdal og mönnum gefin kostur á að skoða þá. Um kvöldið fjölmennti hópurinn síðan á ís- töltmót Bautans í Skautahöllinni á Akureyri. Í heimferðinni á sunnudeg- inum var komið við á bænum Stóru-Ökrum í Blönduhlíð í Skagafirði og skoðað nýbyggt fjós sem er frábrugðið mörgum öðrum að því leyti að það er með keðjufóðurgangi. Hópurinn vill þakka öllum þeim, sem komu að skiplagningu ferðar- innar, og þeim sem styrktu hann til fararinnar, en þeir eru: Bændasamtök Íslands, Bústólpi, Landssamband kúabænda, Kaupfélag Skagfirðinga, Norðurmjólk, Vélaborg, Lífland, B. Jensen, SS og Kjarnafæði.Án stuðn- ings þeirra hefði ferðin ekki verið farin. Fyrir hönd hópsins,Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Myndin hér fyrir ofan var tekin í fjárhús- unum á Syðra-Kolugili. F.v. Daníel Páls- son, Hjálmsstöðum, Maríus Snær Hall- dórsson, Bjarnastöðum, Einar Guð- mundur Þorláksson, Svalbarði og Árni Sigurðsson, Presthólum. T.h. er Vigfús Friðriksson, Valþjófsstað að ræða við á er hann hitti á bænum Syðra-Kolugili í Víðidal. Myndin fyrir neðan er tekin í fjósinu á Gullbrekku. F.v Einar Kári Magnússon, Hamratungu, Óðinn Gísla- son, Vöglum, Daníel Pálsson, Hjálms- stöðum, Birgir Arason, Gullbrekku og Steingrímur Þór Einarsson, Hvolsvelli. /Bbl. Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að skýrt jákvætt samhengi er milli kynbótagildis gripanna og hagnaðar búsins. Jafnframt er marktækt neikvætt samhengi milli hlutfalls ófeðraðra kúa og hagnaðar, sem bendir til þess að kynbótagildi óþekktra kýrfeðra sé einungis um 90% af kynbótagildi þekktra kýrfeðra. Fáar mælingar aftra því að nákvæmari niðurstöð- ur fáist, s.s. um hvert er hag- kvæmasta vægi einstakra eigin- leika. Verulegur akkur væri í að fleiri kúabú skiluðu búreikning- um þannig að auðveldara væri að framkvæma rannsóknir af þessu tagi. Óhætt er að fullyrða að kyn- bætur hafa haft mikil áhrif á af- komu bænda. Endur- vakning umræðunnar um innflutning á erfðaefni til kynbóta á kúastofninum byggir jafnframt á bjargfastri trú á arðsemi kyn- bóta. Hins vegar er ekki heiglum hent að finna rannsóknir sem beinlínis sýna fram á jákvætt samhengi milli kynbóta og af- komu búa. Slíkar rannsóknir eru að sjálfsögðu mikilvægt innlegg í umræðu um áherslur í ræktunar- starfi jafnframt því að gefa vísbendingu um möguleg arðsemis- áhrif innflutnings á erfðaefni og það hvaða eiginleika ber að hafa í huga hvað varðar val á erfðaefni til innflutnings, ef til hans kemur. Rannsókn að norskri fyrirmynd Nýlega voru kynntar niður- stöður um arðsemi kynbóta fyrir norska NRF-kynið í Buskap, tímariti norsku kynbótasamtak- anna Geno, þar sem nýrri aðferða- fræði er beitt. Niðurstöður þessar- ar norsku rannsóknar sýndu að marktækt, jákvætt samhengi var milli afkomu búanna og meðal- talseinkunnar hjarðarinnar fyrir 8 af 10 eiginleikum sem kynbætt er fyrir í NRF (Steine, Kristófersson og Guttormsen 2005). Rannsókn- in sýndi jafnframt fram á að hið litla vægi sem mjólkurlagni hefur í norska kynbótamatinu, 24%, er fyllilega réttlætanlegt útfrá hagn- aðarsjónarmiði og að aðrir eigin- leikar, s.s. heilbrigði, júgur og mjaltaeiginleikar og skap. hafa umtalsverð jákvæð áhrif á af- komu búanna. Um mitt síðasta ár var ákveðið að framkvæma sam- bærilega rannsókn á samhengi kynbóta og arðsemi búanna hér á landi. Niðurstöðurnar liggja nú fyrir og voru kynntar á síðasta fræðaþingi landbúnaðarins, 3. febrúar síðastliðinn (Kristófers- son og Jónmundsson 2006). Hér verða gerð skil helstu niðurstöð- um úr þeirri rannsókn. Áhuga- samir geta nálgast niðurstöðurnar í heild sinni á www.landbunad- ur.is. Samhengi kynbótagildis og hagnaðar Aðferðin sem rannsóknin byggir á gengur út að finna sam- hengi veginna meðaltalskynbóta- eiginleika hjarðarinnar og rekstr- arniðurstöðu búsins. Notast er við svokallað takmarkað hagnaðar- fall, þar sem tekið er tillit til allra megin þátta í rekstri búsins, bæði fastra og breytilegra. Rannsókn af þessu tagi krefst ganga af tvenn- um toga. Annars vegar er um að ræða kynbótagögn úr skýrsluhaldi Bændasamtaka Íslands. Stuðst er við kynbótagildi föður þegar kyn- bótagildi kúa er reiknað út. Kyn- bótagildi föður er mun nákvæmar ákvarðað en kynbótagildi kúa. Nokkuð er um að kýr séu ófeðr- aðar í kynbótagögnunum, bæði fyrir vöntun á skráningu en einnig vegna notkunar heimanauta. Nauðsynlegt er að taka á einhvern hátt tillit til þeirra við útreikning- ana. Sú leið var farin að bæta við hlutfalli ófeðraðra árskúa af heildarfjölda árskúa sem breytu í módelið. Þannig má reikna áhrif þess þegar kýr eru ófeðraðar, sem inniheldur áhrif heimanautanotk- unar, á hagnað búsins.Hins vegar veitti Hagþjónusta landbúnaðar- ins nauðsynleg gögn úr rekstri bú- anna. Ákveðið var í samráði við Hagþjónustuna að takmarka tíma- bilið við 1997-2003, en nýrri gögn lágu ekki fyrir þegar Hag- þjónusta landbúnaðarins veitti nauðsynleg gögn úr rekstri bú- anna. Hið endanlega gagnasafn innihélt 823 mælingar fyrir 256 bú frá 1997 til 2003. Kynbætur auka hagnað Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu tölfræðilega marktæk já- kvæð áhrif kynbótagildis á hagn- að. Samkvæmt niðurstöðunum hækkar hagnaður bús um 0,84% við að meðalkynbótagildi kýr- feðra hækki um 1%. Þessi niður- staða er afar jákvæð og undir- strikar mikilvægi kynbóta. Fyrir meðalbúið myndi hækkun á kyn- bótagildi um 1% þýða aukinn hagnað um 27.504 kr. á ári1. Mið- að við meðaltalshækkun kynbóta- gildisins í íslenska kúastofninum upp á 0,6% á ári og núverandi vexti á markaði er núvirði árlegr- ar hækkunar því um 154 þús. kr. fyrir meðalbúið. Óþekktir feður mun lakari en sæðinganaut Áhrif hlutfalls ófeðraðra kúa á hagnað reyndist neikvætt og töl- fræðilega marktækt. Þannig er hægt að hafna núlltilgátunni um að hinir óþekktu feður séu jafn- góðir sæðinganautunum, við 5% mörk. Bú, sem einungis notast við óþekkta feður, hagnist að jafnaði 8,6% minna en bú, sem notast við sæðinganaut, eða 290 þús. kr. minna á ári. Reiknað kynbótagildi hinna óþekktu feðra út frá niður- stöðunni reyndist vera 90,2% af meðalkynbótagildi sæðinganaut- anna. Fyrir heildarmeðaltalið, þ.e. kynbótagildi 102,6, er kynbótagildi óþekktra feðra 92,6. Þrátt fyrir að ekki megi túlka þessa nið- urstöðu beint sem meðalkynbótagildi heimanauta. vekur þessi niðurstaða okk- ur til umhugsunar um áhrif útbreiddrar notkunar heimanauta á kvígur. Niðurstöð- urnar benda til þess að verulega mætti auka hraða framfara í kynbótastarfinu með útbreiddari sæðingu kvígna og þar með auka arðsemi búr- ekstrar til skemmri sem lengri tíma. Fá búreikningabú skerða niðurstöðuna Frekari athugun á hvaða ein- stakir eiginleikar hafa mest áhrif á hagnað bar ekki sama árangur og í norsku rannsókninni. Ástæða þess er að íslenska gagnasafnið reyndist of lítið og því var töl- fræðilegur styrkur greiningarinn- ar ekki nægilegur. Mjög væri til bóta að fleiri bú skiluðu búreikn- ingum því í flókinni greiningu sem þessari er allt undir því kom- ið að nógu margar mælingar séu aðgengilegar. Þrátt fyrir þetta eru niðurstöðurnar afar lofandi og eðlilegt að þessi rannsókn verði endurtekin um leið og búreikn- ingar 2005 liggja fyrir með haust- inu. Heimildir Daði Már Kristófersson, og Jón Viðar Jónmundsson, 2006. Hagfræðilegt vægi eiginleika í ræktunarstarfi naut- gripa. Fræðaþing landbúnaðarins 2006, Reykjavík 2-3. febrúar 2006. Gro Steine, Daði Már Kristófersson og Atle Guttorm Guttormsen, 2005. Avl lønnar sig. Buskap, 7-2005. 1 Rétt er að benda á að um takmarkað hagnaðarfall er að ræða. Þannig eru hálffastir og fastir þættir ekki teknir með þegar hagnaður er reiknaður, heldur einungis sem breytur í módel- inu, sjá grein á www.landbúnadur.is til frekari skýringar. Jón Viðar Jónmundsson Daði Már Kristófersson Arðsemis- áhrif kynbóta

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.