Bændablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 7
Spurt var á Leirnum hver hafi ort þessa fallegu vísu: Fjör og máttur fjarar brátt feigð í gáttum kvikar. Lyftum hátt við lokaþátt lífsins sáttabikar. Sól um daga Hreiðar Karlsson sendi þessa skemmtilegu frásögn og vísu á Leirinn: Af því að nú er í tísku að yrkja um hið pólitíska vor, langar mig að rifja upp vísu eftir Starra í Garði, sem gerð var á árunum 1971-1974: „Sól um daga, dögg um nætur, dýrin fyllast. Vinstri stjórnin varla lætur veður spillast“. Fullkominn glæpur Starfsmaður á vistheimili hirti sjóð vistmannanna. og þá orti Hreiðar: Eðlinu hlýða hver maður má og margur á svellinu tæpur. En stela af fólki sem ekkert á er um það bil fullkominn glæpur. Ástarvísa Þær eru margar til ástarvísurnar en þessi vísa eftir Pétur Stefánsson er skondin: Það er lítt um það að fást, þó að magnist syndin; Ég á bara eina ást, og er það spegilmyndin. Gunna á Glerá Ingvar Gíslason fyrrum þingmaður og ráðherra orti forðum þessa limru um konu sem hét Guðrún: Léttlynd var Gunna á Glerá, hún giftist samt Jóni á Þverá. Nú hleypur um húsin hálft annað dúsin af krökkum sem enginn veit hver á. Leirinn í klessu Hákon Aðalsteinsson orti eitt sinn er honum þótti ekki vel ort á Leirn- um: Allur leirinn kominn er í klessu um kveðskap góðan ekki lengur spurt. Nú vil ég ekki vera með í þessu og vonast til að komast þaðan burt. Vinur hans og nafni séra Hjálmar Jónsson svaraði honum: Víst er andinn öðru hvoru geldur og eyðimörkin þurrkar hverja jurt. En það er ekki laust sem Leirinn heldur. Liggur þér á að komast héðan burt? Að gininu undanskildu Séra Hjálmar Jónsson segir svo frá: Einu sinni var ég á ráðstefnu með nokkrum íslenskum prestum í Danaveldi.Við vorum með eitthvað svipað í glösum að kvöldi til nema séra Ingólfur Guðmundsson. Hann var hins vegar þrasgjarnastur allra og varð mér þá þetta á: Ingólfur situr sinn við keip og setur fram rökin gildu. Hann er að drekka gin í grape að gininu undanskildu. Það eru 108 Stefán Vilhjálmsson setti þessa skemmtilegu vísu á Leirinn og spurði um höfund: Alltaf hjá mér ástin vex er ég fer að hátta. 3 x 36 það eru 108. Mælt af munni fram Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson 7Þriðjudagur 28. febrúar 2006 Á undanförnum árum hefur hugtak- ið fjölþættur landbúnaður, eða multifunctional agriculture, verið áberandi í umræðu um landbúnað- armál víða um heim. Fölþættur landbúnaður höfðar til þess að í viðbót við markaðsvörur, s.s. kjöt, mjólk, hey o.s.frv., hefur landbún- aður jákvæð áhrif á velferð í þjóð- félaginu með framleiðslu á svoköll- uðum almannagæðum, eða public goods. Dæmi um slík almannagæði eru menningarlandslag, verndun menningarverðmæta, matvælaör- yggi og dýravelferð, svo nokkur at- riði séu nefnd. Þessar afurðir eru að verulegu leyti staðbundnar og þar af leiðandi er það einungis á færi innlendra framleiðenda að fram- leiða þær. Það hefur verulegar afleiðingar fyrir hagkvæmustu stjórnun land- búnaðarmála hvort tekið er tillit til fjölþætts landbúnaðar enda er fjarri því að sú hugmynd sé óumdeild. Hér verður leitast við að kynna lauslega sýn hagfræðinnar á fjöl- þættan landbúnað, hvaða afleiðing- ar það hefur að taka tillit til fjöl- þættrar framleiðslu og hvaða að- ferðum ber að beita við mótun land- búnaðarstefnu ef taka á tillit til slíkrar framleiðslu. Umræðan er al- menn og ekki verður tekið sérstak- lega á spurningunni í hve miklum mæli íslenskur landbúnaður er fjöl- þættur. Markmið hagfræðinnar Hagfræði er göfug vísindagrein enda er markmið hagfræðinnar að hámarka velferð þegna þjóðfélags- ins að gefnum þeim auðlindum sem til ráðstöfunar eru. Hagfræðingar leitast við að finna leiðir að áður- nefndu markmiði með því að ákvarða hvað á að framleiða, hversu mikið á að framleiða og handa hverjum á að framleiða þannig að hámarksvelferð náist. Hverjum manni er ljóst að full- komin mæling á velferð einstak- linga, hvað þá heilla þjóða, er ómöguleg. Jafnframt er ljóst að í raunveruleikanum verður að taka á spurningum svo sem hvernig rétt- indum er háttað og í hve miklum mæli er réttlætanlegt að auka vel- ferð eins ef það er á kostnað vel- ferðar annars. Þannig getur reynst erfitt að beita hagfræðinni til að stýra þjóðfélaginu í smáatriðum. Samt sem áður veitir hagfræðin mikilvæg svör við almennum spurningum um hvernig skipu- leggja eigi þær stofnanir sem ákvarða framleiðslumagn ef nokkur von á að vera til þess að velferð borgaranna verði hámörkuð. Almannagæði og markaðsskortur Samkvæmt hagfræðinni ræður eðli hverrar vöru því hvaða aðferð hent- ar best til að ákvarða svar við spurningunni um hversu mikið á að framleiða og handa hverjum. Eigin- leikar sem ráða miklu um bestu að- ferð eru: Útilokun, þ.e. hversu auðvelt er að takmarka aðgang að vörunni. Samkeppni, þ.e. hefur mín notk- un á vörunni áhrif á notkunar- möguleika annarra? Mynd I sýnir hvernig flokka má vörur eftir útilokun og samkeppni. Á mynd I er einnig dregin lína, sem gefur til kynna að því erfiðari sem útilokun er og því minni sem sam- keppni um vöruna er, því verr hent- ar varan til sölu á mörkuðum. Hagfræðin spáir því að markaðir séu skilvirkir svo lengi sem sam- keppni um vöruna er mikil og auð- velt er að takmarka aðganginn að henni. Þetta á við um flestar neyslu- vörur. Til dæmis er neytandanum auðvelt að takmarka aðgang ann- arra að tilteknu epli með því að loka það inni í sínum einkaísskáp. Þar geta aðrir ekki nálgast það í leyfis- leysi án þess að gerast brotlegir við hegningarlög - útilokun er auðveld. Jafnframt hverfa möguleikar ann- arra til að neyta eplisins eftir að eig- andinn neytir þess - samkeppni er mikil. Á hinn bóginn eru til vörur þar sem útilokun er erfið og samkeppni er mikil, og eru slíkar vörur nefndar almannagæði (public goods). Götu- lýsing er sígilt dæmi um almanna- gæði. Erfitt er að takmarka aðgang að götulýsingu þannig að ef einn hefur aðgang að henni hafa allir það. Jafnframt er engin samkeppni um notkunina því notkun eins dreg- ur ekki úr notkunarmöguleikum annars. Hagfræðin spáir því að markað- ir, þar sem einstaklingar stunda frjáls viðskipti til að bæta eigin hag, séu ekki til þess fallnir að tryggja þjóðhagslega hagkvæmasta fram- leiðslumagn almannagæða. Þetta er dæmi um svokallaðan markaðs- skort. Aftur má taka götulýsingu sem dæmi. Götulýsing er jafnan ekki seld á markaði enda er kostn- aðurinn hár miðað við þann hag sem einstaklingurinn hefur af henni. Lítil samkeppni í neyslu tryggir hins vegar að sama götulýs- ing gagnast stórum hópi, og saman- lagður hagur allra sem njóta hennar getur hæglega verið meiri en kostn- aðurinn við að veita hana. Í slíkum tilfellum þurfa margir einstaklingar að koma sér saman um að sameig- inlega fjármögnun sem tryggir hag allra. Markaðir bjóða ekki upp á slíkar lausnir heldur þarf að beita öðrum aðferðum, s.s. atkvæða- greiðslum og sameiginlegri stjórn- un. Framleiðsla landbúnaðarins á almannagæðum Samkvæmt hugmyndinni um fjöl- þættan landbúnað einskorðast fram- leiðsla hans ekki við matvælafram- leiðslu, sem eru sígildar einkavörur, heldur framleiðir landbúnaðurinn einnig fjölbreytileg almannagæði. Þar hafa verið nefndir hlutir eins og: Umhverfisgæði. Landbætur (skógrækt, land- græðsla). Menningarlandslag. Menningarverðmæti, menningar- arfleifð. Dýravelferð. Tryggur aðgangur að matvælum. Matvælaöryggi og gæði. Búseta í dreifbýli. Atvinnustarfsemi í dreifbýli. Framleiðslu landbúnaðarins á al- mannagæðum kemur til viðbótar framleiðslu hans á einkavörum og eykur verferðaráhrif hans. Stýring á framleiðslu almannagæða Hið opinbera hefur mörg verðug verkefni á sinni könnu sem keppa um framlög. Við hljótum að gera þá kröfu að þessi verkefni séu styrkt í samræmi við hagsbót, þ.e. að fyrsta krónan fari til þeirra verk- efna sem gefur stærstan hagnað umfram kostnað, sú næsta til þeirra með næst stærstan hagnað umfram kostnað o.s.frv. Þannig stefnir hið opinbera markvist að því markmiði sínu að hámarka velferð þjóðfé- lagsþegnanna. Forsenda þess að slíkt mat geti farið fram er að virði almannagæð- anna hafi verið metið. Að því búnu verður að finna ódýrustu mögulega leið til að framleiða almannagæðin. Slíkt mat er afar mikilvægt því oft er um framleiðslu að ræða sem erf- itt er að skilgreina og því má búast við að kostnaður vegna eftirlits og stjórnunar, s.k. viðskiptakostnaður, geti orðið umtalsverður. Jafnvel má gera ráð fyrir því að í mörgum til- fellum, s.s. fyrir framleiðslu menn- ingarlandslags eða annarra menn- ingarverðmæta, sé viðskiptakostn- aður svo mikill að hugsanlega sé ódýrara að tengja greiðslu fyrir framleiðsluna við annað en hana sjálfa. Sem dæmi má hugsa sér að sér- stakur stuðningur við lítil bú eða ákveðna tegund framleiðslu, s.s. lífrænan landbúnað, nái betri ár- angri hvað varðar framleiðslu á menningarlandslagi en beinir hvat- ar. Hin almenna regla er að því hærri sem viðskiptakostnaður er því dýrara er að notast við beina hvata, þar sem beint er greitt fyrir almannagæði. Dæmi um beinan hvata til fram- leiðslu almannagæða er styrkir til landgræðslu og landbóta. Vegna þess að mörg af þeim almannagæð- um sem landbúnaðurinn framleiðir eru nátengd framleiðslu hans á markaðsvörum getur verið ódýrara að styðja þá framleiðslu en að greiða beint fyrir almannagæðin. Þannig hefur framleiðslutengdur stuðningur við landbúnað víða um heim, t.d. í Noregi, verið réttlættur sem greiðsla fyrir framleiðslu land- búnaðarins á almannagæðum, sem verða til sem aukaafurðir við fram- leiðslu mjólkur, kjöts og annarra markaðsvara. Þegar óbeinum hvötum er beitt er nákvæmni fórnað fyrir lægri við- skiptakostnað og allmörg vanda- mál eru samfara notkun óbeinna hvata. Vandamál við óbeina hvata Greiðslur sem tengjast framleiðslu- magni einkavara, t.d. verðstuðn- ingur, hafa neikvæð áhrif á velferð. Markaðurinn hættir að starfa með eðlilegum hætti þannig að verðið á markaðinum hættir að senda skila- boð til bænda um eftirspurn. Þetta ójafnvægi leiðir til rangra fram- leiðsluákvarðana og misnotkunar á framleiðslutækjum sem dregur úr velferð. Að sama skapi valda höft á viðskipti, eins og tollar og innflutn- ingsbönn, því að dregur úr velferð. Slík kerfi eru einnig viðkvæm fyrir samkeppni erlendis frá. Gerum ráð fyrir landi þar sem markvist hefur verið stuðlað að framleiðslu almannagæða með óbeinum hætti með því að leyfa ekki innflutning tiltekinna land- búnaðarvara. Gerum nú ráð fyrir að komið hafi upp sú krafa að inn- flutningur sé leyfður enda dragi innflutningshöft úr velferð. Hinn erlendi landbúnaður framleiðir, eðli sínu samkvæmt, ekki hin stað- bundnu almannagæði sem innlend- ur landbúnaður framleiðir. Hins vegar framleiðir hann ódýrari land- búnaðarvörur. Velferðaraukandi áhrif landbúnaðar Daði Már Kristófersson er hagfræðingur. Hann starfar að sérverkefnum á ráðgjafarsviði BÍ. Mynd I. Eiginleikar vöru og skilvirkni markaða. Framhald á næstu blaðsíðu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.