Bændablaðið - 02.05.2006, Page 2
2 Þriðjudagur 2. maí 2006
Veiðihundadeild Hundarækt-
arfélags Íslands hefur sótt um
leyfi til umhverfisráðherra til
að nota rafmagnsólar sem fyr-
irbyggjandi aðgerð gegn
hundsbitum í sauðfé.
Pétur Allan Guðmundsson,
formaður veiðihundadeildarinn-
ar, sagði að á hverju ári kæmu
upp nokkur tilfelli þar sem
hundar réðust á og særðu eða
jafnvel dræpu sauðfé. Hér á
landi verða veiðihundar að
gangast undir strangt próf sem
byggt er á norskum reglum. Í
Noregi fær hundur ekki að fara í
veiðipróf nema búið sé að venja
hann við kindur. Sumir hundar
ráðast aldrei á kindur en á þá
hunda sem það gera er sett raf-
magnsól. Ef hann sýnir sauðfé
áhuga þá er gefinn straumur á
ólina með fjarstýringu. Hundur-
inn myndar þá tengingu að kind-
urnar myndi þennan straum.
Þetta er gert einu sinni eða í
hæsta lægi tvisvar af sérfróðum
mönnum. Eftir það forðast þess-
ir hundar sauðfé.
Leyft og bannað
Það er leyfður innflutningur á
þessum rafmagnsólum og fjar-
stýringum, En að sögn Péturs
Allans má ekki gefa strauminn.
Það er sem sé leyfð sala en notk-
un tækisins bönnuð.
„Við viljum fá notkunarleyfi
fyrir þá sem hafa lært þetta og
kunna fullkomlega til verka. Ef
einhverjir sem ekki kunna til
verka eru að nota ólina þá geta
þeir gert vitleysur svo sem að
hundarnir fari að óttast girðing-
ar eða eitthvað þvíumlíkt,“
sagði Pétur Allan.
Málið í skoðun
Hann bendir á að í Noregi fá
standandi fuglaveiðihundar ekki
að fara í próf fyrr en hægt er að
sýna vottorð um að þeir séu sauð-
fjárgæfir.
Pétur Allan segir að málið sé í
skoðun hjá umhverfisráðuneytinu
og Umhverfisstofnun. Á sumar-
daginn fyrsta kom norskur sér-
fræðingur í hundatamningum til
landsins og hélt námskeið fyrir út-
valda menn. Meðal gesta voru
fulltrúar frá Umhverfisstofnun og
munu þeir síðan gefa skýrslu um
málið. Pétur Allan segist vonast til
að í framhaldinu verði gefið leyfi
fyrir notkun rafmagnshundaóla.
Norska Íslandshesta-
félagið sækir um að-
gang að WorldFeng
Norska Íslandshestafélagið hef-
ur ákveðið að sækja um aðgang
fyrir alla sína félagsmenn að
WorldFeng frá og með næsta
ári. Þetta var samþykkt á aðal-
fundi félagsins fyrir nokkrum
dögum. Þá hafa tvö fjölmenn Ís-
landshestafélög ákveðið að opna
aðgang að WorldFeng fyrir alla
félagsmenn en sænska félagið
ákvað að gera þetta strax á
þessu ári fyrir sína félagsmenn,
sem eru um 6.500 talsins. Það er
því ljóst að áskrifendur World-
Fengs verða um 10.000 frá og
með næstu áramótum.
„Ég tók grunninn að þessu nýja
húsi í fyrrahaust og lauk við að
steypa sökkulinn og fylla inn í
hann. Svo reikna ég með að fara
í gang aftur nú í byrjun maí. Þá
fer ég að sjóða saman stálbitana
og reisa húsið. Það er 3.400 fer-
metrar að stærð þannig að þetta
tekur sinn tíma en ég þarf helst
að geta tekið hluta af því í notk-
un í júlí því ég setti talsvert mik-
ið á af dýrum í fyrrahaust og
vantar því pláss þegar hvolparn-
ir fara að stækka,“ sagði Sig-
mundur Sigurðsson, loðdýra-
bóndi í Héraðsdal í Skagafirði,
þegar tíðindamaður blaðsins
náði tali af honum á dögunum.
Loðdýrabúið rekur Sigmundur
nú undir nafninu Quality á Ís-
landi ehf.
Sigmundur byrjaði í loðdýra-
rækt árið 1982 og þekkir þessa
búgrein orðið nokkuð vel. Hann er
í dag með um 3.000 minkalæður
og 400 refalæður á búinu, en býst
við að hætta með refinn og snúa
sér alfarið að minknum í haust.
Ástæðan er sú að það er alltaf tap á
refnum, að hans sögn. Með til-
komu nýja hússins getur Sigmund-
ur verið með um 5.000 minkalæð-
ur. Hann hefur í mörg ár verið
með búið á tveimur stöðum. Auk
húsa á heimajörðinni keypti hann
fyrir allmörgum árum loðdýra-
skála í landi Reykjaborgar, sem er
um 7 km frá Héraðsdal. Þar
byggði hann í fyrra nýtt hús, sem í
er fóðurstöð og frystigeymsla. Sig-
mundur hefur frá árinu 1992 rekið
eigin fóðurstöð og sækir hráefni
víða að, fiskúrgang til Dalvíkur,
sláturúrgang til Akureyrar og lýsi
og mjöl til Siglufjarðar og fær að
auki bætiefni frá Danmörku. Með
tilkomu nýja hússins getur hann
verið með mun meiri birgðir af
hráefni en áður. Aðspurður um
hve margir starfi við búið nú, segir
hann að þar séu yfirleitt fimm
starfsmenn og svo aukafólk meðan
skinnaverkun standi yfir. En hann
segir erfitt að fá fólk. Þegar bygg-
ingin verði tilbúin segist hann
þurfa fimm menn til viðbótar.
Miklar verðsveiflur
-En er afkoman bærileg hjá loð-
dýrabændum í dag?
„Þessi staða á gengi krónunnar,
sem verið hefur lengi, hefur komið
illa við okkur loðdýrabændur eins
og aðra sem eru að flytja afurðir á
erlendan markað. En verðið er með
besta móti núna, ég vonast eftir að
jafnaðarverð fyrir minkaskinn
verði a.m.k. 2.500 krónur og ef vel
gengur geti það nálgast 3.000
krónurnar. En það er erfitt að ráða í
verðið, því þótt eitt uppboð gefi
gott verð er ekki víst að það haldist
eins hátt á næsta uppboði. Maður
hefur séð miklar sveiflur upp og
niður á verðinu í gegnum tíðina,
t.d. þegar minkaskinnin voru á
milli 7 og 800 krónur. Ég lét engin
skinn á markað þá og hef oft
geymt skinn á milli ára þegar
verðið hefur verið lágt. Það hefur
alltaf borgað sig. En maður vonast
til að sjá ekki slíka stórniðursveiflu
aftur. En skinnaverð í dag er með
því skásta í langan tíma og það
gefur manni tilefni til bjartsýni.
Þess vegna er ég að fara út í þessa
húsbyggingu, sem væntanlega
kostar um 50 milljónir króna. Og
Landsbankinn virðist hafa trú á
þessu og hefur gefið grænt ljós á
að lána út á þessa framkvæmd,“
sagði Sigmundur Sigurðsson loð-
dýrabóndi.
/ÖÞ
Sigmundur Sigurðsson í Héraðsdal í Skagafirði:
Trúir á betri tíð í loðdýrabúskapnum
Þollur er besta
nautið í ár-
gangi 1999
Á aðalfundi Búnaðarsambands
Suðurlands, sem haldinn var á
Flúðum 21. apríl sl. afhenti Jón
Viðar Jónmundsson landsráðu-
nautur í nautgriparækt Kristni
Guðnasyni bónda á Þverlæk í
Holtum viðurkenningu fyrir
besta nautið í nautaárgangi
1999. Viðurkenninguna hlaut
Kristinn fyrir ræktun kynbóta-
nautsins Þolls 99008 undan
Skildi 91022 og Grautargerð
346, Bassadóttur 86021.
Jón Viðar sagði við þetta tæki-
færi að sér væri mikil ánægja að
því að afhenda Kristni þessa við-
urkenningu þar sem Þverlækur
væri eitt fárra búa á landinu þar
sem nautgriparækt væri stunduð
af sömu ástríðu og sjá mætti í
hrossa- og sauðfjárrækt. Hann
sagði það segja sína sögu að nú
væru þrjú reynd naut frá Þverlæk í
nautaskrá en slíkt væri afar sjald-
gæft og bæri glöggt vitni um ár-
angur áratuga ræktunarstarfs og
áhuga á nautgriparækt.
Rafmagnsólar sem fyrir-
byggjandi aðgerð gegn
hundsbitum á sauðfé
Í vetur hefur verið unnið af fullum krafti við byggingu veiði-
húss í landi Hólabæjar í Langadal. Það er veiðifélag Blöndu og
Svartár sem lætur byggja húsið en aðalverktaki er bygginga-
fyrirtækið Krákur ehf. á Blönduósi. Krákur byrjaði um ára-
mót á byggingunni en þá var grunnur með steyptri gólfplötu
tilbúinn. Lárus Jónsson byggingameistari og framkvæmda-
stjóri Kráks sagði að framkvæmdir við húsið hefðu gengið vel í
vetur og væru á áætlun en húsinu á að skila 20. maí nk.
Veiðihúsið er timburhús, 702 fermetrar að grunnfleti, og ljóst að
það verður allt hið glæsilegasta. Í suðurálmu hússins eru tólf her-
bergi ætluð veiðimönnum, öll tveggja manna með parketi á gólfi,
baði og sturtu. Þá eru í húsinu fimm herbergi ætluð starfsfólki og
snyrtingar og setustofa. Einnig eru rúmgott eldhús og borðstofa í
vesturálmu með útsýni yfir ána. Þar mun náttúrufegurð dalsins
njóta sín vel á góðviðrisdögum. Í húsinu er einnig ýmisleg aðstaða
fyrir veiðimenn, eins og geymsla fyrir vöðlur og rúmgóður kælir
fyrir veiðina. Tveir heitir pottar verða við húsið og stórir sólpallar.
Jón Guðmundsson arkitekt á Blönduósi teiknaði húsið, en burðar-
þolsteikningar gerði Bragi Haraldsson hjá Stoð ehf. á Sauðárkróki.
Veiði á svæði 1 í Blöndu mun hefjast þann 5. júní nk. en síðar á
öðrum svæðum, en alls eru tólf stangir leyfðar í ánni. Í Svartá
hefst veiði 25. júní og lýkur 25. september. Nýlega samþykkti
veiðifélag Blöndu og Svartár að taka tilboði frá fyrirtækinu Lax-á
hf. í veiði í ánum árin 2007 til 2011. /ÖÞ
Eitt glæsilegasta veiðihús landsins rís í Langadal
Á myndinni eru f.v.: Sigurjón Pálmason verkstjóri, Lárus Jónsson
byggingameistari, Bragi Haraldsson hönnuður og Jón
Guðmundsson arkitekt. Á innfelldu myndinni má sjá norður- og
vesturálmur veiðihússins á bökkum Blöndu.
Sigmundur loðdýrabóndi með fallegan mink á búi sínu í Héraðsdal.
/Bbl. Örn.
Spáir góðri gras-
sprettu í sumar
Á heimasíðu Búnaðarsambands Suð-
urlands er haft eftir Páli Bergþórssyni,
fyrrverandi veðurstofustjóra, að hann
spái svipaðri grassprettu og í fyrra. Að
sögn Páls hefur vetrarhiti, frá október til
apríl, verið góður, um 1,5 gráður, og því
ætti að verða góð grasspretta í sumar
auk þess sem annar gróður ætti að
þrífast vel. Bændur ættu því ekki að
þurfa að bera meira á en síðasta sumar.