Bændablaðið - 02.05.2006, Side 14

Bændablaðið - 02.05.2006, Side 14
14 Þriðjudagur 2. maí 2006 Í Gnúpverjahreppi hefur verið stofnaður félagsskapur sem heit- ir Vinir Skaftholtsrétta og er til- gangur félagsins að hlaða upp gömlu Skaftholtsréttina sem nærri eyðilagðist í jarðskjálftun- um 17. júní árið 2000. Lilja Loftsdóttir, fjalldrottning þeirra Gnúpverja, er formaður þessa nýja félags. Hún segir að sögur hermi að réttað hafi verið á þeim stað þar sem Skaftholtsrétt stendur allt frá því á tólftu öld. Það sé því að sjálfsögðu margbú- ið að hlaða réttina upp en síðast var hún hlaðin upp árin 1954 og 1956. Síðan komu jarðskjálft- arnir árið 2000 og réttin hrundi og var algerlega ónothæf. Al- menningurinn var samt hlaðinn upp að nýju og gerður fjárheld- ur. Viðgerðir hafnar „Síðan hefur ekkert gerst þar til á dögunum að nokkrir aðilar tóku sig saman og stofnuðu félagið Vin- ir Skaftholtsréttar og nú þegar eru félagar orðnir um 150 manns. Til- gangur félagsins er að hlaða réttina upp og það starf hófst 1. apríl sl. Þá var rifinn einn skemmdur vegg- ur en mánudaginn 3. apríl hófst hleðslumaður handa við að hlaða veggina upp.Við ætlum að safna fé og mannskap til að ljúka þessu verki og erum þegar byrjuð,“ segir Lilja. Hún segir að það séu fleiri en einn og fleiri en tveir sem kunna þá gömlu list að hlaða mannvirki úr torfi og grjóti og hafa það sem aðalatvinnu. Fjalldrottningin Lilja er fjalldrottning Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hún segir menn deila um það hvort hún sé eina fjalldrottningin á landinu, sjálfri sé henni nokk sama. Hún viti hins vegar að engin fjalldrottning á landinu fari í jafn langar leitir og hún. Starf fjalldrottningar er eins og hvert annað forystuhlutverk. Vinnan ræðst mjög af mannskapn- um sem fer í leitir, sem Lilja segir að sé einstaklega góður hópur. Ef veður er gott og allt gengur vel er fjalldrottningarstarfið ekki mikið. En í vondu veðri og ef eitthvað kemur upp á reynir á og fjall- drottningin hefur forystuhlutverkið í því. Hún segist fyrst hafa farið í leit- ir 1982 en missti svo næsta ár úr en síðan hefur hún farið á hverju hausti og tvö síðastliðin haust ver- ið fjalldrottning. Nýr félagsskapur - Vinir Skaftholtsrétta Ætla að hlaða upp gömlu Skaftholtsréttina Á undanförnum árum hefur fjöldi fólks eignast landspildur víða um land. Oft er hér um að ræða sumarbústaðaland, beitar- land fyrir hesta fjölskyldunnar eða heilu jarðirnar sem notaðar eru til skógræktar eða frístunda- búskapar. Til viðbótar framan- sögðu eru svo auðvitað hefð- bundnar bújarðir í eigu bænda. Landeigendur þurfa góðar girðingar og halda þeim vel við. Margar ástæður eru fyrir því, m.a. þær, að hætta getur verið fyrir menn og skepnur að fara um þar sem girðingardræsur eru við hvert fótmál. Það ætti að vera stolt hvers landeigenda að hafa skepnuheldar girðingar, vel uppsettar og fallegar, en það er ekkert sjálfgefið að allir kunni hér vel til verka. Færri og færri bændur stunda hefðbundinn landbúnað og því erfiðara um vik að halda girðing- um við. Til að koma til móts við landeigendur ætlar BYKO á Sel- fossi að vera með sýnikennslu í girðingauppsetningu laugardag- inn 6. maí. Þar getur fólk kynnt sér nýjustu aðferðir við uppsetn- ingu mismunandi girðinga og eru það fagmenn frá Girði ehf, sem sjá um sýnikennsluna. Þarna gefst skógarbændum, sauðfjárbændum, hestafólki, sumarhúsafólki, frístundabænd- um og öllum öðrum landnotend- um, sem þurfa að girða land sitt af, kostur á að kynna sér fljót- lega, góða og einfalda uppsetn- ingu á girðingum. Skógrækt eykst og þörf skógræktarmanns- ins fyrir fjárheldar girðingar er nauðsyn. Annars er allt fyrir bí og ekkert gaman. Ekki má gleyma ört vaxandi hópi fólks sem er að koma sér vel fyrir með hesta sína vítt og breitt um land- ið. Fátt er hvimleiðara en að fara út í haga til að ná í reiðhest- inn sinn og átta sig á því að hann er bak og burt og allt hrossastóð- ið með. Þörf á að lækka stofnkostnað girðinga og einfalda uppsetningu þeirra er mjög brýn og ekki síður að lækka allan rekstrarkostnað. Í tengslum við sýnikennsluna verður umtalsverður afsláttur af völdum girðingavörum. Hvort sem þú þarft að kynna þér uppsetningu girðinga, læra handtökin eða hvaða verkfæri létta þér vinnuna, þá láttu þetta tækifæri ekki fram hjá þér fara. Ertu vel girtur? Jóhanna Róbertsdóttir markaðsráðgjafi og landeigandi Íslenskar landbúnaðarafurðir eru einstakar og við erum sífellt að ná betri árangri í framleiðslu þeirra. Bændur vanda framleiðslu sína sem aldrei fyrr, hvort heldur er í kjöt- framleiðslu, framleiðslu mjólkuraf- urða eða grænmetis. Framleiðslu- fyrirtækin eru enn metnaðarfyllri en áður var. Árangur kokka, mjólkur- fræðinga og kjötiðnaðarmanna í keppnum hér heima og erlendis vekja hverju sinni verðskuldaða at- hygli. Þetta leiðir til þess að neyt- endur verða enn meðvitaðri um þá vöru sem þeir eru að kaupa og at- hyglisvert er að sjá auglýsingar, t.d. Sláturfélags Suðurlands þar sem þeir sýna frækna kjötiðnaðarmeist- ara frá Hvolsvelli sem unnu til verð- launa á sýningunni Matur 2006 sem fram fór nú í mars sl. Um leið og hráefnið skiptir höf- uðmáli má ekki gleyma því að um- búðir og merkingar þeirra geta skipt sköpum þegar neytandinn velur sér vöru til kaups. Ég vakti athygli á þessu máli í fyrirspurn til umhverf- isráðherra á Alþingi á dögunum. Ástæðan er sú að innflytjendur grænmetis gera í því að láta líta út fyrir að varan sem þeir flytja inn frá útlöndum sé merkt með þeim hætti að neytandinn heldur í mörgum til- fellum að hann sé að kaupa innlenda vöru. Á seinni árum eru merkingar íslenskra grænmetisbænda á framleiðsluvörum sín- um til mikillar fyrir- myndar. Við vitum nær alltaf hvar varan er framleidd og ákveðin samkeppni er milli búanna um bragð og gæði. Þetta hefur leitt til þess að innflytjendur grænmetis líkja eftir þessum merkingum. Þetta á við um sveppi, jarðarber og margar aðrar tegundir. Þetta undirstrikar gæði okkar vöru og til þess að erlenda grænmetið sé samkeppnishæft er gripið til þess að líkja eftir íslensk- um merkingum og jafnvel kveður svo rammt að því að sagt er á um- búðum ákveðinnar innfluttrar græn- metistegundar að hún sé þvegin upp úr hreinu og heilnæmu íslensku vatni. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti innflutningi á grænmeti en ég vil vita hvort ég er að borða inn- lenda eða erlenda vöru. Merking matvöru og umbúðirnar hafa mikið markaðslegt gildi. Ís- lenskir framleiðendur gera sér æ betri grein fyrir þessu. Það er reynd- ar mjög spennandi fyrir neytandann að vita um uppruna þeirrar vöru sem hann neytir. Hér vantar talsvert upp á, t.d. í kjötframleiðslunni. Við vitum ekkert hvort við erum að kaupa hrúta- eða gimbrakjöt. Við vitum heldur ekki hvort við erum að kaupa nauta- eða kýrkjöt. Um jólin gæðum við okkur á margs konar hangikjöti, s.s. birkireyktu SS, Hólsfjalla-, Sambands-, Húsavíkur-, KEA eða hvað þetta hangikjöt er kallað. Þarna smakka menn og gera sig gáfulega eins og um smökkun á vínum væri að ræða. Í nútímabúskap skrá bændur hjá sér allt sem lýtur að uppruna vörunnar og rekjan- leikinn er fyrir hendi. Það kom fram í um- ræðu um málið en Jó- hanna Pálmadóttir varaþingmaður og bóndi í Húnavatns- sýslu flutti einmitt jómfrúarræðu sína um þetta málefni og fullvissaði okkur um það. Neytendur þurfa að vera á verði hvað merkingar varðar og við meg- um ekki gleyma að framleiðendurn- ir, bændurnir eru líka neytendur. Höldum áfram að bæta merkingu á íslenskum landbúnaðarvörum, þótt þar hafi reyndar orðið afar jákvæðar breytingar á undanförnum árum, og viðurkennum ekki að innflytjendur geti látið líta út fyrir að þeirra „himneska“ vara sé íslensk. Merkingar á ís- lenskri matvöru! Ísólfur Gylfi Pálmason, varaþingmaður Framsóknarflokksins. ......innflytjendur grænmetis gera í því að láta líta út fyrir að varan sem þeir flytja inn frá útlöndum sé merkt með þeim hætti að neytandinn heldur í mörgum til- fellum að hann sé að kaupa innlenda vöru, segir Ísólfur Gylfi. Söngkvöld á sauðburði Árlegt söngkvöld verður í Þjórsár- veri laugardaginn 13. maí kl. 21. Húsið verður opnað kl 20.30 Sögu- maður kvöldsins verður Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka sem er einn af hinum traustu meðlimum hrútavinafélagsins. Söngbækur verða til sölu á staðnum en gestir eru hvattir til að taka með söngbók 1 og 2. Söngstjórar kvöldsins: Ingi Heiðmar Jónsson og Njáll Sigurðs- son. Söngkór Hraungerðispresta- kalls. Föstudaginn 14. apríl sl. fóru nemendur í sauðfjárrækt á bú- fræðibraut LBHÍ í ferð suður fyrir Hafnarfjall. Fyrst var komið í Skorholt en þar eru ný hálmfjárhús með gjafa- grindum og önnur grindahús einnig með gjafagrindum. Þá var farið að Eystri-Leirárgörðum og skoðuð nýleg fjárhús, með gjafa- grindum en einnig er gott sauð- burðarpláss í húsunum. Einnig var litið í fjósið en þar er nokkuð stórt kúabú. Þessu næst var haldið inní Hvalfjörð og áð á Bjarteyjarsandi en þar eru hefðbundin grindafjár- hús með görðum. Á Bjarteyjars- andi er mikil ferðaþjónusta stund- uð samhliða búskapnum og frædd- ist hópurinn um hana, m.a. er tek- ið á móti stórum hóp skólabarna á sauðburði. Að endingu var áð á Ytra-Hólmi undir Akrafjalli en þar eru nýleg grindarfjárhús með görðum og gjafagrindum. Einnig eru þar kindur á hálmi í hlöðunni. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og vill hópurinn þakka öllum þeim sem tóku á móti okkur. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr ferðinni. Fyrir hönd hópsins, Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Sauðfjárræktarferð Hvanneyrarnema Hér má sjá hópinn ásamt ábúendum á Bjarteyjarsandi.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.