Bændablaðið - 02.05.2006, Qupperneq 17
17Þriðjudagur 2. maí 2006
Garnaveiki-
tilfelli í Gnúp-
verjahreppi
Aðalfundur
Landssamtaka
sláturleyfishafa:
Stjórnarmönnum
fækkað úr sjö í fimm
Landssamtök sláturleyfishafa
(LS) koma fram fyrir hönd slát-
urleyfishafa við framkvæmd laga
um framleiðslu, verðlagningu og
sölu á búvörum, nú lög nr.
99/1993 með síðari breytingum,
og annarra laga, sem fjalla um
málefni sláturleyfishafa og hags-
muni þeirra.
Á aðalfundi Landssamtaka slát-
urleyfishafa, sem haldinn var 21.
mars 2006, var gerð breyting á sam-
þykktum félagsins þannig að aðal-
menn í stjórn verði eftirleiðis 5 í
stað 7. Sömuleiðis var samþykkt að
fækka varamönnum úr 7 í 5.
Stjórnina skipa:
Ágúst Andrésson; Kf. Skagfirðinga.
Varamaður: Heimir Ágústsson,
Sláturhús KVH ehf.
Sigurður Jóhannesson, SAH Afurðir
ehf.
Varamaður: Þórður Pálsson, Sl-
Vopnfirðinga.
Steinþór Skúlason, SS
Varamaður: Hjalti H. Hjaltason, SS.
Þorsteinn Benónýson, Borgarnes-
Kjötvörur
Varamaður: Magnús Freyr Jónsson,
Kf.-Króksfjarðar.
Sigmundur Ófeigsson, Norðlenska
Varamaður: Reynir Eiríksson,
Norðlenska.
Samþykkt var óbreytt fyrir-
komulag að varamenn mættu sitja
stjórnarfundi með málfrelsi og til-
lögurétt.
Formaður: Sigurður Jóhannes-
son, SAH Afurðir ehf., Varaformað-
ur: Steinþór Skúlason, SS. Ritari:
Guðrún Sigríður Sigurjónsdóttir.
Starfsmaður samtakanna:
Guðrún Sigríður Sigurjónsdóttir
Bændahöllinni v/Hagatorg
107 Reykjavík
Sími: 563-0300
Netfang: landslatur@bondi.is
Í síðustu viku kom upp garna-
veikitilfelli á bæ í Gnúpverja-
hreppi. Sigurður Sigurðarson,
dýralæknir á Keldum, bendir á
að hér sé um að ræða sjúkdóm
sem hægt er að bólusetja við og
þess vegna þarf engan allsherjar
niðurskurð. Hins vegar eru
nautgripir í hættu ef veikin
kemur upp í sauðfé sem er í
uppeldi í sama húsi.
Sigurður sagði að búið væri að
taka frá tvær sýktar kindur og að
nú yrði athugað hvort fleira fé sé
smitað. Síðan yrði kannað með
blóðprufum hvort veikin hafi bor-
ist í kúastofninn.
Garnaveiki hefur komið upp á
nokkrum bæjum í Gnúpverja-
hreppi í áranna rás og væntanlega
vegna þess að ekki hefur verið
bólusett nógu snemma.
Sigurður segir að nú verði
haldinn fundur með sveitarstjórn
og íbúunum þar sem lagt verður á
ráðin um hvernig megi snúa vörn í
sókn í baráttunni gegn garnaveik-
inni.
Allar upplýsingar í síma 892-2030
Beinskipt eða
sjálfskipt með GPS.
Takmarkað magn.
Tækifærisverð frá
555 þús.+ vsk.
4 X 4 HONDA TRX 450 og TRX 500
SÚGÞURRKUNARBLÁSARI
Landssmiðjublásari H-12
og 15 ha.
Jötunsmótor 440V
Tilboð óskast.
SUBARU LEGACY STATION
03/1999
Ekinn 119 þús. Ástand gott.
Útborgun 380 þús.
+ 500 þús.lán
Beisli og sumardekk fylgja.
Þessi frábæra kjötsög
með hakkavél frá
Dinamix er komin aftur
Ryðfrítt vinnsluborð og bandsagarblað - vinnsluhæð 240 mm
vinnslubreidd 250mm - færanlegt vinnsluborð 470x600 mm - hakkavél -
mótor 550 wött - hæð 1470 mm - þyngd 58 kg.
Verð aðeins kr. 44.900.-
Sími 568 6899 & fax 568 6893
Síðumúla 11, 108 Reykjavík.
Bændablaðið
kemur næst út
þriðjudaginn 16. maí