Bændablaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 18
18 Þriðjudagur 2. maí 2006 Á Kiðagili í Bárðardal eru reknar skólabúðir. Árið 2004 var fyrsta heila árið sem skólabúðirnar störf- uðu eftir að fjórir tilraunahópar komu í Kiðagil á haustönn 2003. Á vorönn 2004 komu átta hópar og spannaði aldursdreifingin alla bekki grunnskólans og elsta hóp leikskólans. Segja má að viðfangsefni í skólabúðunum tengist á einn eða annan hátt hinum ýmsu náms- skrám. Í skólabúðunum er megin- áhersla lögð á að styrkja áræði nemandans, frumkvæði, eðlislæga sköpunargleði og aðlögunarhæfni. Þannig verður sérhver einstakling- ur hæfari til að takast á við kröfur og áskoranir í daglegu lífi. Sérstök tenging einstakra verkefna Handverkið: Listir hafa fylgt manninum frá örófi alda og eru einn af hornsteinum mannlegs samfélags. Handverkið tengist námsskrá listgreina og samfélags- fræði. Stuttmyndagerð: Stuttmynda- gerð með sögulegu ívafi byggir á þjóðsögum og fornsögum og teng- ist þannig beint markmiðum sam- félagsfræðigreina. Þar er söguvit- undin vakin með því að börnunum er sögð saga sem þau vinna síðan með á margvíslegan máta. Enn- fremur tengist stuttmyndagerðin upplýsinga- og tæknimennt þar sem nemendur læra að nýta tækja- búnað til að afla og miðla þekk- ingu sem og að nota myndræna framsetningu á tölvutæku efni og að setja saman stiklutexta með til- liti til innihalds. Rafstöðin: Þetta viðfangsefni tengist beint eðlisvísindum þar sem unnið er með vatnsorku, hvaðan hún kemur, hvernig hún verður til og hvernig hún er beisl- uð. Fjallakofinn: Farið er upp á há- lendi Íslands og dvalið eina nótt í fjallaskála á Réttartorfu. Þar er unnið með verkefni sem reyna á hæfni nemandans að bjarga sér við algjörlega framandi aðstæður. Einnig er tenging við heimilisfræði þar sem nemendur sjá um elda- mennsku og frágang og þrif á kof- anum. Blessuð sértu sveitin mín: Námsvettvangur eru sérvaldir sveitabæir þar sem áhersla er lögð á að nemendur taki þátt í daglegum störfum og lifandi landbúnaði. Ennfremur er áhersla lögð á að nemendur átti sig á samspili manns og náttúru. Nemendur kynnast og læra um íslensku húsdýrin, eigin- leika þeirra, atferli og lífsskilyrði. Markmiðin sem lagt var upp með Í Skólabúðunum á Kiðagili er leit- ast við að efla alhliða þroska nem- andans en það felur m.a. í sér að efla siðvit og virðingu fyrir sjálf- um sér, öðrum og umhverfinu. Allt starf sem fram fer þar er því miðað að gagnkvæmri virðingu, trausti og ábyrgð. Einnig að gera nemendur ábyrga með því að setja sér mark- mið, finna leiðir, sýna frumkvæði og verða læsir á umhverfi sitt og aðra. Líka að auka sjálfsþekkingu nemandans þannig að hann geri sér grein fyrir styrkleikum sínum og veikleikum sem og styrkleikum og veikleikum annarra í hópnum, þannig að þeir skipuleggi vinnuna út frá því. Staðan í dag Nú er starfið orðið vel mótað. Það er mjög opið þannig að verkefnin eru valin saman eftir áhugasviði hvers skóla og sniðin að aldri hópsins. Hver hópur fær þannig sérhannaða dagskrá fyrir dvölina. Niðurstaðan er því sú að hug- myndin er að öllu leyti góð og hef- ur útfærsla hennar heppnast vel. Verkefnisstjórar eru Guðrún Tryggvadóttir og Magnús Skarp- héðinsson. Síminn á Kiðagili er 464-3290. Sími Guðrúnar er 466 1719. Netf. kidagil@thingeyjarsveit.is Heimasíða Kiðagils er undir heimasíðu Þingeyjarsveitar. Þar er flipi merktur skólar. Skólabúðirnar á Kiðagili Kjörorðið er Já, það er ekkert mál Um páskana undirrituðu for- svarsmenn Sláturhúss Hellu hf. og Betra lands ehf. kaupsamning um kaup Sláturhúss Hellu hf. á 50% hlut í Betra landi af stofn- endum fyrirtækisins, þeim Sig- ríði Eiríksdóttur og Sigurði Jónssyni. Fyrir þessi kaup höfðu fyrirtæk- in þróað með sér samstarf sem leiddi til þess að Sláturhúsið Hellu ákvað að gerast hluthafi að Betra landi. Eigendur Betra lands ehf. eru því, eftir þessar breytingar, Sigríður Eiríksdóttir og Sigurður Jónsson með 50% og Sláturhús Hellu hf. einnig með 50% eignar- hlut. Í framhaldi af þessum breyting- um mun meginstarfsemi og lög- heimili Betra lands flytjast á Suð- urlandsveg 4, Hellu. Ný fjögurra manna stjórn Betra lands ehf. er skipuð þeim Ara Ein- arssyni, Sigríði Eiríksdóttur, Sig- urði Jónssyni og Þorgilsi Torfa Jónssyni. Fyrsti áburðarfarmur Betra lands í heilum skipsfarmi er nú á leiðinni til landsins og mun Betra land skipa upp áburði á fjórum stöðum, þ.e. Þorlákshöfn, Akra- nesi, Akureyri og á Reyðarfirði. Um Sláturhús Hellu hf. Sláturhús Hellu hf. var stofnað árið 2001 og rekur stórgripaslátur- hús á Hellu. Hluthafar félagsins voru í árslok 2005 180 talsins. Árið 2005 voru 15 starfsmenn hjá félaginu og hefur reksturinn geng- ið vel frá stofnun þess. Þorgils Torfi Jónsson er fram- kvæmdarstjóri félagsins og mun hann setjast í stjórn Betra lands ásamt Ara Einarssyni stjórnarfor- manni fyrir hönd Sláturhúss Hellu hf. Dótturfélag Sláturhúss Hellu hf. er Pakkhúsið Hellu ehf. sem hefur selt ýmsar bygginga- og búrekstr- arvörur þ.á.m. áburð, fóðurvörur, rúlluplast og margt fleira til bænda á öllu Suðurlandi. Þorgils Torfi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sláturhúss Hellu hf.: „Með kaupunum hefur Sláturhús Hellu hf. fært sig inn á enn frekari þjónustu við bændur og bindum við miklar vonir við þetta nýja samstarf. Betra land er traust og gott fyrirtæki sem hefur hafið inn- flutning á áburði og fyrirhugað er að flytja inn fóður og ýmsar rekstr- arvörur fyrir landbúnaðinn. Hjá Betra landi er framsýnt starfsfólk með kraft og vilja til góðra verka.“ Sigurður Jónsson, sölu- og markaðsstjóri Betra lands ehf: „Það er stórt og ánægjulegt skref fyrir Betra land að fá inn hluthafa eins og Sláturhúsið Hellu. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir vöxt Betra lands og mun styrkja framtíðarsýn fyrirtækisins. Meginstarfsemi Betra lands mun verða óbreytt fyrst um sinn nema hvað að við munum flytja fyrirtækið á Hellu sem er mjög ánægjulegt. Okkar viðskiptavinir eru á landsbyggðinni og því við höfum ávallt kappkostað eins og hægt er að sú þjónusta eða þau aðföng sem Betra land hefur þurft á að halda komi af landsbyggðinni. Núna gefst okkur það tækifæri að færa okkar rekstur á landsbyggðina. Hella er mjög spennandi staðsetn- ing að mörgu leyti m.a. þar sem Hella er miðsvæðis á Suðurlandi. Betra land mun halda áfram að byggja upp gott þjónustustig á þjónustustöðum um allt land fyrir viðskiptavini fyrirtækisins og vinna að settum markmiðum. Reynsla Betra lands og sú dýr- mæta reynsla sem nú kemur inn í fyrirtækið með nýjum hluthöfum á eftir að gera Betra land enn öflugra til þess að vinna að settum mark- miðum. Markmið Betra lands er að vera ávallt í fararbroddi á öllum sviðum með kraftmikilli starfsemi sem byggist á lítilli yfirbyggingu, persónulegum samskiptum og sveigjanleika þar sem leið við- skiptavinarins er greið inn í hjarta fyrirtækisins. Ég hlakka mikið til að vinna með því frábæra fólki sem kemur inn með nýjum hluthöfum og er sannfærður um að samstarf okkar muni verða árangursríkt og ánægjulegt.“ /Fréttatilkynning. Nýr hluthafi í Betra landi Ásta Sóllilja Þorsteinsdóttir frá Reykjakoti í Ölfusi kom með nokkur nýfædd lömb á sumardaginn fyrsta á sýninguna á Garðyrkjuskólann í Reykjum. Auðvitað vöktu lömbin mikla athygli yngstu kynslóðarinnar. En takið líka eftir svip móðurinnar sam vaktar lambið sitt þó svo það sé gulltryggt í fangi Ástu. /MHH. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Kiðagili á þessu og síðasta ári. Eins og sjá má er nóg við að vera á Kiðagili. Fyrir skömmu tóku þessar konur þátt í „örnámskeiði“ á vegum Lifandi landbúnaðar. Um er að ræða námskeið, sem eru haldin um allt land, en þessi hópur er frá Snæfellsnesi. /Bændablaðið þsk

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.