Bændablaðið - 02.05.2006, Síða 23

Bændablaðið - 02.05.2006, Síða 23
23Þriðjudagur 2. maí 2006                       !"#$%&'()*+++,-.$-/-,% 0123  4  501 3 MEINDÝRAEYÐING Vilja ekki allir eiga flugulaust sumar??? Eyði hvers kyns meindýrum og skordýrum svo sem geitungum, húsflugu, fiskiflugu og silfurskottum. Efnið má meðal annars nota í íbúðarhúsnæði, bakaríum, verksmiðjum, matvöruverslunum, hótelum, eldhúsum, veitingastöðum, mjólkurbúum, sláturhúsum, korngeymslum, útihúsum og víðar. Athygli skal vakin á því að best er að pantanir berist sem fyrst, með því móti get ég skipulagt ferðir mínar vel og haldið ferðakostnaði í lágmarki. Er einnig með garðaúðun og eitur gegn roðamaur. Upplýsingar og pantanir á eyðingu: Hjalti Guðmundsson, meindýraeyðir Huldugili 6 – 103 603 Akureyri Símar: 893-1553, 853-1553 og 462-6553 Erfðabreytt matvæli Merkingar þeirra hafa ekki verið teknar upp í EES samningnum Í svari umhverfisráðherra við fyrirspurn Katrínar Júlíusdótt- ur á Alþingi um hvað líði ákvörðun Evrópusambandsins frá 2004 um merkingar á erfða- breyttum matvælum, kemur fram að hún hefur ekki verið tekin upp í EES samninginn og þess vegna ekki hér á landi. Umhverfisráðherra kvað ástæð- una vera þá að ekki væri lokið við að ganga frá málinu á vegum Evr- ópska efnahagssvæðisins, (EES samningnum). Katrín Júlíusdóttir benti á í um- ræðum um svar ráðherra að ekkert væri því til fyrirstöðu að Íslend- ingar taki málið til afgreiðslu ef við viljum gera kröfu um að þessi matvæli verði merkt sérstaklega. Ráðherra kvað engan efa í huga sínum um að mikilvægt sé fyrir neytendur að erfðabreytt matvæli verði merkt sérstaklega. Það væri grundvallaratriði til þess að fólk geti valið, hvort það vill kaupa slíkar vörur eða velja annað. Norskir bændur voru á ferð í tveimur hópum sem fóru um Borgarfjörð og Dali í aprílmánuði. Alls voru þetta um 80 bændur sem komu hingað til lands á vegum Gilde norsk kjött og voru sauðfjárbændur í miklum meirihluta. Hér á landi tóku á móti hópunum Ólafur Dýrmundsson hjá Bændasamtökunum og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson kennari á Hvanneyri. Hann er hér til hægri á myndinni ásamt Marianne Aas Halse frá Gilde sem skipulagði ferðirnar en á milli þeirra er Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson bóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum en myndin er tekin í fjárhúsinu í Bakkakoti. Eyjólfur sagði að norsku bændurnir hefðu spurt mikið út í vinnubrögð bænda og sérkenni íslenska sauðfjárins, ekki síst forystuféð sem þeim fannst mikið til um. Gjafatæknin sem byggist á rúllum og kynbótastarf bænda kveikti líka fjölmargar spurningar. Auk Bakkakots heimsóttu norsku bændurnir Eystri-Leirárgarða, Lambeyrar, tilraunabúið á Hesti og skoðuðu starfsemina á Hvanneyri, skólana og söfnin. Kúabursti Vélaval-Varmahlíð hf. sími: 453-8888 Kálfaskjól Bændablaðið kemur næst út þriðjudaginn 16. maí

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.