Bændablaðið - 02.05.2006, Síða 32

Bændablaðið - 02.05.2006, Síða 32
32 Þriðjudagur 2. maí 2006 Skemmdir hafa verið unnar á uppgræðslu- svæði Landgræðslunnar á Hólssandi á Fljótsdalshéraði. Menn, bæði á jeppum og mótorhjólum, hafa ekið yfir ofur viðkvæmt land þar sem uppgræðsla hefur verið stunduð í mörg ár. Guðmar Ragnarsson, fyrrum bóndi á Hóli í Hjaltastaðaþinghá, hefur ásamt Landgræðsl- unni og fleirum, staðið fyrir uppgræðslu á Hólssandi um áratuga skeið. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að þetta umrædda uppgræðsl-usvæði væri lokað fyrir allri umferð og skýrt frá því á skilti á hliði á girðingunni að öll óviðkomandi umferð væri bönnuð. Ökufantarnir tóku bara niður girðinguna við hliðina á skiltinu og óku yfir. Guðmar segir að alltaf hafi verið eitthvað um að menn stelist til að aka um svæðið en í vetur hafi keyrt um þverbak. ,,Menn hafa eyðilagt slóða sem þarna ligg- ur um og þegar þeir voru búnir að því þá óku þeir bara utan hans og bjuggu til nýja slóða. Menn vita hverjir voru þarna að verki en að þessu sinni hygg ég að ekkert verði gert í mál- inu annað en að talað verður við mennina. Ég lagði það til að minnsta kosti og ég held að svo verði en jafnframt að taka mjög stíft á málinu geri þeir þetta aftur,“ sagði Guðmar. Hann segir að ekki hafi staðið til að dreifa áburði á þetta svæði í vor en nú sé ljóst að bera verði áburð á þessa slóða og hjólför á uppgræðslusvæðinu og reyna þannig bæta skaðann. Skemmdir unnar á uppgræðslusvæði Landgræðslunnar á Hólssandi Myndina hér að ofan tók Guðrún Schmidt, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Austurlandi af uppgræðslusvæðinu sem um er rætt. Eins og sjá má þá þarf lítið til að skemma jarðveginn. Raunar er það merkilegt að fullorðið fólk skuli flengjast á jeppum sínum yfir viðkvæm svæði, en því miður eru mýmörg dæmi til um það. Vilja hampa staðbundnum matarhefðum ESB hefur hrint af stað tveggja ára verkefni um að vekja athygli á staðbundnum matarhefðum innan sam- bandsins til að hvetja til framkvöðlastarfsemi á því sviði. Meðal svæða þar sem gera á átak í þessum efnum er Rogaland í Noregi og Eyr- arsundssvæðið, þ.e. austan- verð Danmörk og syðsti hluti Svíþjóðar. Alls eru það átta svæði sem taka þátt í þessu verkefni, sem ber heitið „Food innovation Network Europe“, skammstaf- að FINE. Markmiðið með verkefninu er að stuðla að rannsókna- og þróunarstarfi á sviði matvæla á þessum svæðum, þar á meðal að skrásetja ríkjandi matarhefð- ir, með það að markmiði að draga fram sérstöðu á hverjum stað. Í framhaldinu á svo að koma á framfæri sérkennum hvers svæðis. Svæðið Ostniederland i Hol- landi stjórnar verkefninu, en þar hefur þetta verkefni þegar verið unið. Önnur svæði sem þarna eiga aðild að eru Skot- land, Flandern, Wielkopolska í Póllandi, Emilia - Romagna á Ítalíu og Kastalien - León á Spáni. Lítil athugasemd Í Bændablaðinu hinn 14. mars 2006 er farið rangt með vísu eftir síra Jón á Bægisá svo og öll til- drög hennar. Síra Jón var ekki þekktur fyrir nautgriparækt, eins og látið er liggja í greininni, en varð þjóðkunnur fyrir málrækt og kveðskap sinn. Þessi tvíræða vísa hans var til, þegar Jón Sig- urðsson, fóstursonur síra Jóns, fæddist og var fyrst prentuð í ljóðasafni Bægisárskáldsins „eptir þrem handritum“ eins og þar segir. Vísan er rétt á þessa leið: Á Bæsá ytri borinn er býsna valinn kálfur, vænt um þykja mundi mér, mætti' eg eiga' sjálfur. Það var á allra vitorði, að presturinn væri réttur faðir að sveininum. Helga Magnúsdóttir móðir hans, var bústýra síra Jóns og drengurinn fóstursonur nafna síns, prestsins. Maður Helgu var Sigurður Hálfdánarson. Síra Jón þótti kvenhollur og dró ekki dul á. Ungur hafði hann misst hempuna vegna barneigna- brots. Síðar orti síra Jón í gráglettni, þegar rætt var „um, að fósturson- ur skáldsins líktist ekki Sigurði föður sínum“: Hvað er á móti hann sé faðir Helga þar sem móðir varð;- báðir eru brattnefjaðir, báðum er í höku skarð, báðir hafa líka lund lestrar báðir tíðka stund, hár lítið á höfði bera, hvorigur mun skarpur vera. Jón yngri var lengst af prestur í Reynisþingum og sat í Kálf- holti. Hann á afkomendur. (Heimildir: Íslenzk Ljóðabók Jóns Þorlákssonar prests að Bægisá. Síðari deild. Kaup- mannahöfn ... 1843. Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár III (undir Jón Sigurðsson og Jón Þorláksson.) Kristmundur Bjarnason

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.