Bændablaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 34
34 Þriðjudagur 2. maí 2006 Stórbrotin náttúra Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég kom til Reykjavíkur á fallegum haustdegi í september og veðrið var frábært allt þar til daginn áður en ég fór heim aftur. Þrátt fyrir að Reykjavík sé ekki stór, af höfuð- borg að vera, fær maður nokkra til- finningu fyrir ástæðum fjárfestinga Íslendinga erlendis. Náttúran er stórbrotin og veitti mér mikinn unað og þó á ég enn eftir að sjá a.m.k. ¾ landsins en ég heimsótti bara suðvestur- og vesturhluta þess. Ég get á augabragði nefnt Þingvelli, heitu hverina og laug- arnar, Gullfoss, Snæfellsjökul og sjávarþorpin við suðurströndina. Þingvellir höfðu mikil áhrif á mig, sérstaklega með tilliti til sögunnar og menningarinnar - að hugsa sér, þar stóðu frjálsir menn fyrir meira 1.000 árum og settu landslög! En ég var jú kominn til Íslands til að kenna eða uppfræða naut- griparæktarráðunauta. Ég er bú- fræðikandídat (B.Sc.) frá Land- búnaðarháskólanum í Kaupmanna- höfn og um þriggja ára skeið á tí- unda áratug síðustu aldar starfaði ég sem nautgriparæktarráðunautur í Himmerland á N.-Jótlandi. Und- anfarin 10 ár hef ég síðan unnið við rannsóknir og kynbætur, eink- um varðandi kynbótaskipulag og hvernig það skuli lagt upp á raun- hæfan hátt. Ég er því í nánu sam- starfi við bæði Dansk Kvæg og Dansire. Þess utan fara um 15- 20% af vinnutíma mínum í erfða- fræðilegar rannsóknir á húsdýrum með hagræna sjálfbærni og varð- veislu stofna í huga. Skilyrði til mjólkurframleiðslu á Íslandi Þegar maður kemur frá landi þar sem aðstæður til mjólkurfram- leiðslu eru eins góðar frá náttúr- unnar hendi og þær eru í Dan- mörku, þá gæti maður furðað sig á af hverju mjólkurframleiðsla er yfir höfuð stunduð á Íslandi. Kanni maður hagkvæmni þess getur það heldur ekki borgað sig. Fyrir Ís- land væri mun hagkvæmara að flytja mjólk og mjólkurvörur inn frá ESB-löndunum eða Bandaríkj- unum, a.m.k. á höfuðborgarsvæð- inu. Það væri alla vega mjög erfitt fyrir íslenska mjólkurframleiðslu að fóta sig ef mjólkurverðið væri undir 25 kr./l. og myndi leiða til gríðarlegrar samþjöppunar í grein- inni. Að sjálfsögðu ráða heldur ekki einungis hagræn sjónarmið þegar þjóðir ákveða að vera sjálf- um sér nægar, viðhalda menningu og byggðum og lífi í sveitum eða sjá gripi í haganum. Þar er naut- griparækt og mjólkurframleiðsla engin undantekning. Við tölum um landbúnað í víð- asta skilningi, landbúnað sem gerir annað og meira en bara að fram- leiða matvæli. Það hef ég orðið mjög var við hér í Austurríki þar sem ég dvel í vetur. Hér er naut- griparækt annað og meira en fram- leiðandi mjólkur og kjöts. Hér er nautgriparæktin einnig framleið- andi skíðasvæða og fallegs menn- ingarlandslags. Landslagið er minna virði án kúa og nautgripa, gripirnir eru hluti þess, og vel að merkja, gömlu miðevrópsku naut- gripakynin en ekki amerískar, svartskjöldóttar Holstein-kýr. Þannig hefur nautgriparæktin sín áhrif á að 10-12% af brúttótekjum Austurríkismanna koma af ferða- þjónustu. Á Íslandi gegnir sauðféð og íslenski hesturinn svipuðu hlut- verki en ekki má gleyma kúnum. Þær hafa einnig þýðingu. Í ferð minni til Íslands ræddi ég við ráðunautana á námskeiðinu auk þess sem ég heimsótti kúabú. Út frá þeirri reynslu er það mitt mat að þrátt fyrir mikla styrki er mikið unnið í því að auka hag- kvæmni og skilvirkni mjólkur- framleiðslunnar á Íslandi. Þó tel ég að einkum ætti að huga að góðri nýtingu graslendis og beitar. Ég varð undrandi á hversu margir kjósa rúlluverkun en fáir bændur verka vothey í stæðum eða flat- gryfjum þrátt fyrir að það sé mun ódýrara og vel framkvæmanlegt, jafnvel á smærri búum. Nautgriparæktar- starfið á Íslandi Þegar að ræktunar- starfinu kemur er um tvær meginleiðir að velja sem ég veit að hafa verið til umræðu. Annars vegar að byggja íslenska mjólk- urframleiðslu áfram á íslenska kúakyninu eins og gert hefur verið í yfir 1.000 ár eða hins vegar að flytja inn nýtt mjólkurkúakyn, svo fremi að lög- gjöfin heimili. Það er ekki mitt að segja til um hvað er rétt og hvað er rangt í þessu sambandi. Það verða framkvæmdavaldið fyrir hönd þjóðarinnar og íslenskir kúabænd- ur að gera. Ég vil hins vegar aðeins vega og meta málið frá báðum hliðum. Það er alveg ljóst að með inn- flutningi mælir að auðvelt væri að finna kyn sem með mikilli fóðrun myndi mjólka meira en íslenska kýrin. Það er eðlilegt þar sem kyn- bótaframfarir eru nátengdar stofn- stærð þar til hún hefur náð 500.000-1.000.000 kúm. Ofan við þau mörk hefur stofnstærð afmörk- uð áhrif. Hins vegar veit maður ekki hvort íslenska kúakynið hefur þróast á einhvern hátt sem hentar sérstaklega íslenskum framleiðslu- aðstæðum þannig að það hafi á einhvern hátt forskot við þær að- stæður. Verði innflutningur fyrir valinu er mikilvægt að velja kúa- kyn þar sem áhersla hefur verið lögð á heilsufar í ræktunarstarfinu. Verði það hins vegar að halda mjólkurframleiðslunni áfram með íslenska kúakyninu hefur það mikla kosti með hliðsjón af fjöl- breytilegu gildi nautgriparæktar- innar. Ef veruleg áhersla er lögð á erfðafræði- og menningarlega eig- inleika kynsins tel ég það hafa verulegt gildi fyrir ferðaþjónust- una - íslenski hesturinn og féð hafa það nú þegar. Þar að auki kunna að skapast möguleikar á framleiðslu- aukningu með útflutningi og með hliðsjón af náttúrulegum aðstæð- um á Íslandi er ég sannfærður um að útflutningur mjólkurvara er að- eins raunhæfur kostur á sérvöru- markaði þar sem verðið er hátt og varan einstök. Möguleikar Íslands á hinum harða samkeppnismarkaði magnvörunnar eru ekki miklir, til þess er samkeppnin of hörð. Möguleg mjólkurafurð, sem höfðað gæti ekki aðeins til Evr- ópubúa og Bandaríkjamanna, gæti verið Icelandic Skyr from Iceland- ic Viking Cow. Holl og næringarrík vara byggð á aldagamalli íslenskri hefð frá sjálfbærum og umhverfis- vænum landbúnaði auk þess sem mjólkin væri úr 1.000 ára gömlu kyni. Mitt mat á kynbótastarfinu á Íslandi er byggt á núverandi kyni og því að framhald verði á að ís- lenska kúakynið sé það kyn sem mjólkurframleiðsla á Íslandi reiðir sig á. Taki menn þá ákvörðun að flytja inn nýtt kúakyn felur það í sér ákvörðun um hvaða kyn og þá um leið að kynbótastarfið mun að verulegu leyti flytjast úr landi. Lykiltölur sem hafa þarf í huga Í hverju kynbótaskipulagi eru nokkur atriði og lykiltölur sem þarf að hafa í huga. Kynbótamark- miðið er mjög mikilvægt því með því er framkvæmdin ákvörðuð. Kynbótamarkmið er sett með því að vega saman ákveðna eiginleika í eina heildareinkunn. Í töflunni hér að neðan má sjá samanburð á vægi eiginleika í heildareinkunn á Íslandi, hjá dönskum Holstein- kúm (SDM-DH), rauðum dönsk- um (RDM) og dönskum Jersey (DJ). (Sjá töflu). Eiginlega eru tölurnar misvís- andi á þann hátt að halda mætti að framfarir í afurðum hjá íslenska kúakyninu væru 44% og 31% hjá RDM . Svoleiðis er það þó ekki þar sem að erfðasamhengi eiginleikanna og kynbótaskipulagið hafa mikil áhrif á hverjar framfarirnar eða árangurinn verður. Þannig ná t.d. RDM og SDM- DH 70% þeirra framfara í afurðum sem ná mætti með því að setja 100% vægi á afurðir með núverandi kynbóta- skipulagi og heilda- reinkunn. Taflan segir því miklu frekar til um á hvaða eiginleika hin einstöku kyn leggja höfuðáherslu á í rækt- unarstarfinu. Þannig er mun meiri áhersla lögð á afurðir hjá íslenska kúakyninu en t.d. RDM og SDM- DH sem er að mínu mati skynsam- legt með hliðsjón af stærð kynsins. Að auki má sjá að hjá íslenska kúakyninu er lögð meiri áhersla á skap, mjaltir og júgur en hjá dönsku kynjunum. Ég held að skynsamlegt sé að leggja meiri áherslu á júgur og spena en dönsku kynin gera þar sem þessa eigin- leika þarf að bæta hjá íslensku kúnum auk þess sem að þeir hafa hátt arfgengi og þar með góðar lík- ur á að ná megi árangri með kyn- bótum. Auk þessa hafa þessir eig- inleikar jákvætt samhengi við júg- urhreysti. Nema því aðeins að mjöltum og skapi sé verulega ábótavant sýnist mér fremur mikið vægi sett á þessa eiginleika í heildareinkunn hjá íslensku kún- um. Íhugunarvert væri að flytja nokkuð af áherslunni þar yfir á júgurhreysti, þótt áður verði að sjálfsögðu að gera afleiðuútreikn- inga. Afkvæmaprófanir mikilvægar Á Íslandi eru prófuð um 20-25 óreynd naut á hverju ári sem er miðað við stofnstærð í góðu lagi og gefur möguleika á ágætum erfðaframförum. Með stofnstærð- ina í huga er það mjög skynsamleg ákvörðun að slátra nautunum eftir að hafa tekið úr þeim 7 þúsund skammta. Afkvæmaprófanir eru mjög mikilvægar við kynbætur, al- veg sama hvaða kyn á í hlut. Und- anfarin 5-10 ár hafa margir trú- að/vonað að kortlagning gena myndi leysa afkvæmaprófanir af hólmi. Það verður tæplega raunin í allra nánustu framtíð. Um það skrifuðu Gert Pedersen Aamand (framkvæmdastjóri Nordisk Avls- værdivurdering) og undirritaður grein í Kvægavleren sem Dansire í Danmörku gefur út og Avlskurier- en sem Svensk Avel í Svíþjóð gef- ur út. Greinin heitir „Gæði af- kvæmaprófana byggja á góðum skráningum“. Þetta er enn mikil- vægara við litla stofnstærð eins og á Íslandi. Vandaðar og öruggar skráningar án villna hafa því án efa mikla þýðingu fyrir íslenska naut- griparækt. Á námskeiðinu var ég spurður hvort ræktunarkjarnar væru íslenskri nautgriparækt gagn- legir. Með hliðsjón af kostnaði við slíkt verkefni tel ég það ekki vera tilfellið. Minni skyldleikaræktun en búast mátti við Í litlum búfjárkynjum er mjög mikilvægt að halda skyldleika- aukningu innan ákveðinna marka. Þess vegna er brýnt að nota skyn- samlegan fjölda nautsfeðra. Í dag eru notaðar nútímalegar aðferðir við val nautsfeðra á Íslandi auk þess sem 7 þúsund skammtar úr hverju nauti þýða að hvert og eitt naut er ekki hægt að nota án tak- markana. Þorvaldur Kristjánsson hefur nýlokið við útreikninga á skyld- leikarækt í íslenska kúastofninum og hún er mun minni en ég átti von á. Hins vegar eru ætternisupp- lýsingarnar mun lakari en ég á að venjast og ein af ástæðum þess að skyldleikaræktin reiknast svo lítil gæti verið mikil notkun óskráðra heimanauta. Sé ætterni grips ekki þekkt fær viðkomandi gripur skyldleikastuðulinn 0 þrátt fyrir að hann geti verið mun hærri í reynd. Þetta er eitt dæmi um neikvæðar afleiðingar ófullkominna skrán- inga. Þrátt fyrir að skyldleikarækt í íslenska kúastofninum reiknist ekki mikil gæti tilhneiging til auk- ins kálfadauða og minni endingar kúnna verið vísbending um skyld- leikaræktarhnignun. Þó er erfitt að skýra aukinn kálfadauða með auk- inni skyldleikarækt eingöngu þar sem hann hefur aukist svo skyndi- lega og hratt. Ég ímynda mér að þar hafi eitthvað í umhirðu og fóðrun kúnna áhrif. Mikil heimanautanotkun og kálfadauði Það að notkun heimanauta skuli vera svo útbreidd sem raun ber vitni í þetta litlum kúastofni er mjög neikvætt fyrir kynbótafram- farir í stofninum, og séu þau held- ur ekki skráð gerir það illt verra. Frá mínum bæjardyrum séð eru mikil heimanautanotkun og kálfa- dauði stærstu vandamál íslenskrar nautgriparæktar í dag. Það fyrr- greinda er auðleyst af kúabændum sjálfum hér og nú - notið sæðinga- naut! Það síðarnefnda útheimtir rannsókn sem mér skilst að sé í burðarliðnum. Heilt yfir virðist mér að íslensk nautgriparækt geti horft björtum augum á framtíðina, einkum og sér í lagi ef menn taka fjölþætt hlutverk hennar með í reikninginn. Ferðalag að sumri til um íslenska náttúru og landslag auðgast við að sjá marglitar kýr á beit. Það vonast ég til að upplifa innan tíðar! Íslensk nautgriparækt - spennandi áskorun - Í byrjun síðasta árs var óskað eftir því við mig að koma til Íslands, á námskeið fyrir ís- lenska nautgriparæktarráðu- nauta. Ég vík örlítið síðar að ástæðum þess og bakgrunni mínum. Þar sem ég hafði ekki komið til Íslands áður var ég ekki í nokkrum vafa um að þetta væri mjög spennandi verkefni og sagði auðvitað já. Ísland hefur ávallt haft visst aðdráttarafl fyrir mig en ég hef heyrt mik- ið um náttúrufegurðina og svo eru bæði Danir og Ís- lendingar af norrænum upp- runa. Þá hef ég gegnum árin hitt marga áhugaverða Ís- lendinga, bæði í námi mínu og vinnu. Að lokum fannst mér einnig áhugavert að sjá og mynda mér skoðun á þeim sem kaupa meðal annars stórmarkaðina og flugfélögin okkar. Þegar að dýrum og búfé kemur er jú Ísland þekktast fyrir íslenska hest- inn og sauðféð en minna hef- ur farið fyrir nautgripunum sem ég, eftir á að hyggja, tel mjög miður. Morten Kargo Sørensen, Danmörku Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands þýddi greinina. Hlutfallslegt vægi eiginleika í heildareinkunn hjá íslenska kúakyninu, RDM, SDM-DH og DJ Eiginleiki Ísl. kýr RDM SDM-DH DJ Afurðir 44 31 32 42 Kjöt - 5 4 - Frjósemi 8 8 8 10 Lífsþróttur kálfa - 5 6 2 Burðarerfiðleikar - 4 6 4 Júgurhreysti 8 18 13 14 Heilsufar - 3 2 3 Ending 8 6 6 7 Skrokkur - - 2 - Fætur - 5 5 5 Júgur 16 4 8 10 Mjaltir 8 7 6 2 Skap 8 4 2 1

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.