Bændablaðið - 02.05.2006, Side 37
37Þriðjudagur 2. maí 2006
Á landsmótsári eru mörg hesthús full af kynbóta-
hrossum sem bíða eftir að sýna hvað í þeim býr á
komandi kynbótasýningum. Það er til mikils að
vinna og margir sem leggja gríðarlega vinnu, tíma
og peninga í undirbúning. Svo eru sérstakar tilfinn-
ingar oft bundnar við einstaka gripi, vonir og vænt-
ingar miklar og því reynt að standa sem allra best að
málum.
Þegar undirbúa skal hross fyrir kynbótasýningu
skiptir mjög miklu máli að það sé vel fóðrað, ekki of
grannt en heldur ekki of feitt. Taka
þarf tillit til byggingarlags hestsins
þar sem sumum hrossum fer betur að
vera heldur feit á meðan önnur þola
það alls ekki og líta strax út fyrir að
vera mun þyngri í byggingu.
Hrossin þurfa einnig að vera vel
hirt og heilbrigð. Kenna þarf hestun-
um að standa rólega jafnt í alla fætur, ekki inn undir
sig en ekki of teygðir heldur. Mikilvægt er að hrossin
haldi athyglinni því annars fara þau mörg fljótt að
„hanga“ og missa útgeislun um leið. Það getur skipt
máli í útkomu byggingareinkunnar hvernig hesturinn
stendur, rétt eins og fólk getur gefið afar ólíka mynd
af sjálfu sér eftir því hvort það stendur beint í baki
með inndreginn magann eða húkandi með niðurlútan
svip. Hrossin þurfa líka að standa hnarreist (ekki of-
reist) með inndreginn kvið, hvorki fött né húkandi og
helst með glaðlegan, vakandi svip. Einnig getur verið
misjafnt eftir byggingargerð hvaða staða hentar
hverju hrossi og er gott að æfa þetta áður en í sýningu
er komið.
En þótt hrossið sé vel hirt, fóðrað og kunni að
standa rétt skiptir þjálfunin ekki síður máli. Ljóst er
að þjálfun hefur mikil áhrif á vöðvaþroska sem og á
andlegt ástand og styrk hrossa. Þannig getur þjálfun-
in haft talsverð áhrif á hvernig hestur stigast í bygg-
ingu og að sjálfsögðu úrslitaáhrif á hæfileikadóm.
Með markvissri, uppbyggilegri þjálfun má styrkja
og bæta jafnvægi á gangi sem og úthald, þor og
gleði hesta. Uppbyggileg þjálfun felur í sér að hross-
in verði færari til að bera knapa í jafnvægi á öllum
gangtegundum á ýmsum hraða. Hestur sem ber
knapann í góðu jafnvægi öðlast meiri frjálsleika í
hreyfingum og jafnvægi í sinni og
því fylgir oft meiri útgeislun.
Óvissuþátturinn í sýningum eykst
og dagsformið skiptir meira máli ef
eitthvað skortir á undirbúninginn.
Vissulega er þó aldrei hægt að
ganga að neinu vísu þegar um lif-
andi skepnur er að ræða en til þess
eru yfirlitssýningarnar, að gefa tækifæri til að bæta
það sem ekki var sem skyldi í fordómi. Stundum eru
sömu hrossin margsýnd á einu sumri og má ætla að
stundum sé fulllangt gengið og hrossin verði frekar
þreytt og lúin eftir margar erfiðar sýningar í röð.
Þess eru þó dæmi að hross hafi hækkað talsvert milli
sýninga og er það bara gott, enda gengið út frá því
að ekki sé hægt að sýna meira en í hrossinu býr.
Dómarar geta hins vegar eingöngu dæmt það sem
þeir sjá hverju sinni en reyna með krossum á dóm-
blaði að skýra niðurstöður sínar. Þannig má oft fá
mun meiri upplýsingar með því að lesa athugasemd-
irnar en ekki einkunnirnar eingöngu.
Það er tilhlökkunarefni fyrir alla áhugamenn um
hrossarækt að fylgjast með kynbótasýningum vors-
ins. Njótið heil!
Hestar og
hestamenn
Herdís Reynisdóttir
AUGLÝSING
um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að
fuglaflensa eða Avian Influensa berist í alifugla.
1. gr.
Með vísan til þess að staðfest hefur verið tilvik fuglaflensu, Avian
Influensu af H5N1 stofni á Bretlandseyjum, hefur landbúnaðarráð-
herra að fengnum tillögum Landbúnaðarstofnunar ákveðið að fyrir-
skipa eftirfarandi ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að hindra út-
breiðslu og til að afstýra hættu og tjóni af völdum sjúkdómsins.
2. gr.
Öllum þeim sem halda alifugla (hænsnfugla, kalkúna, endur og
gæsir) er skylt að fylgja eftirfarandi reglum:
a. Allir alifuglar skulu lokaðir inni í yfirbyggðu gerði eða húsi.
b. Gerðin og húsin skulu vera fuglaheld.
c. Tryggja skal að ekkert í umhverfi húsanna, s.s. fóður, laði að
villta fugla.
d. Setja skal hatta á allar loftræstitúður.
e. Setja skal fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga á
þeim húsum þar sem alifuglar eru haldnir og skal öllum óvið-
komandi bannaður aðgangur að húsinu með sérstökum merk-
ingum á hurðum þess.
f. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðarfatnað (galla og
stígvél), sem eingöngu er notaður þar, og skulu þeir einnig þvo
og sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu fuglanna.
g. Óheimilt er að hafa önnur dýr hjá fuglunum, þ.m.t. hunda og
ketti.
h. Vatn skal uppfylla kröfur gildandi reglugerðar um neysluvatn.
i. Gæta skal fyllsta hreinlætis í umgengni við fuglana og fylgja al-
mennum hreinlætisreglum.
3. gr.
Finnist tveir eða fleiri dauðir fuglar á sama stað skal tilkynna um
það án tafar til Landbúnaðarstofnunar (héraðsdýralæknis), sem
tekur ákvörðun um aðgerðir.
4. gr.
Landbúnaðarstofnun hefur eftirlit með framkvæmd þessara reglna
og getur veitt undanþágur frá þeim við sérstakar aðstæður, að því
tilskyldu að smitvarnir séu nægilega tryggðar með öðrum hætti að
mati stofnunarinnar.
5. gr.
Verði eigandi eða umráðamaður alifugla ekki við tilmælum Land-
búnaðarstofnunnar um aðgerðir samkvæmt auglýsingu þessari
getur landbúnaðarráðherra með vísan til 21. gr. laga nr. 25/1993
um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, fyrirskipað bótalausa förg-
un eða eyðingu fuglanna að fengnum tillögum Landbúnaðarstofn-
unnar.
Brot gegn auglýsingu þessari varða sektum eða fangelsi allt að 2
árum. Með mál vegna brota skal farið að hætti opinberra mála.
6. gr.
Um alifuglabú gilda einnig ákvæði reglugerðar nr. 251/1995 um
aðbúnað og sjúkdómavarnir á alifuglabúum og útungunarstöðvum,
með síðari breytingum.
Auglýsing þessi er sett með vísan til 8. gr. laga nr. 25/1993 um
dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt síðari breytingum og
tekur gildi 12. apríl 2006.
Landbúnaðarráðuneytinu, 6. apríl 2006.
F.h.r.
Ólafur Friðriksson.
Atli Már Ingólfsson.
Til á lager á hagstæðu verði.
Joskin haugsuga 8400 L galv………………………………
Avant 635 með skotbómu, lyftigeta 1200 kg………
Avant 220 minivél með sláttuvél……………………………
Reck mykjuhrærur 3 gerðir…………………………………..
Álrampar fyrir minivélar………………………………………
Maschio tætarar 235-260-285-300 cm……………….
Maschio grastætari 250 cm. f. PTO framan/aftan
Nardi fjórskera plógur 140-160 cm…………………….
Nardi MRAP70 einskorinn brotplógur 52x55………
Lyftu tengdir dráttarkrókar………………………………….
Vökva yfirtengi margar gerðir………………………………
12/24V dieselolíu dælur 45/60 l/min……………………
LACOTEC kornmylla PTO 540 ca. 10 t/klst………….
Ávinnsluherfi (slóðar) 4 mt…………………………………..
Tonutti hjólrakstrarvélar 2,8mt – 6mt…………………
Otma M/551 einskorinn brotplógur 58x63…………..
Michelin traktors dekk 540/65 x 30…………………….
Europower traktotrsrafstöðvar 38 kvA………………
Europower ferðarafstöðvar 1-1,7 kvA………………..
Haugsugudælur 6150-7000-8100-10490 l/min….
Niemeyer sláttuvélar, heytætlur, rakstrarvélar……
FH skotbómulyftari með þrítengibeyzli og PTO…..
Crosmec 2,2mt. safnkassasláttuvél…………………….
Trjáplöntustafir, bakkabelti og bakkahaldarar………
Lambhelt girðinganet og gaddavír………………………
Skógar flekkjarar fyrir dráttavél………………………….
Flekkidiskar fyrir sláttuorf……………………………………
Rafsuðu inverter 180 A. sýður 1,6-5 mm. 8,3 kg. O
R
K
U
T
Æ
K
N
I
e
h
f.
S
ím
i:
5
8
7
6
0
6
5
.
Kynbótasýningar
Hinn heimsfrægi tamningamaður Monty Roberts frá
Bandaríkjunum sótti Íslendinga heim um páskana og
hélt kennslusýningu í reiðhöllinni í Víðidal á skír-
dag. Húsfyllir var á sýningunni og uppselt með löng-
um fyrirvara. Monty sýndi hvernig hann vinnur með
hesta sem eru ýmist ósnertir, ótamdir eða eiga við
einhver hegðunarvandamál að stríða. Á þessari sýn-
ingu tók hann fola sem var alveg ótaminn og að hálf-
tíma liðnum var kominn knapi á bak honum, allt án
átaka, en það er einmitt markmið Monty að útrýma
ofbeldi gagnvart hestum. Einnig sýndi hann athyglis-
verðar aðferðir við að nálgast mjög eyrnastyggt
hross og notaði til þess ýmsan búnað s.s. hárblásara
og hanska á priki og var mjög gaman að fylgjast með
því hversu fljótt hryssan brást við meðhöndlun hans
og var orðin allt önnur að stuttum tíma liðnum. Svo
höndlaði hann algerlega ósnerta stóðmeri og hest
sem hefur ekki viljað fara inn á hestakerru. Sýningin
var hin fróðlegasta og áhugaverð nýjung fyrir ís-
lenska hestamenn sem ekki hafa átt þess kost að fá
erlenda fræðimenn á þessu sviði hingað til lands.
Monty þessi hefur gefið út fjölda bóka og mynd-
banda og er hægt að kynnast starfsemi hans betur
með því að skoða vefsíðuna www.montyro-
berts.com. /HGG
Monty Roberts ásamt Trausta Þór Guðmundssyni,
tamningamanni, sem túlkaði fyrir hann á sýningunni.
Bændablaðsmynd: HGG
Undirbúningi að Landsmóti
hestamanna sem fram fer á
Vindheimamelum í Skagafirði
dagana 26. júní - 2. júlí nk. mið-
ar vel. Ýmsar verklegar fram-
kvæmdir hafa verið í gangi á
mótssvæðinu, þjónustuáætlun
hefur verið gerð, en gert er ráð
fyrir veitingasölu og markaðs-
torgi, vellir hafa verið stækkað-
ir og lagfærðir og vegir á svæð-
inu endurbættir. Unnið er að
því að gera svæðið enn betur til
þess fallið að taka á móti öllum
þeim gestum sem væntanlegir
eru, en búist er við um 12 til 15
þúsund manns. Reist verður
áhorfendastúka fyrir 1.600
manns sunnan aðalvallar gegnt
áhorfendabrekkunni og kemur
það til með skapa ákveðna
hringleikjastemningu sem er
nýjung á slíkum mótum. Auk
þess verður 200 manna áhorf-
endastúka byggð við kynbóta-
völlinn.
Af öðrum nýjungum í skipu-
lagi má nefna að frá fimmtudegi
til sunnudags munu allir helstu
dagskrárliðir mótsins fara fram á
aðalvelli í stað þess að skiptast á
tvo velli eins og áður hefur verið.
Hugsunin er sú að áhorfendur
þurfi ekki að hlaupa of mikið frá
einum velli til annars til að fylgj-
ast með því markverðasta sem í
boði er.
Að venju verður boðið upp á
fjölbreytta skemmtidagskrá ásamt
tónleika- og dansleikjahaldi á
kvöldin. Fjölskyldufólki verður
gert hátt undir höfði með afþrey-
ingu, leiksvæðum, barnagæslu og
góðri aðstöðu.
Landsmót hestamanna er einn
stærsti einstaki viðburður sem
haldinn er hérlendis og stendur
hvorki meira né minna en í heila
viku. Þar kemur saman breiður
hópur fólks til að njóta rjómans af
því besta í íslenskri hesta-
mennsku. Forsvarsmenn Lands-
móts vonast til að sjá sem flesta á
Vindheimamelum í Skagafirði og
segir Guðrún H. Valdimarsdóttir,
framkvæmdastjóri LM 2006, að
mikill hugur sé í mönnum. „Það
stefnir í stórgott mót, hestakostur-
inn verður frábær eins og alltaf og
okkar markmið er að svæðið og
aðstaðan verði með því besta sem
gerist. Fyrstu úrtökurnar munu
fara fram seinnipartinn í maí en
síðasti skráningardagur á lands-
mótið er 12. júní. Við munum
bjóða upp á fjölbreytta dagskrá,
en hægt er að skoða hana nánar á
vefsíðu okkar, www.landsmot.is,“
segir Guðrún að lokum. /HGG
Undirbúningi Landsmóts
hestamanna miðar vel
Húsfyllir hjá hestahvíslara