Bændablaðið - 12.12.2006, Page 1

Bændablaðið - 12.12.2006, Page 1
Þingeyingar þungorðir um þjóðlendurmálin Þriðjudagur 12. desember 2006 21. tölublað Blað nr. 251 Upplag 16.300 Sími 563 0300 augl@bondi.is 16 20 Nútíminn í hátæknifjósi á Stóru-Hildisey 38 Fjárglöggur framkvæmda- stjóri „Vitanlega veldur þessi afstaða okkur vonbrigðum, en kemur þó ekki að öllu leyti á óvart,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands um þá ákvörðun banda- rísku verslanakeðjunnar Whole Foods Market um að hætta að markaðssetja íslenskar vörur í verslunum sínum í kjölfar hval- veiða Íslendinga. Whole Foods rekur um 180 verslanir í Bandaríkjunum og er í fremstu röð hvað varðar sölu á líf- rænum afurðum, vörum sem fram- leiddar eru með sjálfbærum hætti. Undanfarin sjö ár hefur ötullega verið unnið að því að koma íslensk- um landbúnaðarafurðum á markað í Bandaríkjunum, það hefur verið gert á vegum Áforms, en fram- kvæmdastjóri þess félags er Baldvin Jónsson. Kostnaður við átakið hef- ur numið um 25 milljónum króna árlega og hefur árangurinn ekki lát- ið á sér standa. Þangað hafa árlega verið seld um 70 tonn af íslensku lambakjöti og um 200 tonn af mjólk- urafurðum af ýmsu tagi, en viðskipt- in hafa aukist ár frá ári. Ekki er talið ólíklegt að unnt hefði verið að selja umtalsvert meira magn þar ytra í ár, en framboðið hefur ekki verið nægjanlegt, íslenskar mjólkurafurðir eru til að mynda afar eftirsótt vara í verslunum keðjunnar og framboð nægir engan veginn til að fullnægja eftirspurn. Vörunum ekki lengur haldið á lofti Forsvarsmenn verslanakeðjunnar hafa komið þeim sjónarmiðum á framfæri við ráðamenn hér á landi að þeir hafi verulegar áhyggjur af hvalveiðum Íslendinga, þeirri ákvörðun að leyfa veiðar á níu lang- reyðum nú á liðnu hausti. Verst sé þó að hafa ekki neitt í höndunum um framhaldið, hvort veiðar verði leyfðar áfram eður ei. Eins kemur fram hjá forsvarsmönnum keðjunn- ar að ástæða sé til að hafa verulegar áhyggjur af viðbrögðum og hugsan- legum aðgerðum umhverfisvernd- arsamtaka gegn fyrirtækjum sem selja íslenskar vörur. Þá megi allt eins búast við aðgerðum af hálfu Bandaríkjastjórnar vegna hvalveiði- málsins. Ennfremur má benda á það sjónarmið forsvarsmanna að þeim þykir ákvörðun um hvalveiðarnar nú í haust fara á svig við alþjóðlegt bann við slíkum veiðum og gangi gegn markmiðum um að kynna landið sem sjálfbært og framsækið samfélag á sviði umhverfismála. Vörur frá Íslandi eru enn til sölu í búðum verslunarkeðjunnar, en í liðnum mánuði var sú ákvörðun tekin að stilla þeim ekki upp með áberandi hætti, nafni Íslands er ekki lengur haldið á lofti í búðunum. Kemur ekki að öllu leyti á óvart „Þessi afstaða Whole Foods veld- ur okkur vissulega vonbrigðum og áhyggjum en kemur ekki að öllu leyti á óvart,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Hann segir menn lengi hafa vitað af því að stór hluti viðskiptavina verslunarinnar tilheyri þeim hópi fólks sem hvað viðkvæmast er fyrir sjónarmiðum af þessu tagi, „og sumt af því tals- vert öfgafengið þegar kemur að umhverfisvernd“. Sigurgeir kvaðst skilja skilaboð Whole Foods manna á þann veg að verði hvalveiðum haldið áfram hér við land sé mikil hætta á að úr við- skiptum dragi smám saman og þau muni að lokum deyja út. Verði ekki unnt að stunda markaðs- og kynn- ingarstarfsemi undir nafni Íslands áfram mun sú sérstaða sem íslensk- ar landbúnaðarafurðir hafa skapað sér minnka til mikilla muna. Þá megi búast við því að dragi úr eft- irspurn neytenda ytra, áhugi þeirra fyrir íslenskum vörum muni dvína verulega. „Á hinn bóginn skil ég skila- boð forsvarsmanna Whole Foods þannig, að hverfi Íslendingar frá hvalveiðum muni þeir endurvekja samstarf sitt við okkur á óbreyttum grunni, en um það get ég raunar ekki fullyrt á þessari stundu. Það er eitthvað sem tíminn mun leiða í ljós,“ segir Sigurgeir. Hvalveiðar hafa áhrif á sölu íslenskra landbúnaðarafurða hjá Whole Foods í Bandaríkjunum Vonbrigði og veldur áhyggjum en kemur ekki alveg á óvartGóðir bænda-fundir að baki Bændasamtökin stóðu fyrir fundaferð um landið á síðustu vikum en yfirskriftin var „Á að vera landbúnaður á Íslandi?“. Fyrsti fundurinn var haldinn í Reykjavík í troðfullum Sunnu- sal Hótels Sögu. Þar hlýddu um 300 manns á erindi Valdimars Einarssonar, Aðalsteins Á. Baldurssonar og Önnu Sigríðar Ólafsdóttur. Greinilegt var á fyr- irspurnum að áhugi íbúa höfuð- borgarsvæðisins er töluverður á málefnum landbúnaðarins. Eftir Reykjavíkurfundinn var haldið í Búðardal, Blöndu- ós, Hvammstanga, Borgarnes, Egilsstaði og á Suðurland. Fundi á Ísafirði þurfti að fresta vegna veðurs. Eftir áramót verð- ur framhald á bændafundum og þeir staðir heimsóttir sem ekki var farið á í þessari lotu. Nánar er fjallað um bænda- fundina á bls. 2 og um Reykja- víkurfundinn á síðu 7. Grænlendingar stefna að mjólkur- framleiðslu Um þessar mundir er unnið að því að koma á fót mjólkurbúi á Grænlandi til að sjá fólki fyrir ódýrari mjólk. Grænlendingar kaupa mjólk frá Danmörku sem flutt er loftleiðis til Grænlands og kostar um 40 d.kr. lítrinn, eða um 500 ísl. kr. Það ýtir á það að koma upp mjólkurfram- leiðslu í landinu og stofna einfalt mjólkurbú til að pakka mjólkinni, að sögn blaðsins Foodculture, sem Landbúnaðarráðið í Danmörku gef- ur út. Þó að kýr á beit og græn tún séu ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar rætt er um Grænland, þá má hafa það í huga að landbún- aður hefur verið stundaður á Græn- landi í þúsund ár. Nú eru á Grænlandi 21 þúsund fjár, 200 hestar, 5 þúsund tamin hreindýr og 23 kýr og í undirbún- ingi er innflutningur á 10 kálf- fullum kvígum, að sögn Kenneth Höeg ráðunautar við Leiðbeininga- miðstöðina í Quqortoq. Stefnt er að því að útsöluverð á mjólkinni verði 10 d.kr. lítrinn eða um 125 ísl. kr. (Maskinbladet). Bændablaðið óskar lesendum sínum árs og friðar Næsta blað kemur út 16. janúar Laufabrauðs- gerðin gekk ljómandi vel „Við höfðum allar gaman af þessu, Dyngjukonur,“ sagði Gerður Benediktsdóttir á Skútu- stöðum í Mývatnssveit, en kon- ur úr handverkshópnum Dyngj- unni efndu til laufabrauðsdags í Hótel Reykjahlíð um helgina. Þær komu saman og skáru út laufabrauð og buðu gestum og gangandi að taka þátt auk þess sem þær voru fúsar að leiðbeina áhugasömum um réttu handtök- in. Hnífar og bretti sem og laufa- brauðskökur voru á staðnum. Þetta er í annað sinn sem Dyngju- konur efna til laufabrauðsdags og tókst hann prýðilega vel að þessu sinni. „Okkur þótti þetta gaman og ég held að dagurinn hafi tekist ljómandi vel, það kom þó nokkuð af gestum, bæði héðan úr sveitinni og víðar að,“ sagði Gerður. Kerta- sníkir heiðraði Dyngjukonur og gesti þeirra með nærveru sinni og skar listilega vel út. Taldi hann að það hversu handlaginn hann væri mætti þakka Leppalúða, sá gamli gaur hefði haft einkar gott lag á laufabrauðsútskurði. Laufabrauðsdagur í Mývatns- sveit talið frá vinstri: Sólveig Pétursdóttir, Clara Saga Péturs- dóttir, Andrea Marteinsdóttir, Ragnheiður Diljá Káradóttir, Kertasníkir, Sigrún Sverrisdótt- ir, Steinunn Leifsdóttir og Gerð- ur Benediktsdóttir.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.