Bændablaðið - 12.12.2006, Qupperneq 2

Bændablaðið - 12.12.2006, Qupperneq 2
2 Þriðjudagur 12. desember 2006 Á síðustu vikum hafa Bændasam- tökin farið um landið með sína árlegu fundaferð en yfirskrift fundanna í ár var „Á að vera landbúnaður á Íslandi“. Að þessu sinni var Valdimar Einarsson gestur á flestum fundunum en hann starfar á Nýja-Sjálandi hjá alþjóðlega bankanum Rabobank sem sérhæfir sig í viðskiptum við bændur. Valdimar talaði um reynslu Nýsjálendinga af því þeg- ar styrkjakerfi landbúnaðarins var umbylt um miðjan níunda áratuginn og hvað Íslendingar gætu lært af henni. Í erindi Valdi- mars endurspeglaðist einkum hvað nýsjálenskur landbúnaður er gjörólíkur þeim íslenska. Þar í landi snýst allt um útflutning landbúnaðarvara en um 95% af allri mjólk og 90% af kindakjöti fara á erlenda markaði. Haraldur Benediktsson formað- ur Bændasamtakanna flutti erindi sem fjallaði einkum um atburðarás síðustu mánaða í umfjöllun um land- búnað og matvælaverð. Í máli sínu brýndi hann bændur til þess að taka virkan þátt í umræðunni um mat- vælaverð og benti mönnum á ýmsar staðreyndir í því sambandi. T.d. kom fram hjá Haraldi að innlend búvara vegi nú aðeins um 5,25% af heildar- útgjöldum heimilanna en föt og skór séu orðin með nær sama hlutfall. Bændur hafa góðan málstað að verja Haraldur kvaðst ánægður að fundun- um loknum en bendir á að eftir ára- mót verði haldið áfram og þeir staðir heimsóttir sem ekki var farið á fyrir jól. „Sá málflutningur sem við höld- um fram er samantekin þekking og áherslur sem bændur eiga að halda á lofti um landbúnaðarmál. Þó svo að BÍ haldi bændafundi er fræðslunni alls ekki lokið. Ég ætlast til þess af þeim fulltrúum sem kosnir eru í trún- aðarstörf innan félagskerfisins að þeir haldi áfram að fræða og ræða við sitt heimafólk um staðreyndir um íslenskan landbúnað. Það var metmæting á fundina í ár og mér finnst bændur fara bjart- sýnir heim eftir hvern fund. Við höf- um séð marga trúnaðarmenn og full- trúa verkalýðsfélaga, sveitastjórn- arfólk og áhugafólk um landbúnað á þeim fundum sem haldnir hafa verið. Bændur hafa góðan málstað að verja og ég tel að umræðan sé að snúast til betri vegar. Það gerist hins vegar ekki nema bændur taki þátt í umræðunni og tali opinskátt og af hreinskilni um okkar atvinnu- grein með stolti,“ sagði Haraldur. Valdimar Einarsson talaði umbúðalaust Hver skyldi vera upplifun Valdi- mars Einarssonar á íslenskum land- búnaði eftir að hafa hitt rúmlega 300 bændur? „Mín upplifun er sú að hér á Íslandi hafi orðið miklar breytingar í landbúnaði síðustu árin. Bændur í dag og bændaforystan hugsar um aðra hluti en fyrir 15 árum síðan. Fólk er farið að hugsa meira um markaðsöflin og er orðið meðvit- aðra um að við þurfum að gera hlut- ina á þann hátt að þeir séu sjálfbærir, bæði umhverfislega og efnahags- lega séð. Ég er ekki í vafa um að það verði landbúnaður á Íslandi eftir 10-20 ár ef menn halda sig á þessari braut. En það er hins vegar ýmislegt sem íslenskir bændur þurfa að hafa í huga ef þeim á að farnast vel í framtíðinni. Menn þurfa að vera hug- rakkir og tefla djarft – það er minni áhætta en að gera ekki neitt!“ Þú nefndir greiðslumarkskerfið og telur að þar sé pottur brotinn? „Ég nefni sérstaklega tvennt í því sambandi. Í fyrsta lagi tel ég ekki eðlilegt að verslað sé með rík- isstyrki og í annan stað eru skuldir vegna greiðslumarkskaupa að sliga marga bændur. Það þarf að breyta þessu kerfi og gefa ákveðinn tíma- punkt hvenær á að gera breyting- ar. Bændur þurfa að fá skýr svör um þær aðferðir sem á að beita og menn verða að hafa tímann fyrir sér í þessum efnum. Aðlögun er nauð- synleg svo þetta gangi upp.“ En að hverju eiga bændur að stefna? „Mín skoðun er sú að það eigi að samstilla bæði sauðfjár- og mjólk- ursamning og endurskoða þá sam- hliða árið 2012. Ég segi að þið eig- ið að vera með tvenns konar greiðsl- ur til bænda. Þið eigið að vera með gæðastýrðar greiðslur sem eru framleiðslutengdar því það er óhætt samkvæmt alþjóðasamningum. Síð- an eigið þið að vera með greiðslur sem eru tengdar við býlin í landinu, óháð því hvað er framleitt þar, en það þarf að setja skilyrði um fram- leiðslu og ákveðinn fjölda ársverka. Búsetuskylda á að vera skilyrði og það má alls ekki gerast að stuðning- urinn fari til fólks sem er ekki að gera neitt nema taka við ríkisstyrkj- um!“ sagði Valdimar Einarsson. Bændur eiga að vera stoltir og hugrakkir! Metmæting var á bændafundum BÍ Verð á áburði hefur hækkað umtalsvert milli ára. Það leiðir könnun sem gerð var hjá Búnað- arsambandi Suðurlands nýver- ið í ljós. Gera má ráð fyrir að bændur greiði nú um 200 þúsund krónum meira fyrir áburðinn en þeir gerðu á liðnu ári. Fjögur fyr- irtæki bítast um áburðarmark- aðinn og er samkeppnin virk, en áætlað er að seld séu um 55- 60 þúsund tonn af áburði hér á landi árlega. Búnaðarsamband Suðurlands bar í könnun sinni saman það sem nefnt er besta verð hvers áburðar- sala fyrir sig á þeim blöndum sem voru í boði í fyrra og eru það einnig nú, en bent er á að nokkrar breyting- ar hafi orðið á vöruúrvali milli ára. Jóhannes Símonarson héraðs- ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands segir að verð á áburði hafi þótt frekar hagstætt hér á landi á liðnum árum, það hefði ekki fylgt almennum verðlagshækkunum. Nú brygði hins vegar svo við að verð tekur stökk upp á við, það hefur hækkað verulega milli ára segir Jóhannes. Áburðarsalar hafa skýrt verðhækkun með gengisþróun hér á landi og hækkandi flutningskostn- aði í kjölfar þess að olíuverð hafi rokið upp. Þau fjögur fyrirtæki sem eink- um annast sölu á áburði til bænda eru Áburðarverksmiðjan, Betra land, Skeljungur og Sláturfélag Suðurlands. Samkeppnin er að mati Jóhannesar mjög virk, enda sé markaðurinn íslenski ekki stór, und- ir 60 þúsund tonnum og því bjóðist bændum oft ágæt kjör. „Ég vona að samkeppnin á þessum markaði verði áfram virk, þó markaðurinn sé lítill er betra að fjórir aðilar bít- ist um hann. Ef einungis væru tvö fyrirtæki á þessum markaði værum við komin með fákeppni,“ segir Jóhannes. Gerð er grein fyrir könnuninni og niðurstöðum hennar á vefsíðu sambandsins, en að sögn Jóhann- esar er misjafnt hversu mikið hver tegund hækkar í verði milli ára. Hann nefndir að algeng hækkun sé á bilinu 10 til 17%. Bændur mynda bandalög Áburðarsalar bjóða upp á vaxtalaus kjör fram á vor, en langalgengast er, segir Jóhannes að bændur panti áburð um þetta leyti, fyrir áramót, „ætli það séu ekki um 70% bænda sem hafa þann háttinn á,“ segir hann. Þeir geta í flestum tilfellum valið um hvort greitt er strax við pöntun eða við afhendingu næsta vor. Sé seinni leiðin valin er í ein- hverjum tilvikum um að ræða að gengisáhættu er velt yfir á bændur. Færst hefur í vöxt að bændur taki sig saman nokkrir, myndi eins konar bandalag og óski eftir tilboð- um í áburð og segir Jóhannes að sú leið hafi oft orðið til þess að ná verði niður. Jóhannes segir bændur vissu- lega ekki káta með hækkun á verði áburðar, því fari fjarri, enda megi gera ráð fyrir að útgjöld þeirra vegna þessa liðar í búrekstrinum hækki um sem nemi allt að 200 þús- und krónum. „Bændur blóta þessu auðvitað, en þeir geta lítið annað gert en að bíta í þetta súra epli.“ Meðalbóndinn greiðir um 200 þúsund krónum meira fyrir áburð miðað við fyrra ár Verð á áburði hækkar umtalsvert milli ára Glæsileg mannvirki að Mið-Fossum Eigendur að Mið-Fossum, Ár- mann Ármannsson og Lára Frið- bertsdóttir tóku nú fyrir skömmu í notkun glæsileg húsakynni, 2.700 fermetra reiðskemmu, hesthús fyr- ir um 80 hross og vélageymslu, allt undir einu þaki. Utandyra er svo búið að koma upp fullkomn- um skeiðvelli. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var viðstadd- ur vígsluathöfn sem efnt var til í tilefni tímamótanna, en vel á sjötta hundrað manns samfagnaði hjónunum á Mið-Fossum. Guðni staðfesti við þetta tækifæri samn- ing milli Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og eigenda reiðskemm- unnar um full afnot skólans af mannvirkjum án endurgjalds í 12 ár. Hestamannafélögin Faxi í Borgarfirði og Grani á Hvanneyri sömdu einnig um sömu kjör. Frá vígslu reiðhallarinnar að Mið-Fossum, frá vinstri Ágúst Sigurðsson rektor á Hvanneyri, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Ármann Ármannsson eigandi reiðhallarinnar. Ljósm. Áskell Um 50 gestir komu á bændafund sem haldinn var að Árhúsum á Hellu og töluðu opinskátt um stöðu landbúnaðarins og fræddust um reynslu Nýsjá- lendinga af afnámi ríkisstyrkja. Haraldur Benediktsson og Valdi- mar Einarsson hafa hitt rúmlega 300 bændur og áhugafólk um land- búnað á liðnum vikum. Landsmót 2006 á DVD fyrir jól Kvikmyndafyrirtækið Plúsfilm hefur um árabil verið öflugt í útgáfu myndbanda er tengjast hestamennsku. Nú er væntanlegur DVD-diskur með myndefni af Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum sl. sumar og er gert ráð fyrir að hann verði kominn í verslanir um miðjan desemb- er. Boðið verður upp á þrjár útfærslur, þ.e. stakan disk frá kynbótasýn- ingum mótsins, alls 165 mínútur, aðalmynd sem er 188 mínútur og sýnir alla helstu hápunkta mótsins, eða báða diskana saman í hulstri. Diskarn- ir eru vandaðir að allri gerð og er hægt að fletta á milli hesta og atriða á báðum diskunum. Hægt er að skoða stutta kynningu af Landsmótsmynd- inni á vefsíðu Hestafrétta, www.hestafrettir.is, undir VefTv. /HGG Allt bendir nú til þess að stofnað verði félag til að jarðgera allan lífrænan úrgang sem til fellur á Eyjafjarðarsvæðinu, en unnið hefur verið að málinu um skeið. Sveitarfélög í Eyjafirði hafa tek- ið vel í að senda lífrænan úrgang hvert af sínu svæði til förgunar í væntanlegri jarðgerðarstöð og eins hafa þau flest tekið líklega í að leggja fram stofnfé í fyrirtæki sem væntanlega verður stofnað innan tíðar. Miklar og heitar umræður hafa verið um sorpurðunarmál í Eyja- firði undanfarin misseri, en allt sorp hefur lengi verið urðað á Glerárdal ofan Akureyrar. Leit að nýjum sorpurðunarstað bar ekki árangur, ekkert sveitarfélag hafði áhuga á að taka við sorpurðun, en nú ber svo við að mörg þeirra hafa lýst yfir áhuga á að fá starfsemi jarðgerðarstöðvarinnar innan sinna landamerkja. Sigmundur Ófeigsson fram- kvæmdastjóri Norðlenska vann skýrslu og viðskiptaáætlun um stofnun fyrirtækis sem myndi jarð- gera allan lífrænan úrgang á Eyja- fjarðarsvæðinu, en forystuhópur matvælaklasaVaxtarsamningsEyja- fjarðar hafði fjallað um sorpmálin um hríð og talið það forgangsmál að finna á þeim lausn, það skipti sköpum fyrir ímynd svæðisins í tengslum við matvælaframleiðslu. Um 21 þúsund tonn af lífrænum úrgangi falla til á Eyjafjarðarsvæð- inu árlega, um 15 þúsund koma frá fyrirtækjum og 6000 frá heimilum. Að auki fellur til verulegt magn af lífrænum úrgangi utan sorphirðu- kerfisins, m.a. búfjáráburður, frá- rennsli frá matvælafyrirtækjum og fleira, en gera má ráð fyrir að regl- ur varðandi það verði hertar er fram líða stundir. Áætlað er að kostnaður við stöð- ina nemi um 400 milljónum króna og er að því stefnt að hún komist í gagnið um mitt næsta ár, gangi allt eftir. Einn þeirra framtíðarmöguleika sem menn vænta að skapist í kjöl- far þess að jarðgerðarstöð verði tekin í gagnið, er gasvinnsla t.d. úr lífrænum úrgangi frá sveitabæjum á svæðinu. Sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu Mikill áhugi fyrir jarðgerðarstöð Næsta Bændablað kemur út þriðjudaginn 16. janúar 2007

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.