Bændablaðið - 12.12.2006, Page 6

Bændablaðið - 12.12.2006, Page 6
6 Þriðjudagur 12. desember 2006 Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Árgangurinn kostar kr. 5.500 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.500. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Alþingi hefur nú afgreitt frumvarp um lækkun virðisaukaskatts á matvöru. Í flestum tilfellum lækkar álagningin úr 14% í 7%, en á nokkrum vöruflokkum fer hún úr 24,5% í 7%. Ástæða er til að fagna þessum breytingum. Bændasam- tök Íslands hafa í langan tíma barist fyrir lækkun á matarskatti. Eftir stendur hvers vegna yfirleitt er verið að skattleggja mat- vörur sem skipta alla miklu máli. En þetta er niðustaðan að sinni og rétt að muna að ríkissjóður verður af nokkrum tekjum. Það sem á eftir kemur er öllum mikil- vægt að takist vel. Til að þessi breyting skili sér til lækkunar á vöruverði, verður að gæta mikil aðhalds. Bændasamtökin hafa bent á mikilvægi þess að efla veru- lega verðlagseftirlit ASÍ. Við aðgerðir til lækkunar á verði grænmetis fyrir nokkr- um árum kom skýrt fram hversu mikil- vægt gott aðhald er. Þannig setum við nú traust okkar á að ASÍ og öðrum sem ætlað er hlutverk í að fylgja þessari lækkun eft- ir, verði gert það mögulegt. Rétt er að benda á að framlag mjólk- urframleiðanda, verðstöðvun á heildsölu- verði mjólkur, er verulegt. Í skugga hækk- ana á rekstrarvörum til bænda er verulega þrengt að búrektstri. Í öllum greinum framleiðslu verða bændur fyrir kostnað- arhækkunum, sem hafa vart verið meiri í annan tíma. Stjórnvöld verða því að vanda sig sérstaklega við aðgerðir til lækkunar á kjötvörum. Allt að 40% lækkun tolla á kjötvörum verður að útfæra þannig að ekki hljótist af verulegar sviptingar, og á einhvern hátt verða stjórnvöld að koma við mótvægisaðgerðum. Það gengur ekki að binda okkur í báða skó og segja: Þið spjarið ykkur. Um kostnaðarhækkanir á rekstrarvör- um bænda má hafa mörg orðen hér verður aðeins nefndur einn þáttur: hækkun á verði á kornvörum. Hátt verð á kornvöru í heiminum á sér þær skýringar helstar að í kjölfar minni uppskeru er gríðarleg eftirspurn eftir korni til framleiðslu etan- óls sem eldsneytis. Hátt verðlag á olíu, sem líka hækkar flutningskostnað, hefur freistað fjölmargra fyrirtækja til að reyna fyrir sér í framleiðslu á eldsneyti úr korni. Fróðlegt er að fylgjast með hve miklar áætlanir eru þar uppi og reyndar hugmynd- ir um enn frekari nýtingu á öðrum jarðar- gróða. Farartæki okkar eru hreinlega farin að keppa við okkur á matarmarkaði um afurðir landsins. Óvíst er hversu mikil áhrif þessi þróun hefur á matarverð til frambúðar. Hún sýnir okkur hins vegar fram á nauðsyn þess að fara varlega og ganga ekki að því sem gefnu að matarverð verði ávallt lágt annars staðar en hér á landi. Auk þess vær full ástæða til að skoða möguleika á því að framleiða eldsneyti úr íslenskum jarðargróða. Á að vera landbúnaður á Íslandi? Undir þessari yfiskriftinni hafa Bænda- samtök Íslands haldið vel sótta fundi. Sá fyrsti var á Hótel Sögu og er sagt frá honum hér í opnunni. Í kjölfarið hefur árviss fundarferð BÍ verið farin undir þessari yfiskrift. Óhætt er að segja að málflutningur framsögumanna hefur feng- ið mjög góðar viðtökur. Fundarsókn og umræður bera þess vitni að fólk vill og styður íslenskan landbúnað og geta bænd- ur verið bjartsýnir á að umræða um mál- efni þeirra endurspegli slík viðhorf. Bændur hafa góðan málstað að verja. Landbúnaður er öflug atvinnugrein sem skiptir þjóðina verulegu máli. Bændur eiga ekki og þurfa ekki að láta bjóða sér umræðu og ummæli sem sett eru fram í hálfkæringi þar sem látið er að því liggja að búskapur sé baggi á þjóðfélaginu. Bænd- ur eiga að taka þátt í umræðum og upplýsa fólk um staðreyndir. Ef við höldum fjöl- mennan bændafund og hver bóndi sem hann sækir setur sér að fræða tíu aðra, er miklum áfanga náð. Þannig getum við sjálf snúið ofan af röngum og ómálefnalegum málflutningi. Þessvegna er það mikilvægt fyrir alla bændur, og ekki síst kjörna trún- aðarmenn þeirra, að halda áfram umræðu í sínum byggðarlögum. Bændur ganga á mót nýju ári, stoltir og bjartsýnir á að verk þeirra verði metin að verðleikum. Gleðilega hátíð. /HB Það var efnt til árvissrar laufa- brauðsgerðar á heimili mínu í gær og svo sem ekki í frásögur færandi. Ég hef þó stundum velt vöngum yfir þessum sið sem er mér alls ekki í blóð borinn. Ég giftist inn í hann, ef svo má segja. Konan mín er að norðan en ég úr Reykjavík og ættaður úr Breiðafirði þar sem engin hefð var fyrir hvorki laufabrauði né skötu svo nefndur sé önnur jólahefð sem margir ganga upp í þessi misserin. Sjálfur hef ég tekið laufa- brauðið í sátt en skatan fer ekki inn fyrir mínar varir. Amma mín borðaði saltfisk á Þorlák en skata var að heita má óþekkt í mínu uppeldi. Þegar ég var yngri fór ég í fisk vestur á Bolungarvík sem er háborg skötuneyslu Íslendinga. Þar var borin á borð fyrir mig skötustappa í sterkara lagi. Ég nartaði eitthvað í hana, tók andköf og grét en ýtti henni svo frá mér með þeim orðum að ég gæti eins lagst á ammóníak- rörin í frystihúsinu eins og að leggja mér þetta óæti til munns. Síðan hef ég sem sagt ekki borðað skötu og sannast sagna finnst mér dálítið kúnstugt að sjá borna og barnfædda Reyk- víkinga gráta yfir skötuátinu á hverri aðventu. Það hefði ekki þýtt mikið að bjóða þeim upp á skötu þegar þeir voru yngri, sumum hverjum í það minnsta. En auðvitað á ég að líta þetta jákvæðum augum því skötuát og laufabrauðsgerð er partur af endurreisn hefðbundinnar íslenskrar matargerðar. Sú endurreisn hefur hafið matvörur og borð við slátur og svið til vegs og virðingar eftir alllangt niðurlægingarskeið. Gamall skólabróðir minn hefur nú lifibrauð af því að selja veg- móðum næturhröfnum sem leið eiga um Umferðarmiðstöðina kjamma og kók og gerir það gott, að mér skilst. Allt er þetta hið besta mál og rétt að ljúka þessu með óskum um gleðileg jól og slysalaus áramót. Borðið bara ekki yfir ykkur, hvorki af skötu né öðru. Málgagn bænda og landsbyggðar Leiðarinn Ég Matarverðslækkunin hafin á Alþingi Handhafi Friðarverðlauna Nób- els í ár, 2006, er Muhammad Yunus frá Bangladesh, doktor í þjóðhagsfræði frá bandarískum háskóla. Oft er sagt að einn maður breyti ekki heiminum en hvað varðar Muhammad Yunus þá stenst sú full- yrðing ekki. Grameenbankinn, sem hann kom á fót í Bangladesh, hefur breytt lífi milljóna manna í Bangla- desh og víðar. Þegar Yunus kom frá námi árið1972 og fór að starfa hjá Chitt- agong háskólanum í heimalandi sínu komst hann að því að fátækt fólk hafði ekki lánstraust hjá bönk- unum. Það varð að snúa sér til okrara um lán og borga himinháa vexti. Yunus lánaði því hópi fátæk- linga í bænum Jopra í grennd við háskólann, þar sem hann starfaði, 27 dollara úr eigin vasa. Lántak- endurnir endurgreiddu lánið skil- víslega. Hann endurtók leikinn í meira en hundrað bæjum og hinir fátæku endurgreiddu samviskusam- lega og konurnar enn skilvíslegar en karlmenn. Þrátt fyrir þessa góðu reynslu hans viku bankarnir sér und- an því að lána fátæklingum fé. Þá ákvað Yunus að stofna Grameen- bankann, nafnið þýðir “bæjarbank- inn” á bengölsku. Yfir 90% lánþega konur Megin verklag bankans er hið önd- verða við hefðir viðskiptabanka. Grameen lánar eingöngu hinum fátækustu, krefst engra trygginga og veitir konum forgang. Nú eru yfir 90% lánþega konur. Að jafnaði eru lán veitt fimm einstaklingum sam- an, sem eru í sameiginlegri ábyrgð fyrir endurgreiðslu. Það hefur það í för með sér að allir í hópnum leggja sig fram um að styðja hvern annan. Á síðari árum hefur þó lánum til einstaklinga fjölgað. Fólkið stofnar sjálft hópana og þar er jafnræði um félagslega stöðu og tekjur. Fólkið velur einnig sjálft í hvað það hyggst verja fénu. Oftast er það til ræktunar, t.d. á grænmeti, eða til að ala fiðurfé, framleiðslu á krukkum eða tágakörfum, vefnað- ur o.s.frv. Lánin eru endurgreidd með vikulegum afborgunum, t.d. í 50 hlutum og vextirnir eru örlít- ið hærri en bankavextir, nú oft um 20%. Yunus leggur áherslu á að bankinn stundi ekki góðgerðarstarf- semi, heldur sé rekinn á viðskipta- legum grunni. Starfsmenn bankans ferðast á reiðhjólum í bæjunum, bjóða fram lán og dreifa upplýsingum um starf- semi bankans. Þeir veita einnig ráð um það hvernig best er að nota lán- ið. Þá benda þeir einnig t.d. á hve menntun er mikilvæg, hemill á barn- eignum og gott hreinlæti. Framan af átti bankinn í nokkrum vandræð- um með að eiginmennirnir kæmust ekki yfir peninga eiginkvennanna en það hefur lagast. Þá hefur dregið úr ofbeldi gegn konum, enda lánar bankinn ekki fjölskyldum þar sem það á sér stað. Starfsmenn bankans urðu að vera læsir og þannig var mikill meirihluti þeirra karlmenn. Með vaxandi læsi kvenna hefur kven- kyns starfsmönnum fjölgað. 100 þúsund fjölskyldum lyft upp úr fátækt árlega Á hverju ári er yfir 100 þúsund fjöl- skyldum í Bangladesh lyft upp úr fátækt. Í Grameen bæjunum geng- ur hærra hlutafall barna í skóla en annars staðar, vannæring er minni, þurrsalerni fleiri og notkun getnað- arvarna meiri. Í ljós hefur komið að fæðingum fækkar í Grameen bæjunum, einnig í fjölskyldum sem hafa ekki fengið lán, fordæmi Grameen fjölskyldna hefur leitt til þess að fjölskyldu- stærð í landinu hefur minnkað. Grameen bankinn hefur frá upp- hafi veitt sex miljarða dollara í lán og lánþegar eru um sjö milljónir. Í upphafi var hvert lán um 50 dollarar en er nú um 200. Endurgreiðsluhlut- fallið er milli 96 og 100%. Bankinn er nú að mestu leyti í eigu lánþega sinna í sem hluthafa. Heildar innistæður í bankanum eru nú hærri en útlán. Bankinn hefur einnig stofnað dótturfélag sem selur farsíma á hagstæðu verði í þeim bæj- um þar sem bankinn starfar. Framan af naut bankinn góðs stuðnings utanlands frá. Nú er hins vegar svo komið að hann fjármagn- ar sig sjálfur og er rekinn á mark- aðslegum grunni. Bankinn réði t.d. við það að mörg hundruð þúsund lánþegar misstu allt sem þeir áttu í flóðum árið 1998 og gátu ekki endurgreitt lán sín á réttum tíma en fengu lánsfrest. Fólk taki mál sín í eigin hendur Það er álit Yunus að almennur efna- hagsbati í þjóðfélaginu dreifist eins og bylgjur á vatni til hinna fátæku. Hann telur hins vegar að besta leið- in til að uppræta fátæktina sé sú að fólk taki mál sín í eigin hendur. Fólki verður að gefast kostur á að njóta ávaxtanna af eigin starfi. Með aðgangi að fjármagni skapar það sér starf og bætir kjör sín. Yunus var meðal þeirra sem áttaði sig fyrst á því að fátækastir allra eru konur í dreifbýli og að hag- kvæmt sé að styðja þær. Hann hefur einnig sýnt fram á að aðferð hans virkar í reynd, sem er meira en sagt verður um allar hagfræðikenningar. Það er því ekki að undra að kenning- ar hans hafa verið teknar í notkun í 40 öðrum löndum. Jafnvel í fátækra- hverfi Chicago í Bandaríkjunum starfar banki með þessu sniði. (U.B. Lindström, Landsbygdens Folk 24. nóv. 2006). Banki hinna fátæku í Bangladesh hlýtur friðarverðlaun Nóbels

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.