Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 7

Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 7
7Þriðjudagur 12. desember 2006 Fyrir jólin 2001 birtist viðtal í Austra við Jón Kristjánsson en hann hafði tekið við embætti sem ráðherra heilbrigðismála á árinu. Við upphaf þingmennsku Jóns hafði þess verið getið í þingræðu að hann hefði starfað sem pakkhúsmaður hjá Kaupfélagi Héraðsbúa fyrr á tíð. Í nefndu blaði minntist Jón á þetta og var fyrirsögn viðtalsins: „Úr pakkhúsi í ráðuneyti“. Hjálmari Freysteins- syni lækni á Akureyri fannst fyrirsögnin hvetjandi til yrkinga: Söðlaði um og sagði takk, samt að hinu leytinu, vissi´ann að miklu meira pakk myndi í ráðuneytinu. Vísur Eiríks í Syðra-Firði eru mörgum kunn- ar. Bærinn er undir bröttum fjallshlíðum og þar nýtur sólar skemur en víðast hvar á byggðu bóli. Eiríkur lýsti því svo: Mikaels- frá messudegi miðrar góu til í Syðra-Firði sólin eigi sést það tímabil. Lengi að þreyja þeim í skugga þykir mörgum hart. Samt er á mínum sálarglugga sæmilega bjart. Bjarni Jónsson frá Gröf er einn hnittnasti hagyrðingur síðustu aldar. Hann orti á efri árum: Lít ég stór í lífið skörð lengist milli vina. Græningjarnir grafa í jörð gömlu kynslóðina. Öðru sinni orti hann um veraldargengið: Ég er ekki alveg snauður allt þó vanti mig. Fátæktin er einnig auður út af fyrir sig. Ekki veit ég hvort Stephan G. Stephansson orti í þessa veru á einhverjum augnablikum lífs síns. En þessa fallegu jólaósk sendi hann Jóni frá Sleðbrjót: Jólaeldur innri þinn út yfir kveld þitt logi. Skuggaveldin aldrei inn að þér heldur vogi. Annar Skagfirðingur, Sigurbjörg Jónsdóttir á Skarðsá orti: Guð er okkar líf og ljós. Lofum slíka mildi. Almættið fær aldrei hrós eins og vera skyldi. Bjarni Á. Jóhannsson kennari, Víðilundi á Höfðaströnd, orti þessa jólaósk til frænku sinnar: Ávallt gleði inn til þín yndis flytji sólin. Komdu Stína, kæra mín, og kysstu mig um jólin. Einn af meisturum hringhendunnar var Sig- ríður Hjálmarsdóttir frá Haugsnesi í Blöndu- hlíð. Hún orti þessa oddhendu: Guð mér veiti um rænu reit rólegheit eg þreyi. Þín ég leita því ég veit þú mér neitar eigi. Eitt sinn eftir jólin orti séra Valdimar Briem vígslubiskup og sálmaskáld: Nú er dýrðin úti öll. Út eru jólin liðin. Gengu upp sextán sauðaföll að seðja á fólki kviðinn. Að svo mæltu óska ég lesendum gleðilegra jóla. Sigurdór Sigurdórsson tekur síðan aft- ur við þættinum með nýju ári. Hann er kom- inn til heilsu og hefur vísast allt hjálpast að, læknislistin, hreysti hans sjálfs og svo vísur trúfastra lesenda. Ekki má heldur gleyma því að sérhver bati er kraftaverk. Mælt af munni fram Umsjón: Hjálmar Jónsson hjalmar@domkirkjan.is Til einskis verður barist ef ávinningur af boðuðum aðgerðum ríkisvalds til lækkun- ar á matarverði týnist á leið til neytenda. Þetta sagði Haraldur Benediktsson for- maður Bændastamtaka Íslands á fundi samtakanna í Sunnusal Hótel Sögu nýver- ið, en yfirskrift fundarins var: Á að vera landbúnaður á Íslandi? Frummælendur voru þrír, Valdimar Einarsson ráðgjafi á Nýja Sjálandi, Aðalsteinn Baldursson formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og Anna Sigríður Ólafsdóttir lektor í mat- væla- og næringarfræði við Kennarahá- skóla Íslands. Greinilegt var að fundarefnið vakti athygli, fjölmenni sótti fundinn, hlýddi á erindi og tóku fundarmenn að lokum þátt í umræðum, en ekki varð annað skilið en menn væru nokk- uð sammála um svar við spurningunni sem varpað var fram. Það á að vera landbúnaður á Íslandi. Haraldur sagði það skipta bændur máli að þær fórnir sem ætlað væri að leggja á þá með boðuðum aðgerðum ríkisstjórnar, skili sér alla leið til neytenda, ella væri til einskis barist. Benti hann á að bændur ættu sannar- lega samleið með neytendum varðandi það að markmiðin næðust. Vissulega væri þó ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur, en allir yrðu að leggjast á eitt til að fylgja málum eft- ir. Haraldur nefndi reynslu finnskra bænda í þessum efnum, en neytendum hefði við inn- göngu í Evrópusambandið verið lofað veru- legri lækkun á matvöru. Bændur tóku á sig miklar fórnir en áttu að fá aðgang að mörk- uðum fyrir framleiðslu sína á móti. Reynsl- an varð sú að afurðaverð bænda lækkaði um helming, en verð til neytenda um 10 til 11%. Haraldur sagði nauðsynlegt að umræðan væri upplýst og eyða þyrfti misskilningi um stöðu íslensks landbúnaðar á alþjóðamarkaði. Hug- myndir og tillögur mættu ekki gjalda þess „að stundargróði, vanþekking og augnabliks vinsældir byrgi okkur sýn.“ Kollsteypa eftir að stuðningi ríkis var hætt Valdimar Einarsson fjallaði um ríkisstuðn- ing við landbúnað á Nýja Sjálandi og hvort Íslendingar gætu lært af reynslu þarlendra. Í stuttu máli var málum svo háttað að frá 1930 til 1960 voru í gildi lagaákvæði um afskriftir skulda í kjölfar kreppunnar sem og einnig um verðjöfnun og sölu afurða og þá var á tíma- bilinu stofnaður ríkisbanki sem veitti lán á hagstæðum kjörum. Eftir 1960 fólst stuðning- urinn m.a. í hagstæðum lánakjörum til jarða- bóta og framkvæmda, kostnaður við kaup á áburði var greiddur niður, í boði voru skatta- ívilnanir og greiðslu til bænda sem fjölguðu bústofni auk tekjutryggingar fyrir bændur og afurðalán buðust þeim á hagstæðum kjörum svo eitthvað sé nefnt. Ríkisstuðningur var að mestu lagður niður á árunum 1985 til 1990. Afleiðingar létu ekki á sér standa, tekjur bænda lækkuðu, þeir drógu í kjölfarið úr kostnaði við rekstur og frestuðu framkvæmd- um, starfsfólki búanna var sagt upp og atvinnuleysi jókst til sveita og þannig rúllaði boltinn, afurðastöðvum var lokað og æ fleiri urðu atvinnulausir, þéttbýlisstaðir á lands- byggðinni fóru í eyði. Verð á landi lækkaði, skuldir jukust og margir bændur lentu í veru- legum erfiðleikum og hættu búskap. En þetta leiddi til breytinga, framleiðslu var breytt, áherslan var flutt frá sauðfjárrækt yfir í nauta- kjöts- og mjólkurframleiðslu, skógrækt, ávaxta- og grænmetisrækt. Þá voru jarðir sameinaðar og bú stækkuðu. Óráð að leggja af ríkisstyrki á Íslandi Valdimar sagði Íslendinga margt geta lært af reynslu Nýsjálendinga hvað varðar styrki til landbúnaðar, en varaði við samanburði á land- búnaði þar í landi og hér, slíkur samanburður væri vita tilgangslaus, óraunhæfur með öllu. Þar ytra væri umfangið mun meira, hagstæð skilyrði og bróðurpartur framleiðslunnar færi á heimsmarkað. Hann sagði gott að stunda landbúnað á Íslandi, landkostir væru um margt góðir og „að menn ættu ekki að gefast upp þó það væri svolítið kalt.“ Taldi Valdi- mar að Íslendingar ættu að bera sig saman við nágrannaþjóðir sínar þegar kæmi að land- búnaði og horfði einkum til Danmerkur í þeim efnum. Að mati Valdimars er óráð að leggja af ríkisstyrki til íslensks landbúnaðar, en hann mælti með því að íslenskir bændur kepptu við heimsmarkaðsverð á sambærilegum vör- um. Mörgu mætti vissulega breyta og svig- rúm væri til að gera enn betur en nú, „en það er ekki spurning, við viljum að landbúnaður sé stundaður á Íslandi.“ Snýst ekki bara um bændur Aðalsteinn Á Baldursson sagði greinina í mikilli vörn og hún yrði iðulega fyrir óverð- skulduðum árásum. Beindi Aðalsteinn spjótum sínum að forystu ASÍ og einnig að þingmönnum. Miðstjórn Alþýðusambands- ins væri að stórum hluta skipuð fulltrúum af höfuðborgarsvæðinu, margir þeirra, sem og einnig fulltrúar í hópi þingmanna virtust ekki skilja að landbúnaður snérist ekki bara um bændur, Hann benti á að landbúnaður væri hryggjarstykkið í atvinnulífi margra byggða- laga og bakhjarl þéttbýlisstaða víða um land. Málið snérist því alls ekki bara um bændur, fjöldi starfa væri í hættu, en ætla mætti að 3- 4000 störf tengdust framleiðslu landbúnaðar- afurða, flest utan höfuðborgarsvæðisins eða allt að 70% þeirra. Aðalsteinn hafði einnig áhyggjur af því að fyrirhuguð lækkun matvælaverðs skilaði sér ekki í vasa neytenda. Skoraði hann á þá og samtök þeirra að fylgjast vel með því hvort verslanir hækkuðu vöruverð skömmu áður en breytingin ætti að taka gildi, í mars á næsta ári. Þá varaði Aðalsteinn sterklega við inn- flutning á matvælum frá löndum þar sem rétt- indi verkafólks væru virt að vettugi. Hann benti á að miklar kröfur væru gerðar til fram- leiðslunnar hér á landi, þær kostuðu peninga og hækkuð matarverð, en varla væri vilji til þess að bændur færu að slátra heima í ríkum mæli. Æ meiri áhersla á hollustu og gæði Anna Sigríður Ólafsdóttir, lektor í mat- væla- og næringarfræði við Kennaraháskóla Íslands fjallaði um heilsusamleg matvæli af heimaslóðum og rætti m.a. um hreinleika, hollustu, hefðir og hæfni í því sambandi. Íslenskar landbúnaðarafurðir væru sam- kvæmt rannsóknum einstakar þegar litið væri til gæða og hollustu. Þannig væru til að mynda prótein sem talin eru valda sykur- sýki í minna magni í íslenskri kúamjólk en í mjólk erlendra kúakynja. Einnig benti hún á að grænmeti ræktað á norðlægum slóðum hefði aðra samsetningu en það sem ræktað væri sunnar á hnettinum. Benti Anna Sigríð- ur einnig á að neytendur leggðu í vaxandi mæla meiri áherslu á gæði og hollustu mat- væla heldur en lágt verð. Íslenskur landbúnaður stæði frammi fyrir þeim jákvæða möguleika að nýta möguleika landsins til að þróa verðmeiri gæðavörur fyr- ir innanlandsmarkað og jafnvel líka til útflutn- ings. Ekki síst fælust tækifærin í vistvænni framleiðslu, ef hlúð yrði að náttúru landsins. Markaður fyrir lífrænar afurðir væri í stöðug- um vexti og þróunin væri öll í þá átt. Fjölmenni á fundi um landbúnað á Íslandi Til einskis barist ef ávinningurinn skilar sér ekki til neytenda Frummælendur á fundinum voru Valdimar Einarsson, Aðalsteinn Árni Baldursson og Anna Sigríður Ólafsdóttir. Sunnusalurinn var þéttsetinn og starfsmenn höfðu ekki undan að bera stóla í salinn. Hér má sjá nokkra fundarmenn fylgjast með af áhuga.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.