Bændablaðið - 12.12.2006, Side 8

Bændablaðið - 12.12.2006, Side 8
8 Þriðjudagur 12. desember 2006 Hér á síðum Bændablaðsins hefur verið rætt við formenn stjórnmálaflokkanna um boðað- ar aðgerðir til lækkunar matar- verðs. Þrír formenn hafa þegar svarað og nú er röðin komin að þeim fjórða. Guðjón Arnar Krist- jánsson formaður Frjálslynda flokksins hefur mæðst í mörgu að undanförnu en Bændablaðið vildi ekki ræða við hann um málefni innflytjenda eða átök í flokknum, heldur afstöðu flokksins til lækk- unar matarverðs og áhrif þess á stöðu íslensks landbúnaðar. Í umræðum haustsins komu fyrst fram tillögur Samfylkingarinnar og síðan ríkisstjórnarinnar en það heyrðist ekki mikið í Frjálslynda flokknum. Hver er afstaða ykkar til þessara tillagna? „Það heyrðist nú talsvert í okkur um þetta mál. Hvað varðar Samfylk- inguna þá sögðum við að tillögur hennar væru of brattar og engin leið að vinna málið með þeim hraða sem þar er lagt til. Ég sagði líka þá að nauðsynlegt væri að Bændasam- tökin og bændur væru hafðir með í ráðum til þess að koma í veg fyrir að byggðinni væri raskað. Ég fór á fund norður á Akureyri þar sem ég hlustaði á sjónarmið bænda og þeirra sem eru í framleiðslunni og vinna úr afurðunum. Þar sagði ég að það yrði að vinna að lækkun mat- arverðs í samráði við þá sem lifa af landbúnaði og þjónusta hann. Ég tók dæmi af því að í mínu kjör- dæmi og Norðausturkjördæmi eru framleidd 75% af öllu lambakjöti í landinu og það skiptir verulegu máli fyrir þessi kjördæmi að ekki sé vegið að grunnatvinnuvegunum. Við erum ekki tilbúnir í þá vegferð að kollvarpa undirstöðu atvinnuveg- anna. Byggða- og búsetustyrkir Við höfum sagt að rétt væri að huga að því að breyta styrkjum í landbúnaði úr styrkjum sem tengd- ir eru framleiðslu í búsetustyrki sem þá væru leið landbúnaðarins til þess að styrkja aðra atvinnustarf- semi í sveitum. Þá fengi fólk tæki- færi til að vera áfram í sveitunum en breyta búskaparháttum sínum. Sums staðar gætu þetta verið land- nýtingarstyrkir, en þar sem byggðin er dreifðust gætu þetta verið búsetu- og byggðastyrkir til að verja byggð- ina. Það þarf að koma upp varnar- girðingum til þess að treysta búsetu á svæðum sem hætta er á að fari úr byggð. Ég nefni sem dæmi Árnes- hrepp á Ströndum en um hann hef- ur Alþingi samþykkt ályktun um að standa vörð um þá byggð. Þar hefur þó orðið minna úr efndum af hálfu ríkisstjórnarinnar en til var stofnað. Við höfum líka gagnrýnt að víða í sveitum sem liggja að sjó hefur hluti af tekjugrunni búanna verið tekinn burtu þar sem bændum var bannað að nýta sjávarnytjar fyrir jörðum sínum. Víða stunduðu menn búskap sem var blanda af sauðfjár- búskap, mjólkurframleiðslu og hlunnindanytjum. Þeir halda ennþá reka og sel og fleiru sem þó hefur misst gildi sitt að töluverðu leyti en útgerðin sem þeir höfðu rétt á var tekin af þeim. Sums staðar misstu þessir bændur þriðjung og upp í helming af tekjum sínum. Við verðum að tryggja bændum það góða afkomu að þeir geti tekið sér frí. Þeim nægir ekki að hanga á horriminni með tvær eða þrjár millj- ónir í brúttóárstekjur.“ Hver á að taka við milljón ferða- mönnum? Nú hefur ríkisstjórnin lagt fram tillögur sem gera ráð fyrir því að farin verði blönduð leið til þess að lækka matarverð, það er að lækka virðisaukaskatt, afnema vörugjöld að mestu og draga úr tollum. Hvern- ig líst ykkur á hana? „Við teljum að þessi leið sé fær og viljum að reynt verði að ná sem víðtækastri samstöðu um það hvern- ig best megi tryggja að landbúnað- urinn haldi velli í þeim breytingum sem ráðist verður í. Við í Frjáls- lynda flokknum viljum stíga skref til breytinga en ekki með þeim hætti að það leiði til þess að menn gefist upp á að búa í sveitum landsins. Við höfum alltaf haldið því fram að það væri ákaflega mikilvægt að landið haldist í byggð. Við stefnum að því að taka á móti allt að milljón ferðamönnum eftir nokkur ár. Hvar ætla menn að hafa þá? Varla á börunum í Reykjavík. Nei, við hljótum að ætla að fara með þá um landið og sýna þeim bæði menningu og líf í landinu. Ég held að viðhald sjávar- byggða og landbúnaðarhéraða sé ekki minnsti parturinn af því að geta kynnt þetta land þannig að hér sé skemmtilegt að búa og að hér lifi fólk í sátt við náttúruna. Á hinn bóginn verða bændur að horfast í augu við nauðsyn þess að gerðar verði breytingar. En það þarf ekki að gera með því að koll- varpa kerfinu heldur er farsælla að þróa styrkina yfir í búsetustyrki þannig að fólk geti fundið sér aðra viðbót við hefðbundin landbúnað- arstörf, ferðaþjónustu eða annað. Það liggur hins vegar ljóst fyrir að búin munu stækka, sum hver að minnsta kosti, og þau munu sérhæf- ast. Ég sé fyrir mér að þau breytist þannig að hvert þeirra eigi ekki endilega vélakost upp á 20 millj- ónir heldur verði til verktakar sem eigi vélarnar og sinni ákveðnum verkum, til dæmis í heyskap. Einn- ig finnst mér koma til greina að fjölskyldur sameinist um rekstur búanna, til dæmis tvær fjölskyldur sem búa hlið við hlið og stunda kúa- búskap. Með því móti verður auð- veldara að tryggja afleysingar og að sá sem leysi af sé vel inni í mál- unum. Þá geta bændur haft sæmi- legar tekjur og búið við að komast í frí eins og annað fólk. Þetta kall- ar vitaskuld á aukna tæknivæðingu eins og nú er í gangi. Það sama gæti einnig átt við sauðfjárbúskap. Kostar sitt að búa á Íslandi Við í Frjálslynda flokknum teljum að það eigi að styrkja búsetuna vegna þess að við vitum að fólk í sveitum býr yfir ýmsum hugmynd- um um atvinnusköpun. Hins vegar vantar oft fjármagn til að koma hlutum í framkvæmd. Annað mál sem við höfum áhyggjur af er kvótinn eða greiðslu- markið sem hefur þróast þannig að nú þurfa þeir sem vilja hefja búskap að leggja með sér tugi milljóna króna. Reyndar er mönn- um ekki meinað að framleiða utan kvóta en þá fá þeir ekki styrkina. Búsetu- og landnýtingarstyrkir gætu komið fólki að gagni við að efla byggð í sveitum en fólk gæti þá kosið sjálft hvort það stundar framleiðslu utan kvóta.“ Áttu von á því að það verði tek- ist á um þessi máli í kosningabar- áttunni í vor? Nei, ég á síður von á því. Kannski verður útfærsla tillagna um matarverðið til umræðu. En það fylgir því mikill kostnaður að búa á þessum breiddargráðum. Það mun ekki breytast og við verðum að taka því. Ég held að það sé afar erfitt fyrir okkur að nálgast það verðlag sem viðgengst í öðrum löndum og byggist sums staðar á hormónagjöf og þess háttar. Þá vil ég frekar njóta þess íslenska fæðis sem við framleiðum sjálf og vitum að þar er byggt á hreinleika í fram- leiðslunni. Ég tel að það sé ýmsu fórnandi til þess þótt verðmunur- inn megi vissulega ekki vera allt of mikill þegar til lengri tíma er litið, “ sagði Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins. Erum ekki tilbúnir að kollvarpa undirstöðum atvinnuveganna - Rætt við Guðjón Arnar Kristjánsson formann Frjálslynda flokksins um lækkun matarverðs og stöðu íslensks landbúnaðar Guðjón Arnar Kristjánsson formað- ur Frjálslynda flokksins. Þann 17. nóvember síðastliðinn hélt félags- málaráðherra, Magnús Stefánsson, ávarp á ráðstefnu sem bar yfirskriftina Borgin gegn landinu – keppendur eða samherjar? Þar tæpti hann meðal annars á málefnum sveitarstjórna og gildandi byggðaáætlun. Hér birtist hluti úr ræðu ráðherra. Sveitarstjórnarstigið Umræðan um sveitarstjórnarmál hefur hér á landi of lengi snúist um málefni fámennustu sveitarfélaganna og þá veikleika sem þeim fylgja. Það er nauðsynlegt að þekkja veikleik- ana en við verðum líka að meta styrkleikana og greina tækifærin sem bjóðast. Við verðum að beina sjónum okkar í auknum mæli að þeim fjölmörgu öflugu sveitarfélögum sem geta og vilja taka við fleiri verkefnum frá ríkinu. Í ávarpi mínu á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir skömmu lagði ég áherslu á þessi sjónarmið. Af hverju er ég að rifja þetta upp hér? Jú, yfirskrift þessarar ráðstefnu – Borgin gegn landinu – keppendur eða samherjar – minnti mig á þessa umræðu en ég vil í þessu ávarpi mínu frekar tala um höfuðborgarsvæðið sem eina heild – ekki borgina eina. Hér eru nokk- ur af stærstu og öflugustu sveitarfélögum landsins og fólksfjölgun hefur leitt til mikill- ar uppbyggingar í þjónustu sveitarfélaganna og skapað fjölbreytt atvinnulíf sem teygir anga sína um allan heim. Í næsta nágrenni er líka að finna öflug sveitarfélög. Þar er einn- ig uppgangur, fólksfjölgun og sóknarfærin eru mjög víða fyrir hendi. Okkur ber að gera það sem í okkar valdi stendur til að nýta alla okkar möguleika til framfara. Það þarf alls ekki að vera á kostn- að annarra sveitarfélaga, hvort heldur þau eru í næsta nágrenni við Reykjavík eða úti á landi. Það er mín trú að hagsmunir Reykja- víkur eigi fulla samleið með hagsmunum annarra sveitarfélaga og öfugt. Ef hægt er að segja að höfuðborgarsvæðið sé í samkeppni við önnur sveitarfélög má allt eins halda því fram að þau sveitarfélög séu erlendis, þá á ég við önnur borgarsvæði sem keppa um að fá til sín íbúa og ný störf. Höfuðborgarsvæðið hefur samt vitaskuld ákveðna sérstöðu. Á undanförnum árum höf- um við séð svæðið í kringum Faxaflóann og austur á Selfoss taka miklum breytingum. Á suðvesturhorninu búa nú rúmlega 75% þjóðarinnar. Hvalfjarðargöngin og vöxtur í millilandaflugi hafa opnað nýja möguleika í atvinnuuppbyggingu og stuðlað að því að allt þetta svæði er að renna saman í eina heild, eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Ekki er þó eingöngu um það að ræða að íbú- um þéttbýlisstaðanna hafi fjölgað heldur eru þéttbýlisbúar líka margir búnir að koma sér upp öðru heimili í dreifbýlinu, hvort sem er í uppsveitum Árnes- sýslu, Borgarfirði eða annars staðar. Fyrir vikið þurfa sveitar- stjórnarmenn að hugsa stærra en áður, vera til- búnir að takast á við ný verkefni og finna nýj- ar leiðir við skipulag þjónustu. Það hlýtur að vera í allra þágu að sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu og nágrannar þeirra vinni saman. Líti á sig sem samherja. Þessi þróun kallar líka á önnur viðhorf íbúa sveitarfélaganna. Þeir eru ekki lengur eins bundnir sínu sveitarfélagi; þeir eiga kannski heimili í tveimur sveitarfélögum og starfa í því þriðja. Kannski sækir síðan ann- ar makinn launavinnu í fjórða sveitafélagið og börn geta þurft að sækja framhaldsskóla og tónlistarnám utan síns sveitarfélags. Byggðaáætlun Eitt af meginverkefnum gildandi byggða- áætlunar er að treysta búsetuskilyrði á lands- byggðinni með því að efla þau byggðarlög sem eru fjölmennust, hafa mestu möguleik- ana til uppbyggingar atvinnulífs, skóla, menningarlífs og opin- berrar þjónustu. Þar segir líka að það þurfi að horfa heildstætt á þróun byggðar í land- inu öllu og hvatt til þess að svæði, og þá enn stærri svæði en hingað til hefur verið miðað við, móti sér sameiginlegaframtíðar- sýn.Markmiðiðermeð- al annars að styrkja s a m k e p p n i s h æ f n i svæðisins og skilyrði til sjálfbærrar þróun- ar. Átakið um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem lauk nýverið, byggðist meðal annars á þessari hugsun. Þetta eru nýjar áherslur, það er að horfa til svæða frekar en til einstakra sveitarfé- laga. Þannig er hægt að auka líkur á að tiltek- ið byggðasvæði geti staðið á eigin fótum. Höfuðborgarsvæðið eða höfuðborgin sjálf eru varla nefnd á nafn í byggðaáætlun. Ástæðan er sú að áætlunin er hugsuð sem tæki stjórnvalda til að jafna og styrkja skil- yrði til atvinnu- og mannlífs í landinu og bæta samkeppnishæfni byggða. Höfuðborg- arsvæðið er þó ákveðið viðmið því að þar eru aðstæðurnar til atvinnu og búsetu taldar bestar. Höfuðborgarsvæðið þarf samt að glíma við fjölmörg vandamál og ég tel óhætt að fullyrða að bæði ríki og sveitarfélög þurfi að taka sig á ef ætlunin er að móta sameigin- lega framtíðarsýn fyrir þetta svæði. Þá er ég ekki að lasta það sem gert hefur verið en ég hef rökstuddan grun um að of algengt sé að menn sem ættu að vinna saman vinni hver í sínu horninu og séu ef til vill of uppteknir af innbyrðis samkeppni um íbúa og fyrirtæki. Ég nefni sem dæmi að starfandi er nefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins en á sama tíma virðist engin heildarhugsun vera til varðandi þann mikla fjölda íbúðarhúsa- lóða sem sveitarfélögin úthluta á hverju ári. Deilur um fjármögnun og starfsemi Strætós bs. er annað dæmi um að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu geta unnið betur saman en þau gera nú. Að mínu mati er afar brýnt að efla rann- sóknir á málefnum þéttbýlisins hér á landi. Markmið slíkra rannsókna gæti meðal annars verið að koma auga á úrlausnarefni fyrr en nú er gert, að greina vandamál og tækifæri í tæka tíð þannig að hægt verði að bregðast fyrr við. Til að hægt sé að taka rétta ákvörðun þarf þó að tryggja að áreiðanlegar upplýsingar liggi fyrir. Bæði sveitarfélögin og ríkið þurfa að átta sig á styrkleikum og veikleikum svæðisins, árangurinn veltur síð- an að mörgu leyti á samstilltum aðgerðum þessara aðila. Einnig þurfa sveitarfélögin, sem sameig- inlega mynda Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi og starfa saman undir merkjum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu, að efla samskiptin við sveitarfé- lög í næsta nágrenni sínu, á Suðurnesjum, í Borgarfirði og fyrir austan fjall. Samstarf er reyndar þegar komið á um ýmis verkefni. Þar má sérstaklega nefna orkuöflun, hafna- mál og almenningssamgöngur. Nágrannalönd okkar hafa langa reynslu af stefnumótun fyrir höfuðborgir sínar en hafa nú tekið þá ákvörðun að láta þá stefnu- mótun ná til stærri svæða. Breyttar aðstæð- ur, stærri viðfangsefni, kalla á þessi breyttu viðhorf. Sama á við um okkur hér. „Að mínu mati er afar brýnt að efla rannsóknir á málefn- um þéttbýlisins hér á landi. Markmið slíkra rannsókna gæti meðal annars verið að koma auga á úrlausnarefni fyrr en nú er gert, að greina vandamál og tækifæri í tæka tíð þannig að hægt verði að bregðast fyrr við.“ 75 prósent þjóðarinnar búa á suðvesturhorninu Ávarp félagsmálaráðherra á ráðstefnunni Borgin gegn landinu – keppendur eða samherjar?

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.