Bændablaðið - 12.12.2006, Side 12

Bændablaðið - 12.12.2006, Side 12
12 Þriðjudagur 12. desember 2006 Erlent starfsfólk hefur verið til umræðu upp á síðkastið enda hef- ur því fjölgað ört hér á landi und- anfarin misseri. Landbúnaður- inn hefur ekki farið varhluta af þeirri þróun því víða eru útlend- ingar stór hluti vinnuaflsins, til dæmis í garðyrkjunni. Þetta er ekkert nýtt eins og best sést á því að vinnumiðlunin Nínukot sem sérhæfir sig í að ráða erlent vinnufólk til starfa í landbúnaði á tíu ára afmæli á þessu ári. Eygló Harðardóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Nínukots segir að upphafið að starfi fyrirtækisins megi rekja til ársins 1996 þegar Evr- ópusambandið setti á stofn EUR- ES-vinnumiðlunina. Þá var farið að vinna að því með skipulegum hætti að upplýsa Evrópubúa um mögu- leikana á því að vinna utan heima- lands síns. „Þá var fjölskyldan með búskap á Skeggjastöðum í Vestur-Landeyj- um og hafði átt í erfiðleikum með að finna gott starfsfólk. Ég var í námi í Svíþjóð og móðir mín hafði samband við mig og spurði hvort ég gæti ekki fundið fyrir hana starfs- mann. Ég gerði það og þegar það spurðist út leituðu fleiri til mín. Það var mikil ánægja með fólkið sem ég útvegaði. Þetta var ungt fólk sem dvaldi hér á landi í 3-12 mán- uði og hafði flest mikinn áhuga á starfinu og íslenskri náttúru. Fyrst voru þetta aðallega Svíar en svo komu Þjóðverjar eftir að við tókum upp samstarf við þýsku vinnumála- stofnunina.“ Kröfurnar hafa breyst Eygló segir að þessi innflutning- ur vinnufólks haldist í hendur við ákveðna þróun í Evrópu. „Það hef- ur færst mjög í vöxt að ungt fólk vill taka sér frí frá námi og kynn- ast heiminum eða ná sér í dálítinn pening. Víða í Evrópu er atvinnu- leysi mikið meðal ungs fólks svo það grípur tækifærið fegins hendi að koma til Íslands. Hér lærir það að mjólka kýr, steikja hamborgara eða hvað það nú er og öðlast starfs- reynslu sem auðveldar því að kom- ast inn á vinnumarkað í heimalandi sínu.“ Nínukot hefur alla tíð lagt höf- uðáherslu á að þjóna fyrirtækjum á landsbyggðinni, einkum í land- búnaði, þótt þau ráði einnig fólk til starfa í byggingariðnaði eða fisk- vinnslu í höfuðborginni. „Í fyrstu réðum við eingöngu fólk til land- búnaðarstarfa en það hefur breyst í takt við þróunina í landbúnaði. Margir bændur hafa reynt fyrir sér í ferðaþjónustu, byrjuðu oft smátt með einn starfsmann en eru komnir með fjóra eða sex núna. Ráðningar- tíminn hefur líka lengst því í upp- hafi var hann bara yfir blásumarið en nú er algengt að bændur vilji fá fólk til sín í byrjun apríl og hafa það fram í október. Það er mjög ánægju- leg þróun því það endurspeglar að ferðamannatíminn hefur lengst.“ Eygló segir að algengt sé að bændur hafi samband við Nínukot upp úr áramótum en fyrirtækið tek- ur sér sex til átta vikur til að útvega starfsmann. „Stundum eru kröfur til starfsmanna miklar, þeir þurfa að hafa reynslu af tamningum eða kunna þýsku og frönsku og þá get- ur tekið lengri tíma að finna fólk sem uppfyllir kröfurnar.“ Förum eftir kjarasamningum Nú orðið kemur fólk hingað til starfa frá flestum löndum Evrópu. „Við fáum fólk frá Norðurlöndun- um, Þýskalandi, Bretlandi, Frakk- landi, Spáni, Portúgal og víðar og eftir að opnað var fyrir innflutning fólks frá löndum Austur-Evrópu 1. maí í vor hafa fyrirspurnir þaðan aukist verulega. Við höfum ekki farið inn á þá braut að útvega fólki atvinnuleyfi svo við urðum að segja nei við til dæmis Pólverja sem vildu koma hingað til vinnu. En nú hefur það breyst og fyrirspurnirnar frá Póllandi hafa líka breyst. Áður var mikið um fjölskyldufeður sem vildu koma hingað til lengri dvalar en nú er algengara að fá fyrirspurn- ir frá ungu fólki sem er að leita að sumarvinnu. Það er einmitt sá hóp- ur sem við höfum sérhæft okkur í. Við höfum sett það skilyrði fyr- ir ráðningu að fólk kunni eitthvað í ensku svo það geti talað við vinnu- veitendur sína hér á landi. Við setj- um aldurslágmarkið við 18 ár og ráðum helst ekki fólk sem er mik- ið eldra en 35 ára. Langflestir sem koma í gegnum okkur eru á þrítugs- aldrinum. Þetta ræðst meðal ann- ars af því að fólkið þarf í flestum tilvikum að búa inni á heimilum bænda og yngra fólk er einfaldlega sveigjanlegra hvað það snertir en þeir sem eldri eru. Við tökum líka ábyrgð á okkar fólki í tvo mánuði, enda hefur reynslan kennt okkur að fólk er bara fólk og stundum semur því einfaldlega ekki. Þá getur lausn- in verið fólgin í að flytja fólk á ann- an stað.“ Eygló bætir því við að Nínukot hafi gert formlega ráðningarsamn- inga við erlent starfsfólk löngu áður en sett var í lög að það skyldi gert. „Við förum eftir kjarasamningum stéttarfélaga og höfum oft þurft að útskýra fyrir fólkinu hvað orlof sé og að það eigi rétt á því.“ Netfyrirtæki á fjórum stöðum Eftirspurnin eftir erlendu starfsfólki hefur vaxið ört og Eygló segir að þau finni fyrir því eins og aðrir að það er ekkert atvinnuleysi á Íslandi. Umsvifin hafa því vaxið töluvert og á hverju ári koma hundruð manna hingað til lands á vegum Nínukots. Starfsfólkinu hefur þó ekki fjölgað því þær vinna við þetta þrjár mægð- ur, móðir Eyglóar og yngri systir. Þær starfa hins vegar á fjórum stöð- um: á Skeggjastöðum, Hvolsvelli, Vestmannaeyjum og Reykjavík. „Þetta byrjaði á Skeggjastöðum en því miður höfum við orðið að vera með starfsemina á Hvolsvelli vegna þess að svona fyrirtæki bygg- ist á góðu netsambandi og það er einfaldlega ekki nógu gott í Land- eyjunum. Á Hvolsvelli höfum við ADSL-samband sem skiptir megin- máli fyrir starfsemina. Sjálf bý ég í Vestmannaeyjum og þar hýsum við vefsíðuna, símstöðina og netþjón- inn, en systir mín býr í Reykjavík. Við erum með tvær formlegar skrif- stofur á Hvolsvelli og í Reykjavík en þar sem fyrirtækið er aðallega á netinu vinnum við mikið heima hjá okkur.“ Það hefur verið mikið að gera hjá Nínukoti á þessu ári og Eygló segir að eftirspurnin hafi verið mjög mikil. „Fólk hringir í okkur og segist hafa auglýst eftir fólki en fái ekkert, hvort við getum ekki hjálpað því. Við finnum líka fyrir samkeppni í Evrópu. Í sumar var til dæmin heimsmeistarakeppni í Þýskalandi og meðan hún stóð yfir var mjög erfitt að fá fólk hingað til lands, það voru svo margir að vinna í kringum hana. Margir sem við höfðum samband við ytra sögðust ekki geta komið fyrr en keppnin væri búin.“ Hún segist ekki sjá fram á að það dragi úr eftirspurninni því allar spár gera ráð fyrir auknum ferða- mannastraumi til landsins og þá þarf stöðugt fleira fólk til að sinna ferðaþjónustu. Íslenskunám og starfsþjálfun „Við höfum líka verið að fá fyrir- spurnir erlendis frá hvort við getum ekki útvegað ungt fólk héðan til starfa á hótelum í Evrópu. Það hef- ur verið að færast mikið í aukana að ungt fólk fer milli landa í leit að starfi. Við ætlum hins vegar ekki að fara út í samkeppni við ferðaskrif- stofurnar heldur einskorða okkur við atvinnumiðlun og þjónustu við fólk sem fer milli landa í atvinnu- leit,“ segir Eygló. En hvaða þjónustu getur ungur maður fengið hjá Nínukoti? Segj- um að hann sé frá Póllandi og sé að leita að vinnu, auk þess sem hann langar að læra íslensku? „Við höfum boðið upp á nám- skeið hér á landi í gegnum fyrir- tæki í Belgíu og Hollandi en það tengist svonefndu Leonardo verk- efni í Evrópu. Þá kemur fólk hing- að til lands og byrjar á að sækja tveggja vikna námskeið í íslensku áður en það fer út á vinnumarkað- inn. Við eigum von á tíu manns hingað eftir áramót í þannig heim- sókn. Við höfum líka bent fólki á námskeið í nágrenni við dvalarstað þess og verið því innanhandar um að komast á þau. Við höfum líka hjálpað fólki við að útvega pappíra ef það þarf slíkt. Þá höfum við aðstoðað fólk við að sækja rétt sinn hjá verkalýðsfélög- unum og leggjum áherslu á að okk- ar fólk sé í stéttarfélögum,“ segir Eygló Harðardóttir hjá Nínukoti. Atvinnumiðlunin Nínukot Flytur inn hundruð manna til starfa á landsbyggðinni á ári hverju – Rætt við Eygló Harðardóttur stofnanda og framkvæmdastjóra Nínukots Það er unnt að takast á við gróðurhúsaáhrif- in í andrúmsloftinu en við verðum þá að vilja það. Hlýnun andrúmsloftsins hefur hrint af stað þrennum umræðum. Í fyrsta lagi: Er staðan jafn slæm og sérfræðingar Sameinuðu þjóð- anna álíta? Í öðru lagi: Er eitthvað til ráða og í þriðja lagi: Hver á að taka frumkvæðið og á hvern hátt? Þeim, sem eru í vafa um alvöru málsins, skal bent á að kynna sér skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem birt var í mars 2005. (Milleni- um Ecosystem Assessment Report). Fjölmiðlar mátu það svo að boðskapur hennar væri alvar- legur og varðaði hvert og eitt okkar. Niðurstöðum skýrslunnar var þó haldið minna á lofti, þ.e. þeim að nú þyrfti að koma á fót samstarfi með nýjum hætti, nýjar stofnan- ir þyrftu til og róttækur niðurskurður þyrfti að verða á losun gróðurhúsalofttegunda. Fá teikn eru á lofti um að það sé að gerast, segja þeir sem um málið fjalla. Og er það nema von? Hvernig á að fá rík- isstjórnir um víða veröld til að taka á málinu þegar jafn auðvelt er að vera laumufarþegi á kostnað annarra? Ljóst virðist vera að alþjóð- lega veðurfarsráðstefnan í Nairobi í Kenya 6.-17. nóvember sl. tók á engan hátt á málum. Það gerði hins vegar Stern-skýrslan sem Bretar lögðu fram á ráðstefnunni. Samkvæmt þeirri skýrslu geta yfirvofandi breytingar á veðurfari raskað lífskjörum og lífs- skilyrðum fólks á jafn afdrifaríkan hátt og tvær heimsstyrjaldir og kreppan á fjórða áratugi síð- ustu aldar. En að þessu sinni eru afleiðingarnar óafturkræfar ef hnattrænar gagnaðgerðir verða ekki gerðar nógu snemma og nógu róttækar. Samstillt átak til að koma á breytingum Stern-skýrslan leiðir rök að því lið fyrir lið að unnt sé að ráða við breytingar á veðurfarinu en til þess þarf samstillt átak mannkyns. Verði ekk- ert að gert mun magn gróðurhúsalofttegunda verða komið á hættulegt stig þegar um 2035. Magn gróðurhúsalofttegunda í andrúms- loftinu er nú um 430 ppm. koltvísýringsígildi. (ppm = milljónustu hlutar), og vex sífellt harð- ar. Fyrir iðnvæðinguna var það 280 ppm. Það er þegar orðið of seint að ná jafnvægi við 450 ppm og jafnvel við það magn verða umtalsverðir staðbundnir skaðar á umhverf- inu. Stern-skýrslan bindur vonir við að jafn- vægi náist við 500-550 ppm í lok aldarinnar. Þá munu búsetuskilyrði á jörðinni að vísu víða hafa versnað, svo sem vegna þurrka, en til að ná því marki verða rík lönd þó að hafa dregið úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um 60-80% eða allt niður í fimmtung núverandi losunar. Er svo mikill niðurskurður hugsanlegur? Kyoto-bókunin mælti fyrir um að losunin skyldi minnka um 5% miðað við losunina 1990 og það hefur ekki tekist að standa við hana. Stern-skýrslan telur 60-80% niðurskurð ger- legan og jafnframt að það liggi á. Næstu 20 ár skipta öllu máli. Gerist hann ekki skortir okkur hugarflug um það sem getur gerst. Viðsnúningurinn gerist hægt Það er hins vegar letjandi gagnvart því að grip- ið verði til aðgerða að áhrifin af þeim koma ekki í ljós fyrr en eftir 40-50 ár. Einmitt af þeim ástæðum fjallar Stern-skýrsl- an ítarlega um það hvað gera þurfi skref fyrir skref héðansí frá. Skýrslan sýnir fram á að það er fullur grundvöllur fyrir því að grípa til aðgerða sem skipta máli, jafnframt því að þær aðgerðir eru þjóðhagslega raunsæ verkefni. Kostnaðurinn við þau vex heldur ekki í augum. Það yrðu hins vegar dýrkeypt að gera það ekki, þar sem afleið- ingarnar yrðu þær að skipuleggja yrði búsetu upp á nýtt á stórum svæðum jarðar til að takast á við búseturöskun og þjóðflutninga og önnur áhrif af hröðum veðurfarsbreytingum. Þetta eru ekki nýjar niðurstöður. Sömu niður- stöður var að finna í fimm ár gamalli skýrslu frá OECD, (OECD Environmental Outlook 2001). Niðurstaða hennar var sú að með samstilltu átaki opinberra ákvarðana, virkra umhverfis- skatta, frjálsra samninga, viðskipta með meng- unarkvóta og merkinga á vörum, sem framleidd- ar eru á sjálfbæran hátt, væri unnt að ná tökum á alvarlegum umhverfisvandamálum án þess að það komi verulega illa við þjóðir heims. Sumar aðgerðir í umhverfismálum hafa þó aukaáhrif sem bitna á þjóðfélagsstéttum en mis- mikið. Háir umhverfisskattar á framleiðslu geta brugðið fæti fyrir fyrirtæki sem eru mikilvæg fyrir atvinnusvæði sitt. Háir umhverfisskattar á neyslu geta einnig verið fráhrindandi á viðkom- andi neytendur. Samfélagið getur brugðist við því með því að koma til móts við fólk á annan hátt, ef pólítískur vilji er fyrir hendi. En að svo stöddu er átakalínan í umhverfis- málum þó ekki um aðgerðir og mótaðgerðir. Hér og nú þarf að svara því hvort veðurfarsógn- in sé svo alvarleg að það þurfi að grípa til rót- tækra aðgerða. Ráðstefnan í Nairobí í nóvemb- er sl. sýndi að þjóðir heims eru að svo komnu máli ekki tilbúnar til þess. (Nationen, Ósló, 25. nóv. 2006, Dag Seierstad, stytt). Eygló Harðardóttir framkvæmdastjóri Nínukots. Það er unnt að snúa við hlýnun á lofthjúpi jarðar

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.