Bændablaðið - 12.12.2006, Qupperneq 14

Bændablaðið - 12.12.2006, Qupperneq 14
14 Þriðjudagur 12. desember 2006 Undanfarin tvö haust hefur verið unnið að merkri fornleifarann- sókn á Strákatanga í Hveravík í Steingrímsfirði. Það eru þeir Ragnar Edvardsson fornleifa- fræðingur og Magnús Rafnsson sagnfræðingur, á Bakka í Bjarn- arfirði, sem hafa nú grafið upp lýsisbræðsluofn. Taldar eru mikl- ar líkur á að ofninn hafi tilheyrt hvalveiðistöð Baska á staðnum. Þá hafa fundist hátt í tvö hundr- uð munir við uppgröftinn, aðal- lega reykjarpípur og leirkerabrot sem eru frá 17. öld. Ragnar segir það einstakt að finna svo marga muni á svo litlu svæði, en þeir fundust allir í skurði sem er fjór- um sinnum tveir metrar að flatar- máli. Í tengslum við Spánverjavígin var farið að leita að minjum um hvalveiðar og þarna voru rústir sem enginn kunni skil á. Magnús segir aðspurður að Jón lærði beri ábyrgð á því að farið var að skoða Stráka- tanga. „Hann fullyrðir að 1613 hafi Böskunum verið bent á heppilegan stað við Steingrímsfjörð til að gera út, og í tengslum við þær sagnir, sem varðveist hafa um Spönskuvík og Skárukletta, rakst ég á þessar rústir sem Olavius segir að séu eft- ir Íra, hvaðan sem sú hugmynd er komin. Hins vegar sagði mér eldra fólk af Selströnd að rústirnar væru taldar útlenskar þótt nánari upplýs- ingar væru gleymdar. Þær fullyrð- ingar voru svo staðfestar eftir að ég dró Ragnar á staðinn,“ sagði Magn- ús. Ragnar kveðst strax hafa séð að þessar rústir voru ólíkar íslenskum rústum því þær voru bæði stærri og ferhyrndari. Auk þess er íslenskar verstöðvar að finna yst á töngum en ekki inni í víkum. Örnefni á svæð- inu gáfu einnig tilefni til rannsókna því að þar er m.a. Spánskavík. Leifar hvalveiðistöðva Baska hafa fundist í Red Bay á Labrador, bæði landstöðvar og leifar skipa sem sukku þar í óveðri 1565. Einnig eru þekktar leifar hvalveiðistöðva Hol- lendinga og fleiri þjóða á Svalbarða. Með nánari samanburði við rann- sóknir sem gerðar hafa verið annars staðar, má eflaust ákvarða betur hvaða þjóð hefur verið við hvalveið- ar í Hveravík. Rannsóknin hefur vakið mikla athygli hérlendis sem erlendis, þótt menn hafi enn ákveðn- ar efasemdir. „En það er alveg ljóst að þarna hafa ekki verið Íslending- ar á ferð, það sýna múrsteinar sem bræðsluofninn er hlaðinn úr og mun- irnir sem við fundum,“ segir Ragn- ar. „Múrsteinshleðslan er sú elsta sem fundist hefur á Íslandi og aðrar hleðslur eru einkum þar sem kaup- staðir voru. Minjar hvalveiðistöðv- arinnar eru elstu minjar um búsetu erlendra manna á Íslandi sem grafn- ar hafa verið upp til þessa. Þær hafa bæði íslenskt og alþjóðlegt verndar- gildi.“ Strandagaldur vinnur nú að verk- efni sem nefnt er Whales on Whe- els eða WOW. Hugmyndin er sú að markaðssetja hvalaskoðun af landi við Steingrímsfjörð því hvalakom- ur eru mjög tíðar á firðinum. Mátti til að mynda sjá sjö hnúfubaka utan við Hveravík á meðan verið var að ganga frá rannsóknarstaðnum á Strákatanga. Heimildir um þetta má líka rekja langt aftur því á 18. öld segir Olavius frá því að hvalir gangi alla leið inn í fjarðarbotn og að þeirra verði þráfaldlega vart á öll- um tímum árs. Nýlega voru rannsóknarniður- stöðurnar kynntar Strandamönnum á opnum fræðslufundi á Café Riis. Magnús Rafnsson flutti fyrirlestur um hvalveiðar á Norður-Atlantshafi á 16. og 17. öld. Þar kom m.a. fram að heimildir finnast í annálum um hvalveiðar Baska við Vestfirði af og til alla 17.öldina. Hins vegar er lík- legt að minna hafi verið skráð um þetta en efni stóðu til, þar sem sam- skipti og viðskipti Íslendinga við erlendu hvalfangarana voru bönnuð með öllu. Ljóst er þó að Íslending- arnir stunduðu ólöglega verslun með tóbak og einnig voru samin í það minnsta þrjú basknesk-íslensk orðasöfn á 17. öld og eru það fyrstu tilraunir til orðabókagerðar á Íslandi. Hvalirnir voru einkum nýtt- ir til að bræða lýsið, sem var helsta ljósmeti Evrópu á þessum tíma, og hefur lýsisbræðslan verið nefnd fyrsta stóra olíuævintýrið. T.a.m. hefur verið reiknað út að 175 lítra lýsistunna var seld á 5000 dollara á núvirði. Á fræðslufundinum greindi Ragnar einnig frá niðurstöðum rann- sóknarinnar á Strákatanga og sýndi myndir frá uppgreftrinum og af þeim munum sem fundist hafa. Ætlunin er að halda rannsókn- inni áfram næsta sumar og er unnið að því að fjármagna áframhaldið. Rannsóknin er samstarfsverkefni Náttúrustofu Vestfjarða og Stranda- galdurs sem að mestu hefur verið fjármagnað með styrkjum úr Forn- leifasjóði. Þá hafa bæði Landsnet og Landsvirkjun stutt það með fjárframlagi, að ógleymdum Kaldr- ananeshreppi. „Ég tel að það taki aðeins fjögur ár að ljúka þessari rannsókn þar sem aðeins er verið að skoða mannvistarleifar frá afmörk- uðum tíma. Ég ætla mér að ljúka henni þótt ég þurfi að standa einn úti í kuldanum og grafa,“ sagði Ragnar að lokum. Bændablaðið/Kristín Sigurrós Minjar með alþjóðlegt verndargildi Ofninn sem þeir Magnús og Ragnar hafa grafið upp er talinn hafa tilheyrt hvalveiðistöð sem Baskar starfræktu á Strákatanga í Steingrímsfirði. Magnús Rafnsson sagnfræðingur. Ragnar Edvardsson fornleifafræðingur útskýrir uppgröftinn á fræðslufund- inum. Merete Rabolle, bóndi á Hrauni á Skaga í Húnavatnssýslu, er nýlega komin heim eftir að hafa dvalist á vesturströnd Græn- lands undanfarnar tvær vikur og haldið þar námskeið fyrir fjárbændur þar sem hún kennir notkun Fjárvíss. Að auki hefur hún aðstoðað þá bændur sem þegar hafa tekið þetta forrit í notkun við að klára upp- gjör fyrir árið. Þetta er önnur ferð hennar til Grænlands á árinu; hún var á ferðinni þar í mars mán- uði og hélt þá námskeið fyrir nokkra bændur sem í framhaldinu hófu að nota forritið. „Ég hélt námskeið fyrir nýja, áhuga- sama bændur, var að koma þeim af stað með þetta og svo var ég líka að hjálpa þeim sem tóku þetta kerfi í notkun síðastliðið vor. Það koma stundum upp ýmis vandamál varðandi uppgjörið þegar menn eru að taka upp nýtt kerfi,“ segir Merete. „Ég er mjög ánægð með árangurinn af námskeiðunum, hann er vonum framar. Bændur á Grænlandi eru afar áhugasamir um að taka upp þetta íslenska fjárbókarkerfi og það virðist henta þeim vel,“ sagði hún. Fjárvís er afurða- og ættarbókhald, þróað á vegum Bændasamtaka Íslands og var það fyrst tekið í notkun árið 1993. Fyrir nokkr- um misserum var hafist handa við að þýða það yfir á grænlensku og var því verki lokið nú fyrr á árinu. Löng hefð er fyrir samstarfi Íslendinda og Grænlendinga á sviði land- búnaðar en það var Stefán Scheving-Thor- steinsson, fyrrum tilraunastjóri á Hesti, sem fyrstur hóf samstarf við Grænlendinga um sauðfjárrækt. Hann var afar áhugasamur um að þróa landbúnað þar í landi og nú er árang- urinn sá að æ fleiri bændur á Grænlandi eru áhugasamir um að taka forritið í notkun og stuðla þannig að bættu kynbótastarfi og búr- ekstri. Fjárbúin á Grænlandi nokkuð stór Merete sagði að nokkuð mismunandi væri hversu góðar nettengingar menn byggju við, sem og farsímasamband, en almennt væri reynslan sú að bændur byggju við þokkalega góðar tengingar. Hún hefði að vísu einkum verið á ferðinni umhverfis Brattahlíð, þannig ekki væri raunhæft að alhæfa í þessum efn- um. Hún vissi til að á sumum bæjum væri jafnvel ekki sjónvarpssamband. „Ætli þetta sé ekki bara svipað og hér á landi, aðstæðurn- ar eru mismunandi,“ segir hún. Merete segir marga bændur íhuga að taka Fjárvís í sína þjónustu; æ fleiri sjái kosti þess að taka forritið í gagnið. „Það eru margir að spá í þetta.“ Hún nefnir að margir bænd- ur, og þá kannski einkum þeir sem hún hef- ur heimsótt á svæðinu kringum Brattahlíð, séu með stór bú, 5-600 ær. „Bændur verða að vera með nokkuð stór bú, þeir hafa ekki mörg tækifæri önnur til að auka tekjur sínar, enda oft um langan veg að fara og samgöng- ur ekki alltaf góðar,“ segir hún. „Það er litið svo á að það að vera bóndi sé ákveðinn lífs- tíll, tekjurnar eru ekki miklar og oft er þetta mesti barningur.“ Enginn kvóti er í sauðfjár- rækt á Grænlandi þannig að bændur geta bætt við bústofn sinn, en Merete nefnir að smalamennska gangi oft erfiðlega, landið sé stórt og erfitt yfirferðar og því vanti oft kind- ur að hausti. „Það er algengt á Grænlandi að fé sé að heimtast fram eftir öllum vetri,“ seg- ir hún. „Þetta er spennandi verkefni,“ segir Mer- ete um Fjárvísnámskeiðin sem hún hefur haldið fyrir grænlenska bændur. Þeir fyrstu séu komnir vel af stað og það virki sem hvatn- ing fyrir fleiri að feta í þeirra fótspor. „Það er ánægjulegt að geta lagt eitthvað af mörkum; Íslendingar og Grænlendingar hafa gagn af því að vinna saman, það eru ekki ósvipaðar aðstæður í þessum löndum,“ segir Merete. Grænlenskir bændur áhugasamir um Fjárvísi Tilraunastöðin og skólinn í Upernarviasuk. Nemendur á kafi í Fjárvísi í Qanisartuut. Merete fylgdist með því einn daginn þegar kveikt á jólatrénu fyrir utan gluggann hjá henni.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.