Bændablaðið - 12.12.2006, Side 16

Bændablaðið - 12.12.2006, Side 16
16 Þriðjudagur 12. desember 2006 „Það hefur verið haft á orði að í útlöndum fari menn í stríð til að vinna lönd, en á Íslandi séu sett lög um þjóðlendur svo ríkið geti unnið lönd. Ef hér er stríð í upp- siglingu þá er það á ábyrgð ríkis- ins og við skulum vera minnug þess að Þingeyingar eru frægir fyrir að láta verkin tala ef þeim er misboðið.“ Þetta sagði Guð- ný Sverrisdóttir sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi á fundi sem nýlega var haldinn í Skjólbrekku í Mývatnssveit með yfirskrift- inni: Stöndum vörð um eign- arréttinn, en á honum var rætt um þjóðlendukröfur ríkisins. Skemmst er frá því að segja að Þingeyingar sem komu víða að úr sýslunni, troðfylltu samkomuhús- ið og var mörgum heitt í hamsi á fjögurra tíma löngum fundi. Gagnrýndu fundarmenn ákaft þjóðlendukröfur ríkisins og voru margir þungorðir. Að fundinum stóðu sex sveitarstjórnir, Aðal- dælahrepps, Grýtubakkahrepps, Norðurþings, Skútustaðahrepps, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveit- ar auk landeigenda á svæðinu. Þingmenn kjördæmisins höfðu fengið boð á fundinn, en enginn þeirra sá sér fært að mæta. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hafði framsögu, en hann mætti ásamt lögmanni sínum til fundar. Óbyggðanefnd hefur tekið til meðferðar svæði 6 sem svo er nefnt, Norðausturland, sem fjár- málaráðherra fyrir hönd ríkisins hefur gert þjóðlendukröfur til og voru þær til umfjöllunar á fundin- um. Lög um þjóðlendur voru sam- þykkt árið 1998, til að skera úr um hvar mörk eignalanda og þjóðlenda væru. Lögin gengu til að byrja með undir nafninu hálendisfrumvarpið og voru kynnt með þeim hætti að þau hafi verið sett til að ákveða eignarétt á miðhálendinu. Ólafur Björnsson hæstarétt- arlögmaður hafði framsögu um þjóðlendumálið, rakti það frá upp- hafi, greindi frá kröfum ríkisins á Suður- og Austurlandi og fjallaði um úrskurði og dóma sem nú þeg- ar hafa gengið í málum varðandi þessa landshluta. Óbyggðanefnd hefur fram til þessa birt úrskurði í 26 málum. Fallið hafa alls 14 hér- aðsdómar í þjóðlendumálum og 9 hæstaréttardómar. Í 4 tilvikum hef- ur héraðsdómur staðfest úrskurði Óbyggðanefndar og Hæstiréttur 8 sinnum, en í sex tilvikum hefur hann, snúið dómum héraðsdóms við. „Það er ekki mögulegt að fall- ast á að stjórnsýslunefnd geti tekið þinglýst land af eigendum sínum,“ sagði Ólafur. Ríkið hefði um árin ekki gert athugasemdir við landa- merki jarðanna sem um ræðir, ekk- ert hefði komið fram sem benti til annars en litið væri svo á að land- eigendur væru óumdeildir eigendur jarðanna en nú ríflega 100 árum eftir að bréfum varðandi landið var þinglýst gerði ríkið athugasemdir við landamerki. Tilraun til mestu eignaupptöku í sögu lýðveldisins Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi var harðorð í sinni framsögu og gagnrýndi mjög framgöngu ríkisins í þjóðlendumál- um. Hún benti á að landeigendur hefðu greitt skatta og skyldur af eignum sínum í meira en 120 ár, en nú kæmi ríkið og segði: „Bænd- ur rændu þessum löndum fyrir þann tíma!“ Fram til þessa hefði þetta sama ríki þó ekki gert neinar athugasemdir og jafnvel tekið þátt í viðskiptum með eignirnar. Þeir fáu sem mæltu gjörningi ríkisins bót bentu á að skárra væri að ríkið ætti landið en „óbilgjarnir grosser- ar sem koma til með að kaupa upp jarðir á Íslandi,“ eins og Guðný orð- aði það á fundinum. Um slík sjónar- mið mætti vissulega deila, en engin ástæða væri til að ríkið tæki landið án endurgjalds. „Með þjóðlendukröfum ríkisins er gerð tilraun til mestu eignarupp- töku í sögu lýðveldisins. Þessi deila snýst samt ekki einungis um krónur og hektara, hún snýst um pólitík og mannréttindi og réttlætiskennd okk- ar eru gróflega misboðið,“ sagði Guðný og spurðu hvort þetta væru mannréttindi 21. aldarinnar. Þykir þéttbýlisbúum þessi rányrkja eðlileg? Hún benti í ræðu sinni á umræð- ur sem urðu um þjóðlendumálin á fundi sem efnt var til á Hornafirði í febrúar árið 2001, en á þeim fundi hefðu þingmenn sýnt skilning og gefið fyrirheit um að mál yrðu endurskoðuð, m.a. hefði Halldór Ásgrímsson sem þá var utanríkis- ráðherra sagt að stjórnmálamenn hefðu engan áhuga á að standa í illdeilum við fólkið. Vitnaði Guð- ný einnig í orð Jóns Kristjánssonar alþingismanns, sem sagðist á fund- inum hafa talið að þjóðlendumálið snérist aðeins um hálendið en hann sá þá þegar fyrir sér að málið yrði heitt þegar kæmi að svæðum norð- an Vatnajökuls og kæmi að Þingey- ingum. Þrátt fyrir fögur orð ráðamanna yrðu kröfur ríkisins sífellt frekari og spurði Guðný hvort verið gæti að landsbyggðarþingmenn væru svo gjörsamlega bitlausir að þeir réðu ekki við starfssystkini sín á höfuðborgarsvæðinu. „Er það virki- lega skoðun þéttbýlisbúa að þess rányrkja sé eðlileg?“ Grýtubakkahreppur hefur á umliðnum árum keypt margar jarð- ir, m.a. í Fjörðum og á Látraströnd til að tryggja afréttarlönd bænda og aðra hagsmuni, s.s. ferðaþjón- ustu. Nú er að sögn sveitarstjóra gerð krafa um að þessar jarðir verði þjóðlenda, að hluta eða öllu leyti. Fróðlegt þykir Guðnýju að vita af hverju ríkið teldi að þetta land væri betur komið hjá því, það myndi t.d. ekki borga skatta og gjöld af þjóð- lendum sínum, m.a. fasteignaskatt til sveitarfélaganna. Samt myndu sveitarfélög þurfa að bera kostn- að vegna stjórnsýsluverkefna, s.s. skipulagsmála á þjóðlendum líkt og á öðru landi. Sveitarstjórn Grýtu- bakkahrepps hefur fordæmt vinnu- brögð þau sem fjármálaráðherra hefur viðhaft fyrir hönd ríkisins í þessu máli og beint þeim tilmælum til hans að kröfur verði afturkall- aðar og eignarréttur landeigenda verði virtur. Eignir manna í gíslingu „Við þurfum að beita öllum brögð- um til að reka þennan yfirgang af höndum okkar,“ sagði Guðný og fýsti að vita hvort fundarmönnum þætti ástæða til að mynda samtök á landsvísu gegn eignaupptökunni. Sáttaleið í stöðunni væri ef til vill sú, að ríkið dragi til baka allar kröfur þar sem til væru þinglýstar landamerkjalýsingar, 120 ára gaml- ar og um afganginn ef einhver væri mætti deila. „Eignir manna eru settar í gíslingu því erfitt er að selja jörð þar sem ríkið hefur gert kröfu í hluta landsins og við vitum að þessi deila stendur ekki í mánuði heldur í mörg ár og hvað segja lánadrottnar sem eru með veð í jörðunum þegar þær hafa rýrnað til muna.“ Guðný vildi vita til hvaða ráða alþingis- menn hygðust grípa til að stöðva för fjármálaráðherra og hans fylgi- fiska um landið og hvernig stöðva ætti „þessa endaleysu,“ en fátt varð um svör, þar sem enginn alþingis- maður var í salnum. Forneskjuleg hugmyndafræði gagnvart eignaréttinum Ólafur H. Jónsson formaður Land- eigenda Reykjahlíðar ehf. sem hafði framsögu á fundinum sagði menn standa frammi fyrir „stærsta eigna- og hlunnindaráni Íslandssög- unnar, sannkölluðu ríkisráni.“ Þótti honum undarlegt að ríkisstjórn sem hallaðist að frelsi og einkavæðingu, sendi menn um héruð og reyndi að sölsa undir sig eignum fólks, jörðum og lendum sem í flestum til- vikum hefðu verið þinglýstar eign- ir manna um langa hríð. Vitnaði hann til orða Sigurðar Líndal um þjóðlendulögin, en hann komst svo að orði, að þau væru „ekki aðeins óþörf heldur beinlínis skaðleg.“ Þjóðlendulögin taldi Ólafur ganga gegn öllum meginstraumum í umræðu og þróun mála í samfé- laginu, þau lýsi hins vegar í reynd, „forneskjulegri hugmyndafræði og pólitískri afstöðu stjórnarflokkanna gagnvart eignaréttinum.“ Benti Ólafur á nokkur dæmi þess að rík- ið hefði fram til þessa ekki véfengt eignarétt landeigenda Reykjahlíð- arlands, síðast í fyrra hefði verið samið við Landsvirkjun um afnot af landi, 1971 var samið við ríkið vegna Kröfluvirkjunar og Kröflu- línu en að auki hefðu landeigendur samið við Landgræðsluna vegna girðinga, Náttúruverndarráð um friðlönd í Herðubreið árið 1974, og Öskju 1977 og þá hefði verið samið við Vegagerðina vegna efnistöku í Jökulsá. Ríkið hefði aldrei véfengt eignarétt vegna Reykjahlíðar og það hefði danski kóngurinn heldur ekki gert þegar hann keypti brennistein úr Fremrinámum af þinglýstum eig- endum Reykjahlíðar árið 1563. Leið ríkisins úr „þjóðlendufár- inu“ taldi Ólafur vera þá að það virði þinglýstar landamerkjaskrár, áfrýi ekki héraðsdómum í málum sem landeigendur kunna að vinna á vettvangi Óbyggðanefndar og að sönnunarbyrgði verði snúið við, hún verði lögð á ríkið í stað þess að neyða landeigendur til að verjast með því að færa sönnur á eignahald sitt. Megum ekki gefa neitt eftir í baráttunni Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu, stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands sagði á fundinum að sér fyndist fólk hafa verið andvara- laust gagnvart þjóðlendumálinu, vildi helst ekkert af því vita fyrr en það svo allt í einu hefði dunið yfir. Fólk hefði sofið á verðinum. Gunn- ar mælti með því að landeigendur stofni til samtaka og hét því að Bændasamtökin myndi áfram láta að sér kveða og þau myndu án efa aðstoða ný samtök, yrðu þau stofn- uð. „Við megum ekki gefa neitt eftir í baráttunni,“ sagði hann. Tóku fundarmenn undir með Gunnari um andvaraleysi í málinu, Guðný sveitarstjóri m.a. og einnig Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri, sem sagði menn ekki hafa brugðist við „fyrr en á okkur brennur.“ Hét hann liðssinni Sam- bands íslenskra sveitarfélaga í mál- inu, en þar sæti hann í stjórn, það væri ekki boðlegt að ríkið gengi fram með þessum hætti. Fólk skyldi ekki þessar kröfur og upp- lifði að ríkið væri að ganga fram með offorsi. Eitthvað athugavert við sjálf þjóðlendulögin Fjölmargir tóku til máls og eða lögðu fram fyrirspurnir á fundin- um, m.a. kom fram að enginn hefði fyrirfram trúað því að ríkið myndi krefjast lands niður undir tún í Þing- eyjarsýslum, einn fundarmanna, Guðrún María Valgeirsdóttir kvaðst þannig fyrir fáeinum viku hafa átt 25% hlut í Reykjahlíðarlandi, en ætti nú einn sólpall! Þá fýsti menn að vita hvernig á því stæði að alda- gamall hefðarréttur dygði landeig- endum ekki, en útgerðarmönnum hefði dugað þriggja ára hefð til að fá úthlutað kvóta. Þung orð féllu, talað var um ósvífni ríkisins, yfir- gang og ásælni og voru fundar- menn sammála um að stofna þyrfti til samtaka á landsvísu til að sporna við fæti. Ari Teitsson á Brún sem kom að undirbúningi málsins á sín- um tíma kvaðst hafa verið blekktur. Óbyggðanefnd hefði átt að úrskurða í málum, en svo til öllum úrskurð- um hennar væri vísað til dómstóla. „Dómar í þjóðlendumálum hafa ver- ið sitt á hvað, sem segir manni bara eitt og það er að eitthvað er athuga- vert við sjálf þjóðlendulögin. Þeim verður að breyta og það strax – fyr- ir kosningar í vor.“ Ef ríkið tæki kvóta og peninga… Fundarmenn fýsti að vita hvað þjóð- lendumálið hefði kostað ríkissjóð, en fjármálaráðherra hafði ekki svar við því, gæti ekki einu sinni gefið vísbendingar þar að lútandi. Hann ítrekaði að málið snérist ekki um það af ríkisins hálfu að taka auðlind- ir, heldur tryggja eignarréttarstöðu, en mikið verk væri óunnið áður en sátt næðist. Guðný sagði ríkið vera að bjóða upp á stríð og benti á að þjóðin skildi ekki hvað væri að ger- ast, en að líkindum myndu menn rumska ef ríkið tæki fyrirvaralaust helming af kvóta Samherja sem sína eign, eða þá stóran hluta pen- inga Björgólfsfeðga. Ólafur Héðinsson á Fjöllum tók til máls á fundinum og greindi frá því að hann hefði nýlega keypt jörð, sem faðir hans og afi hefðu áður átt og meira að segja ríkið um hríð. Kröfulína ríkisins væri nú um 500 metra frá túngarði sínum. Hann hafi ætlað að taka lán til fram- kvæmda á jörðinni fyrir skömmu en komið að lokuðum dyrum því ríkið hefði þinglýst kröfum sínum á landareign sína. „Þetta eru ólög. Ríkisstjórnin okkar er þessa dagana að biðjast afsökunar á Íraksstríð- inu, en stofnar til stríðs við okkur á sama tíma,“ sagði Ólafur og benti á að með því að standa saman gætu landeigendur sigrað. Undirbúa stofnun landssamtaka Fleiri tóku í sama streng og á fund- inum var samþykkt ályktun þess efnis að unnið yrði að undirbún- ingi landssamtaka landeigenda til að sameina krafta þeirra sem hags- muna eiga að gæti gagnvart þjóð- lendukröfum ríkisvaldsins. Í undir- búningsnefnd voru kjörin þau Guð- ný Sverrisdóttir, Ólafur H. Jónsson og Örn Bergsson, Hofi í Öræfum. Á fundinum var einnig skorað á fjármálaráðherra að afturkalla þeg- ar kröfur ríkisins í þinglýstar eignir í Þingeyjarsýslu og einnig að beita sér fyrir því að þjóðlendulög verði endurskoðuð með það að markmiði að virða eignarrétt. Þung orð féllu á fjölmennum fundi um þjóðlendukröfur í Skjólbrekku í Mývatnssveit Þingeyingar frægir fyrir að láta verkin tala ef þeim er misboðið – Deilan snýst ekki um krónur og hektara, heldur mannréttindi og réttlætiskennd, segir sveitarstjóri Grýtubakkahrepps Atkvæði greidd á fundinum í Skjólbrekku. Ráðherra hefst ekki að.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.